Fréttablaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 65
sem hópurinn stóð fyrir hafi á til-
teknu skeiði í lífi þessa unga lista-
fólks aðeins þjappað þeim saman,
gefið þeim tækifæri til að deila um
stund viðfangsefnum og tækifær-
um. En þessi tími markaði þau öll
fyrir lífstíð: viðurkenningar tóku
ekki að gefast hópnum sem hreyf-
ingu fyrr en eftir 1960. Hópurinn
reyndist gríðarlega merkileg hug-
myndafræðileg deigla og hafa
menn ekki enn til fulls greint úr
öllu því verki sem t.d. Jorn og
Dotremont skildu eftir sig.
Hópurinn var eina hreyfing-
in sem íslenskur listamaður
tengdist beint með virkum
samskiptum um árabil.
Það er ekki fyrr en
Erró sest að í Frakk-
landi að einhver
íslenskur myndlistar-
maður kemst í önnur eins
tengsl við alþjóðlega list-
hreyfingu með beinum og
afgerandi hætti. Dvöl Diet-
er Roth hér á landi og sam-
starf hans við skoðana-
systkini hans víða um
Evrópu og í Banda-
ríkjunum er að hluta
til sambærilegt.
Svavar hélt alla tíð sam-
bandi við félaga sína: smá-
myndasafn Roberts Dahlman
sem selt var í Höfn á þriðjudag
er til marks um það. Kunnug voru
tengsl Svavars og Halldórs Lax-
ness, en minna var vitað um sam-
band þeirra Jörn og Halldórs sem
lauk með lithografium Asgers við
Söguna af brauðinu dýra. Í fyrra
var hér sett upp stór sýning af
verkum Else Ahlfelt og Carl Henn-
ing Pedersen frá dvöl þeirra hér
sumarið 1948 og kom mörgum á
óvart.
Örlög CoBrA urðu þau að sveit
bandarískra málara, Pollocks,
Francis, de Kooning, ruddist fram
á svið málverksins á sjöunda ára-
tugnum og reyndust menn býsna
blindir á að flest það sem Kanarn-
ir voru að fást við hafði CoBrA-
sveitin tekist á við í málverkinu
fáum árum fyrr. En hinn frægi
sigur kom til seinna: upp úr 1970
fer flestum að verða ljóst mikil-
vægi hópsins en hann er síður en
svo allra í litagleði, barnslegum
táknmyndum og hvatvísri mynd-
byggingu sem er oft ögrandi í
villtum leik og grófri áferð. Áhrif
hópsins létu ekki á sér standa:
Villta málverkið þýska átti sínar
rætur í CoBrA. Uppgangur
nýja málverksins á síðustu
árum sækir til sömu róta.
Veik staða Svavars Guðna-
sonar í hinu sögulega
samhengi evr-
ópskrar mynd-
listar er að
mörgu leyti sök
máttlítillar
stöðu myndlist-
ar í landinu:
Margir stærstu
listamennirnir í hópn-
um hafa notið þess
atlætis að til eru
stór ritverk sem
gera grein fyrir
öllum ferli
þeirra í máli og
myndum: Jorn
nýtur þar mestrar
athygli, enda stór-
menni í afköstum og
fjölbreytileik. Svavar er honum
skyldastur í efnistökum og skap-
ferli. Heerup, Bille, Alechinsky,
Jakobsen, Pedersen, Constant og
margir hafa fengið mikla og ítar-
lega umföllun í ritum sem hafa
lagt grundvöllinn að stöðu þeirra í
alþjóðlegu samhengi, tryggt stöðu
þeirra á markaði og orðstír. Sýn-
ingin í vor gæti því reynst fyrsta
skrefið í að kynna verk Svavars
heiminum á ný. Sýningin fer
héðan upp í Silkeborg Bad og á
Listasafnið í Þrándheimi.
Þetta verður stór sýning og henni
fylgt úr hlaði með sýningarskrá
sem stenst alþjóðlegan saman-
burð: á henni verða um 130 verk,
bæði úr opinberum söfnum hér á
landi og erlendis, en líka úr einka-
söfnum. Munar þar mest um till-
egg bræðranna Lars og Leif Ole-
sen, en þeir hafa verið
atorkusamir og haft efni um langt
skeið á söfnun myndverka
CoBrA.
Raunar sætir furðu hve mikið
er enn í umferð af myndlist eftir
hópinn og nú er að hverfa af vett-
vangi sú kynslóð sem keypti verk
hans. Ekki er að efa að þeir aðilar
sem settu í gang fjölda verka sem
sögð voru eftir Svavar Guðnason
nýttu sér ákveðið gat á markaði:
enginn íslenskur aðili eða erlend-
ur hafði tekið saman heildarskrá
um verk Svavars og gert vestræn-
um myndlistarheimi hana
aðgengilega. Var þó ekki að efa að
í evrópsku samhengi var hann
mikilvægur höfundur. Slíka skrá
þarf að vinna.
Vorsýningin er einstakt tækifæri
íslenskum almenningi til að sjá
verk CoBrA-málaranna. Lífsverk
þeirra og hugmyndir eru gjöfull
brunnur listfengis og lífsnautnar.
Það eru liðin sextíu ár frá því þeir
stigu fram sem hópur hér á landi
og því löngu tímabært að þjóðin
kynnist verkum þeirra á ný.
Undir-búningsnefnd sýningarinn-
ar er skipuð fyrrverandi og núver-
andi sendiherra Íslands í Höfn,
Þorsteini Pálssyni og Svavari
Gestssyni, sendiherra Dana á
Íslandi, Lasse Raimann; Lars Ole-
sen heiðrar nefndina með áhuga
sínum og krafti, en þar sitja einn-
ig fulltrúar ráðuneytis mennta-
mála: Már Másson, Karítas Gunn-
arsdóttir og Sigvaldi Viggósson.
BMW1 lína
www.bmw.is Sheer
Driving Pleasure
BMW Sound Machine