Tíminn - 14.11.1979, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 14. nóvember 1979
9
Nýir menn í framboði:
Haraldur Olafsson, dósent, 3. maður á lista framsóknar i Rvík
□
„Nauðsynlegt að stórauka
bein áhrif einstaklingsins”
GV- Haraldur ólafsson er fædd-
ur iSykkishólmiárið 1930 og ólst
upp þar og að Staðarhrauni á
Mýrum. Hann stundaði nám i
Frakklandi og á Norðurlöndun-
um og lauk prófii mannfræði og
félagsfræði frá háskólanum i
Stokkhólmi 1966.Siðan hstarfaði
hann sem dagskrárstjóri Hljóð-
varps uns hann hóf kennslu við
Háskóla Islands árið 1973, þar
sem hann er nú dósent við
Félagsvísindadeild. Haraldur
er i stjórn Samastofnunar Norð-
urlanda og Norræna mann-
fræðifélagsins, hann er þekktur
fyrir leikritið Inúk, sem hann
samdi á grundvelli athugana
sinna á lffsháttum Grænlend-
inga.
Kona Haraldar er Hólmfriður
Gunnarsdóttir, eiga þau tvö
börn.
Haraldur var fyrst spurður
um ástæður til þess að hann tek-
ur nú virkan þátt I stjórnmálum
i fyrsta sinn:
„Þetta er i fyrsta skipti sem
ég erá framboðslista og I stjórn
málaflokki. Ég met stöðuna
þannig að það sé nauðsynlegt að
efla Framsóknarflokkinn, því
ég tel að hann sé eini flokkurinn
sem getur sameinað umbótaöfl-
in I landinu. Milli Alþýðubanda-
lags og Alþýðuflokks rikir tor-
tryggni og óvild, þannig að ég
tel þá flokka úr leik sem sam-
einingarafl. Framsóknarflokk-
urinn hefur sýnt að hann getur
sameinað þessi öfl og ég held að
þaö sé einmitt hlutverk hans nú
og koma þannig i veg fyrir að
Sjálfstæðisflokkurinn nái völd-
um aftur.
Ég hef fyrst og fremst áhuga
á þvi að bæta þjóðlifið og mann-
lifið á Islandi. Ég held að við
höfum gleymt þvi I öllum
þessum umræðum um efna-
hagsmál og stjórnmál, að það er
maðurinn, einstaklingurinn,
sem er mest virði.
Ég er mjög mótfallinn þvi að
við eigum aö biöa eftir aö allri
þjóðfélagsskipaninni verði um-
bylt og þá muni sjálfkrafa kom-
ast á á gott mannlif. Einstak-
lingurinn.sem lifirhér og nú, er
i þörf fyrir betra lff. Til þess að
hjálpa honum höfum við marga
möguleika meðsetningu laga og
ekki síst með þvi að framfylgja
þeim lögum, reglum og sam-
þykktum sem I gildi eru i land-
inu, en á það finnst mér skorta
mjög. Það er nauösynlegt að
stórauka bein áhrif einstak-
lingsins og ýmissa þjóðfélags-
hópa, hvað varðar framkvæmd
laga og reglugerða og við mótun
stefnu. Við sem i stjórnmálun-
um eruverðum að hlusta miklu
meira á fólk. Lýöræðisskipanin
ertilkomintil þess að samræma
mismunandi skoöanir og mis-
munandi hagsmuni fjölmargra
og raunverulegt lýöræði getur
aðeins staðist ef sifellt streymi
er frá öllum þorra fólks til
stjórnendanna. Þaö sem ég hef
lært I mannfræði og þjóðfélags-
fræðum hefur mér virst fyrst og
fremst auka skilning minn á
eigin þjóðfélagi. Einnig hef ég
mikinn áhuga á islenskum þjóö-
háttum og þjóösögum og hef
fjallað um þjóðveldistímabiliö
og þróun íslenska þjóðfélags-
kerfisins i' kennslu minni við Há
skólann. Ég á von á því að sú
viðsýni og þekking á fjölbreyti-
leika þjóðfélaga og mannllfs,
sem fræðistörf min hafa haft i
för með sér, veröi mér til hag-
ræðis I þvi að skilja betur þjóö-
félagsvandamál okkar og geri
mér kleift aö leggja á ráöin um
betra mannlif hér hjá okkur.”
Haraldur ólafsson
„Framsóknarflokk-
urinn eini flokkur-
inn sem getur
sameinað umbóta-
öflin I landinu”
Jón Sveinsson, þriðji maður á lista Fram-
sóknarflokksins i Vesturlandskjördæmi:
Höfuðáhersla á
byggðastefnu
GV — Jón Sveinsson er fæddur I
Reykjavik árið 1950. Að loknu
námi I Menntaskólanum I
Reykjavik innritaðist hann f
Háskóla Islands og lauk þaðan
lögfræðiprófi árið 1976. Sama ár
flutti hann til Akraness og hóf
störf hjá bæjarfógetanum á
Akranesi, þar sem hann vinnur
nú sem dómfulltrúi. Eiginkona
Jóns er Guðrún Sigriður
Magnúsdóttir og eiga þau þrjú
börn.
Aðspurður um þá málaflokka,
sem hann hyggst beina athygl-
inni mest að kvaðst Jón leggja á
það höfuðáherslu, ásamt öðrum
frambjóðendum Framsóknar-
flokksins á Vesturlandi, að beita
sér fyrir að framfylgja þeirri
byggðastefnu, sem Fram-
sóknarflokkurinn hafi haft for-
göngu um að móta. „Fyrir
Akranes og aðrastaðihér I kjör-
dæminu skiptir það meginmáli
aðfólkhafi næga atvinnu, þvl er
fyrirhyggja við uppbyggingu at-
vinnulffsins mjög áriðandi svo
atvinnuöryggi sé tryggt. Mjög
mikill munur er á aðstööu fólks I
dreifbýlinu og á höfuðborgar-
svæðinu. Til dæmis er upphitun-
arkostnaður vlða hér á Vestur-
landi þrefaldur miðað við það
sem gerist I Reykjavík, aðstaða
til menntunar öll erfiðari og
samgöngur torveldari. Borgar-
fjarðarbrúin mun að vlsu greiða
verulega fyrir samgöngum, en
vlða á Vesturlandi er þörf stór-
átaks I samgöngumálum, vil ég
i þvi sambandi sérstaklega
nefna Snæfellsnes og Dalasýslu.
öll þessi mál, sem ég hef nefnt,
haldast I hendur hvort við annað
og þvl þarf að vinna að alhliða
þróun þessara mála Isamhengi.
Hvað dómsmálin varðar, þá
hef ég skiljanlega mikinn áhuga
á þróun löggjafar og starfshátta
á þvl sviði. Þar hafa ráöherrar
Framsóknarflokksins unnið
stórátak á undanförnum árum.
Núverandi formaður L.S. er
, -v Fribrik Sigfússon Keflavik
16% veiðileyfa í ám
seld erlendis 1978
Jón Sveinsson
Mér er einkar hugleikið sam-
hengi dómsmálanna og félags-
legra vandamála. Til dæmis er
mikil þörf á þvi að leggja
áherslu á málefni barna og ung-
linga og vinna fyrirbyggjandi
starf, til þess að draga úr llkun-
um á árekstrum og afbrotum.
Ég hef átt mjög gott með að
setja mig I spor fólks I dreifbýli.
Fyrir það fyrsta er mikiö af
mlnu skyldfólki i móðurætt á
Akranesi og i Melasveit og ég
var I sveit að Skorholti I Mela-
sveit I tiusumur. Eins er þaö, aö
reynslanaflifinu iþéttbýli gerir
mér auöveldara að sjá hvers
dreifbýlisbúar fara á mis og
gerir mér auðveldara að skilja
nauösyn úrbóta.”
Áhersla á málefni
barna og unglinga
og fyrirbyggjandi
starf til þess að
draga úr afbrotum
FRI — 85 fulltrúar mættu á 29.
aðalfund Lan ds samb ands
stangaveiöifélaga sem haldinn
var dagana 27. og 28. okt. i ölfus-
borgum við Hveragerði.
Karl ómar Jónsson fráfarandi
formaðurL.S. flutti, skýrði hann
frá störfum nefndar sem fyrrv.
landbúnaðarráðherra Steingrim-
ur Hermannsson skipaði til að
kanna aðstöðu islenskra stanga-
veiðimanna til að fá aögang að
laxveiðiám i landinu og hvort
veiöileiga og afnot erlendra
manna hér á landi eru þess eðlis
að Islenskir veiöimenn fái þann
aðgang að laxveiðiám landsins
sem eðlilegt má telja. Þar kom
m.a. fram aö i 18 ám nota út-
lendingar 5442 stangardaga um
hásumarið, Islendingar 8301
stangardag aðallega vor og
haust.
Ef á heildina er litiö kemur það
fram,að 16% veiöileyfa 1978 voru
seld erlendis, 51% seld á almenn-
um markaði innanlands og af-
gangurinn 33% eru veiðileyfi sem
ekki eru á almennum markaði,
ekki boðin til sölu vegna friðunar-
aðgerða eða lltillar veiöi, eöa
veiðileyfi sem ekki seljast. Alls
námu veiðileyfin 1978 34.021.
Ennfremur gat formaður
þingsályktunartillögu Arna
Gunnarssonar um sérstakt gjald
á veiðileyfi útlendinga sem veiða
i Islenskum ám.
1 skýrslu formanns kom einnig
fram, að stjórnin hefur undanfar-
in ár unnið að þvl að koma á út-
boð6reglum á útleigu á veiðirétti
og væntir góðrar samvinnu við
Landssamband veiðifélaga i
þessum efnum.
Athugasemdir FIB
við grein um
landsþing þeirra
FRI — Þar sem fjallað var um
skattlagningu I umferðinni sem
hundraðshluta af tekjum, I grein
Timans á baksiöu 9.11 er ekki
rétt, að það hundraðshlutfall hafi
verið 0% I Danmörku árið 1977.
Hið rétta er, að ekki voru til upp-
lýsingar um þetta hlutfail I Dan-
mörku.
1 stað þess er stendur I grein-
inni: „Einnig telur þingið..” hefði
átt að standa: Um breytingu á
skoðunarverkefni Bifreiöaeftir-
litsins ályktaði Landsþingið....”
eða eitthvaö I þá áttina: Varðandi
það 8 ára kerfi sem meirihluti
starfshópsins mælir með var hins
vegar almenn óánægja á þinginu
og var talið að það mundi á engan
hátt þjóna hagsmunum bifreiða-
eigenda.
Innkaupastjórar
MIKIÐ ÚRVAL
Forsetamerki afhent skátum
Síðast liðinn laugardag 3. nóv.
fór fram I Bessastaöakirkju af-
hending forsetamerkis I 15 sinn.
Er þetta árlegur viöburður, sem
fer nú fram I fyrsta sinn að
hausti.
Forsetamerkið er æðsti áfangi
I skátun, sem er ætlaður drótt-
skátum. Tekur það að jafnaði 2 ár
að ná þessu marki með þvl aö
inna af hendi mikið samfellt
skátastarf.
Það voru þvi 32 glaöir drótt-
skátar á aldrinum 15-18 ára, sem
voru mættir að Bessastöðum og
gengu til kirkju.
Forseti Islands, Kristján Eld-
járn, sem er verndariskátahreyf-
ingarinnar á Islandi ávarpaði
skátana og fjölmarga gesti úr
rööum foringja skátafélaga og
stjórn Bandalag islenskra
skáta.
Slðan voru forsetamerki afhent
og hafa nú alls 493 dróttskátar
lokið þessum áfanga. Flestir
þeirrahafa verið frá Akureyri, úr
skátafélagi Akureyrar og kven-
skátafélaginu Valkyrjunni. Nú
voru lfka skátar frá Skátafélag-
inu Garðbúum I Reykjavlk og
Skátafélaginu Kópum, Kópavogi.
Gjafavörur
Jólatrésskraut
Spil
(mikið úrval)
Snyrtivörur
Eftirprentanir
Leikföng
Málverk
HEILDVERZLUN
Litið við
eöa hringið
étur^ éturóócn U/\
SUÐURGÖTU 14 - SÍMAR 2-10-20 St 2-51-01