Vísir - 02.02.1969, Blaðsíða 16

Vísir - 02.02.1969, Blaðsíða 16
ÍSLCNDINCAR CÆTUÁTT 3-4 MCBAL ÁTTA CFSTU — Mikill slagur um verðlaunin. Guðmundur, Ghitescu, Amos og Padevski efstir Mánudagur 2. febrúar 1970. Valt í hálku á Reykjanes- braut i Fólksbíll, sem í voru 4 mann- ( eskjur ein hjón og tvö böm, 4 og 5 ára, valt á Reykjanesbraut rétt ' sunnan viö gjaldskýlið hjá Straumi ( i gærdag um þrjúleytiö. Bíllinn lenti utan vegar á hvolfi. Mikil hálka var á veginum og ' olli það miklu um óhappiö, en það t var lán i óláninu að fólkið slapp t að mestu ómeitt, nema annað bam ið, 5 ára drengur, slasaðist, en þó ’ ekki hættulega. Baráttan um efstu sætin á Reykjavíkurskákmót- inu harðnar nú heldur betur. Guðmundur Sig- urjónsson er örugglega efstur eftir 13 umferðir með 10% vinning. Hann á nú eftir að tefla við þá Freystein og Vizanti- adis. Ghitescu er með 9y2 vinning, hefur heldur sótt í sig veðrið síð ustu umferðirnar, Amos er með 9 vinninga og Padevski með 8V2. Þessir fjórir koma til með að kijást um fjögur efstu sætin, en þeir Friðrik, Hecht og Matu lovic gætu ef til vill blandazt eitthvað í þá baráttu. Aftur á móti verður mun tví- sýnni barátta um fjögur næstu sæti, en verðlaun eru veitt átta efstu mönnum í mótinu. Nokkr ir íslenzku keppendanna, auk þeirra Friðriks og Guðmundar, eiga möguleika á að krækja sér í verðlaun, einkum þeir Frey- steinn Þorbergsson og Björn Þorsteinsson. Orslitin í 13. umferðinni urðu annars sem hér segir: Guðmund ur vann Benóný, Friörik vann Braga, Hecht vann Björn Sigur- jónsson, Jón Kristinsson vann Ólaf, Bjöm Þorsteinsson vann Freystein, Ghitescu vann Vizantiadis. Amos og Padevski gerðu jafntefli og Matulovic á biðskák við Jón Torfason. Jón á þrengri stööu en peð yfir, svo aö hann gæti ef til vill hald ið skákinni og náð jafntefli. í kvöld hefst 14. og næstsíð- asta umferðin í Hagaskólanum klukkan 18.30. Þá tefla saman Padevski og Friðrik, Ghitescu og Jón Torfason, Hecht og Matulovis, Bragi og Bjöm S. Ólafur og Amos, Benóný og Jón Kr., Vizantiadis og Bjöm Þ. Vakandi augu í Gjaldheimtunni komu upp um þjóf MAÐUR NOKKUR var staöinn að verki með grjót í hendi að brjótast inn í Hafnarstræti 9 f fyrrinótt, en það sást til hans úr Gjaldheimtunni, þegar hann braut rúðu á bakhlið hússins. Kom lögreglan að honum, þegar hann var aö basla við að brjóta upp lás á hurð með steininum, og var hann þegar í stað tekinn og færður í vörzlu. Aðfaranótt laugardags voru tvær tilraunir til innbrots gerðar í bæn- um, en til annars þjófsins sást, þar Munaði litlu oð illa færi Naumlega var sloppiö, þegar bif- reiðlnni hér á meðfylgjandi mynd var ekið út af veginum f Hvítanes- brekkunni á Hvalfjarðarströnd (hjá Staupasteini), því að bifreiðin hefur numið staðar á blábrún 30 metra hengiflugs, þar sem ekkert er fyrlr neðan nema sjórinn. — ökumaður, sem ók hjá slysstaðnum um mið- nætti s.l. nótt, tók þessa mynd af aðstæðum, en bifreiðin var yfirgef- in af fólki og enginn var til frá- sagnar um, hvað sem hann reyndi að brjótast inn í Rúgbrauðsgerðina í Borgartúni. Hann var þó farinn, þegar lögregl- an kom á staðinn. Hin tilraunin var gerð í fornbókaverzlun á Hverfis- götu 16, og var brotin rúða í sýn- ingarglugga og stolið einu beizli á hest, en ekki hreyft við ööru. Á sunnudagskvöld sást til stráka í Kleppsholti, sem virtust reyna að stela dráttarvél, er stóð hjá Drátt- arvélum h.f. við Kleppsveg. Lög- reglan kom að þeim, en einn úr hópi strákanna hafði gangsett drátt arvélina i fikti, en hrevfði hana ekki úr stað. ÚTILEGUBATAR MEÐ 60 TONN I 5 LÖGNUM Góður linuafli vestra DÁGÓÐ veiði hefur verið hjá línubátum frá Breiðafjarðarhöfn um að undanförnu, einkum hjá þeim, sem komizt hafa út í Jök- uldjúp með Iínu sína. Þeir hafa komizt upp í 16 tonn í lögn. Þrir bátar frá Ólafsvik voru með um 16 tonn á Iaugardaginn. Afla hæstu bátarnir i Ólafsvík í janúar eru Sveinbjörn Jakobsson með 130 tonn og Halldór Jónsson með 126 tonn — i 14 róðrum, sem verður að teljast góður afli, en veður hef ur hins vegar hamlaö veiöum mjög í janúar og í dag er enginn bátur á sjó vestra, nánast stormur á mið- unum. Suðumesjabátar hafa fengið minna á línuna og raunar hefur afl inn hjá þeim verið tregur að und- anförnu, allra mest komizt upp í Brúðkaup Fígarós í síðasta sinn í kvöld Brúðkaup Figarós hefur orðið mönnum mikil dægrastytting í skammdeginu, ef menn hafa ekki séð það hafa þeir þó að minnsta kosti lesið og rabbað um það — Síðasta sýningin á óperunni verð ur í kvöld. Aðsóknin hefur verið góð aö flestum sýningunum. Sýning arnar verða nú að hætta þar sem sænska söngkonan Karin Langebo hefur ráðið sig annað nú um mán- aðamótin. tíu og hálft tonn. Örfáir bátar eru byrjaðir með net, til dæmis munu 5 vera komnir með net í Kefla- vík, en þeir hafa hreint ekkert fiskað. Aftur á móti hefur Kefivíkingur sem er á útiiegu komið með mjög góðan afla. Hann kom úr síðasta túmum núna fyrir helgina með um 60 tonn eftir 5 lagnir að því er sagt var. Áður hafði hann farið þrjá túra og f túmum á undan fékk hann 50 tonn. — Keflvíkingur mun mest hafa haldið sig á slóðum Breið firðinga og Vestfirðinga, þar sem línufiskiríið hefur verið bezt í vet- ur. Febrúarsnjor eftir mildan janóar Reykjavikurbörnum hlotnað- ist óvænt ánægjuefni, sem var snjórinn i gær, enda flýttu þau sér að velta stóra snjóbolta f snjókarla. I morgun var svo snjórinn horfinn og lítil um- merki eftir þetta vetrarhret Góða veðrið komið aftur, sem hefur staðið yfir allt frá 11. jan- úar. Það má búast við að seinni hluti janúar sé með hlýjasta jan- úarkaflanum, sem komið hefur um árabil. Frostið sem var fyrstu 10 dagana af janúar mun þó vega upp á móti hitakaflan- um i tölulegum útreiknlngum Veðurstofunnar á meðalhita mánaðarins. Það kom fyrir f jan úar að sólarhringshitinn komst yfir fimm stig, en á móti vegur að einnig mældist 12 stiga frost sem sólarhrings hiti, einn sólar- hring í fyrri hluta mánaðarins. Horfa á íslenzkt sjónvarp í Noregi Islenzka sjónvarpið hefur öðru hvoru sézt mjög skýrt og greinilega í Noregi. Segir nýlega frá þessu í Tönsberg blad. I Slagen sá fjöl- skylda ein íslenzka sjónvarpið eft Ir að dagskrá norska sjónvarpsins lauk. Var útsendingin frá íslandi ekki lakari en sú norska og fjöl- skyldan ákaflega ánægð með þenn an sjónvarpsauka. Þess skal getið að norska sjón- varpið hefur oft sézt hér á landi og auk þess ýmsar stöðvar aðrar, en mjög er þetta undir heppni komið of; þurfa skilyrði öll að vera nokkuö elnstök.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.