Tíminn - 28.09.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.09.1979, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 28. september 1979 Útgofandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfulltriii: Oddur ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs- ingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumiila 15 slmi 86300. — Kvöldsfmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 200.00. Askriftargjald kr. 4000 á mánuöi._____________Blaöaprent. Lítilmótlegar afneitanir Fátt er litilmótlegra en að vilja ekki kannast við verk sin. Það er þvi næstánryggilegt að fylgj- ast með vissum vinnubrögðum Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins um þessar mundir. Þau eru fólgin i þvi að reyna að kenna öðrum það sem þiessir flokkar bera ekki siður ábyrgð á sjálfir. Þannig bölsótast Alþýðublaðið og ýmsir þing- menn Alþýðuflokksins gegn sexmannanefndar- kerfinu svonefnda og reyna að eigna það Fram- sóknarflokknum, Sjálfstæðisflokknum og Al- þýðubandalaginu. Hið rétta er, að það var á sin- um tima samþykkt af öllum flokkum, Alþýðu- flokknum ekki siður en öðrum. Núgildandi lög um þetta kerfi eru frá 1966, þegar rikisstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks fór með völd. Allir þingmenn Alþýðu- flokksins lögðu blessun sina yfir þetta verð- lagningarkerfi þá og þvi var siðan fylgt af „við- reisnarstjórninni” allan valdatima hennar. Núverandiþingmenn Alþýðuflokksins kunna að segja að þeir beri ekki ábyrgð á verkum fyrir- rennara sinna. Það er rétt. En það eru ekki þing- menn Alþýðuflokksins frá 1966, sem bera ábyrgð á þvi, að þetta kerfi gilti við verðlagningu land- búnaðarvaranna i ár. Það gera þingmenn Al- þýðuflokksins, sem nú eiga sæti á þingi. 1 starfssamningi núverandi rikisstjómar er m.a. ákvæði um, að horfið skuli frá þessu kerfi, sem búið er að ganga sér til húðar og i staðinn tekrifr upp samningar milli rikisstjórnarinnar og bændasamtakanna. Steingrimur Hermannsson landbúnaðarráðherra flutti á siðasta þingi fmm- varp i samræmi við þetta. Hvers vegna náði það ekki fram að ganga? Ástæðan var sú, að allir þingmenn Alþýðuflokksins i neðri deild, nema einn, fengu taugaveiklunarkast og hlupu úr deild- irmi, ásamt flestum þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins. Þannig var deildin gerð óstarfhæf og fmmvarp Steingrlms Hermannssonar dagaði þvi uppi. Þetta er höfuðorsök þess, að fylgt var áfram sexmannanefndarkerfinu við verðlagn- ingu landbúnaðarvaranna i ár. Ábyrgðin hvilir fyrst og fremst á þingmönnum Alþýðuflokksins i neðri deild. Samt reyna þeir nú að kenna öðmm um að kerfinu var fylgt áfram. öllu litilmótlegri getur þessi framkoma ekki verið. En hlutur sumra Alþýðubandalagsmanna er sizt betri. Þeir samþykktu á siðasta þingi að tekin skyldi upp verðtrygging sparifjár. Þeir viður- kenndu þá, að tryggja bæri hlut sparif járeigenda ekki síður en annarra. Skuldakóngar ættu ekki að græða á kostnað þeirra. Þetta var rétt og karl- mannleg afstaða. Það var vitanlega strax ljóst, að verðtrygging- in myndiná til fleiri en skuldakónga, ef verðbólg- an ykist, m.a. ungra ibúðakaupenda. Þvi miður hefur raunin orðið sú, að verðbólgan hefur vaxið og verðtryggingin þvi orðið ýmsum öðrum en skuldakóngunum þungbær. 1 stað þess að kannast við verk sln og vinna að bótum á þvi, sem hér hef- ur farið miður, æpa nú sumir forystumenn Al- þýðubandalagsins: Þetta er ekki okkur að kenna. Framsóknarmenn og Alþýðuflokksmenn neyddu okkur til að samþykkja þetta. Þetta er sorglegt dæmi um ókarlmannleg og litilmótleg vinnubrögð. öll mannaverk geta mistekizt. En viðbrögðin eiga ekki að vera þau að afneita þeim, heldur vinna að endurbótum á þvi, sem miður hefur far- ið. Þ.Þ. Erlent yfirlit Hvaða rlki greiddu atkvæði með Pol Pot? Hjáseta eða fjarvist hefði verið eðlilegust ALLMIKLAR umræöur hafa oröiö um atkvæöagreiösluna á allsherjarþingi Sameinuöu þjóöanna, þegar samþykkt var aö rlkisstjórn Pols Pot skyldi áfram skipa sæti Kambodlu á þinginu. Þessi niöurstaöa hefur viöa sætt verulegri gagnrýni, þar sem hún brýtur gegn þeirri heföbundnu venju, aö Samein- uöu þjóöirnar viöurkenni þá rikisstjórn viökomandi lands, sem fer meö vald I landinu, án tillits til þess hvernig hún hefur komizt til valda. Fjölmargar ríkisstjórnir, sem brotizt hafa til valda meö byltingu og ólög- mætum aögeröum, hafa þvl hlotiö viöurkenningu Samein- uöu þjóöanna þegjandi og hljóöalaust. Yyfirleitt hefur ekkert tillit veriö tekiö til þess, hvort um- ræddar stjórnir hafa komizt til valda meö erlendri aöstoö eöa ekki, en rlkin, sem greiddu at- kvæöi meö áframhaldandi setu stjórnar Pols Pot á allsherjar- þinginu, færöu þaö helzt afstööu sinni til afsökunar, aö hún heföi hrakizt frá völdum vegna er- lendrar Ihlutunar. Sama gildir llka um stjórnir Amins I Uganda og Bokassa I Miö-Afrlku, en þær hafa samkvæmt venju veriö sviptar réttinum til aö fara meö umboö á allsherjarþinginu. Aöeins eitt dæmi mun vera hliöstætt þvi, sem geröist viö þessa atkvæöagreiöslu, en þaö var þegar stjórn kinverska al- þýöulýöveldisins var hvaö eftir annaö synjaö um aö fara meö umboö Kina hjá Sameinuöu þjóöunum löngu eftir aö hún réöi Kinaveldi. Þar réöi mestu öflugur áróöur Bandarlkjanna. A sama hátt mun áróöur Klna og Bandarikjanna hafa ráöiö niöurstööum umræddrar at- kvæöagreiöslu. TIL fróöleiks þykir rétt aö skýra frá þvl, hvernig atkvæöi féllu viö áöurnefnda atkvæöa- greiöslu. Já sögöu eftirtalin rlki, 71 talsins (nöfn þeirra eru hér öll á ensku): Argentína, Australia, Bahamas, Bangladesh, Barba- dos, Belgium, Bhutan, Bolivia, Burma, Cambodia, Canada, Chad, Chile, China, Colombia, Comoros, Costa Rica, Den- mark, Dijbouti, Ecuador, Egypt, E1 Salvador, Fiji, Gabon, Gambia, Germany- West, Greece, Guatamala, Haiti, Honduras, Iceland, Indo- nesia, Italy, Japan, Kenya, Van Lav, aöalfulltnii Vletnam á ánægöur. Lesotho, Liberia, Luxembourg, Malaysia, Maldives, Mauri- tania, Mauritius, Morocco, Nepal, New Zealand, Niger, Nigeria, Norway, Oman, Paki- stan, Papua, New Guinea, Paraguay, Philippines, Portu- gal, Rumania, Samoa, Saudi Arabia, Senegal, Singapore, Somalia, Sri Lanka, Sudan, Swaziland, Thailand, Togo, United Kingdom, United States, Upper Volta, Uruguay, Yogo- slavia, Zaire. Eftirtalin rlki (35 talsins) sögöu nei viö atkvæöagreiösl- una: Afghanistan, Albania, Al- geria, Benin, Bulgaria, Byelorussia, Cape Verde, Congo, Cuba, Czechoslovakia, Democratic Yemen, Ethiopia, Germany-East, Grenada, Guinea, Guinea-Bissau, Guy- ana, Hungary, India, Jamaica, Laos, Libya, Madagascar, Mongolia, Mozambique, Nicaragua, Panama, Poland, Sao Tomé and Principe, Seychelles, Sierra Leone, Soviet Union, Syria, Ukraine, Viet- nam. Eftirtalin rlki (34 talsins) sátu hjá viö atkvæöagreiösluna: Ieng Sary, utanrikisráöherra stjórnar Pols Pot var mættur vlð at- kvæöagreiösluna og fagnaöi úrslitum. allsherjarþinginu, var ekki eins Austria, Bahrain, Botswana, Burundi, Cameroon, Cyprus, Dominican lepublic, Finland, France, Ghana, Iran, Ireland, Ivory Coast, Jordan, Kuwait, Lebanon, Malawi, Mali, Mexi- co, Netherlands, Peru, Qatar, Rwanda, Spain, Suriname, Sweden, Tanzania, Trinidad and Tobago, Tunisia, Uganda, United Arab Emirates, Vene- zuela, Yemen, Zambia. Loks voru fulltrúar eftirtal- inna rikja (12 talsins) fjarver- andi viö atkvæöagreiösluna. Angola, Brazil, Central Afri- can Republic, Dominica, Equatorial Guinea, Iraq, Israel, Malta, Saint Lucia, Solomon Is- lands, South Africa, Turkey. SAMKVÆMT framangreindu er ljóst, aö meirihluti ríkja, sem eiga aöild aö Sameinuöu þjóöunum, hafa ýmist greitt at- kvæöi á móti, setiö hjá eöa veriö fjarverandi. Fulltrúi Indverja flutti þá málamiölunartillögu, aö hvorug rlkisstjórnin, sem gerir tilkall til yfirráöa i Kambodlu, skyldi skipa sætiö hjá Sameinuöu þjóö- unum aö sinni. Tillaga þessi mun hafa veriö flutt sem breytingatillaga, en hún var úr- skuröuö sem sérstök tillaga og kom þvl ekki til atkvæöa eftir aö búiö var aö samþykkja aö stjórn Pols Pot héldi sætinu. Margt bendir til, aö flest rlk- in, sem sátu hjá og raunar fleiri, heföu fylgt tillögu Indlands, ef hún heföi komiö til atkvæöa. Þetta kom m.a. fram hjá full- trúa Svía, þegar hann geröi grein fyrir hjásetu sinni. Hann komst svo aö oröi, aö eins og á stæöi væri engin stjórn I Kambodiu I þeirri stööu, aö hún gæti talizt fulltrúi landsins. Flest bendir til, aö þetta sé rétt afstaöa og hjáseta eöa fjarvera heföi þvl veriö eölileg afstaöa þeirra rlkja, sem hvorki vildu dragast I dilk meö Klna og Bandarlkjunum eöa Sovét- rikjunum og Vletnam. Jafn- framt töldu mörg þessara rlkja, m.a. Svlþjóö, aö auöveldara væri aö veita hungruöu fólki I Kambodlu hjálp meö þvl aö geta haft samband viö báöar stjórn- irnar þar en ekki aöeins aöra þeirra. Sérstaka athygli vakti, aö Rúmenía og Júgóslavla stóöu meö Pol Pot, þrátt fyrir and- stööu annarra kommúnista- rikja. Sennilegt er, aö Sovétrik- in líti þetta alvarlegum augum, ekki sizt afstööu Rúmenlu. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.