Tíminn - 17.07.1979, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.07.1979, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 17. júll 1979. 9 Leiðir smátt um hálendið greiðast og smátt Jeppafæri yfir Sprengisand AM — í gær áttum við samband við vegaeftiriit og spurðum þá Sigurð Helgason og Sigurð Hauksson, vegaeftirlitsmenn um ástand þjóðvega og fjallvega, en I viðtaii hér f blaðinu á föstudag við formann ferðamáiaráðs kom fram að ferðir um hálendiðhafa að mcs^i legið niðri f sumar vegna Þeir sögðu okkur að Kjalvegur væri nú þokkalega fær að sunnan- verðu fyrir jeppa, og að búið væri að hefla hann inn i Kerlingarfjöll og á Hveravelli. Ofært væri hins vegar nyrst á Auðkúluheiði vegna aurbleytu og hafa jeppar staðiö þar fastir. Jeppafært er nú um Sprengi- sand og lokið er við að hefla hann inn I Nýjadal að sunnan. Leiðin I Veiöivötn og Landmannalaugar er nú fær frá Sigöldu. Fært er i Eldgjá frá Skaftártungu. Búist er við að Fjallabaksleiö nyrðri opnist eftir helgi, en athug- að verður hvort takast má að opna Fjallabaksleið syðri eftir helgi. Eftir helgi mun svo Kaldi-' dalur verða opnaður. Laxárdalsheiði er nú fær öllum bilum en Tröllatunguheiði er að- eins fær jeppum, svo og Þverár- fjall. A Norð-Austurlandi er fært um Hólssand, en Axarfjarðarheiöi er jeppafær, sem og Hellisheiði eystri. Þegar við ræddum við þá nafna, bárust þeim þau tiðindi, sem rétt er að ljúka þessum pistli meö, að leiðin inn I Herðubreiðar- lindir og Oskju væri nú orðin vel fær, svo og leiðin inn i Kverkfjöll. Fyrirlestur fyrir aöstand- endur drykkjusjúkra Systir Christine mun haida al- mennan fyrirlestur á miðviku- dagskvöldið 18. júli i Kristaisal Hótels Loftleiða um efnið: „Að öðlast, með biðlund en fyrir- höfn”. Fyrirlesturinn hefst klukkan 20 og er öllum heimill aðgangur. A þriðjudagskvöld 17. júli mun systir Christine einnig halda fyrirlestur á sama stað og á sama tima fyrir Al-Anon, aðstandendur drykkjusjúkra. Systir Christine starfaði lengi á endurhæfingarheimilinu Veritas Villa i Bandarikjunum þar sem fjölmargir islenskir alkoholistar hafa fengið hjálp. Fem Árhundreder i Dansk Videnskab t tilefni af 500 ára afmæli Kaupmannahafnarháskóla hefur And- ers Nyborg a.s. fengið listamanninn Harald Salomon til þess að vinna fagurt og sérstætt sett minnispeninga, 10 talsins, sem hver um sig ber mynd heimsfrægra Dana, frá Tycho Brahe til Niels Bohr. Eru myndir þeirra greyptar á tiu ferhyrndar plötur, sem likt og „púsluspil”, mynda saman mynd af forhlið háskólabyggingar- innar. Hófst útgáfan i mai sl. og kemur einn peningur út á mánuði. Upplagið er 2500 eintök. Pétur Pétursson: Gerræði ferðamáia Yfirklór Sveins Sæmundsson- ar við skrifum minum og full- yrðingum hans, vegna fram- komu starfsmanns Flugleiða í Glasgow eru furðulegar, þar sem Sveinn var alls ekki áheyr- andi þess sem fram fór. Sveinn Sæmundsson segir, að óráðlegt sé aö fara utan án þess að eiga bókaðaferð heim, — það má með sanni segja. En þegar ég og samferðafólk mitt keypti farseðlana var okkur tjáö af feröaskrifstofunni, að það yrðu engin vandkvæði á að komast heim á umræddum tima. Sama svar fengu farþegar, sem höfðu keypt farseöla hjá ferðaskrif- stofu sem Flugleiðir eru eigend- ur að. Augljóst er, að Flugleiöir og feröaskrifstofur hika ekki við að selja ferðir til útlanda á fölskum forsendum vegna heimferðar slöar. Þó vill nú svo vel til að allar ferðaskrifstofur á tslandi eru ekki af þessu sama sauöahúsi. Ef vitnað er i orö Sveins Sæmundssonar þá segir hann: „1 hæsta máta getur ver- ið um nokkurra klukkustunda bið að ræða”. Ég get vel trúað þvi að hann þurfi aldrei aö blöa lengur, en f umræddu tilviki lá ljóst fyrir, að um nær hálfan mánuðværiaðræða, ótrúlegten satt. Hér á eftir fer frásögn af slð asta deginum, 2. júli I Glasgow. Farþegum stefnt út á flugvöll kl. 10.00 árdegis, kemur þá I ljós, aðviðerum ekkiá farþega- lista, san kom um morguninn frá Islandi, þrátt fyrir að við værum sett á uppfærslu biðlista fyrir þá rúmum 3 vikum siöan. Afgreiðslumaöurinn I Glasgow sagöi, að biðlistar frá tslandi kæmu sér ekkert við, hann semdi sjálfursina biðlista. Enn- fremur segir hann, aö ekki sé öruggt aö við komumst heim fyrr en 12. júll. Við bendum honum á, að viö séum á farseðli sem gildi I 1 mánuö og renni hann út 10. júlí og spyrjum um leið hvort við fá- um farseðlana þá framlengda um 2 daga. Utilokað segir hann, það þekkist ekki, þá kemur til aukagreiðsla. Afgreiðslumaðurinn tjáði okkur það, að við gætum komist heim I gegnum London þann 6. júll, en þó með því að greiða kr. 92.000.00 fyrir hjón. Nú þarf af greiöslumaöurinn að fara frá og býður okkur að koma aftur kl. 12.50. Þá haföi verðið hækkað upp i kr. 157.000.00 fyrir hjón aö fljúga I gegnum London. Þá bentum við honum á, að við gæt- um tekið áætlunarbil til London fyrir 9 pund pr. mann og væri þaö ólikt hagstæðara. Þá var þaö ekki hægt, ekki mátti sllta flugkeðjuna i sundur. Við yrðum að fljúga frá Glasgow til Lond- on. Nú segi ég afgreiðslumann- inum, aö sumir farþegarnir séu aðhugsa um að panta leiguflug- vélaöheiman.l þessu lendir vél frá Kaupmannahöfn og eftir eölilega afgreiðslu eru 7 „Stand by” farþegar boðaöir út I flug- vélina, 3 reknir til baka. Er kontrólið i lagi? Nú vitnast það að tvær leiguflugvélar séu lagð- ar afstaðfrátslandi til Glasgow og Flugleiðum hafi veriö til- kynnt um þaö á tslandi áður en þær fóru af stað. Nú allt i einu gerist af- greiöslumaðurinn rausnarleg- ur, nú er allt hægt að gera til þess að bjarga farseðlunum, þannig aö þeir gildi frá London á morgun 3. júll 1979, og við megum fara á hvaða máta sem er frá Glasgow til London, nú megum við slita umrædda flug- keöju. Sveinn Sæmundsson hefur áð- ur lýst þvi hvernig Flugleiðir brugðust við, en bara of seint. Þaö er vægast sagt dónaskapur hjá Sveini Sæmundssyni, aö bera á borð fyrir lesendur dag- blaðanna, og jafnframt við- skiptavini Flugleiða, að Flug- leiðir hafi gert þaö sem I beirra valdi stóðí þessumálefni f tíma. Þetta sem að framan er sagt er saga okkar, HÚN ER SÖNN. Ég vil benda fólki á að vera á varöbergi fyrir farseðlum, sem ekki eru bókaðir, — heimferöin gæti dregist á langinn þrátt fyrir loforð og fullyrðingar þeirra, sem sjáum feröamál frá og til landsins. PéturPétursson. Verð kr. 98.980 Sendum um allt land Fæst hjá umboðsmönnum Útvarp+segulband Rafmagn rafhlöður 2 hátalarar 29800 IN Skiphotti 19 7 CEC-550

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.