Fréttablaðið - 18.03.2007, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 18.03.2007, Blaðsíða 78
FRUM SÝND 16. M ARS 9. HVE R VINNU R! SENDU SMS J A JA SMF Á NÚMERIÐ 1 900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA FYRIR T VO! VINNINGAR ER U BÍÓMIÐAR, DV D MYNDIR OG M ARGT FLEIRA V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 9 9 kr /s ke yt ið . Manchester United sýndi sannkallaða meistaratakta þegar liðið tók Bolton í kennslustund, 4-1. United var komið í 3-0 eftir 25 mínútna leik og hefði hæglega getað unnið enn stærra en Bolton minnkaði muninn undir lokin með marki úr vafasamri vítaspyrnu. Meiðsli Garys Neville, fyrir- liða United, skyggja óneitanlega á sigurgleðina. „Gary skaddaði liðbönd í ökkla og verður líklega frá keppni næstu þrjár vikurnar,“ sagði Sir Alex Ferguson þjálfari United að leiknum loknum. „Þetta er mikið áfall fyrir okkur en leikmennirnir létu það ekki á sig fá og sýndu mikinn styrk og vilja til að klára þennan leik. Að skora fjögur mörk á þessum tíma árs er frábært.“ Ronaldo fór á kostum í leiknum og var arkitekt- inn bak við þrjú fyrstu mörk Unit- ed og það fór ekki framhjá stjór- anum. „Ronaldo hefur átt frábært tímabil. Samvinna hans og Way- nes Rooney í leiknum í dag var í hæsta gæðaflokki.“ Sam Allardyce, stjóri Bolton, átti ekki orð til að lýsa frammi- stöðu sinna manna í leiknum. „Ég skil ekki hvernig þeir skoruðu þrjú mörk eftir að við áttum föst leikatriði. Okkar sterkasta hlið á að vera að verjast skyndisóknum. Þetta var vandræðalegt og ég er öskuvondur yfir þessu.“ Chelsea fylgir United fast eftir og er enn sex stigum á eftir topp- liðinu eftir auðveldan, 3-0, sigur á Sheffield United. Sigur Chel- sea þýðir að liðið hefur nú unnið sex leiki í röð og það kemur Jose Mourinho, stjóra liðsins, ekki á óvart. „Þegar allir okkar leikmenn eru heilir erum við með gott lið og það kemur mér ekki á óvart hafa unnið sex leiki í röð. Við byrjuðum mjög vel í dag, skoruðum tvisvar á fyrstu 20 mínútunum og vorum með leikinn í hendi okkar eftir það. Þeir bitu aðeins frá sér fyrir hlé en við höfðum tögl og hagldir og lékum vel í seinni hálfleik.“ West Ham vann Blackburn, sinn fyrsta sigur í deildinni síðan liðið sigraði Manchester United, 1-0, 17. desember. Það má segja að í fyrsta skipti í langan tíma var heppn- in með West Ham því sigurmark liðsins hefði aldrei átt að standa. Carlos Tevez varði skot félaga síns Bobbys Zamora á marklínu en annar aðstoðardómarinn veif- aði flaggi sínu ranglega til merkis um að boltinn hefði farið yfir lín- una og því kærkominn sigur West Ham staðreynd. Manchester United rúllaði yfir Bolton, Chelsea vann öruggan sigur á Sheffield Untied og lukkan var loksins með liði West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gær. Enska úrvalsdeildin England - Championship Þýski handboltinn Sá sjaldséði atburður átti sér stað í gær að Paul Robin- son, landsliðsmarkvörður Eng- lands, skoraði hjá helsta keppi- naut sínum um byrjunarliðssæti í enska landsliðinu, Ben Foster, þegar Tottenham sigraði Watford í ensku úrvalsdeildinni. Robinson tók aukaspyrnu af 80 metra færi og hugðist gefa á Mido framherja Tottenham. Aukaspyrnan var heldur löng og skoppaði einu sinni og sveif svo yfir Foster sem vissi ekki hvort hann var að koma eða fara og í netið. Þetta er annað mark Robin- sons á ferlinum en hann skoraði fyrir Leeds United gegn Swindon í enska deildarbikarnum tímabilið 2003-2004, þá með skalla. Skoraði af 80 metra færi Gerplufólkið Viktor Kristmannsson og Margrét Hulda Karlsdóttir urðu í gær Íslands- meistarar í fjölþraut á fyrri hluta Íslandsmóts í áhaldafimleikum sem fram fór í Fimleikahúsi Ár- manns í Laugardalnum í gær. Þetta var fimmta árið í röð og sjötta skiptið alls sem Viktor fagn- ar sigri en Margrét Hulda var að vinna í fyrsta sinn. Margrét Hulda Karlsdóttir fékk 49,600 stig, í 2. sæti varð Kristjana Sæunn Ólafs- dóttir með 48,550 stig og í 3. sæti varð Dóra Sigurbjörg Guðmunds- dóttir með 48,250 stig en allar þessar stelpur eru úr Gerplu. Viktor Kristmannsson fékk 79,800 stig í keppni strákanna, í 2. sæti varð Dýri Kristjánsson, Gerplu með 74,350 stig og í 3. sæti varð Bjarki Ásgeirsson, Ármanni með 72,950 stig. Seinni hluti Íslandsmótsins fer fram í dag þegar verður keppt til úrslita á einstökum áhöldum en sex stigahæstu einstaklingarnir á hverju áhaldi í gær unnu sér inn, keppnisrétt í úrslitunum. Viktor hélt áfram sigurgöngu sinni Einar Hólmgeirsson lék sinn fyrsta leik með Gross- wallstadt í gær eftir meiðslin á þumalfingri sem kostuðu hann sæti á HM. Grosswallstadt stein- lá á heimavelli, 33-26, gegn Nord- horn. Einar skoraði 5 mörk og Al- exander Pettersson 7. Skoraði fimm mörk í ósigri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.