Fréttablaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 65
sem hópurinn stóð fyrir hafi á til- teknu skeiði í lífi þessa unga lista- fólks aðeins þjappað þeim saman, gefið þeim tækifæri til að deila um stund viðfangsefnum og tækifær- um. En þessi tími markaði þau öll fyrir lífstíð: viðurkenningar tóku ekki að gefast hópnum sem hreyf- ingu fyrr en eftir 1960. Hópurinn reyndist gríðarlega merkileg hug- myndafræðileg deigla og hafa menn ekki enn til fulls greint úr öllu því verki sem t.d. Jorn og Dotremont skildu eftir sig. Hópurinn var eina hreyfing- in sem íslenskur listamaður tengdist beint með virkum samskiptum um árabil. Það er ekki fyrr en Erró sest að í Frakk- landi að einhver íslenskur myndlistar- maður kemst í önnur eins tengsl við alþjóðlega list- hreyfingu með beinum og afgerandi hætti. Dvöl Diet- er Roth hér á landi og sam- starf hans við skoðana- systkini hans víða um Evrópu og í Banda- ríkjunum er að hluta til sambærilegt. Svavar hélt alla tíð sam- bandi við félaga sína: smá- myndasafn Roberts Dahlman sem selt var í Höfn á þriðjudag er til marks um það. Kunnug voru tengsl Svavars og Halldórs Lax- ness, en minna var vitað um sam- band þeirra Jörn og Halldórs sem lauk með lithografium Asgers við Söguna af brauðinu dýra. Í fyrra var hér sett upp stór sýning af verkum Else Ahlfelt og Carl Henn- ing Pedersen frá dvöl þeirra hér sumarið 1948 og kom mörgum á óvart. Örlög CoBrA urðu þau að sveit bandarískra málara, Pollocks, Francis, de Kooning, ruddist fram á svið málverksins á sjöunda ára- tugnum og reyndust menn býsna blindir á að flest það sem Kanarn- ir voru að fást við hafði CoBrA- sveitin tekist á við í málverkinu fáum árum fyrr. En hinn frægi sigur kom til seinna: upp úr 1970 fer flestum að verða ljóst mikil- vægi hópsins en hann er síður en svo allra í litagleði, barnslegum táknmyndum og hvatvísri mynd- byggingu sem er oft ögrandi í villtum leik og grófri áferð. Áhrif hópsins létu ekki á sér standa: Villta málverkið þýska átti sínar rætur í CoBrA. Uppgangur nýja málverksins á síðustu árum sækir til sömu róta. Veik staða Svavars Guðna- sonar í hinu sögulega samhengi evr- ópskrar mynd- listar er að mörgu leyti sök máttlítillar stöðu myndlist- ar í landinu: Margir stærstu listamennirnir í hópn- um hafa notið þess atlætis að til eru stór ritverk sem gera grein fyrir öllum ferli þeirra í máli og myndum: Jorn nýtur þar mestrar athygli, enda stór- menni í afköstum og fjölbreytileik. Svavar er honum skyldastur í efnistökum og skap- ferli. Heerup, Bille, Alechinsky, Jakobsen, Pedersen, Constant og margir hafa fengið mikla og ítar- lega umföllun í ritum sem hafa lagt grundvöllinn að stöðu þeirra í alþjóðlegu samhengi, tryggt stöðu þeirra á markaði og orðstír. Sýn- ingin í vor gæti því reynst fyrsta skrefið í að kynna verk Svavars heiminum á ný. Sýningin fer héðan upp í Silkeborg Bad og á Listasafnið í Þrándheimi. Þetta verður stór sýning og henni fylgt úr hlaði með sýningarskrá sem stenst alþjóðlegan saman- burð: á henni verða um 130 verk, bæði úr opinberum söfnum hér á landi og erlendis, en líka úr einka- söfnum. Munar þar mest um till- egg bræðranna Lars og Leif Ole- sen, en þeir hafa verið atorkusamir og haft efni um langt skeið á söfnun myndverka CoBrA. Raunar sætir furðu hve mikið er enn í umferð af myndlist eftir hópinn og nú er að hverfa af vett- vangi sú kynslóð sem keypti verk hans. Ekki er að efa að þeir aðilar sem settu í gang fjölda verka sem sögð voru eftir Svavar Guðnason nýttu sér ákveðið gat á markaði: enginn íslenskur aðili eða erlend- ur hafði tekið saman heildarskrá um verk Svavars og gert vestræn- um myndlistarheimi hana aðgengilega. Var þó ekki að efa að í evrópsku samhengi var hann mikilvægur höfundur. Slíka skrá þarf að vinna. Vorsýningin er einstakt tækifæri íslenskum almenningi til að sjá verk CoBrA-málaranna. Lífsverk þeirra og hugmyndir eru gjöfull brunnur listfengis og lífsnautnar. Það eru liðin sextíu ár frá því þeir stigu fram sem hópur hér á landi og því löngu tímabært að þjóðin kynnist verkum þeirra á ný. Undir-búningsnefnd sýningarinn- ar er skipuð fyrrverandi og núver- andi sendiherra Íslands í Höfn, Þorsteini Pálssyni og Svavari Gestssyni, sendiherra Dana á Íslandi, Lasse Raimann; Lars Ole- sen heiðrar nefndina með áhuga sínum og krafti, en þar sitja einn- ig fulltrúar ráðuneytis mennta- mála: Már Másson, Karítas Gunn- arsdóttir og Sigvaldi Viggósson. BMW1 lína www.bmw.is Sheer Driving Pleasure BMW Sound Machine
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.