Fréttablaðið - 20.02.2007, Síða 41

Fréttablaðið - 20.02.2007, Síða 41
[Hlutabréf] Síminn, Landsvirkjun og Fjarski hafa fallist á að hafa haft með sér ólögmætt samráð í tengslum við kaup Símans á eignarhlut í Fjarska, og við kaup Símans á sex ljósleiðarastrengjum á milli Hrauneyjarfossstöðvar og Akureyrar. Fyrirtækin borga fyrir vikið 80 milljónir króna í stjórnvalds- sekt. Síminn, Landsvirkjun, Fjarski og Samkeppniseftirlitið gerðu með sér sátt í kjölfar rannsókn- areftirlitsins. Í henni felst að aðilar málsins viðurkenna að hafa farið gegn 10. gr. sam- keppnislaga og fallast á að ógilda þá samninga sem voru grundvöllur brota. „Þá fellst Síminn á að greiða 55 milljónir í stjórnvaldssekt og Landsvirkjun 25 milljónir. Litið var til þess að Síminn var leiðandi aðili í samráðinu sem skýrir mismun á sektarfjár- hæð,“ segir Samkeppniseftirlit- ið. Síminn leiddi ólöglegt samráð Alfesca hefur keypt franska skel- fiskframleiðandann Adrimex SAS. Félagið rekur tvær verksmiðjur í borginni Nantes en um 120 manns vinna hjá félaginu í fullu starfi. Kaupverðið er 21,2 milljónir evra sem samsvarar um 1,9 milljörðum íslenskra króna. Meðal helstu afurða Adrimex eru heitsjávarrækjur tilbúnar til neyslu, grillrækjur á teini og í grillbökkum, rækjuhringir og frystar rækjur. Árssala á síðasta reikningsári nam 56,4 milljónum evra sem var fjórtán prósenta aukning frá árinu á undan. EBIT- DA félagsins á tímabilinu var 3,35 milljónir evra sem nemur tæpum 300 milljónum íslenskra króna. Í fréttatilkynningu vegna kaup- anna er haft eftir Xavier Govare, forstjóra Alfesca, að Adrimex efli eina af meginstoðum samstæð- unnar á lykilmarkaði, renni styrk- ari stoðum undir fjárhag sam- stæðunnar og auki fjölbreytni framleiðslunnar. „Staða Adrimex á markaði fyrir skelfiskafurðir er mjög sterk og félagið fellur mjög vel að núverandi rekstri Alfesca. Hvort tveggja gerir okkur kleift að styrkja rekstur Adrimex á afar áhugaverðum og ört vaxandi markaði.“ Alfesca hyggst reka Adrimex sem sjálfstætt félag. Gert er ráð fyrir að töluverð samlegðaráhrif verði vegna kaupanna, ekki síst hvað varðar hráefniskaup, vöru- þróun, vörumerkjastefnu og þekk- ingu á markaðnum auk samlegðar á sviði stjórnunar. Alfesca kaupir Adrimex SAS 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Evrópsku flugvélasmiðirnir hjá Airbus hafa ákveðið að fresta því að tilkynna um fyrirhuguð hagræðingaráform hjá fyrirtæk- inu. Ástæðan er sú að ekki hafa náðst sættir við dótturfélög Airbus víðs vegar í Evrópu. Óttast er að tæplega 60.000 manns hjá Airbus missi vinnuna. Tafir á framleiðslu A380 risaþotu Airbus hafa valdið því að afhending á þotunum hefur dregist um tvö ár sem aftur hefur leitt til þess að nokkur flugfélög hafa dregið pantanir sínar til baka auk þess sem hrikt hefur í stoðum EADS, móðurfé- lags Airbus. Vonast er til að með aðgerð- unum verði hægt að spara fimm milljarða evra, jafnvirði 438,25 milljarða íslenskra króna, á næstu þremur árum. Airbus frestar hagræðingu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.