Vísir - 02.02.1969, Blaðsíða 13

Vísir - 02.02.1969, Blaðsíða 13
IjplÍÉM IHI ■■ ' ' ' V í S IR . Mánudagur 2. febrúar 1970. Með miðsíddinni kemur einnig túrbaninn pierre Balmain greip mið- síddina fegins hendi, þegar sýnt var að vindurinn myndi blása í þá áttina, og á tízku- sýningunni hans £ París fyrir nokkrmn dögum hafði hann látið hendur standa fram úr erm um og sfkkað pilsfaldinn, þár til hann nam um það bil 30—10 cm frá gólfi. Balmain hefur gert „frúar- tízkuna" að sérsviði sínu og núna vöktu mesta athygli af fötunum, sem hann sýndi mjög einfaldir jerseyfrakkar — svart- ir, hvítir og brúnir, en við þá eru bomir hattar, sem sitja fast að höfðinu og kölluðust fyrir mörgum árum túrbanar, þegar þessi hattat£zka kom þá til Is- lands. Það vakti einnig hrifningu hversu vel satfnblússumar hans Balmains fóm við síðbux- ur úr tweed. Og saumaskapur- inn — klæðskerasaumur af fin- ustu tegund og andblær ára- tugsins 1920 - 30, sem kom f ljós í þessum fötum ársins 1970. Kápurnar hans Bal- main vöktu athygli — margar úr jersey og höfðuðu til tilfinning- ar kvenna um glæsi- leika. Pilsið er ekki eins sítt hjá Balmain eins og virðist við fyrstu sýn — hann snuðar með því að hafa mittislínuna háa. Túrban hafður við. IVrina Ricci sýndl einnig mið- síddina og einstaka „maxi“ innan um og saman við. Ricci hitti í mark meö „maxi“-kot- pilsinu til þess að bera við heil- silkiblússur með feikna vfðum ermum, tálausum slönguskinns- skóm og slönguskinnsbeltum. Einnig vöktu kokkteilkjólamir úr doppóttu organzaefni og chiffon úr eintómum pífum at- hygli. Það var von að tfzku- fréttaritaramir sætu og reyndu eftir mættí að toga pilsfaldinn niður fyrir hnén allan tímann, sem sýningin stóð yfir. Þeir litir, sem mest áberandi voru — vom hvítt og mikið af því dökkblátt, svart og gult. Einnig drapplitt, brúnt. í HLEKKJUM Jþað ber margt furðulegt fyrir augu f París þessa dagana, ekki aðeins sérstæðustu uppá- tæki tízkuteiknaranna heldur einnig í verzlunum út um borg og bý. Þessa skartgripi, sem sjást á myndinni og eru jú skartgripir, ætti víst margur kvenmaður- inn erfitt með að sætta sig við. En þetta er ekki mynd úr ævin- týrakvikmynd heldur tekin í verzlun snyrtivörufyrirtækisins Harriet Hubbard Ayers í París. Eins og við sjáum er stúlkan „hlekkjuð“ með stáli og kaðli. Snyrtmgin, sem á víst að vera aðalatriðið er blanda af möttum og gljáandi farða og augn- snyrtingin byggð á ferhymings-. forminu. Fjölskyldan og Ijeimilid ITT SCHAUB-LORENZ GELLIR sf. Garðastræti 11 Sími 20080 <0* ÞORRABAKKINN INNIHELDUR: Harbfisk - súra bringu - súra hrútspunga og lundabagga - sviðakjamma - súrt slátur - hangikjöt - súran hval - kartöflur - rófur - hákarl - flatkökur ---------------------------VERÐ KR. J90,oo Pantið i tima gegnum bennan sima - II 2 11 MATARDEILDIN Hafnarstræti 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.