Fréttablaðið - 18.03.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.03.2007, Blaðsíða 6
Do you want to study in Denmark? Do you want to study in Denmark in an international environment? Are you looking for a programme which gives you good job opportunities? Are you interested in Computer Science or IT? Are you looking for a short education at university level? Do as Hrund Brynjólfsdóttir and other young students. Every year The Academy of Southern Denmark in Søn- derborg welcomes students from Iceland. Come and join us! Sønderborg has an active ”Íslendingafélag”. Visit our website www.sdes.dk to read more about your future in Denmark. Do you want to study Computer Science or IT? Grundtvigs Allé 88 DK-6400 Sønderborg Tlf. +45 7412 4141 www.sdes.dk Innbrotsþjófar voru handteknir á heimili sínu á fimmtudag, en í íbúð þeirra fund- ust verkfæri sem líklegt þykir að hafi verið tekin ófrjálsri hendi úr félagsheimili fyrr um daginn. Sama dag var brotist inn í kjall- araíbúð í austurborginni og tölvu- búnaði stolið. Auk þess var brot- ist inn í bíl og munum stolið. Maður á þrítugsaldri var hand- tekinn í Smáralind fyrir að stela sælgæti úr verslun og afskipti voru höfð af tveimur fimmtán ára piltum í annarri verslunarmið- stöð, en þeir höfðu gerst sekir um að fjarlægja páskaegg úr búð án þess að borga fyrir þau. Hnupl og inn- brot í borginni Vatn flæddi inn í húsið á Laugavegi 105 í Reykjavík í gær- morgun, þar sem Náttúrufræði- stofnun og Möguleikhúsið eru til húsa. Vatnslögn í nágrenni við húsið sprakk og stíflaði niður- föll. Slökkvilið vann við að dæla vatninu út fram eftir gærdegin- um en tjón er ekki talið mikið. Vatnslögnin sem gaf sig var á mótum Laugavegs og Snorra- brautar, en hún er rétt tæp- lega hundrað ára gömul. Vatnið flæddi inn í búslóðageymslu Fé- lagsbústaða og í Möguleikhúsið. Einnig fór nokkuð af vatni inn í kjallarageymslu næsta íbúðar- húss við. Árni Ómar Árnason, aðstoðar- varðstjóri slökkviliðs höfuðborg- arsvæðisins, segir vatnið hafa verið tuttugu til þrjátíu senti- metra hátt í búslóðageymslunni þegar slökkvilið kom á vettvang. Miklu hafi munað að búslóðirnar eru geymdar á vörubrettum. „Þetta er óverulegt tjón, ef eitthvað,“ segir Sigurður Kr. Friðriksson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða. „Brettin sem bú- slóðirnar eru geymdar á eru tíu til fimmtán sentimetra há, og vatnið fór ekki mikið hærra en það.“ Hann segir vatnið hafa flætt af götunni og inn um bíl- skúrshurð. Hundrað ára vatnslögn gaf sig Margar furðuleg- ar hugmyndir hafa verið lagð- ar fram til lausnar á gróðurhúsa- vandanum. Sumar þeirra eru teknar alvarlega, þótt allar séu þær afar umdeildar, og nú hafa vísindamenn hjá geimferðastofn- uninni NASA gert skýrslu um þær helstu. Ein er sú að búa til gervield- fjall sem spúir brennisteini hátt í loft upp. Þegar eldfjallið Pinatubo gaus fyrir 16 árum hafði það kælandi áhrif á jörðina í heilt ár vegna þess að brennisteinsagnir í efri lögum andrúmsloftsins end- urvörpuðu sólarljósi aftur út í geiminn. Nota má þotur, fallbyss- ur eða blöðrur til að koma brenni- steininum upp í himingeiminn. Önnur hugmynd er sú að búa til „sólskýli“ gert úr trilljónum spegla sem eiga að draga örlítið úr hitanum á jörðinni. Speglarn- ir væru í raun litlir gervihnett- ir á stærð við frisbee-diska, ör- þunnir með þremur „eyrum“ sem væru stýribúnaður. Skjóta mætti um 800 þúsund slíkum speglum út í geiminn í einu, en alls þyrfti 16 trilljónir, það er að segja 16 milljón milljónir, slíkra diska til að leysa gróðurhúsavandann - ef marka má hina hugmyndaríku vísindamenn. Þá er enn ein hugmyndin að búa til forljótan skóg úr gervi- trjám sem sjúga til sín koltví- sýring úr loftinu. „Trén“ myndu reyndar ekkert líkjast venjuleg- um trjám. Þetta væru 60 metra háar turnspírur með mismund- andi stórum loftsíum efst. Lofts- íurnar myndu draga til sín koltví- oxíð og þjappa því saman í vökva eða gas sem hægt væri að flytja eitthvert annað. Loks datt einhverjum í hug að dæla járnryki í hafið, og reynd- ar er þegar byrjað að gera það í Kyrrahafinu. Fyrirtækið Planktos frá Kaliforníu sendi nú í þessum mánuði skip sitt, Weatherbird II, af stað í leiðangur til að varpa 50 tonnum af járnryki út í sjó- inn. Hugmyndin er sú að járnið yrði sannkölluð gróðrarstía fyrir svifjurtir sem drekka í sig koltví- sýring úr loftinu. Auðvitað er þetta hrein örvænt- ing,“ sagði Stephen Schneider, prófessor við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum. „Þetta er hnatt- ræn meþadonmeðferð gegn hnatt- rænni heróínfíkn okkar. Þetta sprettur af svartsýni sérhvers raunsæismanns á að þessari reiki- stjörnu sé ekki treystandi til að gera það sem rétt væri.“ Vísindamenn hafa á seinni árum verið tregir til að reyna lausn- ir af þessu tagi. Margir óttast al- varlegar aukaverkanir. Aðrir hafa áhyggjur af því að lausnir af þessu tagi, jafnvel þótt þær skili árangri, dragi úr líkunum á því að eina raunverulega lausnin verði nokkru sinni framkvæmd, en hún er sú að draga nægilega mikið úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Gerviskógur, járn í hafið og speglaskýli Enginn hörgull er á vísindamönnum sem luma á lausnum á gróðurhúsavandan- um. Sumir vilja búa til stóran gervitrjáaskóg sem sýgur í sig koltvísýring úr loft- inu. Aðrir vilja búa til skýli úr trilljónum spegla sem endurvarpa sólarljósinu. Konur eru í fyrsta sinn í meirihluta for- manna norrænu jafnaðarflokkanna. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, var heiðursgestur á landsfundi sænska jafnaðarflokks- ins sem hófst í gær, þar sem Mona Sahlin var kjör- in formaður. Sahlin er fyrsta konan sem leiðir flokkinn í 118 ára sögu hans. Formaður danska jafnaðarmanna- flokksins, Helle Thorning Schmidt, var annar heið- ursgestur landsfundarins. Ingibjörg Sólrún ávarpaði fundinn og sagði meðal annars að þetta væri stór dagur fyrir jafnréttisbar- áttuna og stór dagur fyrir lýðræðið. Samfélag sem byggði á reynslu bæði kvenna og karla væri sterk- ara og réttsýnna en samfélag sem nýtti ekki mann- auðinn sem býr í báðum kynjum. Hún gerði málefni barna einnig að umtalsefni og sagði það samfélag sem ekki tæki mið af sjónarmið- um og þörfum barna hálfkarað og ófullkomið. Mik- ilvægt sé að hlusta á raddir barnanna og hafa þarfir þeirra að leiðarljósi. Veturinn sem er að líða hefur verið sá hlýjasti sem sögur fara af frá því mæling- ar hófust. Þetta segja fræðimenn hjá bandarísku haf- og andrúms- loftsstofnuninni NOAA, og styðj- ast þar við upplýsingar um veður- far víðs vegar á jörðinni. Frá desemberbyrjun til febrúar- loka var meðalhiti lofts og sjávar á norðurhvelinu 1,3 gráðum hærri en meðaltal þessa tímabils frá árinu 1880. Undanfarin hundrað ár hefur hitinn hækkað um 0,11 gráður á hverjum áratug, en síðan 1976 hefur hitastigshækkunin verið þrisvar sinnum meiri. Veturinn var sá allra hlýjasti Zimsen-húsinu, sem áður var við Hafnarstræti, verð- ur komið fyrir á Grófartorgi ef áætlun stjórnar skipulagssjóðs Reykjavíkur gengur eftir. Sjóðurinn hefur óskað eftir því við skipulags- og byggingar- svið borgarinnar að unnið verði að breytingum á deiliskipulagi með það að markmiði að Zimsen- hús verði flutt á lóð við torgið. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu höfðu margar staðsetningar verið til umræðu fyrir Zimsen-húsið sem í maí í fyrra var fjarlægt af sínum gamla grunni gegnt Lækjartorgi vegna annarrar uppbyggingar. Flytja Zimsen á Grófartorg Er aðbúnaður blindra barna á Íslandi viðunandi? Eiga framhaldsskólanemar að fá ókeypis skólabækur?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.