Fréttablaðið - 04.03.2007, Page 68
Opnum um helgina
í Fellsmúla 28
(við hliðina á Góða hirðinum)
Opið 10-18 alla daga
Glæsilegt úrval fyrir konur og börn!
SUNNUDAGUR
4 .MARS
TJARNARBÍÓISKRÁNINGSTENDUR YFIR
FILMFEST.IS
(James Dean: Forever Young)
(USA), Michael J. Sheridan, 2005.
(Solaris)
ATH. Sýnd með ensku tali
(RUS), Andrei Tarkovsky, 1972.
(Giant),
(USA), George Stevens, 1956.
KLUKKAN 15.00
KLUKKAN 19.00
KLUKKAN 21.00
R I S I
EILÍF ÆSKA
SOLARIS
Og þess vegna
drekka ég!
Fylltu glasið hjá honum, og
reyndu að sjá til þess að
það haldist fullt
Það er alveg ótrúlega
skemmtilegur tími þegar
við erum bara einir
heima
Eldhúsið
mitt!
550 5600
Hringdu ef blaðið berst ekki
- mest lesið
Unglingar á ferm-
ingaraldri eru með
ljótara fólki. Þessa
staðreynd hef ég
lengi verið meðvit-
uð um og hafði vit á
því að neita að fara í
myndatöku í fermingarkyrtli. Ég
hafði of oft séð ljótt fólk með ljóta
greiðslu í ljótum kyrtlum á mynd-
um uppi á veggjum hjá fólki.
Foreldrum mínum elskulegum
vildi ég ekkert illt og vildi því
ómögulega leggja á þau að hengja
myndir af mér á gelgjunni upp á
vegg. Amma og afi gerðust þó svo
útsjónarsöm að smella af mér mynd
þegar ég stóð varnarlaus og ber-
skjölduð við altarið ásamt ferming-
arsystkinum mínum og gat mig
hvergi hrært. Það gerðu foreldrar
hinna fermingargelgjanna einnig,
mér til mikillar armæðu.
Í fjölda myndaalbúma er til
mynd af mér sem ófríðum og ólögu-
legum táningi. Ég sætti mig ekki
lengur við tilvist þessara mynda,
sem ég tel valda mér skömm og
vera til þess fallnar að sverta ímynd
mína sem megaskutlu.
Fyrir helgi var sýnt og sannað að
það á ekki að vera taka myndir af
fólki án fullkomins samþykki þess.
Þetta bið ég foreldra fermingar-
systkina minna að hafa í huga þegar
ég krefst þess að mér verði afhent-
ar allar þær myndir sem gætu sýnt
mig á viðkvæmu aldursskeiði. Ég
samþykkti þessar myndir aldrei.
Mikið skil ég mæður vel að sætta
sig við sjúklega heimtufrekju
afkvæma sinna þegar þau eru á tán-
ingsaldri. Dýr fatnaður sem getur
látið unglinga líta skár út en þeir
gera í raun hlýtur að vera pening-
anna virði.
Ef til vill ætti kirkjan að útvega
fermingarbörnum stílista fyrir
fermingu, hægt væri að útbúa
reglugerð um að ekkert foreldri eða
fermingarbarn þyrfti að kveljast
árum saman vegna mynda sem
teknar eru af því í fermingarkyrtli.
Ávallt yrði farið yfir hverja mynd
og kannað hvort fullt samþykki
væri fyrir henni. Þetta gæti leyst
mörg vandamál og ekkert því til
fyrirstöðu að hrinda þessu í fram-
kvæmd, jafnvel víðar í samfélaginu
en meðal fermingarbarna.