Tíminn - 14.11.1979, Blaðsíða 15

Tíminn - 14.11.1979, Blaðsíða 15
Mibvikudagur 14. nóvember 1979 15 Sjötug hjón Kristjana Jónsdóttir og Friðbert Pétursson Botni i Súgandafirði Nú á haustdögum þegar hinn ágæti vin- ur minn FriöbertPétursson, böndi i Botni i Súgandafiröi, fyllti sjöunda áratuginn, hinn 31. október og kona hans viku síöar, kemur margt i hugann frá liönum tima. Þær minningar sem tengdar eru viö Friö- bert og þau ágætu hjón eru allar ljúfar og á einn veg, enda maöurinn traustur, heill og sannur, drengur hinn bestí. Þéttur á velli og þéttur i lund, röskur og áræöinn hvort sem hann tekur til hendi viö bústörf eöa hann stendur i ræöustól og flytur mál sitt af einurö og festu. Hann útskrifaöist búfræöingur úr Hvanneyrarskóla 1931 og naut fræöslu og stórhugs Halldórs Vilhjálmssonar skóla- stjóra. Þaö var öllum gott veganesti. Ungur aöárum var Friöbertkallaöur til starfs f félagsmálum fyrir sveit sina, og áberandi maöur hefur hann veriö á sviöi landbúnaöarmáia fyrir héraö sitt um langan tima. Enn stendur Friöbert þar i fylkingar- brjósti. Hann er búinn aö vera formaöur Búnaöarfélags Súgfiröinga i rúm 30 ár, formaöur Sauöfjárræktarfélags Súg- firöinga i yfir 20 ár. Gjaldkeri Húsa- geröarsambandsinshérfrá stofnunþess, i stjórn Ræktunarfélags V-ls. frá 1947, i stjórn Kaupfélags Súgfiröinga um árabil, einnig var hann i hreppsnefnd nokkurn tima. Fulltrúi var hann á aöaifundum Búnaöarsambands Vestfjaröa og gjald- keri þess i 12 ár og hefur setiö á Búnaöar- þingi fyrir Vestfiröi i jafn mörg ár. For- maöur i Nautgriparæktunarfélagi Norö- ur-lsafjaröarsýslu og Súgandafjaröar frá stofnun þess og er enn. Þetta er löng upp- talning en þó ekki tæmandi. Nóg til þess aö sjá má aö ærinn starfa hefur hann haft fyrir utan búskapinn, sem hannhefur stundaö i 47 ár. 011 þessi störf eru unnin meö þeim ágætum aö á betra veröur ekki kosiö, nákvæmnin i bókhaldi er mér kunn af endurskoöun og rithönd hans er frábær. Oft vill þaö vera svo hjá mönnum, sem mikil umsvif hafa i félagsmálum, aö bú- störfin sitja á hakanum og ýmislegt fer þar úrskeiöis meö daglega hiröu og um- gengni. Brýnustu störfin eru aöeins unnin frá degi til dags. Þaö á ekki viö i Botni i Súgandafiröi. Þar er allt fágaö og prýtt utan dyra sem innan, alla daga og engu llkara en einn góöan veöurdag hafi öll hús dottiö þar af himnum ofan á iögrænt túniö fáguö og prýdd. Þar er gras upp aö veggj- um, engin svöö, engir óviökomandi hlutir i skjóli húsa, öllu sllku er sagt striö á hendur umsvifalaust, og fær aldrei aö nema þar land. Þaö mætti segja mér aö hans betri helmingur léti ekki á sér standa, ef slikur óvinaher sækti aö bónda hennar. Þetta má segja um öll störf Friöberts hvort sem þau eru unnin á búi hans eöa i félagsmál- um, þar er alltfágaö og prýtt, ekki blettur né hrukka. En Friöbert vinur minn hefur ekki staö- iöeinn i striti daganna. Hann giftist 1932 ágætri konu Kristjönu Jónsdóttur frá Suöureyri, sem staöiö hefur ótrauö viö hliö hans I bliöu og striöu utan húss og inn- an, i félagsmálastússi hans, auk þess sem hún hefir aliö honum fimm mannvænleg börn. Hún erkona áhugasöm ogdugmikil, sem hvarvetna vekur athygli, hefur sér- staklega létta lund, sem lýsir upp veginn framundan og gerir hann auöfarinn. Þegartalaöerumlifshlaupmanns, sem afkastaö hefur miklu ævistarfi og giftur er mikilhæf ri konu er ekki gott aö greina I milli hvaö er hennar og hvaö er hans. Þaö sannast á þeim Botnshjónum. Ég ætla ekki aö hætta mér út i þann samjöfnuö. Botn er oröin mikil jörö og falleg á vest- firskan mælikvaröa. En þaö hefir ekki oröiö átakalaust. Mikiö og erfitt starf hef- ir veriö unniö af þeim feögum viö aö breyta óræktarlandi i angandi tööuvöll. Grjót er þar ægilegt og vatnsagi undan hliöarrótum, sem torveldar ræktun mjög. En Birkir, sonur þeirra Botnshjóna, hefir byggt sér þarnýbýli og hefir búiö þar um árabil meö konu sinni og börnum og hafa þeir feögar félagsbú. En þrátt fyrir fangbrögö viö grjót og umsvif félagsmálastarfa og hin föstu bú- störf á Friöbert sér ýmis hugöarefni, svo sem lestur góöra bóka og annarra and- legra hugöarefna. Og I öllu annriki dag- anna hefur hann átt „viöhald”, sem hann hefur brugöiö sér til fundar viö. Ljóöadis- in mun hafa heillaö hann ungan og tengsli viö hana hafa ekki slitnaö enn. En þaö hef égfyrir satt, aö árangurinn af þeim sam- fundum hefur hlotiö góöan ávöxt. Jafnvel ennþá neitar Friöbert aö hafa átt nokkur mök viö hana. En þaö er nú svo um fleiri. Hér er örlitiö sýnishorn: Ég heyröi niö þinn gegnum drauma dagsins og drauminn stóra gældi löngum viö, aö beisla orku i bæjarlæknum minum og brátt ég haföi engan nætur friö. Mig dreymdi lækinn daga og nætur allar, ég dró upp mynd af þvi, sem koma má, og loks varö virkjun veruleikinn sjálfur. Ég vakna af draumi, hlusta niöinn á. (Og þessi lýsir vel ræktunarmannin- um.) Leiöir minar lágu ei til frægöar, þvi landsins hrjóstur sótti á huga minn. Ég yrkti jörö og ljóö til hugarhægöar og hylli gróöur, hvar sem ég hann finn. Þetta er ekkert atombull. Þaö er sumarfagurt og friösælt i Botni, eins og i mörgum vestfirskum fjöröum. Þar eru sumarkvöldin friösæl og heiö, viö lygnan fjörö og blátæra sOungsá, laxa- klak og tilbúna varphólma sem iöa af fugli. Svo þegar útrænan strýkur um kinn og fyllir vitin bjarkarilmi, eftir aö hafa fariö um skógi vaxnar hliöar milli svip- mikilla fjalla. — Þar eru lika grimmar hriöar og fannkyngi ægilegt. Þaö er ekki aö undra þótt slfkt umhverfi ali traust fólk sem ber svipmót fjallanna, komiö af sömu rót og hinn fjölbreytti gróöur sem vaxinn er þar úr rauöri mold. Margt mætti segja enn um Friöbert og þau ágætu hjón, en hér skal nú staöar numiö. Enda timinn naumur I annriki sláturtiöar. Ég býst alveg viö aö hann þakki mér ekkert fyrir aö vera aö hlaöa á siglofi.enhann veröur bara aö hafa þaö. Ég segi bara þaö sem mér finnst rétt. Aö lokum kærar kveöjur og þakkir til þin og konu þinnar á þessum mikla áfanga i lifi ykkar frá okkur hjónunum. Um leiö og viö óskum ykkur allra heilla i framtiöinni minnumst viö ógleyman- legra samverustunda og vonum aö eiga þær fleiri um ókomin ár. Lifiö heil. Fagrahvammi, 28.10.1979. Hjörtur Sturlaugsson. Sænski tundurduflaslæöarinn VIKSTEN á siglingu. Hann er smiöaöur úr trefjagleri GRP og hefur reynst mjög vel, en hann hef- ur nú veriö i notkun I fimm ár. Eins og sjá má, minnir slæöarinn dálitiö á fiskiskip, en hann er einmitt hannaöur eftir togurum, þar eö slæöarar stunda einmitt einskonar „togveiöar”. Svíar smíða ^ varðskip úr trefjaplasti Nú er verið að leggja siðustu hönd á 131 feta trefjaglersskip (43 m) en skipið á að verða varðskip fyrir sænsku strandgæsluna. Er þetta fyrra skipið af tveim varðskipum, sem Svíar láta nú smiða úr þessu efni. Skipið er um 300 rúmlestir. Eru skipin byggð i Karls- krona-skipasmiðastöð- inni i Sviþjóð. VIKSTEN Nýju varöskipin eru gerö úr GRP plasti, meö sérstakri bindiaöferö („cellularcored sandwich” tækni) og kosta 30 milljónir Skr. Aöferöin hefur hlotiö reynslu, hvaö styrkleika og þol varöar í 76 feta löngu skipi (23.3 m) sem Svi'ar létu byggja sem duflaslæöara. Skip- iö, sem heitir VIKSTEN hefur reynst mjög vel (sjá mynd) og hefur þaö veriö i notkun I um þaö bil fimm ár. Hefur skipiö reynst mjög vel falliö til þeirra verkefna, sem þaö hefur veriö notaö til, og meöal annars hefur þaö dugaö mjög vel í hafis, sem er þýöingarmikiö á þessum slóö- um. Viöhaldskostnaöur hefur ver- iö mjög litill. Hin góöa reynsla sem fengist hefur af VIKSTEN hefur oröiö til þess aö nú veröa sem áöur sagöi tvö varðskip byggö úr tregjagleri, en auk þess hefur skipasmiöastööin gert áætlun um allt aö 80 metra löng skip úr trefjagleri, og jafnvel enn stærri. Þá hefur stööin einnig fengiö framleiösluleyfi á 23 feta löng- um fiskiskipum.sem gerö veröa eftir norskum teikningum og út- reikningum. JG. Upplýsinga- og þjónustumiðstöð fyrir utankjörfundarkosningu ★ Miðstöðin er til húsa að Rauðarárstíg 18 i Reykjavik og er opin alia daga vikunnar frá kl. 9 til 22. ★ Starfsmaður fyrir Vestfirði, Suðurland og Norð urland vestra hefur sima 18302. ★ Starfsmaður fyrir Vesturland, Reykjanes og Norðurland eystra hefur sima 18303. ★ Starfsmaður fyrir Austurland og Reykjavík hefur sima 18304. ★ Starfsmaður með kjósendur, sem staddir eru erlendis hefur sima 18305. ★ Áriðandi er að miðstöðin fái sem fyrst i hendur upplýsingar um stuðningsmenn flokksins sem verða að heiman þegar kosning fer fram. Símar: 18302 - 18303 - 18304 - 18305

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.