Tíminn - 25.01.1980, Síða 2

Tíminn - 25.01.1980, Síða 2
2 Föstudagur 25. janúar 1980 Beringspuntur - ný grastegund , sem vekur miklar vonir: Vænlegur bæði til uppgræðslu og túnræktar í misæri á kalsvæðum JH — Oliuleiðslan mikia frá Alaska til Bandarikjanna og landgræðsla á tslandi sýnast nokkuð fjarskýld mál. Samt kann svo að fara, að tiikoma þessarar umdeildu olfuieiðslu hafi sitt að segja fyrir gróðurfar á tslandi i framtiðinni. Að minnsta kosti eru þær vonir uppi, hvernig sem þær kunna að rætast. Sú saga er á þann veg, að leitað var jurta, sem llklegastar voru til þess að bæta hin miklu landspjöll sem hlutust af gerð olluleiöslunn- ar. Við tilraunir reyndist svo- nefndur beringspuntur sérstak- lega harðgerður og það er einmitt þessi beringspuntur, sem allar likur benda til, að vel henti hér til uppgræðslu og geti lika orðiö þol- inn grasstofn á túnum á þeim svæðum á landinu, þar sem kal- hætta er i misæri. Tviþætt gagnsemi. — Beringspunturinn er skyldur snarrót, sagði Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri er viö ræddum við hann. Hann hefur bestu eigin- leika snarrótarinnar, en er laus við ókosti hennar. Hann myndar ekki þúfur eða hnjóta og hann er mýkri og minna af tréni I honum. Þetta er harðgerð jurt, axið hvitleitt til aö sjá, og viö gerum okkur I fáum orðum sagt vonir um, að hann geti bæði orðið að gagni við uppgræðslu lands og komið aö haldi við túnrækt á kal- svæðum. Fræþroski og þol — Berlingspunturinn vex villtur I Alaska og er þar allalgengur. — Við Þorsteinn Tómasson fengum, að ég held nokkurn veg- inn samtímis, dálitið af fræi, sagði Andrés Arnalds hjá Rann- sóknastofnun landbúnaðarins, en hann var sjálfur tvö sumur I Alaska. Þorsteinn reyndi hann I fyrsta skipti sumarið 1974 og seinni árin hef ég veriö með til- raunareiti I Gunnarsholti, Þjórsárdal á Skógasandi og við Sigöldu. Þessir reitir fá áburð tvö fyrstu árin og siöan á að kanna, hvernig punturinn stendur sig án áburöar. Svo virðist mega segja aö þvl leyti sem reynsla er fengin að hann þroski hér hvarvetna fræ og spirunarhæfni þess hefur reynst um 80%. Hann þroskaði fræ i Þjórsárdal i fyrrasumar, þegar tiðarfar var I ómildasta lagi en hvort svo hefur veriö á Sigöldu, get ég að visu ekki sagt, þvi aö ég kom þangað svo seint, að fræ hef- ur verið fallið, ef þroskast hefur. En áberandi var siðast liöiö sumar, að hann var öðrum til- raunagróðri þolnari á hálendinu. Mikill vöxtur. — Ég hef séö beringspuntinn verða mittisháan i Alaska, sagöi Andrés, en hér hefur hann oröiö klofhár, þar sem best hefur látið. Svipaða sögu hafði Sveinn Runólfsson að segja. — Ég hef það eftir Ólafi Dýr- mundssyni, sem fór til Alaska og kom þar á fræræktarakur, að hann hafi vaðið puntinn I mitti eftir eins mánaðar sprettu. Hitt er svo annað mál að viö getum ekki gert okkur von um slikan vöxt hér, enda sækjumst við ekki sérstaklega eftir hávöxnum gróðri til landgræðslu, heldur þeim, sem myndar þekju. Fræ og túnræktartil- raunir — Landgræðslan samdi við fræræktarstöö I Alaska að láta okkur i té þrjú tonn af fræi i fyrra og önnur þrjú i ár, sagði Sveinn Runólfsson. Að visu höfum við ekki fengið nema sjö hundruö kilógrömm, þvi að tæknileg vandamál hafa reynst við fræ- uppskeruna. En við væntum þess að fá það sem pantað hefur verið I ár. Af þessu fræi, sem við höfum fengið, verður reyndum og traustum bændum á Norðurlandi, Norðausturlandi og Austurlandi sent litið eitt, svo að þeir geti reynt þaö hjá sér. Þetta veröa þó aðeins örfáir staðir, sagði Sveinn, vegna þess hve fátækir viö erum enn að fræi. En ef allt fer sem horfir, þyrfti aö rækta beringspunt til frætekju hér heima. Andrés Arnalds sagði aö fylgst yrði með puntinum I tilraunareit- um þeim, sem upp hefur verið komið og hugað aö þvi, hvernig honum vegnaði áburðarlausum til frambúðar, en jafnframt byrjaö á nýjum tilraunum. Á miðvikudaginn setur Þjóðleikhúsið Dario Fo og Feydeau undir einn hatt AM — Næstkomandi þriðjudag um Þjóðleikhúsið frumsýna tvo gamanleiki i einni samsýningu, sem nefnist „Náttfari og Nakin kona,” og á nafnið auðvitað við báða þættina, þótt ,,nakta konan” komi fyrr á f jalirnar á sýningunni en „náttfarinn,” andstætt þvi sem nafnið gefur til kynna. Góður er nauturinn að hvoru verkinu um sig, en höfundar eru þeir Feydeau og Dario Fo, hvor um sig klassfker i gamanleikja- smið, þótt sá siöarnef ndi sé enn i fullu fjöri. A blaðamannafundi i Þjóðleikhúsinu i gær vildu leik- stjórar og leikarar þó ekki við annað kannast en Feydeau væri i fullufjöri lilca, þótt hann sé horf- inn af leiksviði lifsins. Annars var hann leikari ilifanda lífiog það er Fo reyndar lika, eins og margir munu vita. Feydeau þekkja menn hér af verkum eins og ,,Fló á skinni” og „Hvað varstu að gera i nótt,” en Fo af „Þjófar lik og fagrar kon- ur” og ,,Sá sem stelur fæti.” Annars heitir farsinn eftir Feydeau „Vert’ ekki nakin á vappi” og er það Flosi Ólafsson, sem þýtt hefur og er einn leikenda að uaki, ásamt Sigriði Þorvalds- dóttur, Gi'sla Alfreðssyni, Sig- mundi Erni Arngrlmssyni og Val Gislasyni. Benedikt Arnason er leikstjóri. Brynja Benediktsdóttir er hins vegar leikstjórinn i farsa Dario Fo, sem Úlfur Hjörvar hefur þýtt og heitir „Betri er þjófur i húsi en snurba á þræði”. Þar leika þau Bessi Bjarnason, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Helgi Skúlason, Þóra Friððriksdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Erlingur Helgi Skúlason og Þóra Friöriks- dóttir i verki Dario Fo Gislason. Þótt leikirnir séu samdir með áratuga millibili, eiga þeir þó báðir erindi til samtiðarinnar, eins og góðir gamanleikir eiga Valur Gislason, Gisli Alfreðsson og Sigriöur Þorvaldsdóttir i verki Feydeau. jafnan, ekki siöur en „dramtik- in.” Viðfangsefnið er hiö tvöfalda siðgæði, sem enn hefur ekki elst af mannkyninu — og sýnist ekki ætla að gera i bráö. Ekki bólar á skatta- skýrslunni enn AM— Enn er ekki byr jað að bera út skattframtöl i Reykjavfk, en eins og við skýrðum frá i fyrri viku stóð til að menn færu að fá þau i hendur þegar um sl. helgi. Þessi dráttur mun eiga rót að rekja til ýmissa samræm- ingaratriða hjá rikisskatt- stjórn. Frestur til að skila framtölum er hins vegar lengri að þessu sinni en verið hefur, eða til hins 10. febrúar i stað 31. janúar. Tekst mönnum þvi vonandi að koma skattaskýrslunni frá sér I tæka tið, þrátt fyrir allt. Slysum fækkaði mest í Hafnar- firði FRI — Umferðarnefndir 5 stærstu kaupstaðanna ákváðu i ársbyrjun 1979 að koma á samkeppni til fækk- unar umferðarslysum. Til- gangurinn var að auka áhuga fólks fyrir bættri um- ferð og reyna á þann hátt m.a. aðkomaI vegfyrir slys. Úrslit úr þessari sam- keppni urðu þau að Hafnar- fjörður kom best út og þar fækkaði slysum frá árinu áð- ur um 6,9%. 1 Reykjavik fjölgaði slysum um 4,6%, 1 Kópavogi fækkaði þeim um 4,3% og á Akureyri fjölgaði þeim um 8,8% og i Keflavik fækkaði þeim um 0,5%. Ef litið er á heildarmynd- ina þá kemur I ljós að fyrstu 3 ársfjórðungana 1979 fækk- aði umferðarslysum i þess- um kaupstööum um 97 miðað viðsömu mánuði ársins 1978. A siðasta fjóröungi ársins seig hins vegar á ógæfuhlið- ina en þá slösuöust 202 fleiri en þrjá siðustu mánuði árs- ins 1978. Þetta varð til þess að á ár- inu 1979 fjölgaði umferðar- slysum (þ.m.t. slysum þar sem aðeins var um eignatjón að ræða) um 105 i stærstu kaupstööunum eða um 2,3%. A myndinni eru taliö frá vinstri: Hulda Valtýsdóttir framkvæmdastjóri og Snorri Sigurösson formaöur samstarfsnefndar um „Ar trésins”, Jóhannes Jóhannesson litmálari og dr. Selma Jónsdóttir forstööu- maöur Listasafns tslands. Listasafn íslands: Málveritasýning í ttlefni af „Ári trésins” JSS — A morgun verður opnuð i Listasafni Islands málverkasýn- ing og er hún haldin i tilefni af „Ari trésins”. A sýningunni eru 39 olíu- og vatnslitamyndir, sem 17 Islenskir listamenn hafa unnið. Má þar nefnaverkið „Islenskir listamenn við skilningstréð”, sem Jóhannes S. Kjarval málaði 1919, „Múlakot i Fljótshlið”, eftir Asgrim Jóns- son frá 1913, og mynd Eggerts Laxdal „Garður i Cagnes”, frá 1927. 1 sýningarskrá segir m.a. að þessi sýning eigi að bera þess nokkurn vott hvernig islenskir myndlistarmenn nálgist mynd- efnið trjágróður um leið og hún eigi að vera öðrum umhugsunar- efni og hvatning til aukinnar trjá- og skógræktar. Sem fyrr segir veröur sýningin opnuð á morgun, laugardag, og verðurhún opinalla daga vikunn- ar frá kl. 13.30-22.00. Stendur hún a.m.k. fram til 10. febrúar n.k. og verður framlengd ef aðsókn verð- ur mikil.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.