Fréttablaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 4
Stefán Eiríksson,
lögreglustjóri lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu, segir að
einu kröfurnar sem lögreglan
geri séu að nýjar höfuðstöðvar
hennar verði byggðar miðsvæðis
á höfuðborgarsvæðinu og að þær
verði nálægt helstu umferðaræð-
um.
Stefán segir að hann hafi ekki
sett fram neinar kröfur um í
hvaða sveitarfélagi nýju höfuð-
stöðvarnar verði byggðar.
Forsvarsmenn Reykjavíkurborg-
ar, Garðabæjar, Hafnarfjarðar og
Kópavogs skoða mögulegar
staðsetningar stöðvarinnar ásamt
fjármálaráðuneytinu á næstunni.
Verði byggðar
miðsvæðis
Nærri 70 manns fór-
ust þegar tvær sprengjur sprungu
í fyrrakvöld í járnbrautarlest í
bænum Dewana, sem er um 80
kílómetra norður af Nýju-Delí.
Indverskir embættismenn
sögðu tilganginn með sprengju-
árásinni greinilega vera þann að
trufla eða koma í veg fyrir friðar-
viðræður milli Indlands og Pakist-
ans.
Lestin var á leiðinni frá Ind-
landi til Pakistans þegar spreng-
ingarnar urðu stuttu fyrir mið-
nætti. Flestir farþeganna voru frá
Pakistan.
Friðvænlegra hefur verið milli
Indlands og Pakistans síðustu
árin, þótt helsta deilumál þeirra,
sem er staða Kasmírhéraðs, sé
enn óleyst. Ekki leit út fyrir að
þessi árás myndi tefja fyrir við-
ræðum, en pakistönsk stjórnvöld
krefjast þess að Indverjar hafi
uppi á sökudólgunum og refsi
þeim.
Í tveimur af þeim lestarvögn-
um, sem sluppu óskemmdir, fund-
ust ferðatöskur með heimatilbún-
um sprengjum sem talið er að hafi
átt að springa um leið og hinar
tvær.
Margir farþegar komust ekki
út úr lestarvögnunum vegna þess
að ekki var hægt að opna glugg-
ana. Lestinni var ekið áfram til
Pakistans eftir að eyðilögðu vagn-
arnir höfðu verið leystir frá henni.
Reynt að tefja friðarviðræður
Stór olíuflekkur
fannst í þanghrönn, 10-20 metrar
á breidd, í Hvalsnesfjöru í gær.
„Þetta vekur upp spurningar hvort
þarna geti verið fleiri flekkir sem
fuglar geti lent í,“ segir Gunn-
ar Þór Hallgrímsson, líffræðing-
ur hjá Náttúrustofu Reykjaness.
Starfsmenn Umhverfisstofnunar
fara á staðinn í dag til að hreinsa
olíuna upp.
Tveir æðarfuglar fundust á
Garðskaga í gær og var annar
þeirra greinilega olíublautur. Olíu-
sýni var tekið og farið með fuglana
til hreinsunar og aðhlynningar í
Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.
„Við ætlum að reyna að átta okkur
á því hvaðan olían kemur,“ sagði
Þorkell Heiðarsson, aðstoðarfor-
stöðumaður í Fjölskyldu- og hús-
dýragarðinum.
Um helgina sáust hundruð olíu-
blautra fugla frá Garðskagavita
að Njarðvíkurfitjum. Gunnar Þór
segir að mest hafi sést af blautum
fugli í Garði. Tíu tegundir af fugl-
um hafi fundist, allt fuglar sem
lifa á sjó að einhverju leyti nema
ein tegund af vaðfugli, sendlingur.
Í gær hafi aðstæður verið verri og
þá hafi minna sést.
„Þessi olía hefur náð landi en
við vitum ekki nákvæmlega hvar
hún er,“ sagði Gunnar Þór og hafði
áhyggjur af því að olían væri
víðar en bara í Hvalsnesfjöru.
„Við þurfum að finna uppruna olí-
unnar og kanna betur ástand fugl-
anna á svæðinu. Ég held það megi
fullyrða að tugir fugla munu drep-
ast hið minnsta en það er útilokað
að segja nánar á þessu stigi hver
áhrifin verða, hvort mengunin
hafi áhrif á stofna eða fuglalíf á
svæðinu almennt,“ sagði hann og
taldi ólíklegt að fugla færi að reka
dauða á land því að vindáttin væri
óhagstæð.
Umhverfisstofnun var tilkynnt
um olíumengunina um helgina og
lögreglu líka. Starfsmenn Nátt-
úrustofu Reykjaness fylgdust með
ástandinu í gær, athuguðu dreif-
ingu og fjölda blautra fugla. Gunn-
ar Þór sagði að dauðum fugli yrði
safnað en lifandi fugla yrði farið
með í Húsdýragarðinn.
„Það sem kemur mér mest á
óvart er hve erfitt er að sjá olíu-
bletti á fuglum og auðvelt að láta
blettina fram hjá sér fara. Slíkir
blettir gætu hafa verið um allt í
nokkurn tíma.“
Flugvél Landhelgisgæslunnar
fór í eftirlitsflug yfir svæðið í gær
en sá ekki neina olíubrák á sjón-
um.
Olíuflekkur fannst
við strandstaðinn
Flekkur löðrandi í olíu fannst á tíu til tuttugu metra svæði við strandstað Wil-
son Muuga í Hvalsnesfjöru í gær. Tveir olíublautir æðarfuglar fundust. Tugir
fugla munu drepast segir líffræðingur. Hreinsun flekksins hefst í dag.
Stjórn Frjálshyggjufé-
lagsins telur afskipti stjórnvalda
af ferðum og fundum saklauss
fólks vera hátt einræðisríkja og
svartan blett á góðri ímynd
landsins. Þar er átt við fyrirhug-
aða ráðstefnu fólks í klámiðnaðin-
um sem fram fer í byrjun næsta
mánaðar, og viðbrögð vegna
hennar.
Í ályktun frá félaginu segir að
mikilvægt sé að átta sig á því að
mansal og erótík sé ekki sami
hluturinn.
Nánast allir þeir sem starfi í
og við framleiðslu á erótík geri
það af fúsum og frjálsum vilja.
Afskipti háttur
einræðisríkja
Segolene Royal,
forsetaefni franskra sósíalista, á
nú í vök að verjast í kosningabar-
áttunni. Samkvæmt nýjustu
viðhorfskönnunum er forskot
höfuðkeppinautarins Nicolas
Sarkozy úr íhaldsflokknum UMP
sífellt að aukast. Þegar kjósendur
eru beðnir að gera upp á milli
þeirra tveggja, eins og sennileg-
ast er að gerist í síðari umferð
kosninganna 6. maí, segjast nú 55
af hundraði styðja Sarkozy og 45
prósent Royal.
Royal hefur ákveðið að stokka
upp í kosningabarátturáðgjafa-
hópi sínum, og kemur sú upp-
stokkun til framkvæmda í
vikunni. Tveir mánuðir eru nú til
fyrri umferðar kosninganna.
Nicolas Sarkozy
eykur forskotið
Reykvíkingar þurfa
ekki lengur að örvænta ef þeir
þurfa að komast að einhverju um
borgina sína því nú geta þeir
farið inn á vefspjall Reykjavíkur-
borgar á www.reykjavík.is og
spurt þjónustufulltrúa.
Vefspjallið er opið alla daga
milli klukkan 8 og 17 og virkar á
mjög svipaðan hátt og MSN.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
borgarstjóri tók vefspjallið í
notkun í gær.
Borgarstjóri tók
vefspjall í notkun