Tíminn - 14.11.1979, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.11.1979, Blaðsíða 3
Mibvikudagur 14. nóvember 1979 3 Christian Roger CRJÓTAÞORP Grjóta- þorpið í París FRI — Ljósmyndarinn Christ- ian Roger sýnir um þessar mundir verk sitt „Grjóta- þorp” i Centre International de Séjour i Parls. Roger er rúmlega þrltugur Normanni sem bjó I Grjótaþorpinu I 2-3 ár, nánar tiltekiö I AOalstreti 12, þangaö til aö þaö brann aö- faranótt 1. janúar 1977. Eftir brunann ákvaö hann aö festa húsin og fólkiö i hverf- inu á filmu og tók ótal myndir, inni sem úti, af þessum timb- urhúsum sem svo margar hættur vofa yfir. A sýningunni I Parls eru þær myndir, sem Roger hefur val- iö úr ljósmyndabók, sem hann er aö gera um Grjótaþorpiö. Bók þessi kemur út I Frakk- landi á næstunni meö stuttum formála bæöi á islensku og frönsku. Sýningunni lýkur 30. nóv. MUdll áhugí á íslenskri framleiðslu á Fish-Expo Atta Islenskfyrirtæki tóku þátt i sjávarútvegssýningunni Fish-Expo I Seattle i Bandarikj- unum24 —27 október. Þauvoru: Elektra hf., sem sýndi handfæra- vindur, J. Hinriksson hf., sem sýndi blakkir og toghlera, Vél- smiöjan Oddi hf., sem sýndi bobbinga, Plasteinangrun hf., sem sýndi netahringi og flot, Stál- vinnslan hf., sem sýndi sildar- flokkunarvél, Traust hf., sem sýndi m.a. loönuhrognaskiljur, Véltak hf., sem sýndi neta- hristara og Vélsmiöjan Völundur hf., sem sýndi rafeindastýröa fiskiflokkunarvél. Var hér um aö ræða fjölmennustu sýningarþátt- töku frá Islandi á sjávarútvegs- sýningu til þessa. Eftir aö fiskveiöilögsagan var færö út I 200 milur viö Bandarikin og eftir að Rússar og Japanir hurfu af miöunum, hafa opnast miklir möguleikar fyrir auknar fiskveiðar heimamanna, sérstak- lega i Alaska. Spáö er örri þróun I uppbyggingu fiskveiöa og fisk- iönaöar á þessu svæöi næstu ár, en litil skip og litil afkastageta 1 fiskvinnslunni eru þeir þættir sem máliö strandar á i dag. Geysilegur áhugi er á þessum málum, og þvi er spáö aö þarna sé aö opnast einn stærsti markaö- ur fyrir vélar og tæki fyrir sjávarútveg sem um getur næstu ár. Aösókn aö sýningunni var mjög góö og fengu islensku fyrirtækin mjög mikinn fjölda fyrirspurna. Einnig var um beinar sölur aö ræöa. Næstu vikur og mánuöir munu leiöa i ljós endanlegan á- rangur, en á þessu stigi eru þátt- takendur á sýningunni mjög á- nægöir meö þau sambönd, sem komust á viö hugsanlega kaup- endur. Þessi sambönd munu vafalaust tryggja þaö aö vélar og tæki til fiskveiöa og fiskvinnslu muni ná fótfestu á þessum mark- aöi. Aburðarverksmiðja rikisins fær aðeins 2/3 af orkuþörf: Orkuskortur hækk- ar áburðarverðið — og kostar aukna gjaldeyriseyðslu HEI — Forsvarsmenn Alversins hafa sem kunnugt er kvartaö yfir um 7% rafmagnsskömmtun. A sama tfma hefur Islensk stóriöja, þ.e. Aburöarverksmiöja rikisins oröiö aö sæta þvi siöan um miöjan september s.l., aö fá ekki nema um 2/3 af þvi rafmagni sem hún þarf (12 megavött af 18) til aö hægt sé aö vinna meö fullum af- köstum. Aö sögn Runólfs Þóröarsonar verksmiöustjóra hækkar þaö á- buröarveröiö, aö keyra verk- smiöjuna meö minnkuöum af- köstum (sem auövitaö hækkar siöan búvöruverö). Auk þess veröur vegna þessa, aö flytja inn töluvert magn af ammoniaki, sem er mun dýrara en þaö sem framleitt er i verksmiðjunni sjálfri jafnframt þvi aö þaö kost- ar erlendan gjaldeyri. 1 viötalinu viö Runólf kom fram, aö sótthefur veriö um leyfi til aö stækka og endumýja svo- kallaða sýruverksmiðju, sem framleiöir saltpéturssýru. Er þaö gert i tvennum tilgangi, bæöi til aö auka framleiösluna og einnig vegna umhverfismála. Meö endurnýjun gömlu verksmiöj- unnar yröikomiö i veg fyrrir gula reykinn, sem leggur frá verk- smiöjunni. Samkvæmt frumáætl- un er gert ráö fyrir aö eftir stækk- unina eigi framleiöslukostnaöur verksmiöjunnar aö geta orðiö um 5 til 10% lægri en ella, þar sem meö stækkun yröi verksmiöjan hagkvæmarii rekstri. Aukin inn- lend framleiösla mundi einnig spara hundruö milljóna i gjald- eyri. En til þessa hefur oröiö aö flytja inn um þriöjung alls tilbu- ins áburöar, eða um 20 — 25 þús. tonn árlega. Þetta stækkunarmál, sagöi Runólfur, stæöi nú þannig, aö fyrrverandi landbúnaöarráö- herra, Steingrimur Hermanns- son, heföi veitt leyfi til aö bjóöa verkið út. Tilboöin eru nú I athug- un og sótt veröur um formlegt leyfi til framkvæmda, eftir aö þau heföu veriö rannsökuö þannig aö hægt væri aö leggja fram á- reiðanlegan stofn- og reksturs- kostnaö. Aö sjálfsögöu byggjast þessar framkvæmdir á erlendu lánsfé, þannig aö ljóst er aö taisveröu geturráöiö um framhaldiö hvaöa stefnu næsta rikisstjórn og Alþingi mun hafa varöandi erlent lánsfé tilaröbærra framkvæmda. PJOÐVtUINN Fólk kann aö — meta störf Ragnars Arnalds Spyrjið bara Grindvik- inga. Viltumæta honum þessum? - Pétiar s jómaður með hnefana á krfti á f ramboðsfundi Þá er komiö I ljós hver er sterki maðurinn I Sjálfstæðisflokknum. Pétur sjóari hnyklar vöövana og steytir hnefana framan i karlana i gatnageröinni en þeir skelii- hlæja óttalausir. Hiö sama var ekki aö segja um forystu ihalds- ins þegar kraftakarlinn þandi br jóstkassann frammi fyrir þeim. Þeir Iétu deigan siga og renndu Pétri upp eftir framboös- listanum hvaö sem öilum próf- kjörum ieiö. Er nú vöövastærö oröið eitt helsta stjórnmálaafl Sjálfstæöisflokksins. Getur ihald- iö hrósaö happi á meöan lyftinga- kapparnir okkar fara ekki aö sækjast eftir framboöum. Björk, félag framsóknarkvenna á Suöurnesjum efndi til fundar I Framsóknarhúsinu f Keflavik sl. sunnudag, og voru þar mættir efstu menn B-listans og fluttu framsöguræöur og svöruöu fyrirspurnum fundarmanna. Mikiö fjölmenni var á fundinum og umræöur fjörugar til kvölds. Tóku margir til máls og rlkti mikill einhugur um aö tryggja kjör Suöurnesjamannsins Jóhanns Einvarössonar á þing. Kosningabaráttan stendur yfir af fullum krafti á Suðurnesjum og áhugi mikili, enda mál manna, aö sérlega vel hafi til tekist um val manna i efstu sæti B-listans. Eru nú landsins vænstu dilkar loksins fundnir? AM — Sifellt heyrist af f leiri góðbændum/ sem náð hafa riflegri meðalvigt dilka á haustinu/ þótt sumarið væri víðast óhag- stætt og hagi rýr. Á laugar- daginn sögðum við frá dilkum Magnúsar á Ytra- ósi á Ströndum/ en dilkar hans voru 17.35 kg. I gær hringdi til okkar Jón Guö- mundsson á Bæ i Reykhólasveit og sagöi aö hjá sláturhúsinu i Króksfjaröarnesi heföi meöalvigt oröiö hæst 17.86 kg. hjá Halldóri Halldórssyni á Kletti I Gufudals- sveit, sem slátraöi 146 lömbum. Má mikiö vera ef aörir bændur gera betur en þetta og væri gam- an aö heyra ef svo væri. 1 Króks- fjaröarnesi var slátrað 11920 kindum og er meöalvigtin 14.14 kg. Þaö skyldi þó ekki vera besta útkoman hjá sláturhúsi hérlendis i haust? Logið með línuritum Þaö mun hafa verið Bis- marck, sem komst þannig aö oröi, aö engar faisanir væru auöveldari en talnafalsanir. Bersýnilegt er, aö Morgunblaö- iö trúir þessu, þvi aö dag eftir dag aö undanförnu, hefur þaö birt falstölur um mikla kaup- máttarrýrnun hjá launafólki á þessu ári. Falsanir slnar hefur blaöiö reynt aö rökstyöja meö linuritum. Hiö rétta er, aö kaupmáttur kauptaxta mun vera mjög svip- aöur áriö 1979 og hann var 1978. Samkvæmt skýrslum Þjóöhags- stofnunar nam kaupmáttur kauptaxta áriö 1978 130 stigum, ef kaupmáttur kauptaxta áriö 1978 130 stigum, ef kaupmáttur kauptaxta áriö 1970 er merktur meö tölunni 100. Þjóöhags- stofnun hefur áætlaö, aö 1979 veröi kaupmáttur kauptaxta 128 stig, miöaö viö sama grundvöll. Hann er þvi mjög svipaöur 1978 og 1979. Þess ber svo aö gæta aö hér er ekki reiknað meö félagsmála- pakkanum svonefnda, en þar er um aö ræöa ýmsar félagslegar umbætur, sem launamenn fengu i staö niöurfellingar á til- teknum visitölubótum. Félags- málapakkinn hefur veriö talinn jafngilda 5% kauphækkun. Þegar þetta er tekiö meö i reikninginn hafa kjörin batnað hjá fjölmörgum launþegum á þessu ári, þrátt fyrir versnandi viöskiptakjör af völdum olíu- veröhækkananna. Þessum staöreyndum getur Mbl. ekki haggaö, þótt þaö reyni aö rökstyöja lygar sinar meö linuritum. Lögreglumaöur festir miöa viö bll eins syndaselsins. Timamynd Róbert. Lögreglan leiðbein- ir ökumönnum um slit á hjólbörðum — með þvl að festa miða við þá bila sem eitthvað er athugavert við FRI— „Viö höfum haft þessa miöa nokkur undanfarin ár" sagöi Óskar ólason yfirlögreglu þjónn I samtali viö Timann, „og einmitt um þetta leyti árs hvetj- um viö ökumenn til þess aö huga aö hjólaútbúnaði sinum. Menn eiga aö átta sig á þvl aö þarna erum viö aö benda mönn- um á aö hálkan og ófæröin séu komnar. A þessum miöa stendur: öku- maöur. Lögreglan vill benda yöur á, aö hjólbaröi sá á bifreiö yöar, sem samsvarar þeim sem vantar á mynd þessa, er mjög slitinn og þarfnast endurnýjunar. Góöir hjólbaröar þurfa aö vera undir bifreiöinni til þess aö koma I veg fyrir aö þér eöa aörir veröi fyrir tjóni. Vinsamlegast skiptiö um hjólbaröa sem fyrst — á morgun getur þaö veriö of seint. Lögregl- an i Reykjavik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.