Tíminn - 28.09.1979, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.09.1979, Blaðsíða 5
Föstudagur 28. september 1979 5 Wimtm Slökkviliðsstjórinn i Reykjavik: dtrúlega lág bruna- tjón í Reykjavik • löghlýðni borgaranna að þakka fyrst og fremst HEI — ,,Þaö eru auBvitaö ýms- ar sfcýringar á þessu. Fyrst vil ég þó nefna, aö hér eru ákaflega góöir og löghlýönir borgarar, sem vilja færa sér f nyt þá fræöslu sem viö berum á borö fyrir þá, sem greinilega hefur aö mfnum dómi haft úrslitaþýö- ingu nú sföasta áratug”. Þetta m.a. var svar Rúnars Bjarnasonar, slökkviliösstjóra, þegar Timinn ræddi viö hann um athyglisvert atriöi, sem fram kom í bréfi frá honum til borgarráös nýlega. Þar segir „Brunatjón i Reykjavik hafa undanfarinn áratug veriö svo lág, aö þvi er vart trúaö, þegar frá þvi er sagt á erlendum ráö- stefnum, 5-10dollarar á mann á ári. Meöaltal I Bandarlkjunum er 30 dollarar á mann á ári og I Noregi og Sviþjóö 25-50 dollarar á mann á ári”. Rúnar var spuröur hvort hita- veitan f Reykjavik eigi ekki þarna stóran hlut aö máli. Þaö Rúnar Bjarnason sagöi hann ekki stórt atriöi og nefndi þvi til staöfestingar aö i Bandarikjunum er taliö aö aö- eins 2% eldsvoöa eigi upptök sin I kyndiklefa. Aftur á móti eigi 39% eldsvoöa upptök sin I stofu og 28% I svefnherbergi, en ekki nema 14% i eldhúsi. Þá nefndi Rúnar, aö hin háu brunatjón i Bandarikjunum stafi i vaxandi mæli af eldsvoöum sem veröa vegna glæpsamlegra og ónátt- úrulegra hvata, þ.e. bæöi aö menn eru aö veröa sér úti um tryggingabætur og einnig af hreinni skemmdarfýsn. Há brunatjón á Noröurlönd- unum stafa hinsvegar af þvi aö ekki er nægilega vel gengiö frá húsum meö tilliti til eldhættu og brunavarnareftirlit er ófull- nægjandi. Einnig gat Rúnar þess aö slökkviliö Reykjavikur sé mjög vel búiö, bæöi aö tækjum og mannafla, og standist fyllilega samanburö við slökkviliö álika bæja á Noröurlöndunum. Verslunarmannafélag Reykjavíkur Framboðsfrestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar- atkvæðagreiðslu i Verslunarmannafélagi Reykjavfkur, um kjör fulitrúa á 12. þing Landssambands islenskra verslunar- manna. Kjörnir verða 54 fulltrúar og jafmrtargir til vara. Listar þurfa að hafa borist kjörstjórn fyrir kl, 12, mánudaginn 1. október n.k. Kjörstjórn. Bang&Olufsen Beoysterm 2800 Verö 416.750.- greiöslukjör Verslidisérverslunmeó Jy , j LITASJÓNVÖRPog HUÓMTÆKI 29800 V^BÚÐIN Skipholti 19 XUNBC Síðasti innritunardagur er í dag Innritunarsímar 84750, kl. 10—7 53158 kl. 13—18 66469 kl. 13—18 Skírteinaafhending Reykjavík: Laugard. 29. sept. í INGÓLFSKAFFI kL 13-16 Aö Seljabraut 54 (KJÖT OG FISKUR) <l. 10-14 Mosfellssveit: Laugard. 29. sept. í HLÉGARÐI kl. 13-16 Kenndir verða: Barnadansar Táningadansar Samkvæmisdansar I Djassdansar Stepp Tjútt, rockog gömlu dansarnir Kennslustaðir: Reykjavík, Hafnarfirði, Mosfellssveit Akranesi. Hafnarfjörður: Sunnud. 30. sept í SJÁLFSTÆÐISHÚSINU kl. 13—16 GETUM TEKIÐ AÐ OKKUR KENNSLU UM ALLT LAND

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.