Vísir - 02.02.1969, Blaðsíða 8

Vísir - 02.02.1969, Blaðsíða 8
8 V TS IR . Mánudagur 2. febrúar 1970, VISIR Otgefandi: Reykjaprent h.t. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson RitstjómarfuHtrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Simar 15610. 11660 og 15099 Afgreiösla: Aðalstræti 8. Simi 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Askriftargjald kr. 165.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Sex milljarðar á 25 árum 4.1þingi hefur nú til meöferðar frumvarp ríkisstjóm- arinnar um iðnþróunarsjóð þann, sem Norðurlöndin koma sérstaklega á fót til að efla íslenzkan útflutn- ingsiðnað. Jóhann Hafstein iðnaðarmálaráðherra mælti fyrir málinu á fimmtudaginn og urðu þá nokkr- ar umræður um það. Ljóst er, að frumvarpið verður samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á Alþingi. Sjóðurinn er mikilvæg stoð í hinni erfiðu en nauð- synlegu sókn íslenzks iðnaðar inn á erlendan mark- að. Stofnfé sjóðsins er greitt út á 4 árum, rúmlega hálfur milljarður á ári. Endurgreiðslur stofnfjár hefj- ast á 10. ári og lýkur þeim á 25. ári. Allan þennan tíma er stofnféð vaxtalaust. Norðurlöndunum verður greidd til baka sama upphæð og þau lögðu fram. Að 25 ámm liðnum verður sjóðurinn orðinn svo öflugur af innlendum endurgreiðslum og vöxtum, að hann getur af því fé einu haldið áfram útlánum af full- um krafti. líúna fyrstu árin verða lánaðar 275 millj- ónir króna á ári, en á öllu tímabilinu verða útlán að meðaltali 242 milljónir á ári. Alls verða þetta yfir 6 milljarðar, sem lánaðir verða út á tímabilinu. Það munar um þessar upphæðir. Ríkisvaldið hefur kappsamlega unnið að því að styðja iðnaðinn í að sækja inn á nýjar brautir. Fyrir ári störfuðu 18 nefndir iðnrekenda í hinum ýmsu greinum iðnaðarins að athugun EFTA-málsins og höfðu þær samstarf við sérfræðinga ríkisstjórnarinn- ar. Árangurinn af þessu starfi kom síðan fram í kröf- um þeim, sem fulltrúar íslands lögðu fram í samning- unum við EFTA og fengu samþykktar, þar á meðal ákvæðin um tíu ára aðlögunartíma iðnaðarins. Frá því í fyrravor og fram á þennan vetur vann Guðmundur Magnússon prófessor með aðstoð fleiri manna að gerð ýtarlegrar skýrslu um ástand og horf- ur einstakra greina iðnaðarins. Þessi skýrsla hefur hlotið verðskuldaða viðurkenningu. Til viðbótar tók Efnahagsstofnunin svo saman skýrslu um útflutn- ingsmöguleika iönaðarins, þar sem fram koma fróð- legar upplýsingar fyrir iðnrekendur og aðra, sem áhuga hafa á framtaki í útflutningi. Iðnrekendur og aðrir útflutningsaðilar eiga því að geta gert sér ljósa grein fyrir ástandinu og möguleik- unum. Áður hafði iðnaðurinn aðgang að nokkru fjár- magni, einkum í Iðnaðarbankanum og Iðnlánasjóði. En með tilkomu iðnþróunarsjóðs margfaldast mögu- leikarnir á fjármagni til útflutningsiðnaðar. Það ætti því að vera unnt að afla nægilegra lána til skynsam- legra, vel hugsaðra og vandlega undirbúinna aðgerða til að koma upp og efla útflutningsframleiðslu. Það fer svo að sjálfsögðu eftir hagkvæmni og hyggjuviti iðnrekenda, hvemig þeir standast samkeppnina og hvemig þeir nýta tækifærin, sem þátttakan í EFTA og iðnþróunarsjóðurinn skapa þeim. En grunnurinn er þegar steyptur. „Flestir þeir nemendur, er neyta áfengis, geta sótt skemmtistaði utan skólans, þar sem þeim gefst tækifæri til að gleðjast með áfengi sér við hönd. Einmitt þess vegna ættu þeir að nota skemmtanir skólans sem stað, þar sem þeir Á að leyfa veitingu léttra vintegunda á skemmtunum eldri nemenda framhaldsskólanna? „Félagslífið ætti að gagna sem sálarstoð * Nemendur Kennaraskólans gera athyglisverða tilraun til að hindra Jögleiðslu ruddaskaparins i félagslifinu" geta glaðzt í góðra vina hópi, án ótta um feimni eða hégóma, því að mað ur skyldi halda, að sam- vist þeirra við aðra nem endur í félagslífi og hinu daglega lífi skólans ætti að koma þeim að gagni, sem sálarstoð.“ annig kemst einn nemenda Kennaraskólans að orði i áróðursbæklingi. sem skólafélag skólans sendi frá sér fyrir nokkru í þvi skyni að stuðla að áfengislausri skemmtun nem- enda, sem haidin var f sl. viku. — Frétt, sem Visir birti um það, hvað þessi skemmtun var talin hafa farið vel fram, hefur vakið talsverða athygli. þó að almenn- ingur telji það ekki eins sjálf- sagðan hlut eins og hann er al- gengur, að skólaæskan eigi aö gangast fyrir svaliveizlum. — Það ánægjulega í þessu máii er þó ekki það, að takast skyldi aö halda áfengj algjörlega utan við skemmtunina, heldur hitt, að nemendur höfðu sjálfir frum- kvæðið í málinu. — að vísu að nokkru leyti i ^mráði við skóla- stjóra, Það er athyglisvert að kanna þá leið, sem nemendur völdu sjálfir til að hafa áhrif á skóla bræður sina og systur. — Áróö- urspésinn sem vitnað var til f upphafi greinarinnar sýnir að- ferðina nokkuð vel. í pésanum er hvergi að finna þessi vanalegu siagorð sem notuð hafa verið í baráttu gegn áfengisneyzlu hér á landi. Bindindismannaprédikanir er þar hvergi að finna. heldur er höfðað til almennrar félags- hyggju nemenda, skynsemi og réttlætistiifinningar Áfengis- neyzla sem sifk er hvergi talin vera undirrót alis iils eða neitt f þá áttina. Á einum stað er t.d. sagt: „Hér skal ekki um það deilt, hvort áfengisneyzla sé æskileg eða ekki. — Það er hlutur, sem hver og einn verður að gera upp við sjálfan sig. En nemendur verða einnig að gera sér það Ijóst, að áfengisneyzla er bönn- uð á skemmtunum skólans og verða nemendur að breyta eftir því. Þær skemmtanir sem Skóla- félagiö heidur, eru tii þess að gefa nemendum tækifæri til þess að skemmta sér á sem bezt- an hátt, án þess að áfengi -sé haft þar um hönd. Þar með hef- ur verið lögð áherzla á að gefa nemendum tækifæri til að tjá sig og gleðjast án notkunar áfeng- is.“ Pésinn gefur að mörgu leyti innsýn í þau vandamál, sem framhaldsskólar borgarinnar eiga við að etja, Það hefur t.d. aldrei frétzt af því að skemmt- anir Kennaraskólans væru slak- ari en skemmtanir annarra skól borgarinnar, nema síöur væri. Þó segir í pésanum í upp- hafi, að áfengisnotkun á síðustu dansleikjum Skólafélags hafi verið það mikil, að ekki verði við það unað. Eigi Skólafélaginu að vera fært að halda þessum skemmtunum áfram verði breyt- ing á að verða. Annars er hætta á að yfirvöld taki f taumana. Síöan er skýrt frá því. að ekki sé um nema tvær leiðir að velia: i fyrsta lagi að kynna málið með upplýsingastarfsemi, hamia gegn ásókn utanskóia- manna og stjóm Skólafélagsins hafí eftirlit meö höndum og vísi mönnum út fyrir brot. Hinni teiðinni er lýst sem neyðarúr- ræði. Óeinkennisklæddir lög- regluþjónar leiti áfengis á gest- um við innganginn, brotlegum nemendum vísað frá félagslífi og máli þeirra, sem ftreka brot- in 'risað til skólastjóra af nem- endum sjálfum. „Það eruð þið, sem hafið úr- skurðarvaldið (þ.e. um það hvor leiðin veröur farin framvegis). Við treystum þvf, að þú hugsir' þig vel um, áður en þú verður þess valdandi, að ruddaskapur- • inn verður lögleiddur í félags- lífi Kennaraskóla íslands". — • Með þessum orðum og ýmsum . fleiri höfðu nemendumir, sem. stóöu fyrir þessari áróðursher-, ferð til annarra nemenda með. árangri, sem sennilega allir. framámenn Reykjavíkurskól- anna hefðu verið fyllilega á-' nægðir með. — Raunar skrifar ' dr. Broddi Jóhannesson, skóla- ■ stjóri einnig grein f þennan pésa ■ nemenda, en í þeirri grein minn- - ist hann hvergi einu orði á á- . fengismál. — Greinina nefnir, hann „Vaid regluþembingur eða óskráð Iög“ og húnfjallarum ' það. 1 niðurlagi greinarinnar' segir hann: „Vangaveltur, fjarstæðu- kenndar við fyrstu sýn, um fimm eða sjö skotglaða pilta, er, taka mættu eina litla höfuðborg hefur orðið mér grimmilegt dæmi um skuggalega mynd valdsins og opinberun um lán þess samfélags, sem teygir ekki klóna né framlengir hramminn f vfgvél og valdbeitingu né held-' ur einstrengingslegan reglu- þembing, en nýtur óskráðra laga í prúðmannlegu dagfari, góðvild og sjálfráðum ákvörðunum.‘‘ Að lokum má geta þess til viðbótar, sem athyglisvert má teljast. í pésanum gera nemend- ur grein fyrir því, að ekki sé verið að taka afstöðu til áfeng- isnotkunar sem slíkrar. „Hér er heldur ekki til umræðu, hvort æskilegt sé aö leyfa áfeng- isnotkun á samkomum fram- haldsskólanema. Það er ailt ann- að mál sem raunar væri vert að taka til almennrar umræðu." Þama er hreyft athygiisverðri hugmynd. Það hlýtur a.m.k. að vera leyfilegt að velta fyrir sér þeirri hugmynd að skðlamir leyfðu einhverja neyzlu léttrn víntegunda undir eftirliti á skemmtunum elztu nemenda framhaldsskólanna. Ef skóla- æskan kemst hvort sem er í allt það áfengi, sem hún kærir sig um, hlýtur það a.m.k, að vera til bóta, að tilsögn í smá vfn- menningu fái að fljóta með. - vj-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.