Tíminn - 08.01.1980, Side 2

Tíminn - 08.01.1980, Side 2
2 Þriöjudagurinn 8. janúar 1980 Á verðbólgan að ráða launamunínum? launþegasambandanna _ I landinu. HagfræBingur Vinnuveitenda- sambandsins sagBi aB þessi leiB mundi örugglega hækka heild- arupphæB vísitölubóta í þjóð- félaginu umfram þaö sem visitalan hækkar hverju sinni, þvi svo margir fengju hærri bætur en eftir núverandi kerfi á móti miklu færri sem fengju skertar verBbætur. Auk þess væri þaö að athuga, að þeir hærra launuðu sem yrðu fyrir skerðingu hefðu aldrei sætt sig við sliTct. Fyrirtækin neyddust þvi til að leiðrétta þetta i formi launaskriðs, þannig að heildar- útgjaldaliðurinn yrði stórum hærri en með núverandi pró- sentuaðferð. HEI — Kjaramálaráðstefna Verkamannasambandsins sem haldin var um helgina sam- þykkti sem stefnu sina á Kjara- málaraðstefnu ASI, aö verðbæt- ur á öll laun fyrir neðan 300 þús. kr. verði þær sömu i krónutölu og á 300 þús. kr. laun. Veröbæt- ur á laun á bilinu 3-400 þús. verði óbreyttar, þ.e. prósentuhækkun, en siðan sama krónutala á laun sem eru 400 þús. og þar yfir. Meðlaunum er þá átt við grund- vallarlaunataxta og sföan reiknað með að hlutfalliö verði það sama á bónusgreiöslur og álagsgreiðslur t.d. hjá iðnaðar- mönnum. 1 raun þýðir þessi samþykkt það, að verðbætur á laun stjórni launamuninum f landinu. Þvi meiri sem verðbólgan er, þess fyrr minnkar launabilið, ef þessi tillaga kæmi til fram- kvæmda, þvi i raun jafngildir þettagrunnkaupshækkun þeirra erhafagrunnlaun undir 300 þús. ámánuði. Sennilega verður tek- ist hart á um þessa tillögu á Kjaramálaráöstefnu ASl, þvi þar eru hópar sem halda vilja áfram hlutfallslegum verðbót- um innan ASI er þó varla nokkur starfshópur með laun yfir 400 þús. á mánuði, nema kannski nokkrir á hæstu töxtum Verslunarm annaf élagsins. Hinsvegar kæmi þetta fyrst og fremst niður á fólki innan BSRB sem er algerlega andvígt þvi að verðbólgan ráði launamuninn. Timinn spurði Harald Stein- þórsson hvað BSRB þætti um að Verkamannasambandið væri aö álykta og gera samþykktir um launataxta sem væru utan við þeirra hópa en fyrst og fremst innan raða BSRB. Haraldur sagöi að þetta væri svo sem ekki nýtt fyrirbrigði, að menn væru ekki endilega að semja fyrir sjálfa sig, heldur jafnframt um ákvæði sem eingöngu snertu aðra. Vitanlega væri þetta rangt. Hitt væri skynsamlegur hlutur, ef öll launþegasamtök landsins ykju samvinnu sin á milliogræddu málin. Menn átt- uöu sig þá lika betur á vanda- málum hvers annars. En til þessa sagði Haraldur allt of litla samvinnu hafa verið á milli Ottó Karli afhcntur bikarinn. Ungur björgunar- maður Skömmu fyrir jól heiöraði Slysavarnafélag tslands ungan dreng, er vann frækilegt björgunarafrek á árinu^ Drengur- inn heitir Ottó Karl Ottósson, og er nýlega oröinn fimm ára. Var honum færöur forkunnarfagur áletraöur silfurbikar frá félaginu. Björgunarafrek sitt vann Ottó s.l. sumar, er hann dvaldi með foreldrum slnum og fleiri Is- lendingum á sumardvalarstaö við Aþenu í Grikklandi. Var Ottó þá að leik við sundlaug hótelsins, ásamt þriggja ára félaga sinum, en enginn fullorðinn var nær- staddur. Féll þriggja ára drengurinn, Magnús Dimitri Briem i laugina, sem var þar um þriggja metra djúp. Ottó Karl Ottósson stökk út I laugina á eftir félaga sinum og tókst að ná til hans og halda honum á floti uns hjálp barst. Þegar hann var spurður að þvi, af hverju hann hefði ekki kallaö á hjálp, er slysiö vildi til, svaraði hann þvi til aö ,,ekki hefði verið timi til þess.” alþýöu blaðiö Alþýðublaöiö er nú 61 árs gamalt og hefur séö tlmana tvenna l oigusjo islenskrar blaöaútgáfu Alþýðublaðið ber sig vel „Förum ekki út í nein helv... halla- rekstur” segir Jón Baidvin AM — „Við erum nú að fara af staö meö okkar fyrstu skipulegu áskrifendasöfnun aö sinni og mun það fara eftir niðurstööum henn- ar hvort af þvi veröur að við stækkum blaöiö,” sagöi Jón Bald- vin Hannibalsson, ritstjóri Al- þýðublaðsins, þegar við ræddum við hann i gær. Jón Baldvin sagði að hvað sem umræöu um opna fjölmiöla á Is- landi liöi, teldi hann þá ekki svo opna að stjórnmálaflokkur gæti án þess verið aö hafa eigið mál- gagn. Alþýðublaðið er enn ýmist fjór- ar eða átta siður, en Jón sagði blaöiö bera sig meö þessu móti og stækkun yrði alls ekki fram- kvæmd fyrr en ljóst væri aö áskrifendafjöldi væri fyrir hendi sem bæri hann. „Viö förum ekki út i neinn helv... hallarekstur,” sagði hann. A ritstjórn Alþýöublaðsins starfa nú auk ritstjóra tveir blaöamenn, en ennfremur heldur blaðið starfsfólk við auglýsingar og dreifingu. Tómas Árnason: Otímabært að ræða niðurstöður ríkis- fjármálanna 1979 HEI — „Þá fyrst er bráðabirgða- uppgjör kemur frá stofnunum fjármálaráöuneytisins er hægt aö fara að ræöa um stöðu rikisfjár- málanna árið 1979. Ég álit þvi þessar yfirlýsingar fjármálaráö- herra alls ekki timabærar eöa byggðar á þeim grunni sem þarf, til þess að hægt sé að ræöa þessi mál” svaraði Tómas Arnason fyrrverandi fjármálaráöherra er hann var spurður álits á yfirlýs- inguSighvats Björgvinssonar um 6 milljarða inneign á hlaupa- reikningi rikissjóðs hjá Seðla- bankanum nú um s.l. áramót. Auk þess sagði Tómas þaö blekkingu að taka bara einn reikning við Seölabankann og segja að hann sé I plús, en minn- ast ekkert á þá vixla, sem rikis- sjóður skuldar Seölabankanum. Tómas sagði þaö alveg rétt hjá Sighvati, aö umskipti hefðu oröið á rikisfjármálunum siðari hluta ársins. En það væri hinsvegar enginn nýr sannleikur. Það yrðu alltaf umskipti siðari hluta árs- ins, af þeirri einföldu ástæðu, aö rikistekjurnar kæmu inn i stór- auknum mæli siöari hluta ársins, en útgjöldin væru hinsvegar nokkuð jöfn árið um kring. Meiri tekjur rikissjóös en gert hefði veriö ráð fyrir að sögn Sig- hvats, þýddu þaö að þau plön sem Tómas sagðist hafa lagt og borið ábyrgð á hafi þá staðist og vel það. Þessar auknu tekjur sýndu þá, að varlega hefði verið áætlaö. Leiðréttíng I gær misritaðist I nafni greinar- höfundar um UMF Dagsbrún i Austur-Landeyjum að sagt var að Andrés Guönason væri frá Hólum. Hið rétta er aö hann er frá Hólmum, og er Andrés og lesendur beðnir vel- virðingar á þessari prentvillu. Kópavogur: Maður fyrir bíl FRI — Síðdegis I gær v'arð maður fyrir bil á Vallartröð. Hann mun hafa sloppið við brot en aftur á móti er hann nokkuö marinn. Að sögn lögreglunnar þá mun hafa verið flughált á götunni er slysið varð og er það talin orsök slyssins. Hált var viða I Kópavogi sem annars staðar á höfuðborgar- svæðinu og til dæmis datt kona á svelli fyrir utan pósthúsið I Kópa- vogi og mun hún hafa meiðst I baki. Rannsóknarlögreglan: Yfirheyrsl- ur í Sand- gerðismál- inu í gær FRI —Unnið var að ýmsum mál- um hjá RLR um helgina eins og óspektunum á Sauðárkróki og Sandgerðismálinu. Yfirheyrslur fóru fram 'i Sandgerðismálinu I gær en þaö er enn óupplýst en við- tæk rannsókn fer fram i þvi. Tvö smáinnbrot voru framin um helgina. Brotist var inn I ný- byggingu að Þverárseli 8 og haföi þjófurinn á brott meö sér hita- stilla.vatnskrana og fleira smá- dót. Auk þess þá var brotist inn I sumarbústaö á Rjúpnahæð. 29 manna hópur brautskráð- ur frá T.Í. jSS — Við lok haustannar I desember sl. var 29 manna hópur sérmenntaðra manna Utskrifaður frá Tækniskóla Islands. Þeir sem útskrifuöust voru 3 bygginga- tæknar, 8 raftæknar, 5 véltæknar og 13 byggingatæknifræðingar. Þeirra á meðal er fyrsta konan sem ávinnur sér námsgráðuna byggingartæknifræðingur frá T.I. Þá voru 15 meintæknar braut- skráðir 1. okt. sl. 24 útgerðar- tæknar voru brautskráöir 31. mai sl. og 42 luku raungreinadeildar- prófi á sl. ári. ■* 12 nemendur fóru á siðasta ári frá Tækniskólanum til þess að ljúka námi I Danmörku. Heildar- fjöldi nemenda i 6 deildum skól- ans var u.þ.b. 400 á haustönn og hefur ekki áöur verið svo mikill. Róleg helgi hjálög- reglunni FRI —Helgin mun hafa verið ein- staklega róleg hjá lögreglunni I Reykjavik. Fáir árekstrar urðu og flestallir árekstrar voru af smærri geröinni. Hinsvegar mun hálkan i gær hafa sett strik i reikninginn og nokkuðvarum að fólk slasaði sig. Flest voru þó slysin af minni gerðinni, brákanir og marblettir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.