Tíminn - 14.11.1979, Blaðsíða 14

Tíminn - 14.11.1979, Blaðsíða 14
w 14 Miðvikudagur 14. nóvember 1979 I BÓKAFREGNIR: Magnea J. Matthíasdóttir Göturæsis- kandídatar Ot er komin hjá Almenna bókafélaginu skáldsagan Götu- ræsiskandidatar eftir Magneu J. Matthlasdóttur. Þetta er önn- ur skáldsaga þess unga höf- undar — áður hafa komið út eft- ir Magneu ljóðabókin Kopar, 1976 og skáldsagan Hægara pælt en kýlt, 1978 Um Göturæsiskandidata segir svo aftan á bókarkápu. „Reykjavikursagan Götu- ræsiskandidatar hefði getað gerst fyrir 4-5 árum, gæti verið að gerast hér og nú. Hún segir frá ungri menntaskólastúlku sem hrekkur út af fyrirhugaöri llfsbraut og kemst I félagsskap göturæsiskandidatanna. Þar er að finna margs konar mann- gerðir og andstæöur — sumir eru barnslega saklausir og bllð- lyndir, aörir harðir og ofsa- fengnir. Og þeir eiga það allir sameiginlegt að vera lágt skrif- aðir I samfélaginu, og kaupa dýrt slnar ánægjustundir. Astrlður og afbrýöisemi verða umsvifamiklar systur komist þær um of til áhrifa. Hvað verður I sllkum félags- skap um unga stúlku frá „góðu” heimili, sem brotið hefur allar brýr að baki sér?” Göturæsiskandidatar er bæði gefin út I bandi og sem papplrs- kilja. Bókin er 170 bls. aö stærö og unnin I Prentverki Akraness. KRISTALS HELURINN Idxnn Kristals- hellirinn IÐUNN hefur gefið út skáld- söguna Kristalshellinn eftir breska höfundinn Mary Stew- art. Þetta er fjórða skáldsaga hennar sem út kemur á islensku. Hinar eru 1 skjóli næt- ur, örlagarikt sumar og Tvl- farinn. Þetta er stór rómantlsk saga, byggö á sögulegum minn- um. Hún skiptist i fimm megin- hluta eða „bækur”: DUfan, Fálkinn, Olfurinn, Rauði drek- innog Koma bjarnarins. Aftast er greinargerö höfundar þar sem lýst er efniviöi sögunnar. Alfheiður Kjartansdóttir þýddi Kristalshellinn. Bókin er 355 blaösiður. Prentsmiöjan Edda hf. prentaöi. Ást og hamingja Hörpuútgáfan á Akranesi sendir nú frá sér elleftu bókina eftir hinn vinsæla, danska höf- und Bodil Forsberg, sem löngu er kunnur af bókum sínum hér- lendis. Lóla Lander hafði oröið fyrir biturri llfsreynslui æsku,þegar karlmaður réöist á hana til þess að koma fram vilja sinum með ofbeldi. Hún endurlifði martröð- ina upp aftur og aftur. Upp frá þeirri stundu fylltist hún skelf- ingu ef karlmenn ætluðu að snerta hana. KERFIÐ INNHVERF IHUGUN TRANSCENDENTAL MEDITATION PROGRAMME í Reykjavík i kvöld kl. 20.30 að Hverfisgötu 18 (gegnt Þjóðleikhúsinu) í Keflavik i kvöld kl. 20.30 i Félagsheimilinu Vik íslenska íhugunarfélagið — Sími 1-66-62. Maharishi Mahesh Yogi MJOLKURFÉLAG REYKJAVIKUR Simi: 11125 koruw\lLi f(>(hiibloi/i//ii; Wí"" (H> FOÐ U R fóóriö sem bœndur treysta Kúaióður — Sauðfjárfóður Hænsnafóður — Ungafóður Svinafóður — Ilestafóður Fóðursait MJÓLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR LAUGARVEGI 164, REYKJAVfK SÍMI 11125 CÖN-MECS SERSTAKLEGA FRAMLEITT SPYRNU- EFNI TIL VIÐGERÐA OG ENDUR- BYGGINGA Á BELTUM VINNUVÉLA. SPARIÐ FÉ Laekkið viðhaldskostnað. Notið öruggar gæðavorur. Slmi 91-19460 % Dag nokkurn varð breyting á. Jan Ramm, 23ja ára há- skólanemi, hár og karlmannleg- ur kom til eyjunnar, þar sem hún bjó. Hann varð heillaður af fegurðLólu. Likami hennar bjó yfir æsandi kynþokka. En þegar hann ætlaöi að nálgast hana greip hún eldsnöggt til hnifsins og hrópaði tryllingslega: „Snertu mig ekki!” Og þá gerðist undrið. Martröðin hvarf skyndilega af Lólu. Ný tilfinning gagntók hana. Aður óþekkt sæla fyllti titrandi likama hennar og sál svimandi hamingju... Alveg óvænt kom annar mað- ur til eyjunnar. Hann vakti hjá henni ótta og óhugnaö. Skyndi- lega uppgötvaði hún hver hann var og í hvaða tilgangi hann var kominn. Martröðin hófst á ný... 1 þessari bók rekur Bodil Forsberg þræöi sem liggja um ótal krókastigu, þar sem glæsi- leiki og göfugmennska eiga I strlöi við morðingja og kynóöan ofbeldismann. Enn ein metsölu- bók þessa vinsæla höfundar. Skúli Jensson þýddi bókina, sem er 192 bls. Prentverk Akra- ness hf. annaöist prentun og bókband. Hilmar Þ. Helgason geröi káputeikningu. Árás í dögun Hjá Iðunni er út komin skáldsagan Arás I dögun eftír breska höfundinn Brian Calli- son. Þetta erþriðja strlössagan sem út kemur eftir hann á islensku. Hinar voru Hin feigu skip og Banvænn farmur. Arás i dögun lýsir strand- höggi breskra víkingasveita I norskum smábæ þar sem þýska hemámsliðiö hafði herskipa- lægi. Þótthér sé um skáldsögu aö ræða á hún sér allnákvæmar hliöstæðurí árásum bresku vlk- ingasveitanna á St. Nazaire.Lo- foten og Dieppe á styrjaldar- árunum. Arás I dögun er 254 blaðsiðna bók. Andrés Kristjánsson þýddi söguna Hún er prentuð af Prentrún sf. BRIAN CALLISON ÁRÁSÍÞÖGUN Óvænt öriög Hörpuútgáfaná Akranesi hef- ur sent frá sér nýja ástarsögu eftirdanskarithöfundinn Erling Poulsen, sem þekktur er hér á landi af bókunum „Hjarta mitt hrópar á þig”, „Ast I skugga óttans” og „Þaö ert þú sem ég elska”. „Danska skipið Elisa Torp varðfyrir tundurskeytiskammt frá Orkneyjum. Skipstjórinn, Holger Skotterup, og öll áhöfn skipsins fórst.” — Þegar Sonia van Hardenborg greifafrú las þessa frétt fékk hún taugaáfall. Skipstjórinn var faðir hennar. Hún fæddi stúlkubarn fyrir tim- ann I litílli fæöingarstofu I Kar- ild. Svo að segja samtlmis fæddi önnur kona stúlkubarn I sama herbergi. — Þaö sem gerðist á fæðingarstofunni þennan morg- un varð upphaf mikilla átaka og óvæntra örlaga. Hvers vegna voru Maria og Fleming, börn greifafrúar- innar.svonagjöróllk? Hvaða afl var það sem dró greifafrúna að ungu stúlkunni á upptökuheim- ilinu? Hvaö gat Betina lengi komist undan ásókn hins dular- fulla Kristins Kyle? Hver var hinn óttalegi leyndardómur, sem hindraði ást Betinu og Flemings? Lesendur munu sjálfir kom- ast að raun um að bókin er full af spennu og rómantik, eins og fyrri bækur þessa vinsæla höf- undar. Allar hafa þær fengið þá umsögn að vera ósviknar skemmtisögur og einna mest seldu ástarsögurnar á Islandi, eins og alls staðar þar sem þær eru gegnar út. Bókin er 180bls. Skúli Jensson þýddi. Káputeikning er eftir Hilmar Þ. Helgason. Fílaspor — Ný saga eftir Hammond Innes IÐUNN hefur gefið út nýja skáldsögu eftir hinn kunna breska sagnahöfund Hammond Innes og nefnist hún á Islensku FDaspor. Þetta er þrettánda bók höfundar sem út kemur I islenskri þýöingu, en Hammond Innes hefur unniö sér frægö og vinsældir fyrir spennandi sögur sem gerast á ýmsum heims- hornum. FOaspor gerast i Afrlku og er efni sögunnar kynnt svo á kápusiöu að hún fjalli „um örvæntingarfulla baráttu tveggja manna — gam- alla vina, gamalla óvina — I skugga nýafstaðinnar styrjald- ar tveggja Afrlkurikja. Annar keppirað þvlað vernda lif, hinn stefnir aö eyöingu lifs vegna igróðavonar einnar saman.” Sagan skiptist i fjóra aðal- hluta sem svo heita: Ráðstefn- an, Syðra Horrskaröiö, Siöasta athvarfið og Útvöröur norðurs- ins. — Alfheiöur Kjartansdóttir þýddi Filaspor. Bókin er 232 blaðsíður. Setberg prentaði. gHAMMOND INNES FILASPOSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.