Tíminn - 05.01.1980, Blaðsíða 16
Gagnkvæmt
tryggingafé/ag
Auglýsirigadeild
Tímans.
118300
FIDELITY
HLJÓMFLUTNINGSTÆKI
Pantiö myndalista.
Sendum í póstkröfu.
^MÍNUAI Vesturgötu II
wWHfHL simi 22600
■■■■■
-
Lögreglan i
eltingaleik við
þjófa
FRI— 1 fyrrinótt kom lögreglan
að f jórum unglingum er voru að
yfirgefa Breiðholtsskólann. Er
unglingarnir, sem voru á
aldrinum 15-16 ára, urðu varir
við lögregluna dreifðu þeir sér i
allar áttir og tóku til fótanna.
Lögreglan hóf þegar að elta þá
og náði þeim brátt. Meðan á elt-
ingaleiknum stóö fleygðu ungl-
ingarnir frá sér peningakassa
til að létta sér hlaupin en það
dugði ekki til.
Innbrotsþjófarnir fjórir
reyndust hafa hnuplað úr skól-
anum 40.000 kr., peningakassa
og strætómiðum fyrir um
100.000 kr.
Sauðárkrókur:
Rannsókn á
ólátunum í
fullum gangi
FRI — Rannsókn lögreglunnar
á Sauðárkróki og RLR á óspekt-
um þeim, er urðu á Sauðárkróki
um áramótin, er nú I fullum
gangi og margir hafa verið yfir-
heyrðir. Aö sögn lögreglunnar,
þá eru þeir nú að koma saman
heildarmynd af atburöinum, en
eins og getið hefur verið um réð-
ist hópur unglina á lögreglu-
stööina á Sauöárkróki og
kveiktu i henni.
Aöspurð kvaðst lögreglan
ekki geta nefnt ákveðna
forsprakka en hægt værí aö
segja aö 2-3 unglingar hefðu
öðrum fremur haft sig i frammi
i þessum ólátum.
Öryggisráðið:
ísland vill ræða
Afganistanmáiið
Island er meðal 43 rikja, sem I
gærkvöldi afhentu forseta
öryggisráös Sameinuöu þjóöanna
bréf með ósk um að boðaður yrði
sérstakur fundur i öryggisráðinu
til að ræða ástandiö i Afghanistan
og áhrif þess á heimsfriðinn.
beir 43 fastafulltrúar, sem
undirrituöu bréfið til forseta
ráðsins, eru fulltrúar rikja i öllum
hlutum heims.
Sjómannasambandið skipar nefnd til að undirbúa kjarakröfur
Sjáum ekki hvernig við getum
tryggt kjör okkar manna
— með ttUltl til þess sem fyrir hendi er hjá öðrum
launþegum i landinu
JSS — Framkvæmdastjórnar-
fundur Sjómannasambands
Islands var haldinn i gær. A fund-
inum var m.a. lagöur grunnur að
tilnefningu 6—8 manna i nefnd
sem siðan mun vinna aö uppsetn
ingu kjarakrafna. Ekki var sú
nefnd skipuð endanlega, en þaö
verður væntanlega gert nú um
helgina.
Timinn hafði samband við
Oskar Vigfússon formann
Sjómannasambandsins i gær og
innti hanneftir þvi, á hvaða atriði
yrði einkum lögð áhersla i
komandi kjarasamningum.
Kvaðst hann ætla að slikt færi
alfariö eftir þvi hvernig mál
myndu skipast hjá heildarsam-
tökum launþega og þeirri stefnu
sem þar yrði uppi. ,,Ég á von á
þvi að i okkar hópi geri menn sér
fulla grein fyrir þvi ástandi sem
nú rikir i efnahagsmálum
almennt séð afleiðingum þess,
sem ekki er séð fyrir endann á.
Ég á von á að viö tökum mið af
þvi I sambandi við þaö sem við
gerum i þessum efnum”.
Óskar sagöi ennfremur að fyrir
engum væri eins óljós framtið og
fyrir sjómannastéttinni nU. Hún
hefði nú aö baki verðbætur til hins
almenna launþega upp á 13.2% og
enn væri ekki séð fyrir endann á
þvi hvernig mál skipuðust i
Verðlagsráði sjávarútvegsins.
„Sú krafa sem er uppi að okkar
háifu, er að við fáum hinar sjálf-
sögðu bætur okkur til handa, en
engin ábyrg rikisstjórn er fyrir
hendi til að taka afstöðu til þess
máls. Inn I myndina kemur svo
vitaskuld að okkar hálfu hvað
verður uppi á teningnum
varðandi fiskveiöibætur þeirra
stjórnvalda sem ábyrg kunna að
veröa á næstu dögum vikum eða
mánuöum. Þetta veldur okkur
mjög miklum áhyggjum, þvi við
sjáum ekki hvernig við eigum að
tryggja kjör okkar manna með
tilliti til þess sem nú er fyrir hendi
hjá öðrum launþegum I landinu”
Loks sagöi Óskar að sjómenn
væru nú að leysa landfestar og
sigldu algjörlega út i hreina
óvissu. Slikt ástand hefði sldan
verið fyrir hendi um áramót, að
sjómenn vissu ekki hvernig
þeirra tekjumöguleikar yrðu með
tilliti til þess verös sem þeir ættu
að fá fyrir sitt hráefni, né hvað
uppi yrði I sambandi við
möguleika þeirra á að afla sér
þeirra tekna með tilliti til aðgerða
stjórnvalda I fiskfriðunarmálum.
Miklar framkvæmdir I Borgarnesi:
Unnið að byggingu rúmlega
26.000 rúmmetra mjólkursamlags
Framkvæmdir að hefjast við nýtt skólahús
JSS — Undanfariö hefur veriö
unnið að framkvæmdum viö nýtt
mjólkursamlag I Borgarnesi og
eru þær langt komnar. Byggingin
er 26.182 rúmmetrar að stærð og
er stefnt að þvi að hún verði öll
tekin i notkun næsta haust.
Áð sögn Guðmundar Ingi-
mundarsonar oddvita I Borgar-
nesi hefur hluti hússins þegar
verið tekinn i notkun og eru þar
ostageymslur o.þ.h. I haust
verður starfsemi gamla samlags-
ins þ.e. móttaka og úrvinnsla
mjólkur flutt i nýju bygginguna,
en þangað veröa keyptar nýjar
vélar til fjölbreyttari og full-
komnari framleiðslu. Er m.a.
stefnt að nýjungum I ostagerð.
Þá hefjast næstu daga fram-
kvæmdir við nýtt skólahús i
Borgarnesi, og verður það byggt
við gamla skólann. Fyrirhugað er
að byggingin risi i tveim áföng-
um, sem eru samtals 5200 rúm-
metrar að stærð. Þarna er
einkum um að ræða fjölgun á
skólastofum, og verða fjórar
stofur i fyrri áfanganum, sem
áætlað er að byggja á næstu
tveim árum. Með tilkomu hans
rýmkast um i gamla skólanum,
og er fyrirhugað að innrétta þar
húsnæði til handavinnukennslu,
sem er orðið mjög aðkallandi.
Varíð ykkur á klækjum
ríkisvaldsins unga fólk
— leggið inn sparimerkin fyrir 1. febr. en takið ekki út fyrr en eftir sama mánaðardag
HEI —Þótt ekki sé um nýtt mál
aö ræöa er ekki vanþörf á aö
vekja ennþá einu sinni athygli á
þeirri svivirðu að hið opinbera
skuli halda áfram árum saman
að stela af þeim þegnum sinum
sem sist skyldi, það er ungling-
unum og unga fólkinu i landinu,
sem tekur þátt i' atvinnulifinu.
Þaö er kannski stórt upp i sig
tekið aö tala um að stela, en er
það nokkuö annað ai þjófnaöur
að taka með löggjöf 15% af öll-
um launum fólks á aldrinum
16—26 ára undir þvi yfirskini að
allt sé verðtryggt og verið sé að
kenna þessu fólki að spara,
er fckila þvi svo aftur nær
verölausum krónum, oft með
nánast engum vöxtum. Það er
sannarlega hörmulegt aö rikis-
valdið skuli halda þessum ljóta
leik áfram árum og áratugum
saman.
Þau þúsund ungmenna sem
vinnameöskóla, sleppa þó ekki
viö skyldusparnaöinn. En þau
hafa hinsvegar heimild til aö
taka féð út gegn vottoröi frá
skóla. Mörg fara fyrir jólin og
ná i' sparnað ársins, sem að
mestu leyti hefur orðiö til á
sumarmánuöunum og hefur þá
legið um hálft ár I Veödeildinni.
A þetta fé eru greiddir 4% vext-
ir, sem frystir eru bótalaust inni
á reikningi en engar veröbætur
eru greiddar.
Hinir sem stunda vinnu fá að
visu veröbætur. En ekki er hægt
aö segja annaö en aö reiknings-
aðferðin sem viöhöfð er sé
svivirðileg, a.m.k. á’veröbólgu-
tímum eins og verið hafa s.l.
áratug. Verðbæturnar eru
aðeins reiknaðar út 1. febrúar
árlega og þá aðeins af þvi fé,
sem búiö er að liggja á reikn-
ingnum heilt ár eða lengur. Þaö
er þvi mjög brýnt fyrir ungt fólk
sem nú á sparimerki, sem það
fær ekki aö leysa út, að leggja
þau inn fyrir 1. febr.
næstkomandi. Einnig skiptir
miklu fyrir þá sem ætla að taka
út sparnaö frá árinu 1978 eöa
eldri, aö gera þaö ekki fyrr en
eftir 1. febrúar næstkomandi til
aö missa ekki af verðbótum
fyrir s.l. ár.
En tökum nánara dæmi af
reikningskúnstum hins opin-
bera. Ungmenni sem greitt hef-
ur 500 þús. kr. skyldusparnaö
frá 1. febr. 1979 til sama tfma
1980 fær engar veröbætur
greiddar á upphæðina fyrr en 1.
febrúar 1981 og þá aöeins ár
aftur I timann. I 50% veröbólgu
yrðu verðbæturnar þá 250
þúsund, sem sýnst gæti dágott.
En áfram halda klækirnir. 1
staö þess að leggja verðbæturn-
ar við höfuðstólinn eins og gert
er á venjulegum bankareikn-
ingum, eru þær lagðar inn á sér-
stakan reikning sem aldrei er
verðbættur. Verðbæturnar
koma þvi framvegis aöeins á
upphaflega 500 þús. króna
höfuðstólinn. Það er þvi ekki
furöa þótt margt ungmenniö
hafi oröið fyrir vonbrigðum með
upphæðina, þegar farið var aö
taka út kannski allt að 10 ára
sparnað, sem sagður hefur
verið full verðtryggöur.
Reynslan sýnir að svo er vissu-
lega ekki.