Fréttablaðið - 18.03.2007, Blaðsíða 1
„Ég tel að aukningin hjá
átröskunarsjúklingum sé mest
meðal nýbakaðra mæðra,“ segir
Alma Geirdal, framkvæmdastjóri
og ráðgjafi
Forma, sam-
taka átröskun-
arsjúklinga.
„Það eru gerð-
ar miklar kröf-
ur um að konur
geti farið í
gömlu galla-
buxunum af
fæðingardeild-
inni,“ segir Alma og bætir við að
hún fái sting í hjartað þegar hún
sjái auglýsingar sem beinast að
konum sem eru nýbúnar að eign-
ast barn.
Alma segir ekki lengur hægt að
þegja yfir því hversu illa er stað-
ið að málum átröskunarsjúklinga
innan heilbrigðiskerfisins. „Nú
er svo komið að það er þörf á því
að fara af stað með sér hópa fyrir
nýbakaðar mæður sem þjást af
átröskun.“
- vi› rá›umSkógarhlí› 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 • www.hagvangur.is
Sérfræ›ingur í umhverfisrá›uneytinu
Laus er til umsóknar sta›a sérfræ›ings á skrifstofu
sjálfbærrar flróunar og alfljó›amála.
Me›al verkefna skrifstofunnar eru:Starf á svi›i loftslagsmála og umhverfisverndar í hafinu.Söfnun og framsetning tölulegra vísa um umhverfismál.
Sta›an veitist frá 1. maí nk. Um launakjör fer
samkvæmt samningi fjármálará›uneytisins vi›
Félag háskólamennta›ra starfsmannaStjórnarrá›sins.
Menntunar- og hæfniskröfur:Háskólapróf er skilyr›i.Gó› kunnáttu í ensku.Gó› kunnátta í einhverju Nor›urlanda-málanna.
fiekking og reynsla á svi›i umhverfismálaer æskileg.
Vakin er athygli á 20. gr. laga nr. 96/2000 um
jafna stö›u og jafnan rétt kvenna og karla.
Umsóknir óskast fylltar út áwww.hagvangur.is fyrir 2. apríl nk.Starfi› er númer 6414.
Öllum umsóknum ver›ur svara›flegar ákvör›un um rá›ningu hefurveri› tekin.
Uppl‡singar veita Ari Eyberg ogKristín Gu›mundsdóttir.Netföng: ari@hagvangur.is ogkristín@hagvangur.is
Stútfullt blað af
atvinnuauglýsingum
20-50%
AFSLÁTTUR AF
NÝJUM VÖRUM
Opið 13-17 í dag
LOKADAGUR!
OPIÐ Í DAG FRÁ KL. 13 –18
Tekur lagið með
Ragga Bjarna
Veturinn í vetur
hefur verið sá snjóþyngsti á Kára-
hnjúkum frá því framkvæmd-
ir þar hófust haustið 2003. Þetta
er mat Odds Friðrikssonar sem
hefur verið aðaltrúnaðarmaður á
Kárahnjúkum frá upphafi fram-
kvæmda.
„Hér hafa verið vond veður síð-
ustu vikur og það hefur verið langt
á milli fallegra daga. Það skefur
að húsunum og við höfum þurft að
grafa frá þeim. Menn eru orðnir
þreyttir á þessu,“ segir hann.
Trausti Jónsson veðurfræðing-
ur segir að þetta geti vel verið
rétt. Veðurstofan hafi engar snjó-
mælingar á Kárahnjúkum en ekki
sé ólíklegt að veturinn hafi verið
mjög snjóþungur því að Kára-
hnjúkar séu svo hátt yfir sjávar-
máli og veturinn hafi verið einna
kaldastur frá því framkvæmdir
hófust. Því sé trúlega meiri snjór.
„Að vísu kom slæmt hríðarveð-
ur fyrir að minnsta kosti þremur
árum en það hefur sjálfsagt enst
stutt. Veturinn hefur verið kald-
ari nú en hann hefur verið í fimm
ár en síðustu vetur hafa verið
óvenjulegir að því leyti að þeir
hafa verið hlýrri en yfirleitt,“
segir Trausti.
Trausti segir að almennt hafi
verið lítill snjór á landinu í vetur
nema í hálfan mánuð í janúar. Hvít
jörð sé víða en snjódýpt innan við
tíu sentimetrar nema á Vestfjörð-
um og á heiðum á Norðurlandi.
Hann segir að kuldakast sé ríkj-
andi nú um helgina en veður muni
fara hlýnandi í vikunni.
Snjóþungt á Kárahnjúkum
Alvarlegustu kynferð-
isbrot gegn börnum fyrnast ekki,
samkvæmt ákvörðun Alþingis í
gær. Til alvarlegustu brota telst
kynferðisleg misnotkun í formi
samræðis eða annarra kynferðis-
maka við börn undir átján ára. Þá
var skilgreining hugtaksins nauðg-
un rýmkuð.
„Þetta er dagur réttlætis,“ sagði
Ágúst Ólafur Ágústsson, varafor-
maður Samfylkingarinnar, sem
fyrir tæpum fjórum árum lagði
fram frumvarp um afnám fyrn-
ingarfrests kynferðisbrota gegn
börnum. „Ég held að þetta séu ein
þýðingarmestu lög sem þetta þing
hefur samþykkt því hér er um
að ræða mikilvægustu hagsmuni
hvers einstaklings; eigin heilsu og
réttinn til að ná fram sínum rétti.“
Kvaðst Ágúst Ólafur ennfremur
stoltur af þjóðþinginu og þeirri
þverpólitísku samstöðu sem náð-
ist um málið.
Þegar þingfundur hófst klukkan
hálf tíu í gærmorgun var enn óvíst
hvenær unnt yrði að ljúka þing-
störfum því ekki ríkti nauðsynleg
samstaða um meðferð nokkurra
mála. Á endanum skýrðust línur
og þingheimur hófst handa við af-
greiðslu mála. Hún gekk þó treg-
lega þar sem mörgum lá ýmislegt
á hjarta og vildu koma skoðunum
sínum á framfæri í umræðum og
atkvæðagreiðslum.
Í dögun stóðu vonir til að hægt
yrði að fresta þingi í björtu en
þingfundur stóð enn þegar Frétta-
blaðið fór í prentun. Gældu menn
þá við að geta lokið störfum um
miðnætti.
Meðal mála sem voru samþykkt
í gær eða til stóð að samþykkja eru
lög um losun gróðurhúsaloftteg-
unda, viðurlög við brotum á fjár-
málamarkaði, breytingar á þing-
sköpum, sameiningu Kennarahá-
skóla Íslands og Háskóla Íslands
og Vatnajökulsþjóðgarð. Sama gild-
ir um þingsályktanir um vegaáætl-
un til ársins 2010 og að þjóðfáninn
skuli vera í þingsalnum.
Meðal mála sem fram komu í
þinginu í vetur en hlutu ekki sam-
þykki voru fjölmiðlalög, lög um
stofnfrumurannsóknir, lög um vá-
tryggingasamninga og samgöngu-
áætlun til ársins 2018.
Þýðingarmestu lög sem
þetta þing hefur samþykkt
Alþingi samþykkti í gær að afnema fyrningarfrest alvarlegustu kynferðisbrota gegn börnum. Varaformaður
Samfylkingarinnar segir gærdaginn dag réttlætis. Fjöldi frumvarpa varð að lögum á lokadegi Alþingis.
Mæður í megrun
á fæðingardeild