Fréttablaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 51
 Sextán liða úrslit meist- aradeildar Evrópu hefjast í kvöld með fjórum leikjum en seinni fjór- ir leikirnir eru síðan á morgun. Stórleikur kvöldsins er á Berna- beu í Madríd. Real Madrid og Bay- ern München hafa valdið miklum vonbrigðum á þessu tímabili. Bæði liðin eru í 4. sæti sinna deilda og unnu hvorug um helgina, Real gerði markalaust jafntefli við Real Betis og Bayern tapaði sínum öðrum leik síðan Ottmar Hitzfeld tók aftur við liðinu. AC Milan horfir líkt og fyrr- nefnd stórveldi til meistaradeild- arinnar því ítalski meistaratitill- inn er ekki raunhæft markmið lengur. „Það skiptir engu máli hvort maður endar í 3. eða 4. sæti í ítölsku deildinni. Aðalmarkmið okkar er að vinna meistaradeild- ina,“ sagði Carlo Ancelotti, þjálf- ari AC Milan, sem heimsækir Celt- ic í kvöld. Ensku liðin Arsenal og Manchester United þóttu bæði hafa verið heppin þegar dregið var í 16 liða úrslitin en mótherj- arnir hafa oft reynst skeinuhættir í meistaradeildinni. Arsenalmenn eru komnir til Eindhoven þar sem þeir spila við PSV. Eftir frábæra byrjun á tímabilinu hefur hol- lenska liðið verið að gefa eftir en Arsenalmenn eru hins vegar á fullu á öllum vígstöðum. Lið PSV- manna var hins vegar eitt af þeim fyrstu sem komst upp úr riðla- keppninni og finni liðið sitt fyrra form gæti Arsenal lent í vandræð- um. Síðasti leikur kvöldsins er síðan heimsókn toppliðs enska boltans, Manchester United, til franska liðsins Lille. Lille hefur átt í vand- ræðum með að skora mörk og það boðar ekki gott fyrir heimsókn United sem hefur sex stiga for- skot í ensku úrvalsdeildinni. Stórleikur kvöldsins er á Bernabeu Sigurliðið fagnar góðum árangri Frábær liðsheild, metnaður og góður stuðningur hefur fært Haukastelpunum bikarinn enn á ný! Við þökkum þeim sem þáðu boð Actavis og studdu stelpurnar á úrslitaleiknum í Laugardalshöll á laugardaginn. Til hamingju Haukar! Stórleikur í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar er nágrannaslagur Lundúnalið- anna Chelsea og Tottenham á Brúnni en dregið var í gær. Aðrir leikir eru þeir að Middlesbrough eða West Brom mæta Man Utd eða Reading, Arsenal eða Blackburn spila við Manchester City og að lokum tekur Plymouth á móti Watford. Stórliðin Chelsea, Manchester og Arsenal sleppa því hvert við annað í þessarri umferð. Leikirnir fara fram dagana 10. og 11. mars en þeir leikir sem enduðu með jafntefli um helgina verða spilaðir aftur 27. og 28. febrúar. Chelsea mætir Tottenham Ágústa Tryggvadóttir úr UMF Selfoss varð Íslandsmeist- ari í fimmtarþraut kvenna um helgina og varði þar með titilinn sem hún vann í fyrra. Ágústa hlaut samtals 3356 stig og var 300 stigum frá Íslandsmeti Kristínar Birnu Ólafsdóttur ÍR frá því í fyrra. Selfyssingar geta verið sáttir með afrakstur helgarinnar því Fjóla Signý Hannesdóttir varð í öðru sæti með 3063 stig. Valgerður Þorsteinsdóttir úr UFA varð síðan þriðja með 2850 stig. Í fimmtarþraut meyja (16 ára og yngri) sigraði Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr USVH með miklum yfirburðum og setti meyjamet. Helga náði í 4141 stig úr greinunum fimm. Ágústa varði titilinn sinn Kobe Bryant var valinn maður liðsins í Stjörnuleik NBA-deildarinnar sem fram fór í fyrrinótt. Bryant var með 31 stig, 6 stoðsendingar og 6 stolna bolta á þeim 28 mínútum sem hann spilaði í leiknum en hann hitti úr 13 af 24 skotum sínum í leiknum. Lið vesturstrandarinnar vann auðveldan sigur á austurliðinu í leiknum, var skrefinu á undan allan tímann, náði mest 33 stiga forustu og vann að lokum með 153 stigum móti 132. Amare Stoudemire var með 29 stig og 9 fráköst fyrir vesturliðið, Carmelo Anthony skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst og Shawn Marion skoraði 18 stig og hirti 8 fráköst. Hjá austurliðinu var LeBron James lang atkvæðamestur með 28 stig en Dwight Howard kom næstur með 20 stig og 12 fráköst. Kobe bestur í auðveldum sigri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.