Tíminn - 19.12.1979, Síða 7
Miövikudagur 19. desember 1979.
7
iiljtilí
Steingrimur Steinþórsson
forsætisráöherra.
Sjálfsævisaga. Fyrra bindi.
Andrés Kristjánsson og
Örlygur Hálfdánarson
bjuggu til prentunar.
Bókaútgáfan örn og örlygur.
Þetta bindi nær til þess tima
aö Steingrimur er tekinn viö
embætti búnaðarmálastjóra
1935. Hann hefur byrjaö noldcuð
snemma aö skrifa þessar minn-
ingar þvi aö fyrsta kaflanum er
lokið i april 1943. Siöasta kafla
þessa bindis er hins vegar lokið
haustiö 1953.
Þaö hefur verið haft á orði aö
Steingrimurværihispurslaus og
berorður i mannlýsingum, ósér-
hlifinn i frásögnum og jafnt
gagnvart sjálfum sér. Það er
satt, aöhonumerlagiöað ganga
hreint til verks og segja kost og
löst á mönnum. En ekki sé ég á
þessu bindi aö orö sé gerandi á
hliföarleysihans við sjálfan sig.
Hann segir að visu frá þvi aö
hann hafi einu sinni drukkið sig
óvígan á Borginni: ,,En
morguninn eftir vaknaöi ég i
herbergi séra Sveinbjarnar á
Hótel Borg. Ég hafðði þá hrein-
lega ,,dáiö” og verið studdur
brott til herbergisins.” En svo
kemur á eftir: „Þetta er i eina
skipti á minni 60 ára ævi sem
slikt hefur komið fyrir — enda
var þaö góö og þörf áminning til
min um aö gá að mér og fara
gætilega.
Ég efa ekki að Steingrimur
segirhvarvetna fráeinsog hann
veit sannast og réttast. Um hitt
má deila hvort hann er alltaf
sanngjarn. Þó má nefna ýms
dæmi þess að hann hafi haft
vakandi dómgreind þó að i
deilum væri. Þess skal þó getið,
að á einum stað þykir mér ekki
orðalagið samboðið sagnfræði.
Það er á bls. 83 þar sem segir:
„Framsóknarflokkurinn hafði
ekki borið sitt barr þar siðan
Jón á Reynistað sveik flokkinn
um 1920 og skreið undir pilsfald
ihaldsins.”
Þetta gat verið eðlilegt og
maklegt orðalag framsóknar-
manna í Skagafirði næstu ára-
tugina. En þegar menn skipta
um flokka má oft um það deila
hvort þeir hafi svikið flokkinn
eða flokkurinn svikið þá.
Persónulega finnst mér einna
merkust i þessari bók frasögnin
af sumarþinginu 1931 og Fram-
sóknarflokknum á þvi þingi. En
öll er þessi saga i besta lagi
Steingrlmur Steinþórsson.
læsileg og fróðleg. Kaflinn um
sveitungana I Skagafirðimun að
visuekkivekja almennan áhuga
utan Skagfirðinga, en gaman
væri þó að eiga hliöstæða
umsögn úr fleiri sveitum.
Tveimur missögnum tók ég
eftirl bókinni. Annað er það, að
sagt er að Asgeir Asgeirsson
hafi verið kosinn á þing 1927 i
stað 1923 en það má vera prent-
villa. Hitter verra þegar segir á
bls. 198: „Jón Jónsson bóndi i
Stóradal var annar af tveimur
landskjörnum þingmönnum
flokksins. Hinn var Jónas
Jónsson. Þeir voru kosnir I
landskjörskosningunum 1930.”
Þegar landskjörið tók við af
konungskjöri 1916 átti kjörtíma-
bil hinna landskjörnu að vera 12
ár og kosnir 3 og 3 á 6 ára fresti.
Arið 1922 var hlutað um hverjir
3 skyldu vikja og vildi svo ein-
kennilega til að allir 3 heima-
stjórnarmennirnir voru dregnir
út. Þá var kjörtimabilið stytt i 8
ár. Jónas Jónsson var kosinn
1922. Næst var landskjör 1926.
Þá var Magnús Kristjánsson
kosinn af lista framsóknar-
manna. Þegar hann dó tók Jón I
Stóradal sæti hans. Það er þvi
furðulegtruglaðhannhafi veriö
kosinn 1930.
Sjálfsagt leiðist einhverjum
eitthvað sem sagt er um frænd-
ur hans I þessari bók. Þó finnst
mér a ð naumast örli á illkvittni I
lýsingum Steingrims. Það væri
þá á bls. 223 þar sem segir:
„Svo hlaut Arnór að lenda
þarna vegna þeirrar eðlisávis-
unar sinnar að vera ævinlega
öfugu megin þegar hann lætur
stjórnmál til sin taka.”
Vitanlega eru það ekki alltaf
þau atriðin, sem mest gætti og
best lýstu mönnum, sem orðið
hafa Steingrimi hugstæðust og
hann nefnir þvi, en flest mun
eiga sér stoð það, sem hann
nefnir.
Sagan er öll létt aflestrar
vegna þess m.a. að hún er
hlutuð niðuriörstutta kafla með
fyrirsögnum sem oft eru tvær
eða þrjár á sömu siðu. Þær eru
sennilega verk þeirra sem
bjuggu til prentunar.
Fjöldi mannamynda er I
þessari bók.
Þetta er óvenjulega hressileg
minningabók, geymir merkar
sögulegar heimildir og margar
ágætar mannlýsingar. Þvi
hljóta margir að biða seinna
bindis með eftirvæntingu. Og þá
verður talað um verkið i heild.
H.Kr.
í ársskýrslu Amnesty Inter-
national 1979 (fyrir timabiliö
30.4. 1978— 30.4. 1979), sem birt
var á sunnudag, er vakin at-
hygliá þvi.aðandófsmennviðs-
vegar um heim mæta i vaxandi
mæli hótunum um morð og
aftökur. 1 skýrslunni er greint
frá mannréttindabrotum I 96
löndum og fjallað um aukna
tilhneigingu stjórnvalda i
löndum, sem þó búa við gjörólik
hugmyndakerfi, til að beita
dauðarefsingu, mannránum og
morðum i þeim tilgangi að losna
við pólitiska andstæðinga. Þótt
fjöldi pólitiskra fanga hafi
verið látinn laus i nokkrum
löndum á árinu, er gjörræðis-
handtökum, pólitiskum fangels-
unum, pyntingum og beitingu
dauðarefsingar áfram haldiö i
öllum heimshlutum.
Þrjár meginhliðar
starfs A.I.
Skýrslan endurspeglar þrjár
meginhliðar á starfi Amnesty
mannréttindi hljóti að vekja
deilur, en bendir jáfnframt á að
yfirleitt kemur I ljós þegar
rikisstjórnarskipti eigi sér stað
og valdakerfi falli að samtökin
hafa ekki tekið nægilega djúpt í
árinni I gagnrýni sinni á þvi
ástandi, sem raunverulega riki.
Við lok timabilsins, sem
skýrslan nær yfir höfðu orðið
stjórnarskiptiilöndum þar sem
frést hafði um misbeitingu i
stórum stil, þ.á.m. i Úganda og
Kampútseu. Ekki hafði reynst
unnt aö gera sér að fullu grein
fyrir ástandi mannréttindamála
hjá hinum nýju valdhöfum.
Viða I rómönsku Ameriku
héldu meintir sem yfirlýstir
pólitiskir andstæðingar stjórn-
valda áfram að „hverfa”. Lik
fundust likigu eftir að fórnar-
lömbunum hafði verið rænt eða
þau tekin höndum. Fréttir bár-
ust um mannshvörf, ofbeldis-
árásir eða lát fanga I fangelsum
af völdum pyntinga m.a. frá
Argenti'nu, Chile, Kólumbiu, E1
Salvador, Guatemala, Mexikó,
voru handteknir og hafðir i haldi.
á árinu, oft fyrir þá sök eina að
vekja athygli á málum hug- ’
sjónafanga i löndum sinum.
Takmarkanir á ein-
staklingsfrelsi
Ráðstafanir gegn pólitisku of-
beldi i Vestur-Evrópu höfðu i för
meðsér takmarkanir á einstak-
lingsréttindum og leiddu sum-
staðar til misþyrminga á sak-
borningum ogföngum. Amnesty
International lagði fram
skýrslur um misþyrmingar á
einstaklingum I lögregluvarð-
samtakanna hélt áfram að
aukast: Yfir 200.000 félagar og-
stuðningsmenn i 125 löndum
söfnuðu fé til styrktar henni.
Félagar Amnesty
International störfuðu á tima-
bilinu i þágu 4.153 samvisku-
fanga. Ný tilfelli voru rúmlega
1500á þessu 12 mánaða timabili.
Fimm fangar
2 starfshópar tslandsdeildar
Amnesty International starfa að
málum eftirtalinna fanga.
Jakoslav Rojnica (Jugoslavia)
23 ára gamall laganemi var
handtekinn ásamt 30 öðrum
stúdentum i Zagreb í mai 1978
ákærður fyrir glæpsamlegt at-
hæfi gegn rikinu og fyrir að
breiða út f jandsamlegan
áróöur.Hannfékk3áradóm. Af
þeim 30 stúdentum, sem hand-
teknir voru meö honum eru 6
ennþá i haldi.
íslenzki starfshópurinn hefur
starfaö fyrir þennan fanga frá
þvi snemma á árinu 1979.
trúnaðarkirkju”, sem er kirkju-
deild utan rússnesku
rétttrúnaðarkirkjunnar.
(Orthodoxkirkjunnar). Hann
var dæmdur i april 1976 til fjög-
urra ára fangeisisvistar fyrir
trúarathafnir sinar. Sekach
hafði verið prestur i rétt-
trúnaðarkirkjunni þangað til
árið 1962, en þá var hann rékinn
úr henni fyrir að leyfa börnum
að taka þátt i messum, sam-
kvæmt frétt úr opinberu
sovétsku dagblaöi Sovetskaya
Abkhazia. Arið 1962 fór hann til
Abkhazia, sem er afskekkt
svæöi i Georgiu, og hélt áfram
að prédika þar. Aðrir kristnir
menn sem voru óánægðir með
rétttrúnaðarkirkjuna fylgdu á
eftir honum til þess aö iðka trú
sina leynilega. Amnesty
International veit ekki hvar
Sekach afplánar dóm sinn, en
talið liklegt aö hann sé I
betrunarvinnubúöum i Georgiu.
Liang Liang-Chi (Taiwan)
Var handtekinn 5. júlf 1976 I
Gj örræðishandtökur, ofbeldi og
pyndingar í öllum heimshlutum
Ársskýrsla Amnesty International
International. Samtökin vinna
að þvi, að allir „samvizku-
fangar”, hvar sem er f heim-
inum, verði látnir lausir — þ.e.
menn, sem teknir hafa verið
fastir, án þess að þeir hafi beitt
ofbeldi, vegna pólitiskra eða
trúarlegra skoðana sinna, eða
vegna hörundslitar, kynferðis,
þjóðernis eða tungu. Samtökin
reyna að stuðla að því að allir
pólitiskir fangar séu leiddir
fyrir óháða dómstóla svo fljótt
sem verða má. Þau eru ófrá-
vfkjanlega andvig pyntingum -
og dauðarefsingu i öllum tilfell-
um. Samtökin safna
upplýsingum um mannréttinda-
brot um alian heim og leitast við
að væða almenningsálitið i
heiminum til verndar fórnar-
lömbunum á óhlutdrægum
grundvelli.
Skýrslur A.I. vekja
jafnan deilur
I formála aö skýrslunni, sem
er 220 blaösiður, segir Martin
Ennals, framkvæmdastjóri
Amnesty Internatioanal, að
skýrslur samtakanna um
Nicaragua, Paraguay og
Uruguay.
1 mörgum Asiulöndum var
hvergi slakaö á langvarandi
fangelsunum án réttarmeð-
ferðar. Ennfremur bárúst
fregnir um aftökur eða morð
pólitiskra fanga frá Afghan-
istan, Kina, Kampútseu, Nepal,
Pakistan, Filipseyjum og
Taiwan.
Frásagnir af pyntingum og
pólitiskum manndrápum bárust
frá nokkrum löndum i Afriku og
Mið-Austurlöndum. Pólitiskir
fangar voru liflátnir i Angola,
Iran, Mozambique, Sómaliu,
Suður-Afriku, Zaire og Zimbab-
we (Rhodesiu). Gjörræöis-
manndráp áttu sér stað i
Mið-Afrikukeisaradæminu,
Miðbaugsgfneu, Eþiópiu og
Úganda.
I Austur-Evrópu hlutu andófs-
menn og málafylgjumenn
mannréttinda þunga fangelsis-
dóma eða voru lokaðir inni á
geðveikrahælum I nokkrum til-
fellum. Félagar mannréttinda-
hópa i Tékkóslóvakiu, Póllandi,
Rúmei»iu og Sovétrikjunum
haldi I Irlandi og Bretlandi til
rikisstjórna þessara landa, og
einnig var lögð fram skýrsla til
rikisstjórnar Vestur-Þýska-
lands' um áhrif einangrunar á
fanga.
Þá höfðu samtökin áhyggjur
af meintum misþyrmingum á
ólöglegum innflytjendum i
Bandarikjunum. Beiting dauða-
refsingar þar var áfram
áhyggjuefni og á það einnig við
um nokkur lönd f Karabiu-
hafinu.
A árinu hösluðu samtökin sér
nýjan völl með birtingu skýrslu
um pólitiskarfangelsanir I Kina
og fyrstu frásögn sem kunn er af
lifsreynslu pólitiskra fanga I
Norður-Kóreu. Fátt hafði verið
vitað eða birt um meðferð póli-
tiskra fanga I þessum tveimur
löndum.
Fulltrúar frá Amnesty
International f óru sendiferðir til
21 lands á timabilinu til þess að
safna upplýsingum, hitta
embættismenn og fanga, vera
viðstaddir réttarhöld og vinna á
annan hátt til framdráttar
mannréttindum um allan heim.
Stuðningur við starfsemi
Einnig starfa fyrir hann starfs-
hópar I Danmörku og Englandi.
Eduardo Grutsky (Argentina)
Var handtekinn 18 ára gamall
1974, þá i menntaskóla, ásamt 12
öðrum ungmennum i Azul i
Argentinu, grunaður um að hafa
haft undir höndum „andófs-
efni”. Bandarisk stúlka að nafni
Olga Talamente, er handtekin
var með honum, var iátin laus
16 mán. eftir handtöku vegna
mikillar bréfaherferðar, sem
foreldrar hennarog vinir I Kali-
forniu stóðu að.
Aldrei hafa farið fram réttar-
höld i máli Grutskys,- ákæra
hefur ekki verið borin fram á
hendur honum og lögin, sem
handtaka hans á sinum tima
byggðust á „umsáturslögin”
eru ekki lengur i gildi. Hann er
þó ennþá I fangelsi I Buenos
Aires. Af fóngunum 12 hafa 5
veriðlátnir lausir, en 8 eru enn I
fangelsi. Sjö þeirra eru nú sam-
vizkufangar Amnesty
International.
Gregory Sekack (Sovétrikin)
Var virkur i „Hinni sönnu rétt-
Taipei, Taiwan. Hann hefur
ekki enn veriö dæmdur. Mál
þetta er kallað rannsóknarmál,
það er að Amnesty Internation-
al er ennað leita upplýsinga um
forsendur fyrir handtöku hans
og um feril hans. Hann hefur þvi
ekki enn verið úrskurðaður
samvizkufangi, en starfshópur
Islandsdeildar tekur þátt I
upplýsingaöflun um mál þetta I
samráði við og samkvæmt
fyrirmælum rannsóknadeild
samtakanna i London. Liang
Liang-Chi var handtekinn
ásamt 13 öðrum og eru þessar
handtökur taldar af pólitiskum
ástæðum. Hann afplánaði fang-
elsisdóm frá 1950 til 1960.
Sidney Donald Malunga
(Rhodesia)
Starfshópur Islandsdeildar
hafði lengi unnið fyrir þennan
mann þegar hann var látinn
laus vorið 1978.1 desember 1978
bárust fréttir um að hann hafði
verið handtekinn aftur og var
starfinu fyrir hann þá haldið
áfram. I bæði skiptin var hann
handtekinn af pólitiskum
ástæðum.