Fréttablaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 54
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Já, áhuginn hefur sannarlega aukist,“ segir Anton Ingimarsson, starfsmaður vínbúðar ÁTVR í Kringlunni, en sala á tíu prósenta Faxe-bjór hefur tekið kipp eftir innslag Kastljóssins fyrir réttri viku. Í þættinum var útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson fenginn til að kneyfa sex hálfs lítra dósir af hinu ramm- sterka öli til að sýna hvaða áhrif áfengis- drykkja hefði á öku- hæfni manna. Áhrifin létu heldur ekki á sér standa; þegar Andri hafði lokið við kippuna ræddi Ragnhildur Stein- unn Jónsdóttir við hann og fór ekki á milli mála að útvarpsmaðurinn var orðinn dauðadrukkinn og ekki í neinu ástandi til að setjast undir stýri. Anton segir að innslagið hafi óneitanlega vakið athygli á bjórnum. „Við höfum orðið vör við að fólk sem leggur leið sína hingað spyr um þennan bjór og segist þá oftar en ekki hafa séð hann í Kastljósi. Yfir- leitt er þetta fólk í yngri kantinum, á milli tvítugs og þrítugt,“ segir Anton, sem telur að fólk sé aðallega forvitið. „Þetta er auðvitað sérstök vara, það er allt annað bragð af svona sterk- um bjór en þessum venju- lega og ég er ekki viss um að þeir sem smakki muni kaupa hann aftur. En þeir eru auðvitað líka til sem finnst svona sterkur bjór góður.“ Rótsterkur Faxe rýkur út „Svíarnir sem framleiða þáttinn heyrðu af sigri Eiríks og vildu ólmir halda honum í þættinum. Töldu það bara vera þættinum til framdráttar að vera með sigur- vegara innanborðs,“ segir Páll Magnússon, útvarpsstjóri í Efsta- leitinu. Eins og mörgum er kunnugt hefur Eiríkur verið fastagestur í árlegum Eurovision-þætti nor- rænu sjónvarpsstöðvanna, Inför Eurovision Song Contest, þar sem nokkrir valinkunnir tónlistarspek- ingar segja sitt álit á þátttakend- um í keppninni. Eftir sigur Eiríks fóru á kreik sögur um hvort söngvarinn gæti áfram verið með í þættinum en Páll segir svo vera. Og telur þetta bara vera plús fyrir land og þjóð því þetta hafi í för með sér mikla kynningu fyrir Eirík og lagið. „Hann verður sverð okkar og skjöldur í Eurovision þetta árið,“ segir Páll og hlær. Sigurlagið Ég les í lófa mínum eftir Svein Rúnar Sigurðsson hlaut afgerandi kosningu samkvæmt fréttum Ríkissjónvarpsins á sunnudagskvöldinu. Þetta verður í þriðja sinn sem Eiríkur syngur í Eurovision-keppninni en hann hefur einu sinni áður tekið þátt fyrir Íslands hönd þegar Icy-tríóið tróð upp með Gleðibankann í Bergen árið 1986. Svíar krefjast nærveru Eiríks Þá sjaldan ég lyfti mér upp og fæ mér skyndibita finnst mér gott að fá mér Tommaborgara á Hamborgarabúllunni við höfnina. Mér finnst pítsurnar frá Eldsmiðjunni líka fyrirtaks skyndibiti og fer stundum þang- að. Þá panta ég yfirleitt pítsu með sniglum. Hinn geðþekki keppandi úr X- Factor, Inga Sæland, varð fyrir alvarlegum meiðslum á laugar- daginn fyrir utan Smáralindina. Verið var að taka upp atriði fyrir næsta þátt þar sem þeir átta kepp- endur sem eftir eru mæta í versl- unarmiðstöðina til að árita. Inga varð fyrir því óláni að skella bíl- hurð á löngutöng með þeim hrika- legu afleiðingum að það sneiddist ofan af honum. Kallað var á sjúkra- bíl og söngkonan flutt samstundis á sjúkrahús þar sem gert var að meiðslum hennar. Inga var skilj- anlega mjög kvalin og var mikið deyfð en er nú komin heim eftir þessa erfiðu lífsreynslu. Þór Freysson, framleiðslustjóri þáttanna, sagði keppendurna hafa orðið fyrir miklu áfalli enda hafi slysið verið mjög alvarlegt. „Þau fengu eiginlega bara hálfgert taugaáfall og sú hugmynd kom upp að fresta árituninni. Krakk- arnir ákváðu hins vegar að láta slag standa og harka þetta af sér,“ segir Þór. Hann heyrði síðan í Ingu á sunnudeginum og þá var hún nokkuð brött og gat gert létt grín að þessu sjálf þrátt fyrir alvarleika meiðslanna. „Við vorum náttúrlega bara öll í sjokki,“ segir Þór. Sigríður Sæland Óladóttir, dótt- ir Ingu, sagði mömmu sína alla vera að koma til. „Hún var mikið deyfð til að byrja með og fann því ekki mikið til. Því hefur nú verið hætt og þess vegna hefur sársauk- inn aðeins verið að gera vart við sig,“ segir Sigríður. „Mamma reynir annars bara að taka lífinu með ró en þetta var óskemmtilegt enda enginn sem vill missa fram- an af putta,“ bætir Sigríður við og segir móður sína hafa óttast mest að geta ekki spilað framar á gítar. Sigríður var stolt af frammistöðu móður sinnar hingað til en að þetta væri kannski pínulítið undarlegt, að eiga mömmu í X-Factor. „En þetta er frábært tækifæri fyrir hana enda hefur hún alltaf haft gaman af því að syngja.“ Einar Bárðarson, sem hefur veitt Ingu leiðsögn í gegnum keppnina, var rétt búinn að jafna sig á brotthvarfi Sigga á föstudeg- inum þegar áfallið reið yfir. „Þetta er náttúrlega agalegt,“ segir Einar sem náði ekki að fylgja Ingu upp á sjúkrahús en passaði hina kepp- endurna sína tvo eins og sjáaldur auga síns. „Við hittumst síðan öll á sunnudagsmorgninum og þá var hún strax aðeins hressari. Inga er hörð og ætlar að vera með á föstu- daginn. Ætlaði að taka lagið Ég fer á puttanum en fannst það síðan ekki alveg við hæfi.“ 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.