Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.01.2007, Qupperneq 73

Fréttablaðið - 25.01.2007, Qupperneq 73
Hnattvæðingin hefur valdið auknum hag- vexti og velmegun, en hún hefur jafnframt orðið til þess að hagnað- ur vegna framleiðni- aukningar hefur flust frá launamönnum til fjármagnseigenda. Fjár- magnið leitar þangað sem vinnuaflið er ódýr- ast. Samtök launamanna eru frjálshyggjumönnum til trafala. Þetta kom glögglega fram hér á landi í viðbrögðum frjálshyggju- manna, þegar innflutningur erlendra launamanna hófst í stór- um stíl og stéttarfélögin reyndu að verja réttindi þeirra og laun- kjör. Frjálshyggjumenn úthrópuðu trúnaðarmenn stéttarfélaganna sem rasista. Í vestrænum löndum þar sem stéttarfélög eru veik hafa sumir stjórnmálamenn reynt að vinna gegn þessari þróun með því að lögsetja lágmarkslaun og setja skorður á viðskipti við þau lönd þar sem lágmarkslaunin eru lág. Vestræn verkalýðshreyfing hefur talið best að bregðast við þessu með því að efla stéttarfélög í þess- um heimshlutum með því að leggja umtalsverða fjármuni í að efla starfsmenntun í þessum löndum og þjálfa upp forystumenn. Streymi launamanna til Vestur- landa og svo heim aftur hefur leitt til þess að þeir hafa flutt með sér þekkingu og skilning á þeim mis- mun sem er á vestrænni verka- lýðshreyfingu og þeirri sem þeir þekkja í Austur-Evrópu frá valda- tímum kommúnista, sem ekki kom nálægt ákvörðunum um kaup og kjör. Það var einhliða ákvörðun valdamannaklíkunnar sem jafn- framt stjórnaði fyrirtækjunum. Sjónarmið og vinnubrögð þeirra voru ótrúlega lík og framangreind sjónarmið frjálshyggjumanna, sem eru í raun kommúnistar nútímans. Evrópuþjóðir stofnuðu til stærri markaðs til að bæta stöðu fyrirtækja og fjölgun starfa. Evr- ópskir stjórnmálamenn sáu upp úr miðri síðustu öld, að þeir urðu að gera eitthvað til þess að Evrópa gæti staðist BNA og eins Asíu- löndum snúning. Þetta hafa mál- svarar frjálshyggjunnar hér á landi kallað afsal full- veldis, sem er óskilj- anleg fullyrðing. Norðurlöndin voru fyrirmyndin, engin þjóð í Evrópu hefur notið þessa samstarfs í jafnríkum mæli og Ísland. Það höfum við séð á þróun íslensks efnahagslífs. Umtals- verður hluti þeirra reglugerða sem eru samþykktar í sam- starfi fullvalda Evr- ópuríkja öðlast þegar gildi hér og hafa gert um langt árabil. Okkar þjóðfélagsgerð kallar vitanlega á svipaðar reglugerðir og tíðkast annarsstaðar í Evrópu. Það eru reyndar nokkrar reglugerðir sem ekki hafa fengið náð hjá ríkis- stjórn Íslands. Þær eiga sér það sammerkt að auka réttindi launa- manna. Við opnun vinnumarkaðarins var ákveðið að treysta allt reglu- verk og eftirlit á vinnumarkaði. Tryggja með því að kjör og rétt- indi erlendra starfsmanna séu sambærileg við þá íslensku. Áður var töluverður ólestur á þessu og ný lög áttu að gera erlendum þjón- ustu- og verktakafyrirtækjum skylt að veita upplýsingar um starfsemi sína og virða kjara- samninga og lög hér á landi. Sett voru lög um að skrá yrði allar starfsmannaleigur og þeim var jafnframt gert að senda Vinnu- málastofnun yfirlit yfir alla starfs- menn nöfn, heimilisföng í heima- ríki, ríkisfang og starfsréttindi. Við hefðum ekki ráðið við það mikla álag sem hefur verið hér á vinnumarkaði án erlendra launa- manna. Efnahagsþróun hefði ekki verið eins góð og verðbólga hærri. Grundvöllur friðar felst í því að fyrirtækin fari að settum reglum, sama við hvern eigi, að öðrum kosti er verið að samþykkja að lækka laun. Laun fyrir þau störf þar sem þau eru lægst fyrir og stéttarfélögin hafa verið með sér- stakt átak um að hækka og orðið nokkuð ágegnt. Í vaxandi mæli eru að koma upp dæmi um að ríkissjóður hafi orðið að greiða lækniskostnað vegna ótryggðra erlendra launa- manna því engin tryggingargjöld hafi verið greidd. Hinir erlendu launamenn eru fullkomlega ósjálf- bjarga í höndum manna sem nýta sér aðstöðu þeirra. Það er engin lausn að banna erlendu launafólki að koma hingað, það leiðir einfald- lega til þess að neðanjarðarkerfið stækkar. Erlendir launamenn sem koma hingað þurfa að hafa aðgang að einum stað þar sem þeir geta fengið allar upplýsingar um íslenskan vinnumarkað og kjör á honum. Skráningar og upplýsing- ar um viðurkenningar á starfs- réttindum sínum. Höfundur er formaður Rafiðnaðar- sambandsins. Málefni útlendinga á vinnumarkaði Við hefðum ekki ráðið við það mikla álag sem hefur verið hér á vinnumarkaði án erlendra launamanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.