Fréttablaðið - 25.01.2007, Page 87

Fréttablaðið - 25.01.2007, Page 87
Leikstjórinn Todd Field vakti mikla athygli með frumraun sinni In the Bedroom árið 2001. Myndin var frumsýnd á Sundance-kvikmynda- hátíðinni þar sem gagnrýnendur tóku henni opnum örmum. Myndin var hvarvetna ausin lofi og The New York Times, The Wall Street Journal, New York Magazine og The New Yorker völdu hana mynd ársins. Þá fékk hún fimm tilnefn- ingar til Óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta myndin. Græna ljósið frumsýnir nýjustu mynd Fields, Little Children, á föstudaginn en hún þykir ekki gefa In the Bedroom þumlung eftir. Hér fara þau Kate Winslet, Jennifer Connelly og Patrick Wilson með aðalhlutverkin en myndin fjallar um nokkur pör sem kynnast í gegn- um börn sín og eiga aðallega sam- skipti á leikvöllum, götum og í sundlaugum smábæjarins sem þau búa í. Líf þessa fólks fléttast saman á óvæntan og jafnvel hættulegan hátt en annars er best að hafa sem fæst orð um söguþráðinn enda hafa framleiðendur þrábeðið fjölmiðla um að segja sem minnst til þess að draga ekki úr áhrifamætti myndar- innar. Foreldrar og börn Það er sláttur á þeim félögum Leonardo DiCaprio og Djimon Hounsou (Gladiator, The Island, Eragon) í spennumyndinni Blood Diamond og þeir uppskáru báðir óskarsverðlaunatilnefningar fyrir hlutverk sín í myndinni. DiCaprio að sjálfsögðu fyrir best- an leik í aðalhlutverki en Hounsou fyrir aukahlutverk. Borgarastyrjöldin í Sierra Leone er baksvið myndarinnar, sem fjallar um lífshættulega leit tveggja manna að stórum bleik- um demanti. Hounsou leikur fiskimanninn Solomon sem hefur verið hrifsaður úr faðmi fjöl- skyldu sinnar og neyddur til þess að leita að demöntum sem eru notaðir til að fjármagna stríðs- brölt. Hann rekst fyrir tilviljun á risavaxinn demant og ákveður að hætta lífi sínu með því að fela fundinn enda gæti demanturinn bjargað fjölskyldu hans úr von- lausum aðstæðum. Demantasmyglarinn Danny Archer (DiCAprio) hefur haft lífsviðurværi af því að stunda vopnaviðskipti með demöntum. Hann fær fregnir af demanti Sol- omons á meðan hann er bak við lás og slá en þegar hann fær frelsið hefur hann uppi á fiski- manninum. Þessir ólíku einstakl- ingar snúa svo bökum saman í leitinni að fjársjóðnum þó að for- sendur þeirra séu gerólíkar. Solomon er einnig að leita að syni sínum sem hann vonast til að geta bjargað frá herþjónustu en Archer er fyrst og fremst að hugsa um að bjarga eigin skinni og ætlar að nota andvirði dem- antsins til þess að komast burt frá Afríku. Amnesty International á Íslandi mun dreifa kynningarefni um svokallaða „blóðdemanta“ á meðan á sýningu myndarinnar stendur en þetta orð er notað yfir demanta sem eru notaðir til að fjármagna vopnað ofbeldi. Stríðsátök í Afríku eru oftar en ekki háð fyrir andvirði blóð- demanta og stríðsherrar og upp- reisnarmenn hafa notað gríðar- legan hagnað af slíkum viðskiptum til vopnakaupa. Samkvæmt upplýsingum Amnesty er talið að um 3,7 millj- ónir hafi látist í Angóla, Kongó, Líberíu og Síerra Leóne í átökum, sem fjármögnuð voru með sölu blóðdemanta. Þó að stríð geisi ekki lengur í Angóla og Síerra Leóne, og átök hafi minnkað í Kongó, leiðir sala blóðdemanta enn til mannréttindabrota. Örvæntingarfull leit að blóðdemanti Vectavir krem er áhrifaríkt lyf til meðferðar á frunsu af völdum Herpes Simplex. Vectavir virkar á öllum stigum frunsunnar frá sting eða æðasláttar til blöðru. Í Vectavir er virka efnið penciklóvír sem stöðvar framgang veirunnar. Vectavir er ætlað fullorðnum og börnum eldri en 12 ára. Berið Vectavir á frunsusvæðið á 2 klst fresti í 4 daga. Berið á rétt fyrir svefn og um leið og vaknað er. Dæmigert er að frunsa komi fram við ofreynslu, kvef eða inflúensu eða í mikilli sól (t.d. á skíðum). Ekki á að nota lyfið ef að áður hefur komið fram ofnæmi fyrir penciklóvír, famciklóvír eða öðrum innihaldsefnum. Með Vectavir grær frunsan hraðar, verkir minnka og smittími styttist. Vectavir kremið 2 g fæst án lyfseðils. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Otrivin nefúðinn og nefdroparnir innihalda xýlómetasólin sem vinnur gegn bólgu, nefstíflu og slímmyndun vegna kvefs og bráðrar bólgu í ennis- og kinnholum. Otrivin virkar fljótt og áhrifin vara í 6-10 klst. Otrivin getur valdið aukaverkunum, s.s. ertingu í slímhúð og sviðatilfinningu. Einnig ógleði og höfuðverk.Otrivin má nota þrisvar á dag en ekki lengur en í 10 daga í senn. Varúð: Langtímanotkun Otrivin getur leitt til þurrks í nefslímhúð. Sjúklingar með gláku eða þeir sem hafa ofnæmi fyrir xýlómetasólin ættu ekki að nota Otrivin. Kynnið ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Strepsils töflur eru látnar renna í munni og leysast þar hægt upp. Þannig nást fram staðbundin sótthreinsandi áhrif í munni og koki. Auk þess hafa bragðefnin væg kælandi áhrif sem slá á ertingu. Venjulega er ein tafla látin leysast hægt upp í munni á 2-3 klst fresti. Lyfið þarf venjulega að nota í 3-4 daga og stundum í allt að eina viku. Einnig má leysa upp 1-2 töflur í heitu vatni og drekka sem heitan drykk. Notkun lyfsins hefur engin áhrif á önnur lyf sem notuð eru samtímis. Ofnæmi eða ofnæmislík viðbrögð geta komið fyrir en eru afar sjaldgæf. Hver pakki af Strepsils inniheldur 24 munnsogstöflur, sem eru í hentugum þynnupakkningum. Hverri pakkningu fylgja viðurkenndar leiðbeiningar á íslensku um notkun lyfsins, sem gott er að kynna sér vel. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Voltaren Dolo® (díklófenak kalíum) 12,5 mg töflur. Notaðar við vægum eða frekar vægum verkjum,svo sem höfuðverk, tannpínu og tíðaþrautum.Verkar einnig hitalækkandi. Dragi ekki úr einkennum á nokkrum dögum,skal leita til læknis. Þeir sem eru með eða hafa haft sögu um maga- eða skeifugarnarsár eða skerta lifrarstarfsemi ættu að ráðfæra sig við lækni áður en lyfið er notað. Þeir sem þola ekki acetýlsalisýru, íbuprófen eða önnur bólgueyðandi lyf eða eru með astma eiga ekki að nota Voltaren Dolo®. Notið lyfið ekki á meðgöngu nema í samráði við lækni, en aldrei á síðasta þriðjungi meðgöngu. Leitið ráða læknis eða lyfjafræðings um milliverkanir við önnur lyf. Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. VECTAVIR FRUNSUKREM VOLTAREN DOLO FYRSTA HJÁLP STREPSILS HÁLSTÖFLUROTRIVIN NEFÚÐI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.