Fréttablaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 41
[Hlutabréf] Síminn, Landsvirkjun og Fjarski hafa fallist á að hafa haft með sér ólögmætt samráð í tengslum við kaup Símans á eignarhlut í Fjarska, og við kaup Símans á sex ljósleiðarastrengjum á milli Hrauneyjarfossstöðvar og Akureyrar. Fyrirtækin borga fyrir vikið 80 milljónir króna í stjórnvalds- sekt. Síminn, Landsvirkjun, Fjarski og Samkeppniseftirlitið gerðu með sér sátt í kjölfar rannsókn- areftirlitsins. Í henni felst að aðilar málsins viðurkenna að hafa farið gegn 10. gr. sam- keppnislaga og fallast á að ógilda þá samninga sem voru grundvöllur brota. „Þá fellst Síminn á að greiða 55 milljónir í stjórnvaldssekt og Landsvirkjun 25 milljónir. Litið var til þess að Síminn var leiðandi aðili í samráðinu sem skýrir mismun á sektarfjár- hæð,“ segir Samkeppniseftirlit- ið. Síminn leiddi ólöglegt samráð Alfesca hefur keypt franska skel- fiskframleiðandann Adrimex SAS. Félagið rekur tvær verksmiðjur í borginni Nantes en um 120 manns vinna hjá félaginu í fullu starfi. Kaupverðið er 21,2 milljónir evra sem samsvarar um 1,9 milljörðum íslenskra króna. Meðal helstu afurða Adrimex eru heitsjávarrækjur tilbúnar til neyslu, grillrækjur á teini og í grillbökkum, rækjuhringir og frystar rækjur. Árssala á síðasta reikningsári nam 56,4 milljónum evra sem var fjórtán prósenta aukning frá árinu á undan. EBIT- DA félagsins á tímabilinu var 3,35 milljónir evra sem nemur tæpum 300 milljónum íslenskra króna. Í fréttatilkynningu vegna kaup- anna er haft eftir Xavier Govare, forstjóra Alfesca, að Adrimex efli eina af meginstoðum samstæð- unnar á lykilmarkaði, renni styrk- ari stoðum undir fjárhag sam- stæðunnar og auki fjölbreytni framleiðslunnar. „Staða Adrimex á markaði fyrir skelfiskafurðir er mjög sterk og félagið fellur mjög vel að núverandi rekstri Alfesca. Hvort tveggja gerir okkur kleift að styrkja rekstur Adrimex á afar áhugaverðum og ört vaxandi markaði.“ Alfesca hyggst reka Adrimex sem sjálfstætt félag. Gert er ráð fyrir að töluverð samlegðaráhrif verði vegna kaupanna, ekki síst hvað varðar hráefniskaup, vöru- þróun, vörumerkjastefnu og þekk- ingu á markaðnum auk samlegðar á sviði stjórnunar. Alfesca kaupir Adrimex SAS 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Evrópsku flugvélasmiðirnir hjá Airbus hafa ákveðið að fresta því að tilkynna um fyrirhuguð hagræðingaráform hjá fyrirtæk- inu. Ástæðan er sú að ekki hafa náðst sættir við dótturfélög Airbus víðs vegar í Evrópu. Óttast er að tæplega 60.000 manns hjá Airbus missi vinnuna. Tafir á framleiðslu A380 risaþotu Airbus hafa valdið því að afhending á þotunum hefur dregist um tvö ár sem aftur hefur leitt til þess að nokkur flugfélög hafa dregið pantanir sínar til baka auk þess sem hrikt hefur í stoðum EADS, móðurfé- lags Airbus. Vonast er til að með aðgerð- unum verði hægt að spara fimm milljarða evra, jafnvirði 438,25 milljarða íslenskra króna, á næstu þremur árum. Airbus frestar hagræðingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.