Fréttablaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 16
Á Listahátíð vorsins kemur upp í Listasafni Ís- lands stór sýning CoBrA-hópsins, sú stærsta síðan Haustsýningin 1948 í Listamannaskálanum. Páll Baldvin Baldvinsson rekur upphaf hópsins og hlut Svavars Guðnasonar í sögu hans og frægð sem hann segir ekki fara nógu hátt. Tilkynnt var í Reykjavík í síðustu viku að stórsýning væri í vændum í vor í Listasafni Íslands á verkum þeirra norðurevrópsku listamanna sem kenndu sig við CoBrA. Sýn- ingin kom til fyrir atbeina sendi- herra Íslands í Kaupmannahöfn en um hana safnaðist starfshópur skipaður embættismönnum dönsk- um og íslenskum og fornum aðdá- endum CoBrA. Fengu þeir til lið- sinnis við sig virtan heldri mann úr norrænum listfræðum, Per Hovdenakk, sem er sýningar- stjóri. Verður sýningin opnuð hinn 10. maí í tengslum við Listahátíð og stendur fram á haust. Tíðindin voru mörkuð öðrum tímamótum sem tengjast CoBrA: Carl Henning Pedersen, einn þeirra dönsku málara sem til- heyrðu hópnum, lést á mánudag í síðustu viku og á fimmtudag var stórt uppboð í Kaupmannahöfn á verkum listamanna úr hópnum: þar voru slegin háu verði verk af ýmsu tagi; olíumálverk, högg- myndir og pappírsverk, sum frá tímanum áður en hópurinn kom saman undir nafni, önnur frá seinni tíma. Verkin komu úr ýmsum áttum, þar á meðal mörg pappírsverk eftir Svavar Guðna- son úr eigu arkitektsins Roberts Dahlman Olsen, sem ritstýrði dönsku útgáfunni af tímaritinu CoBrA og var lengi í vinfengi við marga úr hópnum. Verð á verkum þessa hóps hefur stigið hratt á listamarkaði Vesturlanda á undan- förnum árum og mikilvægi hans í listasögu Vesturlanda á síðustu öld verður æ meira. Vorsýningin er í raun fyrsta stóra sýningin á verkum þessa hóps hér á landi ef frá er talin lítil kynning á CoBrA sem var hér á vegum hollenskra stjórnvalda í Gallerí SUM 1968. CoBrA er samt merkilegt fyrir- bæri í listasögu okkar: Svavar Guðnason tilheyrði hópnum og er víðast talinn hafa þar sérstöðu. Hann ásamt dönskum félögum sínum, sem hjörðu stríðsárin í Höfn við hungurmörk, eru ein af stoðunum í þessum hópi. CoBrA var ekki skóli, heldur laus- tengdur samstarfsgrundvöllur myndlistarmanna og skálda. Margir í hópnum voru sjálflærðir eða höfðu takmarkaða skólagöngu í þeim skilningi orðsins sem við notum um myndlistarmenntun í dag. Það er ein skýringin á bak við samkenni þeirra og þá uppreisn sem þau stóðu fyrir. Þau voru öll ung og höfðu lifað stríðið, þekkt hörmungar þess, skort og vald- níðslu. Stríðsárin höfðu líka það í för með sér að myndlist í hverju landi Evrópu einangraðist. Það hafði jú verið í tísku fyrir stríðið að allir myndlistarmenn litu til Parísar og sóttu þangað viðmið: því var það að til Parísar fóru íslenskir mynd- listarmenn líka eftir stríðið: Hörð- ur Ágústsson, Valtýr Pétursson, Gerður Helgadóttir og Þorvaldur Skúlason sem hafði verið þar fyrstu stríðsárin og raunar flúið þaðan við innrás Þjóðverja: vöndl- arnir sem hann skildi eftir þar eru ein af stærstu gátum íslenskrar myndlistar, á mörkum þess fíg- úratífa og abstraktsins. En á meðan stríðsárin stóðu fór enginn neitt. Lítið barst milli landa um hvað væri í gangi – það virtist vera eyða í sköpun manna nema til að finna afkastameiri aðferðir til að drepa fólk. Í Danmörku hafði hópur myndlist- armanna tekið sig saman og staðið fyrir svokölluðum Haustsýning- um, Corner og Höst, sem höfðu verið árviss viðburður í dönsku myndlistarlífi frá 1936. Frá 1938 gengu í þann hóp Richard Morten- sen, Ejler Bille, Hans Öllegard, Henry Herup og Egill Jakobsen. Egill er raunar talinn eiga fyrsta málverkið sem ber öll einkenni CoBrA: hömluleysið, spennuna, sterka litasamsetningu og form- skyn sem vísar frá fígúratífum skilningi, Ophobning, sem er málað 1938 og er viðbrögð við inn- rás Þjóðverja í Tékkóslóvakíu. Hefur það lengi verið talið tíma- mótaverk. Samsýning norrænna málara 1939, Skandinavarnir, er annar hlekkur í þessari keðju atburða: þar koma saman Sigurjón Ólafsson, Svavar Guðnason, Else Ahlfelt og Carl Henning, Erik Thommasen og Asger Jorn. Asger Jorn var leiftur á himni myndlistar Evrópu. Hann var fæddur 1914. Ef saga CoBrA er skoðuð er vandséð hvernig hópur- inn gat orðið til án vilja og full- vissu þessa eldhuga. Jorn var kominn af kennurum, fæddur á Jótlandi einn af sex systkinum. Hann var alinn upp á trúarheimili, missti föður sinn þegar hann var tólf ára. Trúrækni foreldra hans leiddi til uppreisnarlundar. Hann greindist með berkla 15 ára gam- all og átti við berkla að stríða aftur um þrítugt. Undir tvítugt var hann hallur undir kenningar Grund- tvigs og þaðan má rekja djúpstæð- an áhuga hans á fornri norrænni menningu, rúnaristum, frumstæð- um myndum, kennileitum um trú- arlegri tjáningu fornra þjóðflokka norðursins. Jorn var hugsjóna- maður. Hann gekk á vit kommún- ismanum og var virkur í hreyfing- unni. Hann safnaði sér fyrir námsför til Parísar 1936 og hugð- ist komast í læri hjá Kandinsky en endaði á námskeiði hjá Leger veturlangt. Þar hófust kynni þeirra Svavars Guðnasonar. Svav- ar var þá í París og bjó við erfiðar aðstæður ásamt Ástu konu sinni. Hann var málkunnugur öðrum sem seinna lentu í CoBrA hópnum og voru í París: Eijler Bille og Sonju Ferlov. Þetta fólk hittist oft og deildi kjörum. Við hernám Danmerkur urðu breytingar á högum allra í land- inu. Jorn var sem ungur kommún- isti beinn þátttakandi í andspyrnu- hreyfingunni, þrátt fyrir að hann skilgreindi sig sem friðarsinna. Hann stofnaði tímaritið Helhesten ásamt Robert Dahlman Olsen og að þessu listatímariti hópuðust ungir listamenn: Svavar, Heerup, Ahlfelt. Flestir þeir sem tengdust Helhesten urðu síðar þátttakend- ur í CoBrA. Þetta unga fólk vildi sjá heiminn friðsælli en hann var. Það vildi leita aftur í bernska tján- ingu listar, djúpstæðari tákn drauma og lífsanda. Flest lifðu þau stríðsárin við sárustu fátækt sem kom þeim mörgum í koll: Svavar lifði á þessum tíma við hungurmörk sem líklega var ein meginástæða þess að hann sneri heim í stríðslok. Og þau áttu það sameiginlegt að vilja breyta og vildu gera tilraunir. Þegar Jorn og Ahlfelt var hafnað með verk sín á Höst-sýninguna 1942 beittu þau samstöðunni og sýningarhópurinn klofnaði í tvennt: þau héldu nafn- inu og tóku að sýna saman sem heild. Asger Jorn gerðist leiðtoginn í þessari sveit. Honum var fullljóst í stríðslok að honum og félögum hans voru þröng skil sett heima við. Og útrásarhugmyndir hans beindust ekki aðeins suðvestur, til Hollands, Belgíu og Frakklands, heldur ekki síður til Bandaríkj- anna. Hópurinn gefur út manifest 1945: Hann tekur saman gríðarlegt magn gagna; prentað mál, skissur, print af ýmsu tagi og sendir vestur um haf og í kjölfarið á Jorn í bréfa- skriftum við Museum of Modern Art í New York og segir að þar verði menn að fylgjast með. Og hann var víðar að leggja inn orð: í árslok 1946 hittir Jorn ungan hol- lenskan málara, Constant, á sýn- ingu Miro í París. Í samtali þeirra kemur fram hugmynd um að ungir myndlistarmenn taki sig saman og stofni listatímarit: það átti að heita Sarcoma. Í Hollandi komst Cont- ant í samband við Corneille og Karel Appel, tvo bráðunga málara, og þeir sýndu saman í ársbyrjun 1948. Þá hafði Jorn þegar lagt grunninn að stórri samsýningu þar sem saman var kominn stór hópur: Haustsýningin sem kom hingað til Íslands sumarið 1948 og gerbreytti íslenskri myndlist og þúsundir Reykvíkinga sáu þetta sumar í Listamannaskálanum. Þar voru sýnd verk stórs hluta þess hóps sem í lok ársins sýndi aftur í Höfn: þar er kominn inn að auki stór hópur kornungra listamanna frá Hollandi: Appel, Corneille og Con- stant með verk eftir Brands, Roos- kens, Wolvercamp, Nieuwenhuys. Appel, Jorn, Constant og belgíska skáldið Dotremont höfðu komið til Hafnar frá París til að vera við opnun Höst-sýningarinnar í nóv- emberlok 1948. Hinn 8. nóvember sátu þeir daglangt á kaffihúsinu Notre Dame í Quai Saint Michel og settu saman yfirlýsingu um samstarf listamanna frá þremur löndum. Yfirlýsingin var niður- staða eftir nokkurra daga leik og starf með orð og liti: hreyfing þeirra skyldi kennd við þrjár höfuðborgir: Kaupmannahöfn, Amsterdam og Brussel: CoBrA. Og þegar til kom valdi þessi ósam- stæða en einstaka hreyfing sér tákn: slönguna, dýrið sem tældi manninn til syndarinnar, dýrið sem heggur og er sem limur í grasinu. Hið forna tákn sköpunar- innar: „Við höfum komist að því að lífsmáti okkar er sá sami, í vinnu okkar og tilfinningum, við skiljum hvert annað í praktískum málum og við neitum að undirgangast til- búna hugmyndafræði.“ Og þegar til þess kom að hópurinn setti saman tímarit fáum vikum seinna var á forsíðu þess sett annað tákn slöngunnar: tunga sem skýst úr úr munni: ullið – sama tákn og Roll- ing Stones valdi síðar sem ein- kennismerki sitt. CoBrA varð ekki langlífur sam- starfsgrundvöllur og raunar má segja að þessar örfáu sýningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.