Fréttablaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 56
Nú stendur fyrir dyrum ráð-stefna í Reykjavík þar sem þátttakendur eru stórir framleið- endur klámefnis á netinu. Hvorki eru skráðir fyrirlestrar né pall- borðsumræður í dagskrá á heima- síðu ráðstefnunnar. Ástæðan er sennilega ekki sú að klámfram- leiðendum sé lagnara að rýta og rymja en halda ræður, þótt óneit- anlega sé það fyrsta hugsun. Lík- lega eru vandfundnir harðsvíraðri bissnessmenn en einmitt framleið- endur kláms. Þeir eru semsagt ekki í faginu af hugsjón. Nei, dag- skráin lítur frekar út eins og dæmi- gerð skemmtiferð fyrir hvern annan túristahóp með bíltúrum á Gullfoss og Geysi. Ráðstefnan er því væntanlega einkum hugsuð til að styrkja hin sérhæfðu viðskipta- tengsl og gera feita samninga. Reyndar er líka skipulögð hópferð á strippbúllu og einnig mun á döf- inni að taka nokkrar klámmyndir í ferðinni. Kannski verður bráðlega hægt að sjá Gullfoss og Geysi í nýju ljósi, ef svo má segja. sem birtast á klámmynd- um selja afnot af líkama sínum í kynferðislegum tilgangi og eru því vændiskonur. Þeim, sem hefur þá hugmynd um vændiskonur að þær séu einkum spólgraðar alla daga, má benda á að rannsóknir hafa sýnt að mikill meirihluti þeirra varð fyrir kynferðisofbeldi í æsku og flestar eru háðar fíkniefnum. Og eins og upplýstu fólki ætti nú að vera orðið kunnugt eru einmitt sterk tengsl á milli kláms, vændis og mansals. Þeir sem enn vita ekk- ert um hvað er verið að tala, ættu að verða sér úti um kvikmyndina Lilja 4-ever, sem er skylduáhorf fyrir fullorðið fólk. ætti samt að koma mikið á óvart að klámiðnaðurinn hafi feng- ið augastað á Reykjavík sem nota- legum samverustað. Miðað við hefðbundna landkynningu gæti fólk ætlað að hér sé einn samfelld- ur næturklúbbur hvers íbúar væru að mestu fegurðardrottningar með brókarsótt sem vita ekkert skemmtilegra en að vera teknar í bakaríið af hverjum sem er. séð er ímynd okkar því að verða nokkuð áhrifarík. Við leggjum óspillt náttúruvíðerni undir stórvirkjanir og seldum fiskimiðin og þjóðarbankana fáein- um útvöldum. Með því að bjóða klámfólkið velkomið getum við enn ýtt undir þá hugmynd að land- ið sé aðeins byggt lauslátum gærum og öðru sauðfé. Dirty weekend in Reykjavik Nú með vetrardekkjum og dráttarbeisli Responds to your lifeNýr Kia H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA - 8 1 4 6 KIA Sorento með ríkulegum staðalbúnaði • hátt og lágt drif • 5 þrepa sjálfskipting • ESP stöðugleikastýring • öflug 170 hestafla dísilvél • ný og glæsileg innrétting • hraðastillir (Cruise Control) • 16" álfelgur • þakbogar • vindskeið og þokuljós • 3.500 kg dráttargeta Sorento hefur slegið í gegn um allan heim og eignast dygga fylgismenn á Íslandi. Það er ekki að ástæðulausu að Sorento er orðinn einn vinsælasti jeppi landsins, enda líklega bestu jeppakaupin í dag. Vetrardekk og dráttarbeisli fylgja með. FULLBÚINN ALVÖRUJEPPI 3.595.000 kr. KIA umboðið á Ís landi er í e igu HEKLU. Laugavegi 172 • Reyk javík • s ími 590 5700 • www.kia. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.