Fréttablaðið - 04.03.2007, Síða 2

Fréttablaðið - 04.03.2007, Síða 2
Bókhald II Stutt og hagnýtt framhaldsnámskeið í bókhaldi. Hentar þeim þeim sem hafa bókhaldsreynslu eða hafa lokið Tölvu-, skrifstofu- og bókhaldsnámi og vilja ná frekari skilningi og færni í bókhaldi. Helstu kennslugreinar: Upprifjun á fjárhagsbókhaldi, VSK uppgjör og leiðréttingarskýrslur. Launabókhald, launamiðar, launaframtöl og skil til skatts. Afstemmingar og skil á bókhaldi til endurskoðenda. Lestur ársreikninga. Kennsla hefst 8. mars og lýkur 27. mars. Morgunnámskeið: Mánudaga og fimmtudaga kl. 8.30-12. Kvöldnámskeið: Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18-21.30. Lengd: 32 std. Verð kr. 36.000,- FAXAFEN 10 108 REYKJAVÍK GLERÁRGATA 36 600 AKUREYRI WWW .TSK . IS SKOLI@TSK . IS SÍMI : 544 2210 „Framsókn reisir þetta mál núna bersýnilega vegna þess að flokkurinn telur þörf á að skapa ágreining við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórninni sökum fylgis- fátæktar,“ segir Össur Skarphéð- insson, formaður þingflokks Sam- fylkingarinnar. Össur, sem er einn þriggja alþingismanna sem sitja í undir- hópi stjórnarskrárnefndar, segir að í apríl í fyrra hafi verið gengið frá tillögu í undirhópnum um auð- lindaákvæði í stjórnarskrá um að auðlindir og landsréttindi sem ekki séu háð einkaeignarrétti skyldu vera þjóðareign sem ekki mætti láta varanlega af hendi við einstaklinga eða fyrirtæki. Hins vegar mætti ríkið veita tíma- bundna heimild til að nota þessar auðlindir og réttindi gegn gjaldi. Á slíka afnotaheimild yrði litið sem óbein eignarréttindi þess sem heimildina fengi. Össur segir að þessi tillaga starfshópsins hafi verið rædd í stjórnarskrárnefndinni sjálfri við litlar undirtektir stjórnarliða. „Nú virðist sem Framsóknarflokkur- inn sé kappsfullur í að ná málinu fram. En þetta er hreinn yfir- drepsskapur af hálfu Framsóknar- flokksins sem er að reyna að hreinsa af sér slyðruorðið um að hann liggi eins og tuska fyrir Sjálf- stæðisflokknum í öllum málum. Hvað sem því líður þá fagna ég þessum sinnaskiptum og við munum sjá til þess á Alþingi að þeir verði látnir standa við þessi stóru orð.“ Bjarni Benediktsson alþingis- maður, sem situr í áðurnefndum vinnuhópi ásamt Össuri og Guð- jóni A. Kristinssyni, formanni Frjálslynda flokksins, segir afgreiðslu vinnuhópsins aðeins hafa verið umræðugrundvöll fyrir frekari skoðun í stjórnar- skrárnefndinni sjálfri. Að sögn Bjarna er vandséð að unnt verði að afgreiða breytingu á auðlindaákvæði stjórnarskrárinn- ar fyrir þinglok. Mjög flókin lög- fræðileg og hagfræðileg álitaefni bíði enn úrlausnar. Stjórnarskrár- nefndin sé einfaldlega í miðjum klíðum. Að sögn Bjarna sýnir virk þátt- taka sjálfstæðismanna í stjórnar- skrárnefndinni að þeir vinni að framgangi stjórnarsáttmálans. „Ég skil ekki brigsl um það að við séum eitthvað að draga lapp- irnar í þessum efnum þegar við höfum verið með mjög virka þátt- töku í þessu starfi,“ segir Bjarni. „Það er mikil synd þegar menn eru búnir að hrinda af stað starfi eins og því sem fer fram í stjórn- arskrárnefnd að menn skuli ekki hafa þolinmæði til að leyfa því starfi að hafa sinn gang. Menn eiga ekki að gera breytingar á stjórnarskránni á einhverjum stuttum spretti.“ Framsókn sjálf sögð svæfa auðlindamál Össur Skarphéðinsson segir fulltrúa Framsóknarflokks í stjórnarskrárnefnd hafa verið áhugalausa um tillögu um auðlindaákvæði. Bjarni Benediktsson seg- ir auðlindamálið flókið og að stjórnarskrárnefndin sé enn í miðjum klíðum. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæð- isins, og Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri hlupu á föstudaginn í veg fyrir bíl vegna gruns um ölvunarakstur og stöðv- uðu ökumanninn. Lögreglustjórarnir voru í reglulegri eftirlitsgöngu um götur Reykjavíkur. Þeir voru staddir í Skuggasundi þegar þeim barst til- kynning í gegnum samskiptakerfi lögreglunnar um mann nálægt Björnsbakaríi við Skúlagötu sem gerði sig líklegan til að setjast undir stýri án þess að vera í ástandi til að keyra. Stefán segir þá Jón hafa rokið af stað og ætlað að aðstoða við að stöðva manninn. Þeir hafi fengið upplýsingar um staðsetningu bíls- ins í gegnum samskiptamiðstöð lögreglunnar, sem var í beinu sambandi við árvökulan vegfar- anda. „Við sjáum hvar ökumaðurinn keyrir af stað og tökum á rás. Jón stekkur til og stöðvar manninn. Við ræðum við hann og innan við mínútu síðar koma fleiri lögreglu- menn á staðinn og taka við mál- inu. Það mun síðan fara sína hefð- bundnu leið,“ segir Stefán. Aðspurður hvort ekki sé óvenjulegt að æðstu menn lög- reglunnar hlaupi uppi ölvaða öku- menn segir Stefán þetta hluta af lögreglustarfinu. Tilviljun ein hafi ráðið því að þeir voru fyrstir á vettvang. Sex manns létust í gærmorgun í Atlanta þegar rúta með körfuboltalið háskólanema frá Ohio í Bandaríkjunum innanborðs fór í gegn- um vegrið á afrein, steyptist fram af og lenti á fjölfarinni hraðbraut fyrir neðan. Fjórir nemendur voru meðal hinna látnu ásamt bílstjóra rútunnar og eiginkonu hans. Alls hlutu 29 farþegar meiðsli í slysinu, þar af eru þrír lífshættu- lega slasaðir. Slökkviliðsmenn þurftu að draga farþegana út um glugga á þaki rútunnar, sem lá á hliðinni á veg- inum. Þegar rútan fór fram af lenti hún framan á pallbíl á hraðbrautinni og sagðist bílstjóri pallbíls- ins hafa haldið að steypuplata væri að falla ofan á sig. „Ég sá ekki að þetta var rúta. Ég held að þegar ég sá þetta koma hafi ég lokað augunum og stigið á bensíngjöfina.“ Framhluti pallbílsins laskaðist en bílstjórinn slapp án meiðsla. Að sögn talsmanns lögreglunnar er talið líklegt að orsök slyssins hafi verið sú að ökumaður rútunn- ar hafi ruglast og haldið að afreinin væri akrein. Ekki hafði enn birt af degi þegar slysið varð. Körfuboltaliðið, sem kom frá Bluffton-háskóla í Ohio, var á leið til Flórída þar sem það átti að keppa um helgina. Rúta steyptist fram af afrein Útflutningur á dönskum vörum til múslimalanda dróst það mikið saman á síðasta ári að heildarútflutningur Dana minnkaði um 11 prósent. Danska hagstofan skýrði frá þessu í gær. Mest munaði þar um mjólkur- vörur, en útflutningur á þeim til múslimalanda minnkaði um 39 prósent. Ástæðuna má rekja til teiknimyndanna af Múhameð spámanni, sem birtust í Jótlands- póstinum haustið 2005. Múslimar um heim allan reiddust myndbirt- ingunum í byrjun árs 2006 og víða voru danskar vörur fyrir vikið fjarlægðar úr verslunum. Útflutningur Dana minnkaði Peningaseðlar límdir á striga, verk norska listamannsins Jan Christensen, vakti ekki bara athygli listunnenda á landsvísu heldur einnig þjófa sem brutust inn í sýningarsalinn og höfðu verkið með sér á brott seinnipart sunnudags. Christensen sagðist hafa verið hræddur um að þetta kæmi fyrir en peningaseðlarnir sem hann notaði í verkið komu úr hans eigin vasa og voru samtals rúm milljón króna. Verkið, sem var tryggt, hafði verið selt norskum listunn- anda. Christiansen hafði ekki ákveðið hvort hann myndi gera annað verk sömu gerðar. Þjófarnir stálu milljón á striga Sinfóníuhljómsveit Íslands var á fimmtudag dæmd til að greiða fyrrum starfsmanni sínum 1,3 milljónir króna vegna ólögmætrar uppsagnar hans. Maðurinn hafði krafist þess að fá 6,6 milljónir vegna starfslokanna og Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt Sinfóníuhljómsveit- ina til að greiða honum tæplega helming þeirrar upphæðar. Hæstiréttur vísaði til þess að maðurinn hefði ekki fengið að tala máli sínu áður en ákvörðun um uppsögn var tekin eins og stjórnsýslulög kveða á um. Því hafi uppsögnin verið ólögmæt. Dæmd til að greiða bætur Auðkýfingurinn Mohammed al Fayed, eigandi Harrods-verslananna í Bretlandi, vann í gær sigur þegar dómstóll úrskurðaði að kviðdómur yrði kallaður saman fyrir réttarrann- sókn á dauða Dodi Fayed, sonar hans og Díönu prinsessu. „Þetta eru ekki leiðarlokin, en þetta er mikilvægt skref. Nú þarf að leyfa kviðdómnum að heyra allan málflutninginn, en ég óttast að reynt verði að halda honum frá þeim. Ef svo verður, þá þarf ég að heyja eina baráttuna enn,“ sagði al Fayed við fréttamenn fyrir utan dómshúsið í gær. Kviðdómur settur í málið Lögreglan á Selfossi fann um tuttugu grömm af amfetamíni við húsleit í íbúðar- húsi í Hveragerði á föstudag. Tveir menn sem voru í húsinu voru handteknir í kjölfarið. Þeir voru báðir látnir lausir að loknum yfirheyrslum. Síðar um kvöldið fór lögregla inn í fjölbýlishús í sama bæjarfélagi og fann þar kannabisefni. Við nánari athugun fundust síðan kannabisplöntur í ræktun í geymslu sem tilheyrði íbúðinni. Lagt var hald á plönt- urnar auk búnaðar sem notaður var. Málin eru í rannsókn. Tuttugu grömm af amfetamíni Jón, ertu meira fyrir ódýrt spaug?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.