Tíminn - 19.01.1980, Side 3

Tíminn - 19.01.1980, Side 3
Laugardagur 19. janúar 1980. 3 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Gátu ákærðu komist til Keflavíkur FRI — Málflutningur fyrir Hæstarétti I Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hélt áfram i gærmorgun og hóf Páll A. Páls- son hdl. fyrstur af vörninni sinn málflutning en hann er ver jandi Kristjáns Viðars Viöarssonar. Þetta mun vera prófmál Páls fyrir Hæstarétti. Hann krafðist sýknu Kristjáns i Guðmundar- og Geirfinnsmál- unum og vægustu refsingar fyrir önnur brot en hin ákæröu eru einnig fundin sek um þjófn- aði, skjalafals og fikniefna- smygl. Kvað hann skjólstæðing sinn staðfastlega hafa haldið fram sakleysi sinu i Guðmundarmál- inu og engar óyggjandi sannanir séu fyrir hendi i þvi máli um morð Guðmundar sem Kristján á að hafa átt hlut i. Ósamræmi framburða Kristján dró játningu sina til baka 27.9. 1976 en Páll sagði að hann heföi fyrst reynt að draga hann til baka þann 12. mai sama ár. „Hvers vegna játaði hann upphaflega”, spurði Páll. „Vegna þess, aö lögreglan fór fram á það”, sagði Kristján. Ennfremur mun hann hafa sagt að hann og aðrir i málinu heföu verið látnir hjálpast að, að muna atburði er ekki áttu sér stað. í vörn sinni benti Páll á ósam- ræmi sem var I framburöum á- kæröu áður en þau drógu þá til baka. Ýmist Sævar, Tryggvi eða Kristján áttu upptökin að meintum átökum við Guðmund og ekkert samræmi er um hver greiddi Guðmundi banahöggið ef það var þá greitt. Einnig gagnrýndi Páll harð- lega sakbendingu þá er fór fram i málinu, en tvær stúlkur er kváðust hafa séð mann á gangi með Guðmundi umrætt kvöld, 26. jan. 1974. voru kallaðar i sakbendingu. Áður þá höfðu dagblöö veriö full af myndum af Kristjáni og eftir sakbending- una þá sáu þær Kristján einan áður en þær fóru til yfirheyrslu. Páll fjallaði nokkuð um frakka þann er Kristján átti að hafa verið i umrætt kvöld. Sá frakki var tekinn til rannsóknar og fannst á honum blóðblettur sem reyndist vara i A-flokki. Blóöið gat ekki hafa komið úr Kristjáni en blóðflokkur Guö- mundar gat hafa verið annað hvort A eða AB. Benti Páll á að stór hópur manna gæti verið i A- flokki og að Kristján heföi lent I bflslysi með öðrum sem blóðið gæti verið úr auk þess sem að frakkinn hefði verið lengi i notk- un. Páll kvað vitnisburði og fram- burði hinna ákærðu i þessu máli ekki vera áreiðanlega en allan vafa ætti að dæma þeim ákæröa i vil. Ýmsar málsbætur Ef niðurstaða dómsins væri að Kristján væri sekur I þessu máli þá sagði Páll að benda mætti á atriði er væru Kristjáni til málsbóta. Hér væri ekki um ásetning að ræða hverjum dytti i hug að deyða mann út af á- fengisrifrildi. Kristján átti ekki upptökin að meintum átökum, ekki er hægt að segja fyrir um það að Kristján vissi um áhrif högga sem hann á að hafa gefið Guðmundi. 1 sambandi við varakröfur rikissaksóknara þá benti Páll á að ekki á að dæma ákærða fyrir aðrar sakir en um getur á ákæruskjali. Geirfinnsmálið Eins og áður er getið krafðist Páll einnig sýknu Kristjáns i Geirfinnsmálinu. 1 umfjöllun sinni um það mál benti Páll m.a. á óáreiðanleika prófunar þeirrar er lögreglan fram- kvæmdi á feröum þeirra Erlu og Sævars fyrr um kvöldið og þeirra fjögurra Erlu, Sævars, Kristjáns og Guöjóns siöar um kvöldið. Lögreglan notaöi Volvo bifreið til þess aö timasetja ferðir hinna ákæröu þann 19. nóv. 1974. Þau Sævar og Erla voru á- samt móður Sævars á kvik- myndasýningu á Kjarvalsstöð- um. Sýningin stóð til um kl. 20.40 en þau skoðuðu ljós- myndasýningu á sama staö á eftir og hafa ekki yfirgefið Kjar- valsstaði fyrr en um kl. 21. Vitni hafa borið um þetta atriði. Páll taldi þaö óliklegt að þau hefðu þotið út I bil sinn strax eftir sýn- inguna. Siðan keyröu þau móöur Sævars heim til sin og skiptu um mil. Þar á eftir var Kristján sóttur og slöan fariö til Kefla- vikur. Lögreglan framkvæmdi þessa ökuferð og tók hún um 70 min., þ.e. keyrsla milli staða i Reykjavik og ökuferð til Kefla- vikur. Kvað Páll að meðalhraði lögreglunnar hefði verið um 85 km á klst. sem er mikill hraöi. Akærðu áttu hins vegar að hafa farið þessa ferð I kraftminni bil meö tveimur fleirum farþegum, lögreglumennirnir voru tveir. Sagöi Páll að ef þau hefðu far- ið þessa ferö þá heföi það tekiö að sinu áliti um 90 min- og þvi hefðu þau ekki getaö verið I Keflavik kl. 22.10 en þá var hringt i Geirfinn. Auk þess benti Páll á að lýsing afgreiöslustúlkunnar i Hafnar- búðinni ætti alls ekki við Kristján en hann á að hafa hringt i Geirfinn. Lýsing stúlk- unnar er að þetta hafi verið meöalmaður grófur i andlits- Framhald á bls. 23 30 atriði í Guðmundar- málinu óljós um áramót 1976 - 77 — Jón Oddson hrl. verjandi Sævars finnur margt að rannsókn Guðmundarmálsins FRI —A eftir Páli A. Pálssyni hdl. hóf Jón Oddson hrl. mál- flutning sinn i málinu en hann er verjandi Sævars Marinó Ciesielski. Hann náði aðeins að tala um hluta Guðmundarmáls- ins áöur en réttarhöldunum var frestað fram á mánudags- morgun. Jón krefst sýknu Sævars I Guömundar- og Geirfinnsmálinu en vægustu refsinga i öðrum málum er Sævar hfur játaö á sig sök i. í umfjöllun sinni um Guðmundsmálið ganrýndi Jón mjög hvernig staðiö var að rannsókn þess máls en aðeins tveir menn auk dómara unnu að málinu og þeir leituðu ekki að- stoöar kollega sinna. Þetta m.a. leiddi til þess aö rann- sóknarlögreglu rikisins var falið að kanna 30 óljós atriði i málinu um áramótin 1976-77. I málflutningi sinum greindi Jón frá skýrslu móöur Guðmundar er hann taldi að kanna heföi átt nánar þaö er fram kom i henni. (sjá forsiöu) Einnig greindi hann frá framburði annara vitna sem hann taldi ástæðu til aö kannað- ir hefðu verið nánar. Það voru vitni er voru saman i bil um- rædda nótt, 26. jan. Ekkert samræmi var i framburöi þeirra vitna og urðu þau marg- saga gátu ekki komið sér sam- an um hvernig bil þau hefðu verið i eða með hvaöa hætti fundum þeirra Guðmundar bar að. Fjarvistarsönnun Sævars 1 máli sinu sagði Jón að Sævari heföi staðfastlega verið neitaö um að sanna fjarvist sina umrætt kvöld en Sævar mun hafa haldið sakleysi sinu fram og verið þrýst til aö játa i málinu. Framhald á bls. 23 Einar G. Baldvinsson viö verk sfn frá sjávarsíðunni. Timamynd Tryggvi. Yfirlitssýning Einars G. Baldvinssonar Sjávarselta og sól- skin á Kjarvalsstöðum Það var mikil litadýrö i vestur- sal Kjarvalsstaða er Einar G. Baldvinsson, listmálari, var aö leggja siðustu hönd að uppheng- indu yfirlitssýningar verka sinna, sem opnuð verður I dag. Það fer ekki mikið fyrir þessum fágaða og hlédræga listamanni i dagsins önn og brambolti þeirra sem aldrei finnst sviðsljósið skina nægilega skært á þá, en sýnilegt er að Einar hefur ekki setið auö- um höndum siðasta áratuginn þvi allfelstar myndanna á yfirlits- sýningunni hafa orðið tfl siðan hann sýndi okkur verk sln sfðast árið 1971. Breyting hefur orðiö á þótt listamaðurinn sæki enn hug- myndir að verkum sinum á svipaöarslóðir og fyrr, að sjávar- ströndinni. Dempaðir litir og drungalegt veðurfar hefur orðið aövikja fyrir sólskini og björtum litum. Sjávarþorp, aðgerð á fjörukambnum, konur að hengja út þvott i' stinningskalda og um- hverfi alls þessa eru helstu yrkisefni Einars, en hann er ekki alveg við eina fjölina felldur hvaö varðar val á viðfangsefnum og getur þess vegna allt eins brugöið sér upp i sveit, eða sýnt okkur hroðalegar afleiöingar vopna- skaks grimmlyndra manna. A yfirlitssýningunni eru 90 oliu- myndir, sumar frá upphafi lista- mannsferils Einars G. Baldvins- sonar, en þorri þeirra frá siðasta áratugog eru þvi málaðar frá þvi að hann sýndi si'ðast i Bogasaln- um. Af þessum myndum eru að- eins 13 falar, hinar eru allar i einkaeign og má af þvi draga þá ályktun að starf listmálarans er metið af þeim sem fá tækifæri til aðkynnastverkum hans þótt þau séu að jafnaði ekki borin á torg. Auk oliumyndanna eru á sýn- ingunni 41 oliukritarmynd og aö sögn Einars eru þær allar nýjar af nálinni og hafa enn ekki verið klófestar af listunnendum. Rétt er að geta þess að yfirlits- sýningin verður opin i aöeins rúma viku og stendur hún yfir til sunnudagsins 27. janúar n.k. O.ó

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.