Tíminn - 19.12.1979, Side 8
8
Miövikudagur 19. desember 1979.
I BÓKAFREGNIR:
ariræðingatal
Bókin er gefin út af
Hjúkrunarfélagi tslands og tek-
ur viö af Hjúkrunarkvennatali
sem kom út á 50 ára afmæli
félagsins haustiö 1969. Þessi
nýja bók gefur upplýsingar og
birtir myndir af öllum
hjúkrunarfræöingum, sem lokiö
hafa námifrá hausti 1969 til árs-
loka 1978. Einnig þá sem falliö
höföu niöur i fyrri bók og er-
lenda hjúkrunarfræöinga er
gengiö hafa i félagiö. Alls um
850. Auk þess eru birt nöfn,
fæöingardagar og ár þeirra er
luku námi fyrir nóvember 1979.
Formála skrifar formaöur
félagsins, Svanlaug Arnadóttir
og er þar rakin saga félagsins i
stórum dráttum.
1 nóvember 1976 hóf störf 6
manna nefnd hjúkrunar-
fræöinga, er Hjúkrunarfélag Is-
lands föl aö sjá um Utgáfu
bókarinnar. Nefndina skipa,
Guörún Guönadóttir, Ingileif S.
Olafsdóttir, Jóhanna Björns-
dóttir, Magdalena J. Búadóttir,
Margrét Sæmundsdóttir og
Oddný M. Ragnarsdóttir.
Prentun og bókband annaöist
Prentsmiöjan Edda. Myndamót
önnuöust Prentmyndageröin
Prentmót H.F. og Myndamót
H.F.
Bókin veröur seld hjúkrunar-
fræöingum á skrifstofu félags-
ins. Einnig veröur hún til sölu i
bókaverslunum.
Mál og menning hefur sent frá
sér nýja ljóöabók eftir Snorra
Hjartarson sem nefnist Haust-
rökkriö yfir m ér.Þetta er fjóröa
ljóöabók Snorra á 35 ára tima-
bili og þrettán ár eru liöin siöan
súsiöasta, Lauf og stjörnur kom
út.
Öhætt mun aö fullyröa aö
Snorri Hjartarson sé vandlát-
astur og listfengastur allra nú-
lifandi islenskra ljóöskálda og
ný ljóöabók frá hans hendi telst
þvi til meiri háttar viöburöa á
Islenskum bókamarkaöi. Aödá-
endur Snorra munu hér vafa-
laust finna kvæöi sem þeir
munu skipa meöal þess besta
sem frá honum hefur komiö.
Hauströkkriö yfir mér er 74
biaösföur, prentuö I Prentsmiöj-
unni Odda hf. Kápumynd er eft-
ir Jón Reykdal.
HandritamáJíð
Rit þetta er gefið út i tilefni af
sjötugsafmæli Bjarna M. Gisla-
sonar 4. april 1978, og hafa Jón
Björnsson rithöfundur og
Siguröur Gunnarsson fyrrver-
andi skólastjóri séö um útgáf-
una. Ritar dr. Jónas Kristjáns-
son, forstööumaður Stofnunar
Arna Magnússonar, inngangs-
orö. Þá er ritgerðin „tslensku
handritin og dönsk þjóörækni”
eftir Poul Engberg skólastjóra i
þýðingu Jóns Björnssonar. Siö-
an koma þrjár ritgeröir eftir
Bjarna M. Gislason: ,,Edda og
Islensku fornsögurnar ”,
Gasprararnir og moldin” og
„Þungavigtarkapparnir og gildi
sönnunarinnar”, allar i þýöingu
Guðna Kolbeinssonar. Loks er
svo eftirmáli Bjarna M. Gisla-
sonar.
Bjarni M. Gislason hefur
dvalist hálfan fimmta áratug i
Danmörku. Hann er skáld gott,
en jafnframt skáidskap sinum
hefur hann varið miklum tima
til aö kynna Dönum handrita-
málið i fjölmörgum fyrirlestr-
um og blaöagreinum, auk
tveggja bóia, og geröist þannig
„málflytjandi l handritamálinu
fyrir dómi dönsku þjóöarinnar”
eins og komist var aö orði i
blaöagrein I tilefni af sextugsaf-
mæli hans. Dr. Jónas Kirstjáns-
son lýkur og inngangsorðunum
aö bókinni meö þessum um-
mælum um Bjarna: „Hann
aflaöi málstaö okkar fylgis
meöal almennings i Danmörku,
og hann var vopnasmiöur
danskra stuöningsmanna sem
um siöir unnu handritin i okkar
hendur.”
Handritamáliö er 54 blaösiö-
ur aö stærö, prentaö I Hilmi h.f.
Bókaútgáfa menningarsjóös.
Ayako hiura
V£LM
KmLmMs
Veldi kærleikans
„Veldi kærleikans” eftir
japanska rithöfundinn Ayako
Miura er komin út hjá
Bókaútgáfunni Salt. Þýöinguna
geröi Sr. Jónas Gislason Ur
sænsku og er bókin 237 bls. aö
stærö. Aftan á bókarkápu segir
aö Veldi kærleikans sé hrifandi
ástarsaga sem byggi á raun-
verulegum atburöum.
I
NIÐJATAL
CUNNI.AUCÍS BjORNSSONAK
Á OSJ.VKáKTJttiUM
J imt'JAéJkU!
(X! ftAlys
SK,Rli)AK BJARN'ADÓTTUR
CiUbnCfNAR jÓNSDðriUR
fh'Orsír Tíx*iá>- h&jvottw
m---------------------*
Niöjatal Gunn-
laugs Bjömssonar
Niöjatal Gunnlaugs Björns-
sonar bónda á öspaksstöðum i
Hrútafiröi og eiginkvenna hans
Sigriðar Bjarnadóttur og Guö-
rúnar Jónsdóttur heitir nýút-
kominbókfrá Leiftrihf. Friðrik
Theodór Ingþórsson tók saman.
Tamarind-
fræið
Tamarindfræiö eftir Evelyn
Anthony 1 þýöingu Hersteins
Pálssonar er nýútkomin hjá
Leiftri hf. 1 kynningu á bókinni
aftan á bókarkápu segir:
„Judithstarfaði i aöalskrifstofti
Sameinuöu þjóöanna, þar sem
fjallaö var um trúnaöarmál.
Hana grunaöi ekki, aö hinn
alúðlegi maöur, sem hún hitti I
orlofi á Barbados, væri tengdur
njósnakerfi Rússa... Þangaö til
leyniþjónusta Breta varaöi
hana viö og óskaöi eftir sam-
vinnu hennar...
En Rússinn var ekki allur þar,
sem hann var séöur. Hann vildi
ná sambandi viö fleiri en
Judith....”
Útsynningur
OTSYNNINGUR er fyrsta
ljóöabók og jafnframt fyrsta
skáldverk höfundarins Gunnars
Finnbogasonar, skólastjóra.
A s.l. sumri tók hann til aö
yrkja — en haföi aldrei ort fýrr.
Efni kvæöanna sem eru 24, er lif
okkar i amstri daganna þvi höf-
undur kemur viöa viö— borgar-
lifiö, I banka, hjá fógeta, i
Stjórnarráöiö, um lifiö og
dauöann, voriö o.s.frv.
Stundum er ort um efni sem
skáldum hafa veriökær áöur en
sá einn er skáld sem kann aö
taka efniö nýjum tökum, opna
lesandanum nýja sýn, t.d. ætt-
jaröarljóö i bókinni sem hefst á
þessum oröum: Þú átt þér land
meö Ijóta sögu — eöa kvæöi um
ástina, innsta samband manns
og konu. Naumast getur sliks
kvæöis I Islenskum bókmennt-
um. — Flest eru kvæöin þrungin
lifsreynslu og skemmtileg meö
afbrigöum.
Gunnar Finnbogason
Punktar
í mynd
Bókaútgáfan Skjaldborg á
Akureyri hefur nýlega sent frá
sér bókina „Punktar I mynd”
eftir Kristján frá Djúpalæk.
Undirtitill bókarinnar er ,,A ári
barnsins 1979” en um þetta verk
hefur Kristján m.a. haft þessi
orö: „Ég hef veriö i tiu ár aö
fástviö hugmyndog tók mig til I
vetur og vann stanslaust aö þvi
aö koma henni i endanlegt
form..
Raunarmá tengja þetta verk
barnaári, þvi þetta er saga sálar-
innar. Sálin kemur utan Ur
geimnum og sest að I fræi I
móöurskauti, þar sem hún
byrjar aö veröa fyrir áhrifum
sem halda áfram eftir aö barniö
fæöist. Bókin er skirskotun til
eigin reynslu og nær til fimm
ára aldurs. Ég vil raunar segja,
aö hUn sé til varnar sálinni...
Þetta er ljó&’ænn texti, aö
mestu leyti stuölaöur. Verkiö er
ólikt öllu öðru sem ég hef gert og
þvi sem allir aðrir hafa gert
lika, — vona ég”.
einar kárason
LOFTRÆSTING
(FARIR MlNAR HOLÓTTAR I)
algfús bjartmarsson
útum lensportlð
Loftræsting
og Út um
lensportið
örbylgjuútgáfan heitir nýtt
bókaforlag, sem sendir nU frá
sér tvær ljóöabækur. Einar
Kárason er höfundur annarrar
þeirra og ber hún nafniö Loft-
ræsting — farir minar holóttar
I. Þetta er fyrsta bók höfundar
en áöur hefur hann birt eftir sig
ljóö i blööum og tlmaritum.
Bókin er 35 siöur og prentuö i
Odda.
Hin bókin er Ut um lensportiö
eftir Sigfús Bjartmarsson. Þaö
er lika fyrsta bók höfundar, en
áöur hafa birst eftir hann ljóö I
blöðum og timaritum. Hún er 48
siöur og prentuö I Odda.
BJARNi
BERNHARÐUR
Sigvaldi Hjálmarsson:
Að sjá
öðtuvfsi
Vikurútgáfan hefur gefiö Ut bók-
ina Aðsjá ööruvisi — esseiarum
mannlegt lif eftir Sigvalda
Hjálmarsson. Bókin skiptist i
allmarga stutta kafla, og er
hver um sig hugleiðing um þætti
mannlegrar tilveru frá sjónar-
hóli siöfræöi og dulhyggju.
Bókin er i litlu en snotru broti 75
bis. Sigvaldi Hjálmarsson er
löngu þjóökunnur dulspekingur
og rithöfundur og er ekKÍ vafi á
þvi aö mörgum leikur forvitni á
þvi aö lesa og kynna sér hug-
leiöingar hans eöa „huganir”,
en þannig var oröið „essay”
einu sinni þýtt á islensku.
Ijóöför
/
a
hendur
grásteíni
Ljóðaíör
á hendur
grásteini
Út er komin ljóöabókin „ljóö-
för á hendur grásteini” eftir
Bjarna Bernharö.
Fimiiir frækni
Finnur frækni eftir F. Marryat
er nú komin út hjá Leiftri hf.
Þetta er kunn ævintýrasaga og
fjallar um Finn frækna og
drenginn Vilhjálm, ungan og
óreyndan sjómanninn.