Tíminn - 28.09.1979, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.09.1979, Blaðsíða 7
Föstudagur 28. september 1979 7 SAMVINNUÞÆTTIR Hvalveiðar og Landbúnaður Hvalveiöivertiö er lokiö aö þessu sinni. Samtals veiddust 440 hvalir og mun þaö teljast ágætur fengur. Hlutur sjó- manna viö hvalveiöar er góöur og staöa þessarar greinar sjávarútvegs okkar fullkomlega viöunandi. Hvalveiöar hafa nú veriö stundaöar um 30 ára bil af fyrir- hyggju og hagsýni. Hvalveiöi- stööin i Hvalfiröi er vel rekiö fyrirtæki. Viöhald skipa er til fyrirmyndar og verksmiöjan fullnýtir hráefniö þannig, aö meginhluti þess fer beint eöa óbeint til neyslu i okkar hungraöa heimi. Hraöfrystihús i Hafnarfiröi er meö i fram- leiöslukeöjunni. Þaö eru þvi býsna margar hendur, sem njóta starfa við þessa atvinnu- grein bæöi á sjó og landi. Markaösverö á framleiöslu Hvalveiöifélagsins er sveiflu- kennt. Stundum hefir gengiö erfiölega aö láta enda mætast en félagiö hefir jafnan veriö sjálfbjarga á þann hátt sem eðlilegastur og æskilegastur er hverri atvinnugrein. Engar sér- stakar neyöarráðstafanir hefir þurft aö gera hvalveiðanna vegna. Heilmikið fjaðrafok Þaö hefir veriö all mikiö fjaörafok kringum hvalveiöar okkar á þessu sumri. útlendir „sjálfboöaliöar” hafa tekið aö sér aö kenna okkur „mannúðar- sjónarmiö” sem þeir telja aö ráöa eigi i öllum veiöiskap og þeir hyggjast taka okkur á kné sér og kenna okkur hvernig standa eigi aö’ friöunarmálum. Þetta fólk lokar augunum fyr- ir þvi, aö Islendingar hafa veriö I fararbroddi ræktunar og friðunar fiskistofna og fiski- miða. Þaö veit ekki eða vill ekki vita um friöun veiöisvæöa sem fyrst var gripiö til i andstööu viö sterka aöila. — Þaö strikar yfir friöunarbaráttu okkar og verndun sildar — flatfiskjar og þorsks meöal annars meö út- færslu landhelgi sem kostaöi okkur striö viö stórveldi. Þetta fólk hlustar ekki á upplýsingar Islenskra yfirvalda sem sýna, aö eölileg og vaxandi aögát hefir veriö viöhöfö um árabil viö hvalveiöar. Reglur til verndun- ar stofnsins hafa veriö I heiöri haföar og hefir þaö greinilega komiö fram á alþjóölegum hval- veiöiráöstefnum. Þetta fólk — sem hér er kallað GRÆNJAXLAR — viröist ekki varöa um staöreyndir. Þaö lifir i gerviveröld. A þaö bita engin rök og þaö heldur áfram leik- starfsemi sinni og viröist skemmta sér konunglega og þá bestþegar þaö er i sviösljósinu. Aróöurs og öfgamenn þessir reyna aö sveipa sig blæju hóg- væröar og kurteisi og hefir ef til vill tekist aö villa einhverjum sýn með þeim hætti. Þeir hafa þó á liönu sumri sýnt okkur sitt rétta andlit. Þeir höföu i hótun- um um aö efna til herferöar i Bandarikjunum gegn Islenskum freöfiski. Þeir telja sig geta grafiö undan markaöi okkar þar og eyöilagt áratuga starf okkar þar með áróöri sinna elskulegu stuöningsmanna. Aö visu er þaö svo, aö þeir sem best þekkja til hræöast ekki þessar hótanir, en glöggt er aö þetta öfgaliö svifst einskis. Ef viö ekki hlýtum boöi þess og banni hótar þaö aö skaöa sjávarútveg okkar svo sem þaö frekast má. Óviðfeldin hliðstæða Nýlega geröust þau undur, aö landbúnaöur okkar fékk áþekka kveðju. Nú voru þaö ekki út- lendingar sem aö baki hennar stóöu. Nú voru þaö ekki GRÆN- JAXLARNIR sem brugöu brandi sinum heldur var þaö varaformaöur Neytendasam- takanna sem I fararbroddi var. Séu ummæli hans rétt eftir höfö er aöferö grænjaxlanna aö vaxa fylgi. Sagt er aö mótmæli félagssamtaka neytenda gegn veröhækkunum búsafuröa mætti taka sem dulbúna hótun. Samtökin gætu gert gifurlegan usla I landbúnaöarmálum. Nú væri aöeins látiö skina I vig- tennurnar en komiö gæti til þess, aö gera alvöru úr hótun- um. Nú verður þvi ekki neitaö aö dýrtlöin i landinu er vandamál sem veldur áhyggjum. Þaö er hinsvegar eins og allstór hópur leggi sig fram um aö reyna aö skapa þaö almenningsálit, aö landbúnaöarvörur einar hækki. Þetta er auðvitað alrangt. Spyrjum húsmæöur hvort kókiö og fiskurinn hafi staöiö i staö og biöjum um vitnisburö þeirra um verölag fjölmargra innfluttra vörutegunda. Spyrj- um um hækkun á húsum og ibúöum sem kaupum og sölum ganga. Reynum aö fá vitneskju um hvort húsaleiga hafi ekki hækkaö hressilega aö undan- förnu. Þannig mætti lengi halda áfram aö spyrja. Dæmin um stórfeldar hækkanir liggja all- staðar fyrir hvort sem um er aö ræöa innfluttan varning eöa inn- lenda framleiöslu. Þaö mun hinsvegar lltt mögulegt aö finna þess dæmi, aö um verölækkanir sé að ræöa. Þaö virðist skoöun frammá- manna Neytendasamtakanna aö þau eigi aö takast á viö fram- leiöendur um verölagsmál. Þaö ergefiö til kynna aö vigtennurn- ar veröi ekki aöeins sýndar heldur jafnvel notabar til aö berja óþægu börnin til hlýöni og undirgefni. Þessi tónn minnir á grænjaxlana og þeirra mál- flutning. Spjótunum er beint aö landbúnaöinum og þeim sem . hann stunda. Þaö er talaö um aö neytendur og framleiöendur eigi aö takast á um verölags- mál. Þaö er nýstárleg kenning aö verömyndun eigi aö skapast meö átökum og illindum. Þaö hefir áöur veriö sagt, aö neytendasamtök þau, sem hér er vitnað til geti gengt þýöingarmiklu hlutverki við aö leiöbeina og upplýsa. Þau geta áreiöanlega vænst velvildar samvinnufélaganna og ýmissa almenningssamtaka ef þau vinna öfgalaust en ákveöiö aö verkefnum sinum á þessu sviði. Enda þótt afstaöa sú og um- mæli, sem hér hefir veriö vitnaö til, bendi til þess aö ofurkapp eöa annarleg sjónarmiö hafi blandast I leikinn og vinnubrögö grænjaxlanna máske truflaö forystu Neytendasamtakanna, ætti aö mega takast aö rétta áttavitann og halda markaða leið án hótana um striö og illindi aö fordæmi erlendra öfga- manna. Samvinnumaöur Hvalveiöar og landbúnaöur — skotmark öfgamanna. 1 EFLUM TÍMANN1 | Styrkið Tímann | Sjálfboðaliðar hringi i sima 86300 eða 86538, Siðumúla 15 Reykjavik, á venjulegum skrif- stofutima. • • • •• Þeim sem senda vilja framlög til blaðsins er bent á að gíró- seðlar fást i öllum pósthúsum, bönkum og sparisjóðum. Söfn- unarreikningurinn er hlaupa- reikningur nr. 1295 i Samvinnu- bankanum. Fyllið út þennan seðil og sendið til Tímans í pósthólf 370, Reykjavík ^ Ég undirritaður vil styrkja Tímann með því að greiða i aukaáskrift [ | heila Q] hálfa á mánuðl ( Nafn 1 Heimilicf ! Sími

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.