Tíminn - 17.01.1980, Qupperneq 9
8
Fimmtudagur 17. janúar 1980.
Dionne kannar tóninn — og negl-
urnar. „Margir söngvarar þurfa
eitthvað örvandi. Ekki ég. Mér
hefur aldrei liðið eins vel og nú.
1 meira en áratug átti Dionne
Warwick hvert lagið á fætur
öðru efst á vinsældalistunum.
Hún þótti óvenjufjölhæf og tókst
jafn vel upp, hvort sem hún söng
popp, jass eða „rythm og
blues”. Þegar litið er til baka,
má telja þessi ár hennar upp-
gangsár. En um 1975 fór að
halla undan fæti fyrir henni. Þá
lauk tiu ára hjónabandi hennar
og leikarans og jasstrymbilsins
Bill Elliott. I ofanálag slitnaði
upp úr samstarfi ljóða- og laga-
smiðanna Hal David og Burt
Bcharach, sem samið höfðu
flest topplög Dionne. Maður
hennar fór fram á lifeyri, sem
hann reyndar fékk ekki, og þeg-
ar Bacharach og David hættu að
hafa samvinnu, fór Dionne i mál
við þá á þeim forsendum, að
þeir hefðu áður gert samning
um að standa að framleiðslu
platna hennar. Allur þessi
málarekstur stóð i mörg ár, og
er reyndar nú fyrst nýlega lokið-
með sátt.
— Að standa i tveimur skiln-
uðum i einu var beiskur biti,
segir Dionne, sem nú er orðin 38
ára. En ekki nóg með það, fimm
plötur hennar i röð hlutu enga
náð fyrir eyrum hlustenda og
hún m innist þess að hafa hugsað
sem svo: — Ég get ekki lengur
gert góðar plötur.
Nú hefur reynslan leitt i ljós,
að þessi hugmynd hennar var
ekki timabær. Nú, fjórum og
hálfu ári siðar, hefur Dionne
loks komið fram með nýtt lag,
sem virðist ætla að ná vinsæld-
um. Það er hugljúf ballaða, I’ll
Never Love This Way Again. 1
vor kom út breiðskifa, sem ein-
faldlega ber nafnið Dionne, og
hún er á góðri leið með að verða
metsöluplata.
Nýr framkvæmdastjóri
f þokkabót við þessa nýju vel-
gengni hennar er samstarf
hennar og nýja framkvæmda-
stjórans hennar, Barry Mani-
low, með ágætum. Barry hefur
brunnið i skinninu eftir þvi að
gjalda Dionne greiða, en hann
fékk sitt fyrsta stóra tækifæri
1975, þegar hann „hitaði upp” á
hljómleikum Dionne i Central
Park. — Dionne er ein besta
söngkona allra tima, segir
hann. — Hún er ekki siðri ball-
öðusöngvari en Barbra
Nií er aftur að lifna yfir söngferli
Dionne. Nýjustu plötur hennar
hafa hlotið mikið hrós.
Barry Manilow, nýi fram-
kvæmdastjórinn hennar Dionne,
llkir henni við Barbra Streisand.
En Dionne sjálf segir: Barbra er
keppinautur minn. Hiin er sd
eina, sem getur keppt viö mig.
Stundum hefur mig langað til aö
kafa ofan I hálsinn á henni og
segja: Gef mér!
er að ná sér
á strik aftur
Streisand. Hann bætir við, að öf-
ugt við marga söngvara aðra,
þurfi hún ekki kókaln til að
komast i gang.
Samstarf þeirra Dionne og
Barry fellur henni lika vel i geð.
— Að vinna með Barry er með
þvi alauðveldasta, sem ég hef
nokkurn tima gert.
Merkilegt er það, að þegar
Dionne var að alast upp í East
Orange, N.Y., datt henni aldrei i
hug að verða skémmtikraftur.
Hún er elst þriggja barna slátr-
ara/ járnbrautarstarfsmanns
og móður, sem söng mikið
„gospel” og byrjaði snemma að
svngja i kirkjukórnum. Á gagn-
fræðaskólaárunum fór hún
stundum til New York og gerði
prufuupptökur i hinni frægu
Brill-byggingu, en þar hafa
mörg tónskáld vinnuaðstöðu.
Þar hitti hún árið 1959 Bacha-
rach og David. Þeir voru þá al-
veg óþekktir, en hún var farin
að þiggja laun fyrir að syngja
bakraddir fyrir aðra söngvara.
Dionne hafði ætlað sér að verða
tónmenntakennari og lauk prófi
i þeim fræðum frá Hart College i
Connecticut.
Þáttaskil
Arið 1962 urðu þáttaskil i lifi
hennar og þeirra tónskáldanna.
Það fór vel á með Dionne, Burt Bacharach og Hal David á velmekt-
ardögunum, en samstarfinu lauk með málaferlum og látum. Nú
segir Dionne: An min hefðu þeir aldrei átt lag á vinsældalistanum.
Ég skulda þeim ekki neitt.
Þá kom út platan Don’t Make
Me Over, fyrsta plata þeirra,
sem komst i efsta sæti vinsælda-
listans. En þær áttu eftir að
verða fleiri. Fjórum árum siðar
höfðu selst 12 milljónir platna
þeirra þremenninganna. Má
þarnefna Do You Know the Way
to San Jose, Alfie, I Say a Little
Prayer, Trains and Boats and
Planes. — Þar með var
skemmtanaiðnaðurinn orðinn
mitt lif, segir Dionne.
Þegar David og Bacharach á-
kváðu að slita samstarfi sinu
1975 vegna persónulegs á-
greinings, var Dionne skyndi-
lega skilin eftir án laga og ljóða.
Hún komst i eitt hljómleika-
ferðalag og gaf út eina plötu
með Isaac Heyes, en hennar
fyrri vinsældir fylgdu henni ekki
lengur. Þaðvarð til þess,að hún
hætti að syngja inn á plötur.
Samkvæmt ráðleggingum
stjörnuspákonu skeytti hún „e”
aftan i seinna nafn sitt, „til að fá
betri tón”. En jafnvel það dugði
ekki til. — Alls staðar, þar sem
ég kom fram og nafnið mitt af
auglýst með þessu „e”, kom
eitthvað fyrir, segir hún. Þá
sneri hún sér að trúmálum. ( —
Það vill svo til, að ég veit að ég
er ein af hinum fáu útvöldu) og
fór I linnulaus hljómleikaferða-
lög. — Mér fannst, að ég myndi
springa, ef ég sökkti mér ekki
niður i vinnu. Ég rak sjálfa mig
áfram. Reyndar rak hún sjálfa
sig svo áfram með vinnu, að hún
varð að aflýsa hljómleikum i
júni sl. vegna ofþreytu.
Hjónaband hennar og Elliott
hafði lengi verið i ólagi. — Bill
var yndislegur pabbf fyrir syni
okkar tvo, en hann var ómögu-
legur eiginmaður, segir Dionne.
En nú, á sama tima og hún er
aftur að ná sér á strik i söngn-
um, er hún lika búin að finna sér
annan mann. — Það kemur eng-
um við hver hann er, segir hún.
— Býðurðu öllum heiminum inn
i svefnherbergið þitt? Einu upp-
lýsingarnar, sem hún vill gefa,
eru þær, að hann er: hár, dökk-
ur. rikur oe dásamleeiir. Ekki
Fimmtudagur 17. janúar 1980.
9
Dionne Warwick fyrir framan húsið sitt i Beverly Hills. Húsið keypti hún
fyrir ágóðann af velgengni sinni á árunum 1960-70.
eru þó nein hjónabandsáform
uppi, þvi að Dionne segist ekki
vera giftingarhæf, þar sem hún
sé aldrei nógu lengi i einu á
sama staðnum.
Dionne er góo moðir
Heimili Dionne er rikulega
búið tveggja hæða hús i Beverly
Hills. Þar býr hún með sonum
sinum, David 10 ára og Damion
6ára. — Um þá snýst líf mitt nú,
segirhún. Um helgar fara þau á
hestbak I Los Angeles eða á
skiði i Aspen. Dionne hvilist
með þvi að sauma krosssaum og
eyðir kvöldunum „I rólegheit-
um. Ég er ekki gefin fyrir svall
og skemmtanir. Og ég tek ekk-
ert inn. Ég er dauðhrædd við lyf,
þar með talið aspirin”. Þegar
spennan verður of mikil á þess-
um sifelldu ferðalögum, fær hún
útrás með þvi að fara i verslun-
arferðir. Einu sinni átti hún orð-
ið svo mikið af fötum, að hún
varð að taka á leigu séribúð til
að geyma þau.
Ekki nóg með, að aftur sé að
lifna yfir söngferli Dionne. Hún
hefur lika fengið hlutverk i
kvikmyndaútgáfunni af söng-
leiknum Purlie og sömuleiðis i
sjónvarpsmynd. — Hæfileikar
lifa, segir hún. — Enginn, ég
endurtek enginn, getur gert það,
sem Dionne Warwick gerir.
A sjöunda áratugnum skildi
Dionne viö og giftist aftur Bill
Elliott. Skilnaður þeirra 1975 var
endanlegur. „Hann var ekki fær
um aö vera eiginmaöur minn”.
Fyrstu tugir
aldarinnar
í Þistilfirði
Einar Kristjánsson
frá Hermundarfelli.
Fjallabæjafólk.
Bókaútgáfan Skjaldborg.
Þetta er fyrsta bindi i ritsafni
Einars, en Skjaldborg hefur nú i
huga að endurprenta sögur hans
smám saman. Hér eru bernsku-
minningar höfundar og hafa
ekki sést áður. Sögunni lýkur
með f jögra mánaða námi hans i
unglingaskólanuní i Lundi. Þá
er hann 18 ára.
Það er ekki margt um þessar
minningar að segja. Þær eru vel
sagðar og sjálfsagt trúar
heimildir um fólk og byggð á
Þistilfiröi og grennd.
Móöir höfundar var berkla-
veik. HUn fór að heiman til
dvalar á Vifilsstöðum frá börn-
um sinum ungum og dvaldi þar
um skeið. Heim kom hUn aftur
en varð aldrei hraust og dó úr
berklaveikinnimeðanEinar var
innan fermingar. Kannski _er
frásögnin af þeirri baráttu
merkastur þáttur þessarar
sögu. Þar erm.a. vitnað i bréfin
sem veika konan skrifaði heim.
Yfirlætislaus og róleg lýsing
þeirrar baráttu er mikil örlaga-
saga. Og það er dráttur úr sögu
þjóðarinnar þvi aö berkla-
veikin, tæringin, var ægilegur
ógnvaldur á fyrstu tugum
aldarinnar.
Þess er að gæta að Einar frá
Hermundarfelli hefur meö
ýmsum hætti rifjað upp og fært I
letur nokkrar minningar frá
bernsku og æsku. Ef til vill
geldur þessi minningabók þess,
þar sem þeim þáttum er ætlað
aðbirtasti ritsafninu. Það þýðir
að hann er búinn aö gera Urval
sem kemur hér til frádráttar.
Það er auðvitað verra að segja
sögu þegar búið er aö taka Ur
henni þau atriöin sem stóðu
hjartanu næst með einhverjum
hætti.
Samt sem áður er Einar svo
glöggskyggn og ritfær að þessi
minningabók skipar sitt rUm
með fullum sóma.
H.Kr.
Ferðin til
stj ömulandsins
FERÐIN TIL STJÖRNU-
LANDSINS
MAGNOS FRA HAFNARNESI
Bókaútgáfan
Hafnarnesútgáfan
1979
Magnús Jóhannsson frá
Hafnarnesi er sérstakur maður
i heimi rithöfunda. Hann býr i
Vestmannaeyjum, missti hús
sitt og bjó um tima i Reykjavik,
en fluttist síðan aftur út i Eyjar,
þegar að jörðin hafði kólnað
eftir að hafa soðið allar rætur i
sundur og brotið húsin, eða
brennt.
Þar býr hann nú með konu
sinni og dóttur, vinnur öll störf
og skrifar svo Ur sér augun á
nóttunni og á öðrum stundum er
gefast.
MagnUs er fæddur 1921 að
Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð,
en við þetta nes hefur hann
kennt sig æ siðan en búsettur
hefur hann verið i Vestmanna-
eyjum seinustu tvo áratugi.
Hinni nýju bók fylgir rit-
verkaskrá Magnúsar, þannig að
maður veit að bækur hans eru
orðnar átta, en þær fyrstu komu
út fyrir um það bil aldar-
fjórðungi, þekktasta bók hans er
liklega Heimur i fingurbjörg.er
kom út árið 1966.
Ferðin til stjarnanna
Ferðin til stjörnulandsins
hefur Utlit visindaskáldsögu, en
Guðni Hermannsen listmálari i
Vestmannaeyjum hefur gert
mynd utan úr geimnum á bók-
ina með miklum dimensionum,
en svo er þó ekki. Þetta er saga
niðri á jörðinni af móður og
syni, eða öllu heldur þroskasaga
unglings, sem flyst i sveit með
móður sinni, öfugt á strauminn.
Þetta er býsna vel hugsuð
saga og leynir á sér, en eins og
oft þá hættir höfundur sér á dá-
litið hálan is að f jalla um mál er
hann þekkir ekki betur en aðrir.
Templarar skrifa einkennilegar
skýrslur af áfengisdrykkju, af
þvi að þeir hugsa um áfengisböl
og telja sig vita allt um brenni-
vin, þótt þeir hafi aldrei
smakkað dropa.
Ég tek þetta aðeins sem dæmi,
að spilin verða veikari hjá höf-
undi sem gjörþekkir ekki bak-
svið sinna manna.
Að visu þurfa menn ekki að
borða heilt naut til að vita
hvernig nautaket bragðast og
Magnús frá Hafnarnesi hefur
auðvitað verið ungur, en bara
öðruvisi ungur og i takt við sinn
unglingsvetur. Unglingar tala
ekki um kynferðismál sin á gull-
aldarmáli nú á dögum, þeir rifa
undan sér kæfuna og annað i
þeim dúr, og þess vegna verður
timasetningin dálitið óglögg.
Á hinn bóginn, þótt það hljómi
sem þversögn, þá eru það
kannski gallar þessarar bökar,
sem eru mestu kostirnir.
Blandað mál
Magnús er duglegur við að
nota orð. Hann smfðar orð og
notar orð sem sjaldaneru notuð.
Hann talar um erlend kruöirí,
molskinnsbuxur (þykkt ullar-
efni) klunnanlega skæddur,
þvegla á bil (vinnukonur) hnif-
radda, mara yfir fjalli og að
merja svörð i svað meö skóhæl
sinum drjúga stund.
Þetta eru dæmi tekin af
handahófi. Og það er ef til vill
þetta fjörugaorðaval sem leysir
myndina of mikið, þannig að
sagan fjarlægist þann raun-
veruleika sem verið er að fjalla
um. Sumsé drukknar i blöndu af
gullaldarmáli og slangi.
En það er auðvitað mál höf-
undar hvaða orð hann notar þótt
heillegri flikur séu úr einni sort
af efni en mörgum.
Þeir sem lásu bókina Heimur
i fingurbjörg, einyrkjasöguna,
vita að þegar Magnús frá
Hafnarnesi fer á kostum, geta
orðið til góöar bækur.
Hann tekur nýja stefnu i þess-
ari bók,seinast flutti fólk suður
ef ég man rétt. En Magnús frá
Hafnarnesi er ávalt læsilegur
höfundur, skemmtilegur félagi
og á það við um stjörnulönd og
aðrar ferðir.
Jónas Guðmundsson
bókmenntir
Ljóðför á kaffisvæðunum
Bjarni Bernharður
Ljóðför á hendur grásteini.
Letur
Éigin útgáfa höfundar.
Ljóöför á hendur grásteini
mun vera fjórða bók Bjarna
Bernharðar. Ég veit ekki hve
þykkar hinar voru, en þessi er
þrjátiu siður. Kannski þykir það
ekki stór bók, en lengd bóka
segir ekki allt, þótt þær stuttu
geti verið ómerkilegar lika.
Ljóðför
Það gefur auga leið við lestur
á Ljóðförinni, að þarna yrkir
maður sem ekki hefur góða
handfestu i svipinn, logna eða
sanna. Maöur sem er enn að
leita að hentugum staö til að
byrja mikið verk. Hann kemur
viöa viö, tekur sýni eins og maö-
ur sem ætlar aö virkja eöa
byggja stórt.
Þaö sem Bjarni Bernharöur
finnur á þessari vettvangskönn-
un og margt þarf aö skoöa frek-
ar. '
Hann fer sér stundum hægt,
eins og i kvæöinu Spor:
Gengin spor
og of langt
Sól
I hreiðri tungls á skör
Ég hringi
á hestvagninn.
En stundum er meira um aö
vera eins og I St jórnmálalegum
prósa.
„Nú uppá reglustrikið & á
fiðlustrenginn reiknisljóð
Til grundvallar höfð: Forinúla á
haus
Reiknast á teiknin hvort ekki
reiknist &
rætist hverfinu hér: Sólrlkir
grasgarðar á
bakvið þing en lögregluky lfur
slái vindhögg
Að gróði & tapgróði kunni að
rjúfa þekjuna
Hversu drottinhollir kratar séu
þegar þeir
kaupa hótelherbergi en sofa I
baðkarinu
Hvar djöfuls vinstri ihaldið
hringsóli.”
Að yrkja úr
sér hroll
Þaö er auövelt aö setja sig i
spor flestra sem yrkja.
Að skilgreina slikar þarfir er
á hinn bóginn öröugra. Þetta er
tilfinning fremur en theoria.
Heyra álfar og huldufólk t.d.
undir guöfræðina, vegna þess aö
þeir eru til, a.m.k. hjá sumum,
þótt enginn geti lagt þá fram,
nema I oröinu eins og guöi?
Bjarni Bernharöur viröist
ókunnugum lesanda vera á sér-
stökum staö, inni i sinu eigin
ljóöi. Þar ólmast hann og leitar
útgöngu, inni I sinu eigin verki.
Hann yrkir þar úr sér hrollinn.
Ég hefi gaman af svona ljóö-
um. Þeim fylgir hressandi blær.
Millistéttin, borgararnir fá aö
frika ofurlitla stund meö ungu
skáldi, en viö höfum I huga þaö
sem sagt er á bls. 9.
„Allt frá dögum postulanna
hafa þessir menn sést hér á
kaffisvæöunum.”
Jónas Guðmundsson