Fréttablaðið - 04.03.2007, Page 20
Orkuveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða Kynningarfulltrúa:
Orkuveita Reykjavíkur er framsækið
þjónustufyrirtæki sem aflar og dreifir vistvænni
orku á sem hagkvæmastan hátt og í sátt við
umhverfið.
Á þjónustusvæði fyrirtækisins býr meira en
helmingur íslensku þjóðarinnar.
Stefna Orkuveitunnar er að veita viðskiptavinum
sínum bestu mögulegu þjónustu og sjá þeim fyrir
ódýrri orku sem framleidd er úr endurnýjan-
legum íslenskum orkulindum. Þannig stuðlar
fyrirtækið að aukinni notkun hreinnar innlendrar
orku og leggur um leið sitt af mörkum til
nýsköpunar og framfara í landinu.
Orkuveitan er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður
fólks með mikla þekkingu. Fyrirtækið leitast við
að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi og
vinnuumhverfi og möguleika starfsfólks við að
samræma vinnu og fjölskylduábyrgð eins og
kostur er.
Það er stefna Orkuveitu Reykjavíkur að auka hlut
kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum innan
fyrirtækisins.
Fyrirtækið er:
Sveigjanlegt, það lagar sig að breyttum aðstæðum
Sýnir frumkvæði og er opið fyrir nýjungum
Sækir fram af eldmóði
Traust og starfar í sátt við umhverfið
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/O
R
V
3
65
40
0
3/
07
Kynningar- og upplýsingamál:
Umsýsla og almannatengsl Orkuveitu Reykjavíkur vill ráða fólk til starfa við
upplýsinga- og kynningarmiðstöð í Hellisheiðarvirkjun.
Störfin felast í að kynna starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur og Hellisheiðarvirkjun fyrir
gestum virkjunarinnar. Kynningarfulltrúi skal hafa frumkvæði að því að koma
Orkuveitu Reykjavíkur á framfæri og ýta undir jákvæða ímynd fyrirtækisins.
Menntunar og hæfniskröfur:
• Starfsmaður skal búa yfir hæfni í mannlegum samskiptum, sjálfstæði í vinnu-
brögðum, frumkvæði, þjónustulund, jákvæðni og snyrtimennsku.
• Menntun sem nýtist í starfi, háskólamenntun æskileg.
• Tungumálakunnátta. Góð færni í íslensku og ensku nauðsynleg, kostur að hafa
færni í fleiri tungumálum.
Unnið verður á vöktum.
Upplýsingar og umsjón með úrvinnslu umsókna hefur Sólrún Kristjánsdóttir
(solrun.kristjansdottir@or.is) hjá Orkuveitu Reykjavíkur.
Umsóknarfrestur er til og með 18. mars 2007.
Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um störfin á heimasíðu Orkuveitu
Reykjavíkur: www.or.is og senda jafnframt ferilskrá. Farið er með allar umsóknir sem
trúnaðarmál.
Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu
fengið Fréttablaðið. En til vonar
og vara skaltu klippa þetta símanúmer
út og hringja í það ef Fréttablaðið
kemur einhverntímann ekki.
550 5600
Ekkert blað?
- mest lesið
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
1
3
9
0
1
– SMÁAUGLÝSINGAR SEM ALLIR SJÁ
- stærsta bílasala landsins?
Fréttablaðið
Á HVERJUM DEGI FÆRÐ ÞÚ EINA AF STÆRSTU
BÍLASÖLUM LANDSINS INN UM BRÉFALÚGUNA ÞÍNA!
SPARAÐU TÍMA OG FYRIRHÖFN MEÐ ÞVÍ AÐ FINNA BESTA
BÍLINN Á MEÐAN ÞÚ SVOLGRAR Í ÞIG MORGUNKAFFIÐ.