Tíminn - 17.01.1980, Blaðsíða 6
6
Fimmtudagur 17. janúar 1980.
Erlent yfirlit
C'tgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson, Jón Heigason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull
trúi: Oddur ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason
Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og augiýsingar SIÖu
múla 15. Simi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495
Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 230.- Askriftargjald kr
4.500 á mánuöi.
Blaöaprent.
Hlutverk Þjóöhags-
stofnunarinnar
Þar sem i hugum vissra stjórnmálamanna virðist
rikja nokkur misskilningur varðandi hlutverk Þjóð-
hagsstofnunarinnar, þykir ekki úr vegi að rifja það
upp hér.
í fyrstu grein laganna um Þjóðhagsstofnun segir,
að verkefni hennar sé að fylgjast með árferði og af-
komu þjóðarbúsins, vinna að hagrannsóknum og
vera rikisstjórn og Alþingi til ráðuneytis i efnahags-
málum.
í annarri grein segir, að meðal verkefna Þjóð-
hagsstofnunar séu þau, sem greind eru hér á eftir:
1) Að færa þjóðhagsreikninga.
2) Að semja þjóðhagsspár og áætlanir.
3) Að semja og birta opinberlega tvisvar á ári, vor
og haust, yfirlitsskýrslur um þróun þjóðar-
búskaparins og horfur i þeim efnum.
4) Að annast hagfræðilegar athuganir og skýrslu-
gerð um efnahagsmál fyrir rikisstjórnina og
alþjóðastofnanir, Seðlabanka íslands og Fram-
kvæmdastofnun rikisins.
5) Að láta alþingismönnum og nefndum Alþingis i
té upplýsingar og skýrslur um efnahagsmál.
í 5. grein laganna segir, að rikissjóður og Seðla-
banki íslands greiði sameiginlega kostnaðinn við
Þjóðhagsstofnun. Þessi kvöð er lögð á Seðlabank-
ann með tilliti til þess, að hagdeild hans þurfi ekki
að sinna að neinu ráði þeim verkefnum, sem eru
falin Þjóðhagsstofnuninni. Með þessum hætti er
komið á verkaskiptingu milli hennar og Þjóðhags-
stofnunarinnar, svo að báðir þessir aðilar séu ekki
að vinna sömu verkin.
Samkvæmt þessu er ljóst, að það er Þjóðhags-
stofnun, sem hefur beztu aðstöðu og skilyrði til að
meta efnahagstillögur, sem koma frá stjórnmála-
flokkum eða öðrum aðilum um áhrif þeirra á þróun
efnahagsmála og afkomu þjóðarbúsins. Þess vegna
er eðlilegt að leitað sé til hennar um slika út-
reikninga.
Hitt er alveg út i hött i þessu sambandi að snúa
sér til hagdeildar Seðlabankans, sem gegnir allt
öðru hlutverki en Þjóðhagsstofnun og hefur þvi ekki
sömu skilyrði til að sinna umræddum verkefnum.
Óhæfuverk
Alþýðuflokkurinn þurfti ekki lengi að fara einn
með stjórn rikisins til þess að geta fullkomlega sýnt
sitt rétta andlit frá timum viðreisnarstjórnarinnar.
Tvær stöðuveitingar Alþýðuflokksráðherra voru
til umræðu á Alþingi i fyrradag og eru báðar jafn
fordæmanlegar.
önnur var sú ráðstöfun Vilmundar Gylfasonar að
búa til nýtt embætti við dómsmálaráðuneytið handa
flokksbróður sinum og margbrjóta með þvi reglur,
sem hann hefur látizt fylgjandi áður.
Hin er sú, að Magnús H. Magnússon hefur skipað
rekstrarstjóra Flugleiða og stjórnarformann
Arnarflugs sem formann Flugráðs. Flugráð er um-
sagnaraðili um mörg mál, sem þessi félög snerta.
Það er algert hneyksli að fela manni i þessari að-
stöðu forustu Flugráðs.
Til þess að geta framkvæmt þetta óhæfuverk,
svipti ráðherrann þann mann formennskunni i
Flugráði, sem hefur mesta reynslu allra íslendinga
á sviði flugmálanna. Þ.Þ.
Missa Rússar fylgið
í þríðja heiminum?
Söguleg atkvæðagreiðsla á allsherjarþinginu
tvö mál, sem þau geta beitt i
slikri gagnsókn. Annaö er mál
Palestinumanna. Þriöji heim-
urinn hefur skipaö sér fast meö
Frelsissamtökum Palestinu-
manna. Þaö er erfitt fyrir vest-
urveldin aö deila hart á yfir-
drottnum Rússa i Afghanistan
meöan þau halda óbeint vernd-
arhendi yfir hernáminu á Vest-
urbakkanum og Gazasvæöinu.
Þess vegna skiptir þaö nú
höfuömáli, aö samkomulag ná-
ist milli stjórna Israels og
Egyptalands um þá framtiöar-
stjórn umræddra landsvæða,
sem þriöji heimurinn getur sætt
sig við og þó einkum Araba-
rikin. Slikt myndi gerbreyta aö-
stööunni I Vestur-Asiu vestrænu
rikjunum i vil.
Hitt máliö er kynþáttadeilan i
suöurhluta Afriku. Hún hefur
megináhrif á afstööu dökku
þjóöanna f Afriku. Ródesiumál-
iö viröist nú á góöum vegi aö
leysast, en ekki bólar enn á
lausn þessara mála i sjálfri Suð-
ur-Afríku. Þaö mál mun þvi um
sinn halda áfram aö vera mjög
ÞAÐ þykir óliklegt, aö sú
ályktun allsherjarþings Sam-
einuðu þjóöanna að skora á
Sovétrlkin aö kalla tafarlaust
heim herlið sitt frá Afghanistan,
muni breyta þeirri afstööu
þeirra aö ná Afghanistan undir
full yfirráð sin. Ályktanir alls-
herjarþingsins eru ekki skuld-
bindandi fyrir þátttökufIkin,
heldur aöeins ráögefandi.
Árásarriki hafa þvi venjulega
haft slikar ályktanirað engu og
má minna á, aö oft hefur verið
skoraö á Israel aö draga her
sinn frá herteknu landsvæöun-
um. Rússar þykja ekki líklegir
til aö vera öörum hlýönari i
þessum málum.
Þrátt fyrir þaö er þessi álykt-
un allsherjarþingsins þýöingar-
mikil og getur átt eftir aö hafa
vaxandi áhrif. Hún stuðlar
vafalitiö aö þvi almenningsáliti
i heiminum, að Sovétrikin sæk-
ist eftir þviaö drottna yfir nábú-
um sinum og hiki ekki viö að
beita ofbeldi til þess aö koma
þeim áformum fram. Fyrir
Rússa er siöur en svo æskilegt,
aö þetta almenningsálit styrk-
ist.
Raunar má segja, aö slikt al-
menningsálit hafi þegar verið
fyrir hendi I vestrænum lönd-
um, enda fengizt fyrir þvi full-
gildar sannanir I Ungverjalandi
og Tékkóslóvakiu. Oöru máli
gegnir um þriöja heiminn svo-
nefnda. Þar hafa Rússar átt
auknu fylgi aö fagna á siöariár-
um og andstaöan gegn vestrænu
rikjunum aukizt. Vestrænu rikin
hafa þvi oft undanfarið fariö
halloka i atkvæöagreiðslum á
allsherjarþinginu og fundum
ýmissa alþjóðlegra samtaka,
þar sem deilumál milli austurs
og vesturs hefur boriö á góma.
A tk v æ öag re i ö s 1 a n um
Afghanistan er fyrsti stóri ósig-
urinn, sem Rússar hafa þurft að
þola á þessum vettvangi um
langt skeiö.
MIKILVÆGI umræddrar
ályktunar allsherjarþingsins
mun i framtiðinni fara mjög eft-
ir þvi, hvaöa áhrif hún hefur i
þriðja heiminum. Af hálfu vest-
urveldanna er henni fyrst og
fremst ætlað aö hafa áhrif þar.
Þess vegna var ályktunin flutt
af rikjum, sem teljast til þriöja
heimsins og þau létu mjög til sin
takai umræöunum. Fyrir Rússa
er þaö mest dfall hversu mörg
þeirra studdu ályktunina.
Samþykkt ályktunarinnar
getur þvi markaö þáttaskil i
keppni Sovétrikjanna og vestur-
veldanna, og þá einkum Banda-
rikjanna, um fylgi þriöja heims-
ins. Þetta veltur þó á þvi, hvern-
ig Bandarlkjunum og vestur-
veldunum tekst aö halda á mál-
um i náinni framtiö. Þaö er efa-
laust aö Sovétrikin muni fljót-
lega bregöast viö á þann hátt aö
hefja gagnsókn á þessum vett-
vangi eða þegar um hægist hjá
þeim i Afghanistan.
Sovétrikin hafa sérstaklega
Troyanovsky beitir neitunarvaidi Rússa i öryggisráöinu til
aö fella þar sams konar tillögu og allsherjarþingið samþykkti.
Frá fundi ailsherjarþingsins. Aöofan sést Mohammad Dost, fulltrúi
Afghanistan, og aö neöan Oleg Troyanovsky, fulltrúi Rússa.
viökvæmt i sambúö Afrikurikj-
anna og vestrænu rikjanna.
ATKVÆÐAGREIÐSLAN á
allsher jarþinginu bar lika
merki um þetta. Við atkvæöa-
greiöslunasátu hjá 12 Afrikuriki
og fjarverandi voru 8 Afriku
riki.
Að visu munu áðurnefnd mál
sennilega ekki hafa ráöiö af-
stöðuþeirra, nema aö takmörk-
uöu leyti, en hjáseta þeirra og
fjarvist benda til, aö þau vilji
ekki á þessu stigi taka afstööu,
sem gæti að mati þeirra tengt
þau viö aðra hvora stórvelda-
blökkina.
Ályktunin var samþykkt meö
104 atkvæöum gegn 18. t hópi
þessara 18 rikja voru öll Var-
sjárbandalagsrikin i Aus-
ur-Evrópu,aö Rúmeniu undan-
skildri, Afghanistan, Angóla,
Eþiópia, Grenada, Kúba, Laos,
Suður-Jemen, Mósambik,
Mongólia og Vietnam. Sovétrik-
in hafa þvi ekki hlotið stuöning
neins rikis utan þrengsta vina-
hóps sins.
1 hópi þeirra 18 rikja, sem
sátu hjá, voru auk 12 Afriku-
rikja, Finnland, Indland,
Norður-Jemen, Kýpur, Nicara-
gua og Sýrland. Athygli vekur
að sjá Norður-Jemen I hjásetu
hópnum, þar sem grunnt er á
þvi góöa milli Suöur-Jemen og
Norður-Jemen. Noröur-Jemen
mun hins vegar óttast
Saudi-Arabiu engu minna og ný-
lega hafa Rússar látið Norð-
ur-Jemen fá mikiö af vopnum.
Það er eitt furðumálanna á al-
þjóðlegum vettvangi, aö Sovét-
rikin skuliláta báöum jemensku
rikjunum vopn i té.
Eins og áöur segir, voru 8
Afríkurlki fjarverandi, en auk
þess Libýa, Dominica, Solo-
monseyjar og Rúmenia. Fjar-
vera Rúmeniu vakti að sjálf-
sögöu mesta athygli.
Þ.Þ.