Fréttablaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 26
 20. FEBRÚAR 2007 ÞRIÐJUDAGUR4 fréttablaðið food and fun „Það leggst ótrúlega vel í mig að taka þátt í þessu Food and Fun dæmi,“ segir Hermann Marínós- son, kokkur á veitingastað Hótel Holts. „Núna erum við að fá til okkar matreiðslumanninn Henrik Bernvik, en hann starfar á Baga- telle, þriggja Michelin-stjarna stað í Ósló. Ef Henrik kemur ekki með góð áhrif til okkar þá gerir það enginn,“ segir og heldur áfram. „Henrik þessi hefur gífurlega mikla reynslu af starfinu og hefur unnið á mörgum flottustu stöðum heims. Hann er sannkölluð stjarna í bransanum. Yfirleitt staldrar hann ekki lengi við á hverjum stað heldur mætir á svæðið, töfrar fram einhverja snilld og heldur síðan annað til að vinna fleiri sigra. Við erum gríðarlega spenntir fyrir því að fá hann og við hlökkum mikið til hátíðarinnar,“ segir Her- mann og bætir því við að Food and Fun hátíðin hafi haft mjög jákvæð áhrif á orðspor Íslendinga í þess- um geira. „Núna eru Ísland á lista sem eitt af tíu bestu löndum heims í matargerð. Jafnvel þó að við séum ekki með ferskar kryddjurtir úti í garði þá erum við í toppklassa hvað allt annað varðar. Heildsalar á Íslandi standa sig líka margir hverjir ótrúlega vel hvað varðar innflutning á góðu hráefni og því höfum við kokkar ekki yfir miklu að kvarta.“ Matseðillinn sem stjörnu- kokkurinn Henrik Bernvik hefur búið til fyrir Holtið inniheldur meðal annars krabbakjöt í forrétt, lambakjöt í aðalrétt og súkkulaði- eftirrétt. „Þetta er það eina sem við vitum enn sem komið er. Hann á eftir að senda okkur nánari lýs- ingar á aðferðum og fleiru, en þetta verður eflaust eitthvað stór- kostlegt,“ segir Hermann að lokum. - mhg Sænskur stjörnukokkur Hermann Marínósson á Holtinu er með einbeitinguna í lagi við skreytingarnar enda skiptir útlitið ekki minna máli en bragðið þegar veisluréttir eru bornir fram. Dádýralundir með jarðsveppakrókettu og myrkilsveppasósu. Þessa dagana er lögð sérstök áhersla á rétti sem innihalda jarðsveppi á veitingahúsi Holtsins. Jarðsveppa crème caramel með eplaseyði. Jarðsveppir eru með dýrasta hráefni jarðar og þykja mikið lostæti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Við fáum til liðs við okkur Willi- am Kovel frá Bandaríkjunum,“ segir Elmar Kristjánsson, yfirmatreiðslumaður í Perlunni. „Hann er búinn að senda okkur matseðilinn en hann verður fjög- urra rétta. Við byrjum á krabba- salati með sítrusdressingu, þá kemur lax, lambalundir í aðalrétt og loks sítrónubaka í eftirrétt.“ Elmar segir hátíðina alltaf leggjast vel í starfsfólkið í Perl- unni. „Það er alltaf fullt hjá okkur og það myndast heilmikil stemn- ing í kringum þetta og við mynd- um smá tengsl við erlendu kolleg- ana. Við reynum náttúrulega alltaf að taka á móti þessum mönnum, nánast eins og þjóð- höfðingjum enda höfum við feng- ið það endurgoldið þegar við förum eitthvað annað,“ segir Elmar og bætir því við að hátíðin verði skemmtilegri með hverju árinu en Perlan hefur verið með í hátíðinni frá upphafi. Skemmtilegra með hverju árinu Glæsilegur fiskréttur að hætti Perlunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/BRINK Árni Þór Jónsson, matreiðslumaður í Perlunni, undirbýr fiskrétt. Það sem ber hæst hjá okkur á Food and Fun hátíðinni er franski gesta- kokkurinn sem við verðum með,“ segir Steinn Óskar Sigurðsson, yfirkokkur á Silfri. „Þetta er mest megnis í hans höndum því hann útbýr matseðilinn fyrir mig,“ bætir hann við. „Mér skilst að hann sé mjög efnilegur kokkur í Frakklandi en hann er mjög ungur miðað við frönsku kokkastéttina og vinnur sig nú hratt upp á stjörnuhimininn þar.“ Steinn segir það mikinn heiður að fá þessa öflugu menn til viðbót- ar við þá góðu sem fyrir eru. „Við verðum með fjögurra rétta mat- seðil auk lystauka sem við bjóðum upp á. Í grófum dráttum þá eru kræklingar og franskar í lystauka, humar í forrétt, makkarónur og trufflur í millirétt, skötuselur og reyktur kavíar í aðalrétt,“ segir Steinn en hann telur það hafa mikið að segja fyrir íslenskt veit- ingalíf að halda þessa hátíð. „Það eru margir sem vita af þessu og löngu orðið fullt hjá okkur. Eftir- væntingin er því greinilega mikil bæði hjá okkur og okkar viðskipta- vinum,“ segir Steinn sem hefur mjög góða reynslu af Food and Fun hátíðinni undanfarin ár. -sig Mikil eftirvænting ríkir Steinn Óskar Sigurðsson, yfirmatreiðslu- maður á Silfri, vandar sig við að raða glæsilegum rétti á disk. Hann segir löngu orðið fullt á Silfri á meðan Food and Fun hátíðin stendur yfir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Spennandi og girnilegur réttur frá Steini Óskari á Silfri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.