Tíminn - 14.11.1979, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.11.1979, Blaðsíða 8
8 Miövikudagur 14. nóvember 1979 BOKAFREGNIR: Ip: Orrustan um Bretland (It er komin hjá Btíkaklilbbi Almenna bókafélagsins bókin Orrustan um Bretland eftir brezka sagnfræöinginn Leonard Mosley í þýöingu Jóhanns S. Hannessonar og Siguröar Jó- hannssonar. Þetta er þriöja bókin i ritsafni AB um siöari heimsstyrjöldina, en áöur eru Utkomnar isama flokki Aödrag- andi styrjaldar og Leifturstriö. Orrustan um Bretland fjallar i máli og myndum um fram- kvæmd áætlunar Hitlers um töku Bretlands, sem skyldi ger- ast meö ótakmörkuöum loft- hernaöi og siöan innrás skriö- dreka og fótgönguliös. Texti bókarinnar skiptist i sex kafla sem heita: Kreppir aö Bretlandi, Sigur- likurnar fyrirfram, Dagur arnarins, Arásin á Lundúnir, 1 deiglu loftárásanna, A Utgöngu- versinu. Myndaflokkar bókarinnar heita: Hitler nartar I Erma- sund, Komi þeir bara! Heljar- menniö Churchill, Stertimenniö Göring, Brottflutningur Ur borgum, Beöiö eftir Utkalli,Eld- ski'rn, Herhvöt á heimavfg- stöövunum, Vængstýföir ernir Þýzkalands. „Bókin er rituö af áhorfanda þessa tryllta leiks. Auk þess aö gefa glöggt yfirlit yfir gang styrjaldarinnar áriö 1940 sýnir bókin atburöina mjög oft frá sjónarmiöi þeirra sem stóöu í eldhriöinni á báöa bóga, her- manna og almennings,” segir 1 tílkynningu um bókina i Fretta- bréfi AB. Bókin er 208 bls. 1 stóru broti. Setningu og filmuvinnu hefur Prentstofa G. Benediktssonar annast. Bókin er prentuö i Toledo á Spáni. Borgf irsk blanda III HörpuUtgáfan á Akranesi hefursentfrá sér nýja blöndu af borgfisku efni; Eins og I fyrri bókunum er leitast viö aö hafa eftiiö sem fjölbreyttast. Þaö skiptást I þjóölifsþætti, persónu- þættit.d. er þáttur um Sigga ha sem þekktur var 1 Borgarfiröi, sagnþætti ýmiss konar, frá- sagnir af slysförum m.a. af slö- ustu ferö Bjarna Ólafssonar hins kunna aflamanns og sjó- sóknara, frásagnir af draumum ogdulrænum atburöum m.a. af dulrænni reynslu JUliusar Þóröarsonar á Akranesi, gamanmál t.d. sögur af Kristó- fer á HamriI Borgarhreppi, vis- ur Ólafs Kristjánssonar 1 Mýrarhúsum o.fl. Fjöldi mynda er i bókinni m.a. teikningar eftir sr. Jón M. Guöjónsson af af 32 sveitabæjum sunnan Skarös- heiöar. Bragi Þóröarson bókaútgef- andi á Akranesi hefur safnaö efninu I þessi þrjú bindi og sjálf- ur skráö hluta af þvi eftir frá- sögnum fólks ogsamtima heim- ildum. Meöal þeirra sem eiga efrii i þessu 3. bindi eru: Andrés Eyjólfsson 1 Siöumúla, Andrés Kristjánsson fyrrv. ritstj., Bjarni Asgeirsson fyrrv. alþm., Björn J. Blöndal rithöfundur, Björn Jakobsson ritstj. frá Varmalæk, Björn Guömundsson fyrrv. skólast j. NUpi, Guölaugur Jónsson fyrrv. lögregluþjónn, Herdis ólafsdóttir Akranesi, sr. Jón M. Guöjónsson Akranesi, Jón Jónsson frá Hofsstööum, Jón Sigurösson frá Haukagili, Július Þóröarson Akranesi, Kristin Vigfúsdóttir frá Gullberastööum, Magnús Fr. Jónsson rithöfundur, Siguröur Guömundsson frá Kolsstööum, Siguröur Jónsson frá Haukagili, Þóröur Kristleifsson frá Stóra-Kroppi, Þorsteinn Guömundsson frá Skálpastöö- um og Þorsteinn frá Hamri. Enda þótt Borgfirzk blanda sé aö efni til fyrst og fremst um borgfirskt efni á hún erindi til allra þeirra, sem unna þjóöleg- um fróöleik og frásögnum af skemmtilegu og sérkennilegu fólki. Borgfirsk blanda III er 240 bls. I stóru broti. Prentverk Akraness haf. annaöist prentun og bókband. Káputeikning er eftir Ragnar Lár. ÍSLENZK WOÐFRÆÐl Bjarní Vilhjálnisson Oskar Halltlóisson íslenskir málshættir Almenna bókafélagiö hefur sent frá sér Islenzka málshætti þeirra Bjarna Vilhjálmssonar og Óskars Halldórssonar I ann- arri Utgáfu aukinni. 1 kynningu á kápu bókarinnar segir á þessa leið: „islenzkir málshættir i samantekt þeirra Bjarna Vil- hjálmssonar og Óskars Hall- dórssonar kemur nU út i ann- arri Utgáfu og fylgir henni bókarauki meö fjölmörgum málsháttum sem útgefendur hafa safnaö siöan fyrsta útgáfa kom Ut áriö 1966. Þegar bókin kom fyrst Ut voru menn strax á einu máli um aö islenzkum málsháttum hafa aldrei veriö gerö viölika skil og 1 þessari bók, enda hefur hún notiö rót- gróinna vinsælda og veriö margri fjölskyldunni tímissandi uppsláttarrit og einnig veriö notuö I skólum. I Itarlegri inngangsritgerö, þar sem fjallaö er um feril og einkenni islenzkra málshátta kemst Bjarni Vilhjálmsson svo aö oröi um málshættina, aö þeim megi „likja viö gangsilf- ur, sem enginn veit hver hefur mótaö.” Þeir eru m.ö.o. höfundarlaus bókmenntaarf- leifö, eins konar aldaskuggsjá, sem speglar llfsreynslu kyn- sloöanna I hnitmiöuöu formi og einatt i skáldlegum og skemmtilegum llkingum. Islenzkir málshættir eru I þeim bókaflokki Almenna bókafélagsins sem nefnist Islenzk þjóöfræöi. Þessi bóka- flokkur tekur til hvers konar alþýölegra fræöa sém til þess eru fallin aö bregöa ljósi yfir lif horfinna kynslóöa, hugsunar- hátt þeirra og dagleg hugöar- efni I önnum og hvild. (Jt eru komnar i þessum bókaflokki auk Islenzkra málshátta bæk- urnar Kvæöi og dansleikir I-II, 1 útgáfu Jóns Samsonarsonar, Islenzk orötök I-II, eftir Halldór Halldórsson og Þjóösagnabókin I-III i útgáfu Siguröar Nordals. Hafa allar bækur þessa bóka- flokks veriö sérlega vinsælar og eftir þvisem þærseljast upp eru þær gefnar út I nýjum útgáf- um.” Þessi nýja útgáfa málshátt- annaer 427 bls. aö stærö. Þar af er viöaukinn 28 bls. Bókin er unnin i Prentsmiöju Jóns Helgasonar, Prentsmiöjunni Oddaog Sveinabókbandinu. Út- lit bókarinnar hefur annazt Haf- steinn Guömundsson. GUCMUNDURGH/ftAlhl Þeir vita það fyrir vestan Út er komin hjá Almenna bókafélaginu bókin Þeir vita þaö fyrir vestan eftir Guömund G. Hagalin. Meö þessu bindi hefur Hagalin lokiö 9 binda ævi- sögu sinni, þeirri lengstu og ein- hverri fjörlegustu sjálfsævi- sögu, sem komiö hefur Ut á Islandi. I káputexta bókarinnar segir: Þeir vita þaö fyrir vestan fjallar um þau 23 ár sem um- svifamest hafa orðið I ævi Guömundar G. Hagalins. Fyrst dvaldist hann 3 ár I Noregi, liföi þar fjölbreytilegu lifi og ferðaö- ist viösvegar um landiö til fyrir- lestrahalds. Siöan var hann blaöamaður viö Alþýöublaöiö tæp 2ár,unzhannfluttisttil Isa- fjaröar 1929 og þar tók hann rikulegan þátt i bæjarlifi og stjórnmálum þau 15 ár sem hann átti þar heima. Meginhluti bókarinnarer tsa- fjarðarárin. Isafjöröur var þá sterkt vigi Alþýöuflokksins og kallaöur „rauði bærinn”. Haga- linvar þar einn af framámönn- um flokksins ásamt Vilmundi Jónssyni, Finni Jónssyni, Hannibal Valdimarssyni o.fl. A þessum árum skrifaöi Hagalin auk þess ýmis af meiriháttar verkum sinum, svo sem Krist- rúnu i Hamravik, Sturhi i Vog- um, Virka daga og Sögu Eldeyj- ar-Hjalta. Bókin einkennist ööru fremur af lifsfjöri og kimni, og hvergi skortir á hreinskilni.” Þeir vita þaö fyrir vestan er 414 bls. Bókin er prenguð i Prentstofu G. Benediktssonar og bundin i Prentsmiöju Hafnarfjaröar. HAMNKsP. 50N K\^ÐAFYLGSNI IEUNN „Kvæðafylgsni”, — ný bók um skáld- skap eftir Jónas Á vegum IÐUNNAR er út komin bókin Kvæöafylgsni, um skáld- skap eftir Jónas Hallgrimsson. Höfundur er Hannes Pe'tursson skáld. I bókinni eru tekin til at- hugunar nokkur kvæöa Jónasar og skiptist hún i tólf þætti sem hver um sig er sjálfstæö athug- un á einstöku kvæði en kvæðin eru frá ýmsum skeiöum á skáldferli Jónasar svo aö bókin veitir eins konar þverskurð af skáldævi hans. Fyrsti þáttur fjallarum eitt æskuljóöa Jónas- ar, Galdraveiöina, en hinn siö- asti um Leiöarljóö til Jóns Sigurössonar sem taliö hefur verið siöasta kvæöi skáldsins. I inngangi kemst Hannes Péturs- son svo aö oröi: „1 þessari bók veröur...gripið niöur i ljóömælum Jónasar á fá- einum stöðum. Allir eru þeir staöir „fylgsni”, meö sinu móti hver. Þau veröa fyrir i ljóöum Jónasar mun viöar en menn gera sér yfirleitt i hugarlund. Hann kunni mætavel aö þræða launstigu máls...Ekki koma þó öll „fylgsni” i skáldskap Jónas- ar til af stilbrögðum ellegar feluleik innan um oröin, heldur ýmist vegna rangrar túlkunar eða vanskilnings seinni manna á sumum yrkisefnum hans, þótt orðub séu skýrt. Reynist oft 'nauösynlegt að draga saman töluverö fóng til aö sýna þetta. Einnig veröur þeim kvæöum, sem i hlut eiga, markaöur stað- urá ferli Jónasar, en saga hans þó ekki sögö umfram þaö sem hún tengist viöfangsef num bókarinnar.” Meöal kvæöa sem fjallaö er um i' bókinni eru Gunnarshólmi og Feröalok, en einnig eru tekin til athugunar ljóö sem fáir hafa gefið gaum, svo sem eitt þeirra kvæöa sem Jónas orti á dönsku. Kvæöafylgsni, um skáldskap eftir Jónas Hallgrimsson er 256 blaösiöna bók. Oddi prentaði. Hannes Pétursson Dæmisögur Esóps og 2 bækur um norræna og gríska goðafræði — frá Bókaforlaginu Sögu Bókaforlagiö Saga hefur sent frá sér bókina Dæmisögur Esóps I þýöingu Þorsteins frá Hamri. Dæmisögur Esóps eru meðal sigildra verka heimsbókmennt- anna, safn ævafornra sagna sem ef til vill hafa fylgt mann- kyninu I árþúsundir. Um upp- runa þeirra er litiö vitaö en þær eru kenndar viö Esóp nokkurn, þræl frá Samos, sem uppi var á 6. öld fyrir Krist. Er þetta i fyrsta sinn sem sögurnar koma út i myndskreyttri þýðingu, en þær hafa veriö ófáanlegar um nokkurt skeiö. Þá eru komnar út bækurnar Goö og garparúr norrænum sög- um eftir Brian Branston og Goö, menn og meinvættirúr griskum sögnum eftir Michael Gibson. Báðar eru þessar bækur þýddar og endursagðar af Sigurði A. Magnússyni. Bókin Goö og garpar fjallar um helstu þætti norrænnar goöafræöi og endursegir aö auki tvær frægar hetjusagnir. Bókin skýrir I ljósu máli og myndum heimsmynd norrænna manna i heiöni og þær hugmyndir sem þeir gerðu sér um sköpun ver- aldar, hlutverk og atferöi goö- anna, framtiöarhorfur goöa og manna o.s.frv. Goö, menn og meinvættir úr griskum sögnum er samansett af 27 sögnum úr hinu fjölskrúö- uga safni griskra goðsagna frá fornöld. Þar má finna sögur af mörgum guöum og gyðjum, köppum og óvættum ásamt sögum af einkennilegum svaðil- förum meö alls konar raunum og ævintýrum. Báöar eru bækurnar rikulega myndskreyttar og i þeim er aö finna tæmandi nafnaskrár, auk skýringa á helstu táknum i goö- sögnunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.