Tíminn - 17.07.1979, Blaðsíða 6
6
ÞriOjudagur 17. júli 1979.
Ctgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór-'
arinn Þórarinsson og Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfulltriii:
Oddur ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs-
ingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðumúla 15 simi
86300. — Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl.
20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 180.00. Askriftargjald kr.
3.500 á mánuði. Blaöaprent.
V__________________________________________________________________J
Holl hvatning
Hinn 24. júni siðastliðinn var haldin hátið á
Hvanneyri i tilefni af 90 ára afmæli bændaskólans
þar. Magnús B. Jónsson skólastjóri flutti þar merka
ræðu. Hann ræddi þar um markmið bændaskólanna
og búnaðarfræðslunnar og sagði m.a.:
„Tengsl búnaðarmenntunarinnar við atvinnuveg-
inn þurfa að vera sterkari en þau, sem skapast
gegnum hefðbundið kennslustarf skólanna.
Búnaðarmenntunin verður að fá hljómgrunn hjá
bændum. Bóndinn verður að finna, að hann eigi er-
indi við okkur. Milli starfsmanna skólanna og
bænda þarf að skapast gagnkvæmur umræðugrund-
völlur. Ég tel, að skólarnir geti auðgað umræðu á
flestum sviðum búskapar með auknum tengslum
við bændur. Þvi er nauðsynlegt að efla tengsl
búnaðarmenntunarinnar við atvinnuveginn og taka
þetta verkefni ákveðnari tökum i framtiðinni en
hingað til. En hver verður framtiðin?”
Magnús skólastjóri vék þessu næst að þvi, að
landbúnaðurinn ætti við mörg vandamál að etja um
þessar mundir. Hinn einstaki bóndi horfir fram á
ótrygga framtið. Talað er um, að bændum eigi að
fækka og framleiðslan eigi að dragast saman.
Magnús sagði siðan:
,,í dag heyr landbúnaðurinn varnarbaráttu.
Þeirri vörn þarf að snúa i sókn. Hinni rakalausu
málsmeðferð, sem einkennt hefur umræður um
landbúnaðarmál, verður að linna. Það verður að
skapa skilning á þvi hvaðan hin eiginlegu verðmæti
koma, sem skapa lifskjör okkar, að það er hafið og
landið og auðlindirnar sem öll velferð okkar byggir
á.
Hér er hlutverk skólanna auðsætt. A hverju ári
kemur hópur ungmenna til náms, sem að þvi loknu
dreifast um landsbyggðina. Sem betur fer eigum
við búfræðinga i flestum starfsgreinum og stéttum.
Risi skólarnir undir merki eignast landbúnaðurinn
þar með málsvara, sem af nokkurri þekkingu geta
rætt um vandamál hans og haft áhrif á þá umræðu,
sem fram fer um málefni landbúnaðarins.”
Þá rakti Magnús skólastjóri, hvernig öflug bún-
aðarmenntun væri ein af forsendunum fyrir þvi, að
aðlögun að breyttum búnaðarháttum verði árang-
ursrik. En að fleiru bæri að hyggja en fjármálahlið-
inni einni. Magnús sagði:
„Þróun okkar þjóðfélags virðist smám saman
færast yfir á það stig, að réttur hins sterka fái að
njóta sin óhindrað. Það hefur verið aðalsmerki
sveitanna, að virða rétt litilmagnans, skapa samfé-
lag þar sem samvinna og samhjálp hefur skapað
framfarir hjá einstaklingum og heildum.
Bændasamtökin verða að viðhalda og efla samtök
sin. Það verður áfram að vera aðalsmerki dreifbýl-
isins og sveitanna, forðast ber umræður um það
hver sé smár og hver stór, hver sé þarfur og hver
óþarfur. Samhjálparvitundin verður að halda
áfram að blómgast.
Hér hafa skólarnir einnig hlutverki að gegna. Þvi
er haldið fram, að skóli eigi að vera hlutlaus upp-
fræðslustofnun. En getur hann i rauninni uppfrætt
án þess að taka afstöðu. Það er mér mjög til efs. Ég
álit skólann eiga að vera málsvara þeirrar starfs-
greinar, sem hann starfar fyrir og þar með þátttak-
andi i baráttu hennar fyrir rétti sinum og málstað’.’
Aukin tengsli milli búnaðarskólanna annars veg-
ar og bænda og samtaka þeirra hins vegar, eins og
Magnús B. Jónsson ræðir um, myndi vafalitið geta
orðið landbúnaðinum góður styrkur og auka gildi
búnaðarskólanna. Þ.Þ.
Erlent yfirlit
Hershöfðingjar yfir-
heyrðir um Salt - 2
Óráðið enn hvað öldungadeildin gerir
Vance og Brown
SÍÐASTLIÐINN mánudag hóf
utanrlkismálanefnd öldunga-
deildar Bandarikjaþings að
ræða um Salt-2-samninginn,
sem Carter forseti hefur lagt
fyrir deildina til samþykktar
eða synjunar. Fyrst um sinn
mun nefndin eingöngu kveðja
menn, sem þykja sérfróðir um
þessi mál, á fund sinn og fá um-
sögn þeirra og svör við spurn-
ingum, sem nefndarmenn vilja
leggja fyrir þá.
Þessar yfirheyrslur, en ekki
er úr vegi að nota það nafn i
þessu sambandi, hófust á mánu-
daginn var og uröu þeir Brown
varnarmálaráöherra og Vance
utanrikisráðherra þáfyrir svör-
um. öþarfter að taka fram, að
Brown og Vance mæltu eindreg-
ið með þvi, að öldungadeildin
staðfesti samninginn.
A miðvikudaginn mættu svo
allir æðstu menn Bandarikja-
hers, eða formaöur herráðsins
David C. Jones hershöfðingi,
yfirmaður landhersins Edward
C. Meyer hershöfðingi, yfir-
maður sjóhersins Thomas B.
Hayward flotaforingi, yfirmaö-
ur flughersins Lew C. Allen
hershöfðingi og yfirmaður land-
göngusveitanna Robert H.
Barrow hershöfðingi. Allir
mæltu þeir með þvi, aö deildin
samþykkti samninginn, en
gerðu það þó með gætni og
fyrirvörum, enda mun ekki hafa
þótt hlýða, að þeir tækju ein-
dregnari afstöðu, sökum þess
klofnings, sem er i deildinni.
REIKNAÐ er með þvi, aö
þessar yfirheyrslur standi I
a.m.k. fjórar vikur og jafnvel
lengur. Þá mun varnarmála-
nefnd deildarinnar einnig taka
samninginn til meðferðar og
kveðja menn á fund sinn til um
sagnar um samninginn. Liklegt
þykir aö þeim yfirheyrslum
verði ekki lokið fyrr en i byrjun
september. Samningurinn kem-
ur þvi vart til meðferðar í deild-
inni sjálfri fyrr en I fyrsta lagi I
október eða nóvember, en eftir
að þessum yfirheyrslum lýkur,
eiga néfndarmenn eftir að ræða
máliö i sinn hóp og ganga frá
nefndarálitum, sem geta orðið
fleiri en tvö. Eins og máliö horf-
ir við nú, virðist tæpur meiri-
hluti deildarmanna vera fylgj-
andi samningnum, en það nægir
ekki, þvi að tveir þriðju hlutar
deildarinnar þurfa að sam-
þykkja hann. Samningurinn
fellur ef þriðjungur deildar-
manna greiðir atkvæði gegn
honum. Þegar er vitað um 20-30
öldungadeildarmenn, sem eru
alfarið á móti samningnum,
nema breytingar vérði geröar á
honum. Loks er svo allstór hóp-
ur, sem ekki hefur enn tekið
endanlega afstöðu. Alls eiga 100
fulltrúar sæti I öldungadeild-
inni.
Margir þeirra, sem eru
óákveðnir viröast geta hallazt
að þeirri lausn að gera tillögur
um breytingar á samningnum
og samþykkja hann þannig
breyttan. Ráöamenn Sovétrlkj-
anna hafa lýst yfir þvi, að það
jafngildi sama og fella hann.
Þeir þingmenn, sem tala um
breytingar á samningnum,
virðast enn litt sammála um,
hverjar þæreigi aö vera. Sumir
viljá hafa breytingarnar sem
minnstar, svo aö erfitt verði
fyrirRússaað hafna þeim. Aörir
viljagera meiriháttar breyting-
ar og láta þá kylfu ráða kasti,
hvort Rússar samþykkja þær
eða ekki. Meðal þeirra virðist
HowardBaker, leiðtogi republi-
kana I deildinni. Baker virðist
ætla að nota sér þessa aðferö
til að styrkja sig I fram-
boðsbaráttunni, en hann keppir
við þá Reagan og Connally um
að verða forsetaefni republik-
ana, en þeir eru báðir á móti
Salt-2 samningnum.
Sú hugmynd hefur komið
fram, að deildin geri ekki
breytingartillögur við samning-
inn, en láti koma fram i eins
konar bókun, hvernig hún skilji
hann. Sennilega myndu Rússar
láta þetta gott heita.
Á UMRÆÐUM, sem hafa far-
ið fram um Salt-2 utan Banda-
rikjanna, er augljóst, að það
yrði mikið áfall fyrir álit
Bandarikjanna, ef minnihluti i
öldungadeildinni yrði til þess að
fella samninginn. Tiltrú til
Bandarikjastjórnar myndi
minnka, ef hún gerði samning,
sem slðan yrði felldur á þennan
hátt. Afvopnunarviðræður væru
þá komnar á nýtt stig, þar sem
þær myndu verða miklu við-
kvæmari og vandasamari en
áður. Vonir Evrópumanna um
Salt-3 og samdrátt herafla I
Mið-Evrópu yrðu þá að engu um
ótiltekinn tima. Allt bendir tíl,
að vigbúnaöarkapphlaupið
myndi magnast. Þeir stjórn-
málamenn, sem yrðu valdir að
sliku, tækju á sig þunga ábyrgö.
Þ.Þ.
Æðstu menn Bandarikjahers til yfirheyrslu hjá utanrikisnefndinni. Talið frá vinstri: Meyer, Hayward,
Jones, Allen og Barrow