Fréttablaðið - 04.03.2007, Síða 4

Fréttablaðið - 04.03.2007, Síða 4
Bókhald I Sérlega hagnýtt námskeið fyrir þá sem þurfa að ná tökum á bókhaldinu. Hentar einnig þeim sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði með góðri undirstöðu, þekkingu og grunnþjálfun í bókhaldsvinnu. Kennsla byggir að mestu leyti á verklegum æfingum með raunveruleg fylgiskjöl. Námið er metið til eininga. Helstu kennslugreinar: Verslunarreikningur, VSK reglur og skýrslur, bókhaldsgrunnur og tölvubókhald. Kennsla hefst 20. mars og lýkur 17. maí. Morgunnámskeið: Kennt er þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga kl 8.30 - 12. Kvöld- og helgarnámskeið: Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga kl 18-21.30 og laugardaga kl 9 - 12.30. Lengd: 100 kennslustundir. Verð: 94.000,- Allt kennsluefni innifalið. FAXAFEN 10 108 REYKJAVÍK GLERÁRGATA 36 600 AKUREYRI WWW.TSK.IS SKOLI@TSK.IS SÍMI: 544 2210 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurð- aður í gæsluvarðhald í tvær vikur vegna innflutnings á tæpum fjórum kílóum af kókaíni í september í fyrra. Áður hafði fertugur karlmaður verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins og var það einnig framlengt um tvær vikur í gær. Tollgæslan fann efnin vand- lega falin í pallbíl hinn 17. nóvember síðastliðinn. Hann hafði skömmu áður komið til landsins frá Cuxhaven í Þýska- landi. Lögreglan fylgdist í kjölfarið með bifreiðinni og 9. febrúar var eldri maðurinn handtekinn. Þetta er mesta magn kókaíns sem gert hefur verið upptækt í einu lagi á Íslandi. Annar maður í gæsluvarðhald Einn kennari er fyrir blinda nemendur á öllu landinu og hann sinnir einungis einum nem- anda. Álftanesskóli greiðir laun hans. Önnur sveitarfélög á landinu bjóða blindum nemendum sínum ekki upp á þessa þjónustu, en sam- kvæmt Sjónstöð Íslands eru á land- inu 142 blindir og mikið sjónskertir einstaklingar undir tvítugu. Þetta var meðal þess sem bar á góma á opnum fundi Blindrafé- lagsins á þriðjudaginn. Fjallað var um skýrslu sérfræðingsins Johns Harris, sem unnin var að beiðni félagsins. Mæltist hann til að heild- arstefna yrði samin um málefni blindra og að þjónusta við þá yrði samþætt og einstaklingsmiðuð; ekki væri nóg að blindir kynnu að reikna, þeir þyrftu einnig að geta tekið þátt í samfélaginu. Ágústa Eir Gunnarsdóttir, ritari stjórnar Blindrafélagsins, harmaði ástand mála og benti á að fyrir 24 árum hefði námsaðstaða blindra verið betri en hún er í dag. Nú væri svo komið að foreldrar blindra barna tækju á það ráð að flýja land- ið til að tryggja þeim góða mennt- un. Ágústa sagði skýrsluna áfellis- dóm yfir ráðamönnum mennta- mála. „Tími starfshópa og vanga- veltna er liðinn. Nú er tími framkvæmda,“ sagði hún. Vilhjálmur Þ. Vihjálmsson borg- arstjóri ávarpaði fundinn og sagði ljóst að ýmsir jaðarhópar hefðu borið skarðan hlut frá borði í upp- sveiflu síðustu ára. Það sé óásætt- anlegt að blindir njóti ekki sömu menntunar og aðrir. Reykjavíkur- borg skorist ekki undan ábyrgð í þessum efnum. Einn kennari á öllu landinu Finnar og Rússar ráðgera að gera í sameiningu kvikmynd um Carl Gustaf Emil Mannerheim, þjóðhetju og yfirmann finnska hersins í heimsstyrjöldinni síðari. Gert er ráð fyrir að myndin kosti tólf til fjórtán milljónir evra og verður hún þá dýrasta myndin í sögu finnskra kvikmynda. Myndinni verður leikstýrt af leikstjóranum Renny Harlin, að sögn. Til er leikrit um Mannerheim á finnsku en ekki er vitað á hvaða máli myndin um Mannerheim verður. Stefnt er að því að taka myndina snemma á næsta ári og frumsýna síðla ársins. Kvikmynd um Mannerheim Martti Ahtisaari, fyrrverandi Finnlandsforseti, segir að serbnesku og albönsku samningafulltrúarnir frá Kosovo séu algerlega á öndverðum meiði um tillögur Sameinuðu þjóðanna um framtíð héraðs- ins. Ahtisaari, sem samdi tillögurnar, hefur átt fundi með fulltrúum beggja þjóðarbrotanna og sagðist nú ætla að skoða athugasemdirnar og „sjá til hvers konar breytingar við gætum gert“. Samkvæmt tillögunum fengi Kosovo veruleg sjálfsstjórnar- réttindi án þess þó að hafa formlegt sjálfstæði, auk þess sem serbneski minnihlutinn fengi að hafa náin tengsl við Serbíu. Mikið ber á milli í Kosovo „Framsóknarmenn leggja áherslu á að ríkisvaldið uni úrskurðum óbyggðanefndar, enda er nefndin skipuð af ríkisstjórn landsins,“ segir Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins. Hann segir að hugsanlega verði að taka lög um þjóðlendur til endurskoðunar. Ályktun flokks- þingsins snúist um að skapa sátt um eignarhald á landi og vinna hratt að sáttum. „Ég tel mestar líkur til þess að hægt verði að ná samstöðu með breytingum sem fjármálaráð- herra hefur undirbúið. Í stað þess að leggja fram kröfugerð í upp- hafi þá er lögð fram beiðni um rannsókn hjá óbyggðanefnd og síðan möguleiki á samningum áður en málið fer í dómsmeð- ferð,“ segir Jón. Meðal þess sem fram kemur í ályktun þingsins er að kröfum verði ekki þinglýst með þeim hætti sem skerðir eignarréttindi manna meðan mál standa yfir. Þá fagnar þingið stofnun landssam- taka jarðeigenda og telur mikil- vægt að ríkisstjórnin eigi gott samstarf við samtökin. Um 600 manns sátu flokks- þingið og var mikill hugur í flokksmönnum við lok þingsins. „Mér finnst standa upp úr á þessu þingi sú mikla samstaða sem er meðal flokksfélaga og mjög létt- ur andi og áhugi. Mér sýnist af þessu flokksþingi að Framsókn- arflokkurinn sé í mikilli sókn,“ segir Jón. Um 60 ályktanir voru samþykktar á þinginu og segir formaðurinn þær lýsa bjartsýni og framfarastefnu flokksins. Meðal þess sem ályktað var um á þinginu var lækkun virðis- aukaskatts á lyfjum niður í sjö prósent, að minnka tekjutengingu bóta og að kynbundnum launa- mun yrði eytt. Þá samþykkti þing- ið ályktun um lengingu fæðingar- orlofs úr níu mánuðum í tólf. Jón segir að Framsóknarflokk- urinn muni leggja þyngsta áherslu á velferðar- og fjöl- skyldumál. Þá verði lögð áhersla á atvinnu- og byggðamál, auð- lindamál og náttúruvernd, sókn í menntun og loks á jafnvægi og stöðugleika í efnahagsmálum. Vilja ná samstöðu um þjóðlendurnar Fjölmennu landsþingi Framsóknarflokksins lauk í gær. Mikið var rætt um þjóð- lendumál og er vilji flokksins að skapa sátt um málið. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, segir jafnvel þörf á að endurskoða lög um þjóðlendur. Samtökin ´78 hlutu bjartsýnisverðlaun Framsóknar- flokksins sem veitt voru á síðari degi landsþings flokksins í gær. Hljóta samtök- in verðlaunin fyrir baráttu sína fyrir mannréttind- um. Hrafnhild- ur Gunnars- dóttir, formaður samtakanna, veitti verðlaun- unum viðtöku úr hendi Jóns Sigurðssonar, formanns Framsóknarflokksins. Hrafnhildur þakkaði sérstak- lega fyrir þann stuðning sem samtökin hafa notið meðal framsóknarmanna og minnti fólk á að baráttunni væri ekki lokið, þótt mannréttindum væri náð, þeim þyrfti einnig að viðhalda. Verðlauna starf Samtakanna ́ 78 Tölvuframleiðandinn Lenovo hefur innkallað rafhlöður sem seldar voru með ThinkPad fartölvum frá febrúar 2005 til mars 2007. Sveinn Orri Tryggva- son, deildarstjóri hjá Nýherja, segir innköllunina ná yfir um tvö hundruð tölvur sem seldar voru hér á landi. Um er að ræða T60- tegundina af Thinkpad-fartölv- um. Í fréttatilkynningu segir að innköllunin sé vegna nokkurra ofhitnunartilvika þar sem fartölvur skemmdust. Alls verða um tvö hundruð þúsund rafhlöð- ur kallaðar inn um allan heim. Sveinn biður notendur sem telja sig hafa gallaða rafhlöðu um að hafa samband við Nýherja. Lenovo kallar inn rafhlöður

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.