Fréttablaðið - 18.03.2007, Blaðsíða 78
FRUM
SÝND
16. M
ARS
9. HVE
R
VINNU
R!
SENDU SMS J
A JA SMF
Á NÚMERIÐ 1
900 OG ÞÚ
GÆTIR UNNIÐ
MIÐA FYRIR T
VO!
VINNINGAR ER
U BÍÓMIÐAR, DV
D MYNDIR OG M
ARGT FLEIRA
V
in
n
in
g
ar
v
er
ð
a
af
h
en
d
ir
h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d.
K
ó
p
av
o
g
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
t
ak
a
þ
át
t
er
tu
k
o
m
in
n
í
SM
S
kl
ú
b
b.
9
9
kr
/s
ke
yt
ið
.
Manchester United sýndi
sannkallaða meistaratakta þegar
liðið tók Bolton í kennslustund,
4-1. United var komið í 3-0 eftir
25 mínútna leik og hefði hæglega
getað unnið enn stærra en Bolton
minnkaði muninn undir lokin með
marki úr vafasamri vítaspyrnu.
Meiðsli Garys Neville, fyrir-
liða United, skyggja óneitanlega
á sigurgleðina. „Gary skaddaði
liðbönd í ökkla og verður líklega
frá keppni næstu þrjár vikurnar,“
sagði Sir Alex Ferguson þjálfari
United að leiknum loknum.
„Þetta er mikið áfall fyrir okkur
en leikmennirnir létu það ekki á
sig fá og sýndu mikinn styrk og
vilja til að klára þennan leik. Að
skora fjögur mörk á þessum tíma
árs er frábært.“ Ronaldo fór á
kostum í leiknum og var arkitekt-
inn bak við þrjú fyrstu mörk Unit-
ed og það fór ekki framhjá stjór-
anum. „Ronaldo hefur átt frábært
tímabil. Samvinna hans og Way-
nes Rooney í leiknum í dag var í
hæsta gæðaflokki.“
Sam Allardyce, stjóri Bolton,
átti ekki orð til að lýsa frammi-
stöðu sinna manna í leiknum. „Ég
skil ekki hvernig þeir skoruðu
þrjú mörk eftir að við áttum föst
leikatriði. Okkar sterkasta hlið á
að vera að verjast skyndisóknum.
Þetta var vandræðalegt og ég er
öskuvondur yfir þessu.“
Chelsea fylgir United fast eftir
og er enn sex stigum á eftir topp-
liðinu eftir auðveldan, 3-0, sigur
á Sheffield United. Sigur Chel-
sea þýðir að liðið hefur nú unnið
sex leiki í röð og það kemur Jose
Mourinho, stjóra liðsins, ekki á
óvart. „Þegar allir okkar leikmenn
eru heilir erum við með gott lið og
það kemur mér ekki á óvart hafa
unnið sex leiki í röð. Við byrjuðum
mjög vel í dag, skoruðum tvisvar
á fyrstu 20 mínútunum og vorum
með leikinn í hendi okkar eftir
það. Þeir bitu aðeins frá sér fyrir
hlé en við höfðum tögl og hagldir
og lékum vel í seinni hálfleik.“
West Ham vann Blackburn, sinn
fyrsta sigur í deildinni síðan liðið
sigraði Manchester United, 1-0, 17.
desember. Það má segja að í fyrsta
skipti í langan tíma var heppn-
in með West Ham því sigurmark
liðsins hefði aldrei átt að standa.
Carlos Tevez varði skot félaga
síns Bobbys Zamora á marklínu
en annar aðstoðardómarinn veif-
aði flaggi sínu ranglega til merkis
um að boltinn hefði farið yfir lín-
una og því kærkominn sigur West
Ham staðreynd.
Manchester United rúllaði yfir Bolton, Chelsea vann öruggan sigur á Sheffield
Untied og lukkan var loksins með liði West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Enska úrvalsdeildin
England - Championship
Þýski handboltinn
Sá sjaldséði atburður
átti sér stað í gær að Paul Robin-
son, landsliðsmarkvörður Eng-
lands, skoraði hjá helsta keppi-
naut sínum um byrjunarliðssæti
í enska landsliðinu, Ben Foster,
þegar Tottenham sigraði Watford
í ensku úrvalsdeildinni.
Robinson tók aukaspyrnu af
80 metra færi og hugðist gefa
á Mido framherja Tottenham.
Aukaspyrnan var heldur löng og
skoppaði einu sinni og sveif svo
yfir Foster sem vissi ekki hvort
hann var að koma eða fara og í
netið.
Þetta er annað mark Robin-
sons á ferlinum en hann skoraði
fyrir Leeds United gegn Swindon
í enska deildarbikarnum tímabilið
2003-2004, þá með skalla.
Skoraði af 80
metra færi
Gerplufólkið Viktor
Kristmannsson og Margrét Hulda
Karlsdóttir urðu í gær Íslands-
meistarar í fjölþraut á fyrri hluta
Íslandsmóts í áhaldafimleikum
sem fram fór í Fimleikahúsi Ár-
manns í Laugardalnum í gær.
Þetta var fimmta árið í röð og
sjötta skiptið alls sem Viktor fagn-
ar sigri en Margrét Hulda var að
vinna í fyrsta sinn. Margrét Hulda
Karlsdóttir fékk 49,600 stig, í 2.
sæti varð Kristjana Sæunn Ólafs-
dóttir með 48,550 stig og í 3. sæti
varð Dóra Sigurbjörg Guðmunds-
dóttir með 48,250 stig en allar
þessar stelpur eru úr Gerplu.
Viktor Kristmannsson fékk
79,800 stig í keppni strákanna, í
2. sæti varð Dýri Kristjánsson,
Gerplu með 74,350 stig og í 3. sæti
varð Bjarki Ásgeirsson, Ármanni
með 72,950 stig.
Seinni hluti Íslandsmótsins fer
fram í dag þegar verður keppt til
úrslita á einstökum áhöldum en
sex stigahæstu einstaklingarnir á
hverju áhaldi í gær unnu sér inn,
keppnisrétt í úrslitunum.
Viktor hélt áfram
sigurgöngu sinni
Einar Hólmgeirsson
lék sinn fyrsta leik með Gross-
wallstadt í gær eftir meiðslin á
þumalfingri sem kostuðu hann
sæti á HM. Grosswallstadt stein-
lá á heimavelli, 33-26, gegn Nord-
horn. Einar skoraði 5 mörk og Al-
exander Pettersson 7.
Skoraði fimm
mörk í ósigri