Tíminn - 05.01.1980, Side 1

Tíminn - 05.01.1980, Side 1
Laugardagur 5. janúar 1980 3. tölublaö—64. árgangur Islendingaþættir fylgja blaðinu i dag Slöumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldslmar 86387 & 86392 Er fasteignasala ábatasöm atvinnugrein? Um 6000 fasteignir skipta árlega um eigendur HEI — Fasteignamati rikisins berast 6-7000 kaupsamningar ár- lega, að þvi er segir i FMR-frétt- um. Að visu taldi forstjórinn að talan væri heldur há vegna samn- inga sem dregist hefði að skila frá árinu áður, en sennilega er þó óhætt að miða við að lægri talan sé nærri lagi. Af fjölda fasteigna eru rúmlega 40% i Reykjavik og Reykjanesi, en þar sem fasteiganskipti eru vafalaust talsvert tiðari á þessu landssvæði er sennilega vægt áætlaðað helmingur af þessum fasteignaviðskiptum, eða um 3000 samningar séu gerðir þá þessu svæði. Sé gengið út frá 25 milljón króna meðalverði á fasteign — sem er nokkuð algengt verð á þriggja herbergja ibúð — skipta fasteignir fyrir um 75 milljarða um eigendur á ári, miðað við nú- verandi verðlag. Sölulaun i fasteignaviðskiptum eru að öllu iöfnu 2% af söluverði. Oft er þó samið um lægri upphæö t.d. þegar um makaskipti er að ræða, eða þegar menn eru að selja fyrir kunningja og skyld- fólk. Sé gengið út frá að sölulaun- in séuað jafnaði 1.5% eru heildar- sölulaun sem renna til fasteigna- sala á höfuðborgarsvæðinu 1.125 milljónir. 1 simaskránni eru taldar vera rúmlega 60 fasteignasölur i Stór- Reykjavik. En samkvæmt góðum heimildum munu ekki nema um 30 þeirra vera virkar i raun. A þeim fasteignasölum er ekki fjarri lagi að álykta, að starfi tveir menn til jafnaðar, þannig um 60 manns starfi við fasteigna- sölu. Miðað við þessar forsendur sér hver fasteignasala um 100 sölusamninga á ári að meðaltali og þægi fyrir það 37,5 milljónir I sölulaun. Að áliti kunnugra mun hátt i fjóröungur þessarar upphæðar fara I auglýsingakostnað hjá Morgunblaðinu, þ.e. 8-9 millj. á ári. Annan kostnað, svo sem húsaleigu sima, bilakostnað, opinber gjöld, prentun, pappir og póst o.s.frv. er af kunnugum talið, ekki fjarri lagi að áætla 5-6 milljónir. Eftir standa þá að meðaltali 22-24 milljónir sem laun tveggja manna. Dágóð laun segja eflaust sumir og margir telja það vist ekki koma neinum á óvart. Hins er þó að geta að þrátt fyrir að þetta litur út fyrir að vera ábatasöm at- vinnugrein, þá veröa margar fasteignasölur skammlifar. Munu t.d. einar 6 til 8 hafa lagst niður á undanförnum tveim árum og fleiri sagðar vera að lognast út af Skýrist eftir helgina — segir Geir Hallgrímsson um stjómarmyndun HEI— „Það er ekkert annað að segja en það, að I dag átti ég viðræður við formenn hinna stjórnmálaflokkanna. Enn er aðeins um könnunarviðræður að ræða þar sem öllum möguleik- um er haldið opnum” svaraði Geir Hallgrimsson þeirri spurn- ingu hvað Timinn mætti segja þeim sem biðu eftir óþolinmóðir eftir að mynduð yrði stjórn. Um hvort málin væru þó ekki að skýrast eitthvað sagðist Geir vona að það kæmi I ljós um og strax eftir helgi hvort mögu- leikar væru fyrir hendi. Geir var þá spúrður hvernig honum hefði tekist að láta við- ræður sinar og tilraunir fara svo leynt, að fjölmiðlar hafa nær engar fréttir af þeim nema get- gátur. „Betur ef satt væri” sagði Geir, enda yrði að una mönnum einhvers friðar til að hugsa málin og reyna að komast að einhverri niðurstöðu. í raun væri þetta spurning um það, hvort stjórnmálamönnunum gæfist tóm og tækifæri til að kynnast sjónarmiðum hvers annars svo rækilega, að unnt sé að finna sameiginlegan flöt. Hann sagði engan flokkanna hafa neitað að taka þátt i við- ræðum. Talsmenn hinna flokkanna nánast vörðust allra frétta. Sögðust ekkert hafa um málið að segja. Alþýðuflokkurinn hefur þó boðað til þingflokks- fundar i dag, sem bendir til þess að þeir þurfi að taka afstöðu til einhvers tilboðs eða hugmyndar i sambandi við stjórnarmyndun. Einn þeirra sagðist álita, að Geir hefði orðið ákaflega litla von um myndun nýsköpunar- stjórnar og væri helst að velta fyrir sér möguleikum á myndun þjóðstjórnar. Það gæti stutt þessa tilgátu, að við Fram- sóknarflokkinn var ekki talað i heila viku þar til hann komst inn i myndina aftur I gær. fþróttamaður árslns: 21 tilboð barst í hitalögn Hitaveitu Borgarfjarðar 2-300 millj.kr. munur á JSS — „Okkur bárust fyrir skömmu boð i hitaveitulögnina fyrir Hitaveitu Borgarf jarðar en hún var boðin út á vegum Inn- kaupastofnunar rikisins. Okkur barst 21 tilboð, sem er mjög myndarleg þátttaka.og það mun- aði verulega miklu á hæsta og lægsta tilboði, eða 2-300 milljón- um”, sagði Guðmundur Ingi- mundarson oddviti I Bogarnesi i hæsta og lægsta tilboði viðtali við Tfmann. Sagði hann að þessa dagana væri unnið að þvi að skoða tilboð- in og yrði væntanlega tekin end- anleg afstaða til málsins nú i lok janúar. Tilboðin sem bárust voru frá Spáni, Bandarikjunum, Eng- landi, Belgiu, Italiu. Grikklandi, Þýskalandi, Portúgal, Finnlandi og Hollandi. Lægsta tilboðið barst Framhald á bls. 23 Hreinn kj örinn í þriðja sinn SOS — Reykjavik. Hreinn Hall- dórsson var í gær kjörinn iþróttamaður ársins 1979 og er þetta I þriðja sinn á fjórum árum sem Hreinn er sæmdur þessari eftirsóttu nafnbót. Hér á myndinni fyrir ofan, sem Róbert Ijósmyndari tók i gær, sjást Skúli Óskarsson — iþrótta- maður ársins, Oddur Sigurðs- son, sem varð i 2. sæti 1979 og Hreinn Ilalldórsson. Fyrir framan þá er hin glæsilega stytta, sem Hreinn mun varð- veita í eitt ár. örn Eiðsson, for- maður F.R.l. sést lengst til hægri. Nánar er sagt frá kjöri iþróttamanns ársins 1979 á bls. 18-19 og öllu þvi hclsta, sem er nú i sviðsljósinu I iþróttum. c A fundi með flugmönnum - Sjá bls. 2 Kjaramálaráðstefna VMSÍ i dag: Verður fallið frá krónutölustefnunni — varðandi verðbætur launa Kjaramálaráðstefna á veg-" um Verkamannasambands Is- lands hefst I dag á Hótel Loft- leiðum. Verður þar fjallað um þau viðhorf sem uppi eru I sam- bandi viö væntanlega kjara- samninga, ekki sist út frá þvl hvernig kjaramálaráðstefna ASÍ tók I ályktanir Verka- mannasambandsins, um krónu- tölureglu I sambandi við verö- bætur launa. En ráðstefna Verkamannasambandsins ályktaði, sem kunnugt er, að öll laun verði verðbætt með þeirri krónutölu sem verðtryggir miðlungskaup aö fullu. Aö sjálf- sögðu hefur aftur á móti staöið I mönnum aö skýra nánar hvað átt er viö meö miðlungskaupi. Tfminn spurði Þóri Daníels- son, framkvæmdastjóra Verka- mannasambandsins hvort llkur væru til að sambandið félli frá sinum fyrri ályktunum og stefnumótun til þess að sam- staða fengist og enn einu sinni yrði fariö i slaginn eftir gömlu prósentuleiðunum. Hann sagð- ist engu vilja svara um þetta fyrr en hann heyrði I sinu fólki. En vissulega hlyti nú að vera áriðandi aö samstaða næðist. Hann taldi lika að það hlyti aö verahægt að ná samstöðu, eftir einhverjum leiðum um að lægstu launinhækkuðu mest. En hins vegar væri ekkert Utlit fyrir að samstaða næðist um verðbætur eftir krónutölureglu, a.m.k. ekki nema þá að ein- hverjum hluta. Það er hins vegar ljóst, að falli þessi kjaramálaráðstefna ekki frá sinum fyrri ályktunum, þá er komin erfið staða, og jafn- velhætta á alvarlegum klofningi innan launþegasamtakanna I landinu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.