Fréttablaðið - 04.03.2007, Page 32

Fréttablaðið - 04.03.2007, Page 32
Ráðningaþjónustan ehf. hefur sérhæft sig í miðlun á erlendu vinnuafli sök- um mikillar eftirspurnar en sinnir einnig útlend- ingum búsettum á Íslandi sem eru í atvinnuleit. „Viðskiptavinir okkar áttu í miklum erfiðleikum við að manna stöður og spurðu mikið eftir erlendu vinnu- afli. Við ákváðum þess vegna að verða við þessari eftir- spurn og færa út kvíarnar,“ segir María Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Ráðn- ingaþjónustunnar ehf. Helst vantar í almenn verkamannastörf, iðnaðar- störf og fiskvinnslu en það eru þau störf sem Íslending- ar eru minna hrifnir af að sögn Maríu, sem nýlega réði til sín Moniku Mariu Bajda sem er af pólskum uppruna og mun sjá um samskipti á pólsku. „Við höfum átt mjög far- sælt samstarf við erlendar vinnumiðlanir og höfum fengið gott fólk til starfa. Þegar við miðlum erlendu vinnuafli fáum við mat á pappírum frá erlendu vinnu- miðlununum eða gerum þetta mat hjá okkur. Síðan veitum við líka upplýsingar um íslenskunám, samninga- gerð ásamt atvinnu- og dvalarleyfi,“ segir María. Íslenskir atvinnurekend- ur hafa tekið þessari nýju þjónustu mjög vel og María segir einnig að Pólverjar á Íslandi séu mjög þakklátir fyrir þjónustuna, sérstak- lega síðan pólskumælandi starfsmaður bættist við. „Atvinnuþróunin er svip- uð hér á landi og víða í Evr- ópu þar sem bráðvantar í ákveðin störf. Okkar mark- mið er að finna hæfasta fólkið erlendis og fylla í þessi skörð,“ segir María. Sérhæfa sig í er- lendu vinnuafli Rannsóknarstofan Agar lokar á Ísafirði vegna verkefnaleysis. Tveimur starfskonum rann- sóknastofunnar Agar á Ísa- firði hefur verið sagt upp störfum frá og með síðustu mánaðamótum og fyrirhug- að er að loka stofunni. Verk- efnaleysi mun vera aðal ástæða uppsagnanna að sögn Sigríðar Magnúsdóttur starfsmanns Agar ehf. „Þetta hefur verið rekið með tapi og þar sem rækju- veiðar hafa verið eins stop- ular og verið hefur að und- anförnu, þá gefur auga leið að verkefnum hér fækkar.“ Sigríður segist ekki vita hvenær lokunardagurinn verði, en hún hefur þriggja mánaða uppsagnarfrest. Agar ehf., var stofnað árið 2004 í kjölfar þess að Rann- sóknastofnun fiskiðnaðar- ins lagði niður þjónustu- mælingar við sjávarútvegsfyrirtæki á Ísafirði og starfólki stof- unnar sagt upp. Agar er í eigu þriggja sjávarútvegsfyrirtækja á norðanverðum Vestfjörð- um, Hraðfrystihússins- Gunnvarar í Hnífsdal, Mið- fells á Ísafirði og Bakkavíkur í Bolungarvík. Uppsagnir vegna verkefnaleysis

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.