Vísir - 02.02.1969, Blaðsíða 9

Vísir - 02.02.1969, Blaðsíða 9
V 1 S I R ; Mánudagur 2. febrúar 1970. nsnsm: Gætuð þér hugsað yður að ganga í síðum kjól sérstaklega sniðnum fyr ir karlmenn, eins og nú er í tízku í París? Kjartan Guðbjartsson, nemi í Gagnfræöaskóla Austurbæjar: „Já, ég gæti vel hugsað mér það. Mér finnst þetta mjög smart klæðnaður“. Bárður Níelsson, landsprófs- nemandi: „Nei, svo sannarlega ekki. Ég kynni engan veginn við mig £ slíkum klæðnaði". Páll Pálsson, nemi í píanóleik: „Nei alls ekki. Ég kann engan veginn við, að karlmenn gangi í kjólum. Siíkur klæðnaður finnst mér nú eingöngu fyrir kvenfólk“. Einar Bjömsson, skrifstofumað- ur: „Nei, það gæti ég alls ekki hugsað mér. Þetta er nú eínum of broslegur klæðnaöur til þess, að ég vildi klæðast honum“. Magnús Kjartansson, lögreglu- þjónn.- ,,Engan veginn. Ég vil nú helzt hafa kvenfólkið í kjól unum. Mér finnast þeir ekki beinlinis heppilegur klæðnaður fyrir karlmenn" Oainberum starfsmönnum gefnar einkunnir Ráðuneytisstjóri fær 9 70 stig, bréfberi 265 stig — Langt komið að ganga frá fyrsta raunhæfa starfsmatinu á Islandi □ Átökin um það, hvernig skipta skuli ytri gæðum þjóðarinnar á milli þegnanna, hafa verið mjög áberandi á fslandi, enda hafa erlendir menn oft sérstaklega orð á því. Tortryggni, illindi, róg- ur og svo óhjákvæmilega verkföll, stundum algjörlega að nauðsynjalausu hafa ver- ið óhjákvæmilegar afleiðing- ar skorts á raunhæfu viðmið- unarkerfi, sem gæti raðað launþegum í eðlilega launa- flokka. Lausnin á óánægju ýmissa stétta og hagsmuna- hópa með laun sín og kjör hefur oft verið fólgin í því að stinga eins lítilli dúsu upp í þessa hópa og komizt hefur verið af með hverju sinni. Og um leið og einn hópur hefur fengið upp I sig sína dúsu, sem nægt hefur til friðar hverju sinni hefur annar komið í staðinn, sem hefur heimtað sinn snúð. Stundum hafa kröfugerðirn- ar verið réttlætanlegar, stund um ekki. Á stæður þess, aö þetta vanda- mál hefur verið hér meira áberandi en í mörum öðrum löndum eru sjálfsagt margvfs- legar, en það kann að vera, að okkar stéttalausa þjóðfélag og hvað íslenzkt nútímaþjóöfélag hefur byggzt upp á skömmum tíma, hafi hindrað eðlileg launa- hlutföll á milli starfshópa. Launamismunur á íslandi eftir vinnustéttum viröist f mörgum tilvikum ærið tilviljunarkennd- ur, bæöi hjá opinberum starfs- mönnum og jafnvel á hinum al- menna launamarkaði. Flestir hafa aftur á móti gert sér grein fyrir því á undanförn- um árum, að æskilegt væri að finna kerfi, sem raða ætti mönn- um í eftir ákveðnum hlutföllum og skipta síðan þjóðartekjunum eftir þvf. Viöhorf einstakra manna til slfks kerfis hlýtur þó að fara mikið eftir þvf hvar viðkomandi telur stöðu sína í slíku kerfi. Um þessar mundir er verið að gera fyrstu alvarlegu tilraun- ina hér á landi til að gera slíkt kerfi. Það er Bandalag starfs- manna ríkis og bæja og fjár- málaráðuneytið, sem hafa unnið að þessum málum frá áramótum 1966—67, en auk fulltrúa ríkis- valdsins og BSRB hefur fulltrúi Bandalags háskólamanna átt þess kost að fylgjast með þess- um störfum og getaö gert grein fyrir sjónarmiðum háskóla- manna. Drög að starfsmatinu hafa legið fyrir viðkomandi aðilum nú síðan í september á fyrra ári, en er búizt er við að aöilar geri grein fyrir viðhorfum sfnum fljótlega upp úr næstu mánaða- mótum. Drögin eru algjör frum- smíö, en ekki er kunnugt um, að til sé starfsmannakerfi, sem nær yfir jafn fjölbreytilegt verksvið og um er að ræða hjá íslenzka ríkinu. Starfsmat eins og þetta er mjög vandasamt verk, enda eru deilur um laun og ákvörðun Lögregluþjónar fá 420 stig. Þeir eru me'ðal fárra stétta, sem fá stig fyrir vinnuskilyrði og þeim eru gefin all mörg stig fyrir áreynslu. þeirra meðal vandasömustu fé- lagsstarfa. Það er þvf ekki við því að búast, að allir muni fella sig við starfsmatið og að ekki megi finna vankanta á því. Jafnvel þó að algjörlega „rétt“ starfsmat yrði samið er augljóst, að það yrði háð sífelldum end- urskoöunum. Fjórar gerðir starfsmats koma til greina í flestum til- vikum; rööunarkerfi, flokkunar- kerfi, þáttasamanburðarkerfi og stigakerfi Síðasta kerfið var valið, enda talið, að það hafi marga ótvíræða ' kosti. Það er útbreiddast starfsmatakerfa og hefur ýmsa kosti fram yfir hin. Helzta einkenni kerfisins er það. að valdir eru þættir eða ein- kenni starfa, sem eiga aö hafa áhrif á röð þeirra. Þessir þættir eru skilgreindir á eins Ijósan og ótvíræðan hátt og kostur er. Af ýmsum ástæðum urðu eftirtaldir þættir fyrir valinu: Menntun, starfsþjálfun, sjálf- stæöi og frumkvæði, tengsl, á- byrgð, áreynsla og vinnuskil- yrði. Þessir þættir eru mishátt metnir. Þannig er ábyrgð hæst metin. Hlutfall hennar af heild- armatinu er 23.3%. Næst kem- ur sjálfstæði og frumkvæöi 22.4%, menntun 20.7%, starfs- þjálfun 17.2%, áreynsla 8.6%, tengsl 5.2% og vinnuskilyrði 2.6%. Þessir þættir skýra sig að mestu leyti sjáifir. Menntun er t.d. sú lágmarksþekking, sem starfsmaður þarf að hafa til- einkaö sér til þess aö geta gegnt starfinu á fullnægjandi hátt. Starfsþjálfun er sú þekking, sem ávinnst f starfi og telst ekki beinlfnis til menntunar. Tengslin þarf kannski að skýra sérstaklega út. í þeim felast þær kröfur, sem starfiö gerir til starfsmanns um tjáningargetu og um samskipti við aðila utan stofnunarinnar og innan. Tján- ingargetan lýsir sér í því að veita upplýsingar, túlka stað- reyndir og setja fram vandasöm mál. í hverjum starfsþátta eru gefin mismunandi mörg stig eftir þvf, hvaöa kröfur starfið gerir til þess ákveðins þáttar. — Ábyrgð er þannig metin frá 30 upp í 270 stig og er þar margt tekið til greina. Hámarks- stigafjöldi í öðrum greinum eru: Fyrir sjálfstæði og frumkvæði 260 stig. menntun 240, starfs- þjálfun 200, áreynslu 100, tengsl 60 og vinnuskilyröi 30 stig. I sýnishomi á stigagjöf nokk- urra starfshópa kemur f Ijós, aö þar fá allir starfshópar einhver stig fyrir alla þætti nema á- reynslu og vinnuskilyrði. Fyrir vinnuskilyrði fá þannig engir 1 sýnishominu stig nema bréfber- ar, lfnumenn og lögregluþjónar. Fyrir áreynslu fá nokkrir starfs- hópar engin stig, þar á meðal t. d. ráðuneytisstjórar, forstjórar ríkisfyrirtækja. dómarafulltrúar og sóknarprestar. Mjög mikil breidd er f „eink- unnagjöf" sem hinir einstök starfshópar fá. 1 sýnishominu fá símaverðir lægstu stigatöluna eða 255 stig. — Ráðuneytis- stjórar eru hins vegar lang- hæstir með 970 stig. í þeirra tilviki er það veigamest, að þeir fá hámarksstigafjölda fyrir á- byrgð, sjálfstæði og frumkvæði og starfsþjálfun. Hins vegar fá þeir aðeins 190 af 240 stigum fyrir menntun. Þá em þeir ekki taldir þurfa að fullnægja mestu kröfum, sem geröar eru í tengslaflokknum eða eftirtöld- um kröfum: „Störf, sem gera sérstaka kröfu til túlkunar- eða tjáningarhæfileika. Otskýringar, umræður og sannfæringarmátt- ur skipta meginmáli viö að afla skilnings almennings og stjóm- valda“ í starfsmatinu er gerð grein fyrir launakjörum ytri viðmið- unarstarfa, þ.e. laun starfshópa á almennum vinnumarkaði, ett þessum starfshópum em einnig gefnar „einkunnir". Gerð er grein fyrir því, að við vægi ein- stakra þátta starfsmatsins hafi verið nauðsynlegt að taka mið af þessum hópum. Launa- kjör þessara starfshópa var miðað við júnímánuð sl. og fundnar rammatölur, sem laun hinna einstöku hópa féllu aö mestu innan. Laun símavarða, sem fá einkunina 255 eins og áður var skýrt frá vom talin 11.700—13.800. Hæstu laun þessarra viðmiðunarhópa höfðu hins vegar deildarverkfræöing- ar, 26.800—40.000 kr., en þeir fá einkunnina 740 stig. Deildar- stjórar höfðu 27.000 — 29.000 kr., en þeir fá einkunnina 555 st. Et reiknaö er út gróflega hæsta og lægsta stigatala og hæstu og lægstu laun viðmiðunarhópsins sést, að munur á launum og stigafjölda er alveg sambærileg- ur. Launin og stigafjöldinn er i báðum tilvikum þrisvar sinnum hærri í hæsta flokknum. Þetta kerfi, sem verið er aö móta, tekur þó enga afstöðu til beinna ákvarðana launa og er það einmitt talið þvf til gildis. Með kerfinu er unnt að halda eiginlegu starfsmati og beinni ákvörðun launa aðskildu. Það kann þvi vel svo aö fara, að verði starfsmatið tekið upp f nú- verandi mynd eða með einhverj- um breytingum verða ekki bein- ar krónutölur á bak við hvert stig, heldur verði stigin aöeins notuð til að skipa mönnum í eins réttláta launaflokka og unnt er. — Réttlætið verður þó án efa aldrei alfullkomið, a. m. k. ekki hvað viðvíkur einstök- um mönnum. Einnig er eðlilegt að álíta, að misjöfn stigatala verði ekki látin virka fyrr en neðstu starfshópar eru komnir á lágmarksrauntekjur, sem lif- andi er af. Það verður síðan að fara eftir ástandi þjóðarlíkam- ans á hverjum tíma, hvað hægt er að láta hópa með hærri eink- unnir njóta þess í rfkum mæli. Hvernig sem þetta starfsmat kann að verða notað er þaö augljóst, að hinum almenna vinnumarkaði á íslandi veitir ekki síður af slíku starfsmati. Það væri því óskandi, að annað starfsmat fylgdj f kjölfar þessa. Það er ekki vfst, að verkföll yrðu eftir það alveg eins algeng. — vj —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.