Fréttablaðið - 20.02.2007, Page 26

Fréttablaðið - 20.02.2007, Page 26
 20. FEBRÚAR 2007 ÞRIÐJUDAGUR4 fréttablaðið food and fun „Það leggst ótrúlega vel í mig að taka þátt í þessu Food and Fun dæmi,“ segir Hermann Marínós- son, kokkur á veitingastað Hótel Holts. „Núna erum við að fá til okkar matreiðslumanninn Henrik Bernvik, en hann starfar á Baga- telle, þriggja Michelin-stjarna stað í Ósló. Ef Henrik kemur ekki með góð áhrif til okkar þá gerir það enginn,“ segir og heldur áfram. „Henrik þessi hefur gífurlega mikla reynslu af starfinu og hefur unnið á mörgum flottustu stöðum heims. Hann er sannkölluð stjarna í bransanum. Yfirleitt staldrar hann ekki lengi við á hverjum stað heldur mætir á svæðið, töfrar fram einhverja snilld og heldur síðan annað til að vinna fleiri sigra. Við erum gríðarlega spenntir fyrir því að fá hann og við hlökkum mikið til hátíðarinnar,“ segir Her- mann og bætir því við að Food and Fun hátíðin hafi haft mjög jákvæð áhrif á orðspor Íslendinga í þess- um geira. „Núna eru Ísland á lista sem eitt af tíu bestu löndum heims í matargerð. Jafnvel þó að við séum ekki með ferskar kryddjurtir úti í garði þá erum við í toppklassa hvað allt annað varðar. Heildsalar á Íslandi standa sig líka margir hverjir ótrúlega vel hvað varðar innflutning á góðu hráefni og því höfum við kokkar ekki yfir miklu að kvarta.“ Matseðillinn sem stjörnu- kokkurinn Henrik Bernvik hefur búið til fyrir Holtið inniheldur meðal annars krabbakjöt í forrétt, lambakjöt í aðalrétt og súkkulaði- eftirrétt. „Þetta er það eina sem við vitum enn sem komið er. Hann á eftir að senda okkur nánari lýs- ingar á aðferðum og fleiru, en þetta verður eflaust eitthvað stór- kostlegt,“ segir Hermann að lokum. - mhg Sænskur stjörnukokkur Hermann Marínósson á Holtinu er með einbeitinguna í lagi við skreytingarnar enda skiptir útlitið ekki minna máli en bragðið þegar veisluréttir eru bornir fram. Dádýralundir með jarðsveppakrókettu og myrkilsveppasósu. Þessa dagana er lögð sérstök áhersla á rétti sem innihalda jarðsveppi á veitingahúsi Holtsins. Jarðsveppa crème caramel með eplaseyði. Jarðsveppir eru með dýrasta hráefni jarðar og þykja mikið lostæti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Við fáum til liðs við okkur Willi- am Kovel frá Bandaríkjunum,“ segir Elmar Kristjánsson, yfirmatreiðslumaður í Perlunni. „Hann er búinn að senda okkur matseðilinn en hann verður fjög- urra rétta. Við byrjum á krabba- salati með sítrusdressingu, þá kemur lax, lambalundir í aðalrétt og loks sítrónubaka í eftirrétt.“ Elmar segir hátíðina alltaf leggjast vel í starfsfólkið í Perl- unni. „Það er alltaf fullt hjá okkur og það myndast heilmikil stemn- ing í kringum þetta og við mynd- um smá tengsl við erlendu kolleg- ana. Við reynum náttúrulega alltaf að taka á móti þessum mönnum, nánast eins og þjóð- höfðingjum enda höfum við feng- ið það endurgoldið þegar við förum eitthvað annað,“ segir Elmar og bætir því við að hátíðin verði skemmtilegri með hverju árinu en Perlan hefur verið með í hátíðinni frá upphafi. Skemmtilegra með hverju árinu Glæsilegur fiskréttur að hætti Perlunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/BRINK Árni Þór Jónsson, matreiðslumaður í Perlunni, undirbýr fiskrétt. Það sem ber hæst hjá okkur á Food and Fun hátíðinni er franski gesta- kokkurinn sem við verðum með,“ segir Steinn Óskar Sigurðsson, yfirkokkur á Silfri. „Þetta er mest megnis í hans höndum því hann útbýr matseðilinn fyrir mig,“ bætir hann við. „Mér skilst að hann sé mjög efnilegur kokkur í Frakklandi en hann er mjög ungur miðað við frönsku kokkastéttina og vinnur sig nú hratt upp á stjörnuhimininn þar.“ Steinn segir það mikinn heiður að fá þessa öflugu menn til viðbót- ar við þá góðu sem fyrir eru. „Við verðum með fjögurra rétta mat- seðil auk lystauka sem við bjóðum upp á. Í grófum dráttum þá eru kræklingar og franskar í lystauka, humar í forrétt, makkarónur og trufflur í millirétt, skötuselur og reyktur kavíar í aðalrétt,“ segir Steinn en hann telur það hafa mikið að segja fyrir íslenskt veit- ingalíf að halda þessa hátíð. „Það eru margir sem vita af þessu og löngu orðið fullt hjá okkur. Eftir- væntingin er því greinilega mikil bæði hjá okkur og okkar viðskipta- vinum,“ segir Steinn sem hefur mjög góða reynslu af Food and Fun hátíðinni undanfarin ár. -sig Mikil eftirvænting ríkir Steinn Óskar Sigurðsson, yfirmatreiðslu- maður á Silfri, vandar sig við að raða glæsilegum rétti á disk. Hann segir löngu orðið fullt á Silfri á meðan Food and Fun hátíðin stendur yfir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Spennandi og girnilegur réttur frá Steini Óskari á Silfri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.