Tíminn - 11.01.1980, Page 20

Tíminn - 11.01.1980, Page 20
Gagnkvæmt tryggingafélag Auglýsingadeild 'Tímans. 18300 FIDELITY HLJÓMFLUTNINGSTÆKI Pantiö myndalista. Sendum í póstkröfu. C |/S|J1/A| Vesturgötu II wwvllVHL simi 22600 Skaftárhlaupiö: Vatnsmagnið stendur í stað — Jarðhitasvæði undir jöklinum sennilega orsök hlaupa í Skaftá FRI — „Hlaupið hefur staðið i stað nii i dag” sagði Böðvar Kristjánsson bóndi iSkaftárdal er viðræddum við hann i gær. „Það kom aðeins kippur i það i morgun en þá jókst vatnsmagnið um 25-30 sm en siðan dró niður i þvi aftur og þaö er nú um 200 sm yfir meðallagi eins og þegar hlaupið byrjaði. Samkvæmt þessu þá virðist hlaupið ætla að vera skammlift en Böðvar kvaðst hafa trú á þvi að það mundidraga úr þvi á næst- unni fyrst engin aukning varð á vatnsmagninu i Skaftá i gær. „Það er min skoðun að orsakir Skaftárhlaupa megi rekja til jarðhitasvæðis undir sigkatlinum norðvestan viðGrimsvötn,” sagði Helgi Björnsson jarðeðlis- fræðingur á Raunvisindastofnun Háskólans i samtali við Timann. „tsinn undir sigkatlinum er þynnri en isinn i kringum hann og þar af leiðandi er minni þrýsting- ur undir katlinum heldur en undir jöðrum hans. Þetta gerir það að verkum að bræðsluvatnið sem jarðhitasvæðið myndar safnast saman undir sigkatlinum upp að þvi marki að það getur brotist út undir þykkri isinn og myndaö þannig hlaup i Skaftá.” Hlaupin í Skaftá hafa verið mjög óregluleg frá þvi að þau hóf- ust 1955. En tiðni þeirra hefur far- ið vaxandi á siðustu árum. Þann- ig urðu 6 hlaup fyrstu 15 árin (til 1970) en 9 hlaup hafa orðið siðustu 10 árin að þessu meðtöldu. Þetta hlaup núna er óvenjulegt að þvi leyti að aldrei áður hefur liðið jafnstuttur timi á milli hlaupa og nú. Hinsvegar liðu að- eins 4 mánuðir milli hlaupanna 1972, það er þau urðu i ágúslok og aftur i desemberlok það ár. Hér er verið aö landa vertiðarfiski I örfirisey f gær (Ljósmynd Kóbert) Iceland Seafood Corporation: Aukin markaðs- hlutdeild í USA AM —1 gær leituðum viö frétta af afkomu Iceland Seafood Corp. á árinu 1979 hjá Sigurö Markússyni, framkvæmdastjóra Sjávar- afurðadeildar SIS. Sigurður sagði að hann heföi fyrir nokkru fengið heildartölur fyrirtækisins fyrir árið 1979 frá Guöjóni B Ólafssyni, fram- kvæmdastjóra þess. Þar kemur fram m.a., að heildarsala fyrir- tækisins varö 84.1 milljón doll- Féllu af þaki FRI — Um fjögurleytið i gær féllu tveir menn af þaki Flúöasels 93 I Breiðholti. Þeir munu hafa veriö við vinnu á þakinu er slysið varð. Þeir munu ekki hafa slasast alvarlega en falliö af þakinu var töluvert þar sem húsið er hátt, eitt af húsunum meö bröttu þök- unum, arar og hafði aukist um 16.4 af hundraði frá fyrra ári. Megin- þættirnir i þessari veltu eru ann- ars vegar sala fiskrétta, sem framleiddir eru I fiskréttaverk- smiðju fyrirtækisins vestra, hins vegar fryst fiskflök, sem seld eru áfram til kaupenda, eins og þau koma frá lslandi. Sala fiskrétta jókst á árinu um 14.4% að magni, en 19,5% að verðmæti. Sala flaka jókst um 12.4% aö magni en um 29% að verömæti. „Guðjón getur þess I skeytum til okkar,” sagði Sigurður, ^að heildarsala á fiskréttum muni ekki hafa aukist I Bandarikjunum á árinu 1979. Skýrslur um inn- flutning og neyslu á fiskflökum i Bandarikjunum fyrir allt árið 1979 liggja enn ekki íyrir, en tölur fyrir fyrstu niu mánuöi ársins sýna litilsháttar samdrátt, eða um eitt prósent. Er ljóst af þess- um samanburöi að fyrirtækið hef- ur aukið markaðshlutdeild sina á árinu og á þetta bæöi við um fisk- réttina og fiskflökin.” FRI — Um ll-leytiö i gærmorgun féll tankur af ollubfl er hann var staddur út á Granda. Engin slys urðu á fólki I þessu óhappi en éldhætta skapaöist þvi olia flóði úr tanknum eftir að hann skall I götuna. Hreinsun götunnar gekk fljótlega fyrir sig. Landgræðsla rikisins: Hefur fræ- og áburðadreifingu í Hítárdal í vor JSS — Landgræðsla rikisins girti sl. sumar 8 kilómetra langa girð- ingu i Hitardal i Hraunhreppi á Mýrum og er fyrirhugað að hefja fræ- og áburðardreifingu i júni næsta sumar. Að sögn Stefáns Sigfússonar i Gunnarsholti liggur nýja girðing- in frá afréttargirðingu, heim und- ir Hitardal, þaðan niður i á og loks að hreppagirðingunni. Land- græðslugirðingin er um 1500 hektarar að stærð. „Við hjá Landgræðslunni töldum að Hitar- dalur væri alvarlegasta upp- blásturssvæðið á Vesturlandi. Þar er einnig talsvert af lausum fokjarðvegi, sem fýkur alltaf til. Hugmyndin er að vinna I þessu svæði eftir efnum og ástæðum og næsta sumar verður sáð grasfræi og áburði dreift úr vél, en um magnið vitum við ekki enn”, sagði Stefán Sigfússon. Landgræösluvélarnar: Dreifðu 2962 tonnum af fræi ög áburði JSS —Siðastliöið sumar dreiföi Landgræösla rikisins úr flugvél- um sinum samtals um 2962 tonn- um af áburði og grasfræi. Minni vélin Tf-Tún dreifði 742.66 tonnum. Þar af voru 4.8 tonn af fræi. Úr Douglasvélinni var dreift samtals 2220 tonnum. Þar af voru 60 tonn af fræi. Af heildarmagninu var 55.1% i landgræðslugirðingar, 25% var dreift á beitilönd þ.e. heimalönd þar sem bændur taka þátt i kostn- aði við dreifinguna, og 9.9% var dreift á afréttarlönd. Loks var 10% magnsins dreift á aðra staði, svo sem Vestmannaeyjar. Reykjavík: Slökkviliðiö 474 sinnum JSS — Slökkviliðið i Reykjavik var kvatt út alls 474 sinnum á sið- asta ári. 1 398 tilvikum reyndist vera um eld að ræða. Langflest urðu útköllin i maimánuði, en þá var mikið um sinubruna. 1 heild- ina er þetta svipaður fjöldi út- kvatt út á sl. ári kalla og á árinu 1978. Þá voru sjúkra- og slysaflutn- ingar á árinu samtals 10755, eða 29.26 til jafnaðar á sólarhring. Hefur fjöldi sjúkraflutninga hald- ist svo til óbreyttur allt frá árinu 1973 og var t.d. árið 1978 10006. Keyrði frá slysstað FRI — I gær var keyrt á ungan dreng i Torfufelli. Drengurinn mun hafa hlaupið f veg 'fyrir bil- inn. ökumaður keyrði af slysstað en sennilegt er að hann hafi talið að ekki væri um alvarleg meiðsli að ræða hjá drengnum eins og rétt reyndist en óvenjulegt er að þetta komi fyrir. Sandgerðismálið: Fallið frá gæslu- varð- haldi FRI — I gær lá fyrir Saka- dómi Gullbringusýslu beiðni rannsóknarlögreglu rikisins um gæsluvarðhaldsúrskurð yfir ungum manni vegna póstránsins i Sandgerði. Að sögn Guðmundar Kristjáns- sonar fulltrúa hjá bæjar- fógetanum i Keflavik en hann fjallaði um málið, var fallið frá gæsluvarðhaldi I málinu og maðurinn látinn laus. Maðurinn sem um ræðir býr á efri hæð hússins þar sem ránið var framið og var tekinn til yfirheyrslu skömmu eftir að ránið átti sér stað en sleppt skömmu siðar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.