Fréttablaðið - 04.03.2007, Side 12

Fréttablaðið - 04.03.2007, Side 12
A thygli vakti á dög- unum þegar stjórn Sparisjóðs Svarf- dæla ákvað að gefa Dalvíkurbyggð menningarhús að andvirði 200 milljónir króna. Stjórnin samþykkti að gefa íbúum svæðisins húsið í ljósi jákvæðrar afkomu sjóðsins á síðasta ári. Um rausnarlegustu og stærstu gjöf sparisjóðsins er að ræða en alls ekki þá fyrstu. „Sparisjóðurinn hefur verið mjög jákvæður í garð þeirra málaflokka sem styðja við sam- félagið,“ segir Friðrik Friðriks- son, sparisjóðstjóri Sparisjóðs Svarfdæla, og bætir við að Spari- sjóður Svarfdæla sé gamall og gróinn en sparisjóðurinn var stofnaður árið 1884. Á 100 ára afmæli sparisjóðsins, árið 1984, hafi verið stofnaður sérstakur menningarsjóður sem hafi síðan stutt rausnarlega við samfélagið í menningar- og æskulýðsmálum. Í ljósi neikvæðrar umræðu um gróða bankanna upp á síðkastið og þeirrar gagnrýni sem banka- menn hafa setið undir kemur gjöf Sparisjóðs Svarfdæla ánægjulega á óvart. Friðrik segir upphaflegt markmið sparisjóðanna hafi verið að gefa samfélaginu til baka þegar vel áraði og því hlutverki sé einfaldlega verið að fram- fylgja. Hvort aðrir mættu taka þá sér til fyrirmyndar segir Friðrik öðrum velkomið að taka sér þetta framtak til eftirbreytni. „Ef við gerum samanburð á okkur og bönkunum kemur í ljós að við höfum gefið mun meira til samfélagsins miðað við efnahag og stærð. Styrkveitingar voru lítt áberandi á meðan bankarnir voru í eigu ríkisins en ástandið hefur batnað eftir einkavæðingu þótt harkan hafi orðið meiri fyrir vikið. Viðhorfið innan bankanna er allt annað en ég held að þeir mættu skerpa á þessum þætti hjá sér og koma betur til móts við samfélagið með því að styrkja hin ýmsu málefni,“ segir Friðrik og bætir við að Landsbankamenn hafi látið hafa eftir sér að þeirra bankinn standi fremstur þegar komi að styrkveitingum til sam- félagsins. „Það er hins vegar ekki rétt. Í hlutfalli við efnahag og eigið fé þá erum við fremstir.“ Friðrik segir gagnrýnina sem bankamenn hafa setið undir upp á síðkastið alls ekki óeðlilega. „Að mínu mati er jafn eðlilegt af okkur að gefa til baka til sam- félagsins eins og það væri óeðli- legt að gera það ekki. Sparisjóð- urinn er eign samfélagsins og samfélagið á að njóta þess ef vel gengur og ekki síst núna þessi síðustu ár þegar rekstrarafkom- an hefur verið mjög fín. Að mínu mati er ekkert skrítið að gagnrýna það ef einhver stjórnandi bankanna fær 100 milljónir í sinn vasa á einum degi. Ég er ekkert hissa að þessar stóru tölur hjá bönkunum og einstakl- ingum innan þeirra valdi því að fólk hugsi sinn gang og ofbjóði jafnvel í sumum tilvikum. Í lögum um sparisjóði stendur að ef breyt- ingar á sjóðnum eða verðmæti sjóðsins eigi sér stað eigi fé að renna til íbúa á því svæði sem sparisjóðurinn er starfræktur í.“ Eins og áður segir er hið væntan- lega menningarhús ekki fyrsta gjöf sparisjóðsins. Menningar-, íþrótta- og æskulýðslíf Dalvíkur- bæjar hefur fengið að njóta vel- gengni sparisjóðsins en sjóðurinn gaf samfélaginu meðal annars flygil í kirkjuna, knattspyrnuvöll og snjóframleiðsluvélar sem stað- settar eru í Böggvisstaðafjalli, skíðasvæði Dalvíkurbæjar. Aðspurður hvernig svo lítill sparisjóður geti gefið svo mikið segir Friðrik að afkoman hafi verið góð síðustu árin. „Á undan- förnum árum hefur afkoma Spari- sjóðs Svarfdæla verið mjög góð. Eigið fé sparisjóðsins hefur í samræmi við það vaxið mjög mikið og nemur nú tæpum tveim- ur milljörðum króna. Þessa góðu afkomu má að mestu rekja til mikillar hækkunar á hlutabréfum í eigu sjóðsins, einkum eignar- hluta í Kaupþingi hf. og Exista hf.“ Friðrik, sem er fæddur og upp- alinn Dalvíkingur, segir mikla þörf fyrir menningarhús á staðnum. „Dalvíkingar hafa ekki haft í slíkt hús að venda en í þessu nýja hús- næði verður fjölnota salur sem mun nýtast til ýmissa samkoma, ráðstefna, sýninga, smærri tón- leika og annarra listviðburða og það er gaman frá því að segja að tveir listamenn hafa þegar leitað til okkar og óskað eftir að halda sýningar í húsinu svo þörfin og áhuginn er greinilegur. Bóksafnið og héraðsskjalasafn- ið verður flutt úr kjallara Ráðhúss- ins í nýja húsið og þar verður upp- lýsingamiðstöð og kaffihús og hugsunin er að gæða húsið lífi allt árið um kring,“ segir Friðrik. Húsið hefur þegar fengið staðsetn- ingu og mun rísa í miðbæ Dal- víkurbæjar. Aðspurður hvort stjórn sjóðsins hafi tekið ákvörðun um frekari styrkveitingu til sam- félagsins segir Friðrik að framtíð- in sé óljós í þeim málefnum. „Við munum allavega gera það sem við getum á hverjum tíma fyrir fólkið og samfélagið. Hér er traust og góð menning og það ánægjulega er að í grunninn er hér mikil og góð vinna og uppgangur mikill í sam- félaginu. Í dag er verið að byggja meira en gert hefur verið í langan tíma og fyrirtækin eru fram- sækin.“ Menningarhúsið verður 700 fm að stærð og Friðrik segir að bókasafn- ið, sem í dag sé í óviðunandi hús- næði, verði aðal lífæðin í húsinu og sem haldi því gangandi allan dag- inn. Salurinn muni nýtast á marga vegu sem nauðsynlegt sé í svo litlu samfélagi. „Sönghefð hefur verið mikil hér á svæðinu í langan tíma og líklega eru hlutfallslega fleiri kórar hér en annars staðar. Hér er einnig starfrækt áhugamannaleik- hús í miklum blóma og fjölmargir listamenn svo ekki veitir af aðstöð- unni.“ Gjöfin hefur verið í undirbún- ingi síðan síðla síðasta árs þegar lá fyrir að afkoma ársins yrði mjög góð. „Svona stór gjöf á sér engin fordæmi hér á landi og því urðum við að kynna þessa framkvæmd fyrir þeim aðilum sem skylt er auk þess sem við ræddum framhaldið við forsvarsmenn Dalvíkurbyggð- ar og þá aðila sem að málinu snúa. Bæjarfélagið mun taka við rekstr- inum þegar húsið verður tilbúið. Við ætlum ekki að eiga né reka þetta heldur erum að færa sam- félaginu húsið að gjöf,“ segir Frið- rik sem vonast til þess að fram- kvæmdum ljúki um mitt ár 2008. Arkitekt hússins er Fanney Hauksdóttir en mannvirkið er talið munu kosta 200 milljónir. Friðrik segir sparisjóðinn standa sterkan eftir gjöfina. „Um síðustu áramót var eigið fé tveir milljarðar og við höfum verið heppin. Reksturinn er traustur og við höfum verið með lágmarks útlánahættu síðari árin. Í tillögu stjórnarinnar um bygg- ingu menningarhússins felst sú afstaða hennar að rétt sé að láta það samfélag sem sparisjóðurinn starfar í njóta hlutdeildar í góðri afkomu ársins með áþreifanlegum og táknrænum hætti. Það er í þeim anda sem sparisjóðurinn hefur starfað í langan tíma og mun von- andi gera það um langa framtíð,“ segir Friðrik. Að mínu mati er jafn eðlilegt af okkur að gefa til baka til samfélagsins eins og það væri óeðlilegt að gera það ekki. Sparisjóðurinn er eign samfélagsins og samfélagið á að njóta þess ef vel gengur. Lítill sjóður gefur stóra gjöf Sparisjóður Svarfdæla hefur stutt við bæjarfélagið á Dalvík um árabil með minni og stærri styrkjum. Sparisjóðurinn hefur nú tilkynnt um rausnar- legustu gjöfina hingað til en sjóðurinn mun gefa samfélaginu menningarhús. Friðrik Friðriksson sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Svarfdæla segir Indíönu Ásu Hreinsdóttur að sparisjóðurinn sé eign sam- félagsins og því muni fólkið í samfélaginu njóta góðs þegar vel gangi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.