Tíminn - 25.01.1980, Page 7

Tíminn - 25.01.1980, Page 7
Föstudagur 25. janúar 1980 7 Ragnar Amalds, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins: Var hyggilegt að hafna þessum Nú virðist Ijóst, að tilraun til mvndunar vinstri stjórnar mun ekki takast um sinn, og eru það mikil vonbrigði fyrir marga. 1 þessum seinustu viðræðum lögðum við Alþýðubandalags- menn fram margþættar og mjög itarlegac tillögur um aðgerðir i efnahags- og atvinnumálum. Mér finnst að dagblaðið TIM- INN hafi ekki gert lesendum sin- um grein fyrir þessum tillögum okkar meðeðlilegum hætti ogvar þess kannski ekki að vænta, að blaðið teldi sér það skylt. En vegna samstarfs Framsóknar- manna og Alþýðubandalags- manna fyrr og siðar, sem oft hefur verið talsvert og þarf að verða betra, tel ég beinlinis nauð- synlegt, að Framsóknarmenn al- mennt viti hverjar tillögur okkar eruoghvað við leggjum mesta á- herslu á. Við höfum lagt fram 24 tillögu- punkta um fyrstu aðgerðirí efria- hagsmálum á næstu vikum og mánuðum, og jafnframt um 40 til- lögur um frekari aðgerðir til lengri tima, byggðar upp sem þriggja ára áætlun um hjöðnun verðbólgu, eflingu atvinnuvega og jöfnun lifskjara. Til lengri timalitiðermegináherslan lögð á aukna framleiðni, breytta efna- hagsstjórnog viðtækan sparnað i hagkerfinu. Tillögurnar um fyrstu aögerðir hafa hins vegar beinst fyrst og fremst að þeim mikla verðbólgu- vanda sem að steöjar, og i um- sögn sinni um þessar tillögur er það niðurstaða Þjóðhagsstofnun- ar, að yrðu þær framkvæmdar myndi verðbólga vera komin niður i 27-33% i' árslok, kaupmátt- ur launa myndi haldast nokkurn veginn óbreyttur og greiðsluaf- koma rikissjóðs yrði hagstæð sem næmi 10,8 milljörðum kr. á þvi ári sem er að liða. Undarleg viðbrögð Þetta eru einu tillögurnar, sem lagðar hafa verið fram i stjórnar- myndunarviðræðum seinustu vikuna, sem bæði tryggja veru- legan árangur I baráttunni viö verðbólguna og óskertan kaup- mátt almennra launa. Þvi hefði mátt ætla, að þessar tillögur hefðu getaö orðið grundvöllur að myndun nýrrar stjórnar og a.m.k. áttum við von á, að tillög- urnar yrðu skoðaðar með já- kvæðu hugarfari. En þvi var ekki aðheilsa. Fulltrúar Framsóknar- flokksins tóku heldur dauflega undir þessar tillögur og vildu að- eins fallast á fáar þeirra, en full- trúar Alþýðuflokksins tóku af skarið og vildu ekki fallast á nein- ar af þessum tillögum. Ráðherrar Alþýðuflokksins lýstu þvi yfir fyrir kosningar, að þeir væru reiðubúnir að sprengja hverja þástjórn,sem ekki fylgdi i aðalatriðum stefnu Alþýðuflokks- ins. Nú eru þeir i stjórn, þar sem málflutningur annarra flokka heyrist ekki, og flest bendir til, að þar vilji þeir sitja, svo lengi sem þeir geta, Það hefur vakið talsverða at- hygli, að í áróðri si'num gegn til- lögum Alþyðubandalagsins hafa þeir Alþýðuflokksmenn og Fram- sóknarmenn litlar sem engar til- raunir gert til að andmæla þess- um tillögum með rökum. Hins vegar hafa þeir afgreitt þær með yfirborðslegum glósum um það, að tillögurnar séu „óskalisti”, sem engu máli skipti. Svo mikill er ótti þessara manna viö Alþýðu- ban dalagið.að þeir mega ekki til þess hugsa, að rikisstjórn sé mynduð á grundvelli tillagna Al- þýðubandalagsins, jafnvel þótt tillögurnar skili þeim árangri, sem eftir er leitað. Ég er satt að segja sannfærður um, að ekkert i þessum tillögum Alþýðubanda- lagsins striðir beinlínis gegn tillögum? Tillögur Alþýðu- bandalagsins voru góður grundvöllur vinstri stjómar stefnu Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks, og flestir stuðn- ingsmenn þessara flokka væru vafalaust reiðubúnir að reyna þessaleið, sem Alþýðubandalagið bendir á, ef þeir fengju þvi ráðið. Eða lítum nánará þessar tillögur Alþýðubandalagsins: Tillögurnar um fyrstu aðgerðir i efnahagsmálum má i örstuttu máli draga saman i fimm þætti: 1. Stöðugra gengi krónunnar Með stórfelldu og vel skipulögðu átaki til hagræðingar og framleiðniaukningar i' Utflutn- ingsiðnaði, einkum fiskiðnaði, verður aö losa útflutningsat- vinnuvegina við það fiknilyf, sem þeir hafa vanist á undanfarin ár, hiðlátlausa gengissig krónunnar. Vafalaust má auka framleiðnina um 10-20% á næstu tveimur árum, en auðvitað verður að verja til þess nokkru fé og vinna verkið á skipulegan hátt. Vissulega tekur þaö einhvern ti'ma, að aðgerðir af þessu tagi skili árangri, en vafa- laust gætu fyrstu áhrif þessara aðgerða komið i ljós á siðari hluta þessa árs. Akvörðun fiskverðs nú i árs- byrjun verður einnig að miðast við þá meginstefnu, að gengi krónunnar sé haldið sem stöðug- ustu. 2. Almennniður- færsla verðlags Niðurfærsla verðlags um 6% er aðgerð, sem hefur það markmið að brjóta upp vitahring verðbólg- unnar. Byrðarnar eru lagðar á heröar sem flestra aöila og reynt að tryggja, að niðurfærsla verð- lagsins nái jafnt til einkaaðila i atvinnurekstri og þjónustustörf- um sem til rikissjóðs og opin- berra aðila. Allir hafa þessir aðil- ar mikinn hag af þvi að dregiö sé úr verðbólgu og verða þvi að taka beinan þátt i niðurfærslu verð- lagsins t.d. með lækkun flutnings- gjalda, vátryggingarkostnaðar, verslunarálagningar o.s.frv. Jafnframt er fyrirtækjunum auð- veldað að taka þátt i þessari niðurfærslu verðlags með lækkun kostnaðar i atvinnurekstri eins og siðar verður vikið að. Niðurgreiðslur matvöruverðs eru jafnframt nokkuð auknar aft- ur, en niðurgreiðslurnar hafa verulega minnkað seinustu mán- uðina. Samtals á þessi verðlækkun að svara til 6 prósentustigs i fram- færsluvisitölu. Jafnhliða þessari beinu niðurfærslu verðlagsins er tillaga gerð um beina niðurtaln- ingu verðbólgunnar, þannig að ekki megi samþykkja meira en 6% hækkun verðs vöru og þjón- ustu fram til aprilloka og þetta hámark verði 5% til nóvember- loka. Þó yrði að gera undantekn- ingu hjá þeim aðilum, sem ekki hafa fengið afgreiðslu á beiðnum sinum um verðbreytingar undan- farna 6 mánuði. Kagnar Arnalds. :i, Lækkun kostnaðar i atvinnurekstri Ljóst er, að talsverðar byrðar eru lagðar á rekstraraðila í þess- um tillögum, bæði með breyttri gengisstefnu, niðurfærslu verð- lags og veltuskatti. Er þvi óhjá- kvæmilegt að létta útgjöldum af fyrirtækjum og stofnunum til að auðvelda þeim að bera þessar by rðar. I þessu skyni er lagt til að 1,5% launaskattur.sem nú rennur i rikissjóð falli niður og vextir verði lækkaðir i áföngum á árinu 1980 um 5% f rá 1. mars og um 5% frá 1. ágúst. 4. Kjaramál Ljóst er, að nýrri rikisstjórn er mikill vandi á höndum, þar sem kjarasamningar allra launa- manna eru nú lausir. Sérhver rikisstjórn verður að telja það skyldu sina að reyna að greiða fyrir væntanlegum kjarasamn- ingum og þess vegna hefur Al- þýðubandalagið lagt til, að 6000 milljónir króna verði ætlaðar til að auðvelda lausn væntanlegra samninga. Sérstök áhersla yrði lögð á framlög til húsnæðismála, til dagvistunarmála og byggingar hjúkrunar-og dvalarheimila fyrir aldraða. 1 tillögum Alþýðubandalagsins er einnie eert ráð fvrir. að elli- og örorkulifeyrir verði hækkaöur um 3000 milljónir króna á þessu ári, BSRB fái aukinn samningsrétt, eins og um var rætt á sl. vetri, þótt ekki yrði úr, og við það verði miðað i öllum efnahagsaðgerð- um, að almenn laun veröi verð- tryggð. 1 stjórnarmyndunartillögum Framsóknar-, Alþýðu- og Sjálf- stæðisflokks hefur ekki verið vikiðeinu orði að vanda landbún- aðarins, en i tillögum Alþýðu- bandalagsins eru settar fram á- kveðnar tillögur vegna óverð- tryggðs útflutnings búvara á seinasta verðlagsári og vegna heyflutninga, afurðatjóns og fóðurkaupa á nýliðnu harðinda- ári. Er tillaga gerð um lántökur I þessu skyni. Það er einkar athyglisvert, að talsmenn Framsóknarflokksins skuli hafa þagað um þessi stór- felldu vandamál bænda I stjórn- arm.vndunarviðræðunum fram að þessu og eins hitt, að þeir skuii aðeins að takmörkuðu leyti taka undir þá tillögu okkar Alþýðu- bandalags m anna, að niður- greiðsia matvara verði aftur færð I það horf, sem hún var fyrir einu ári, en það hefur margfaldan til- gang bæði i glimunni viö verð- bólguna og til þess að koma i veg fyrir samdrátt I neyslu landbún- aðarvara, sem aftur eykur út- flutningsvandann. 5. Staða rikissjóðs Tillögur Alþýðubandalagsins eru niðurfærslu-og millifærsluað- gerðir, sem munu kosta um 20 milljarða króna á þessu ári. Stærsta upphæðin, 8500 milljón- ir króna, er fengin með þvi að fresta endurgreiðslu skulda rfkis- sjóðs við Seðfabankann frá árun- um 1975-1976. Rikissjóð þarf að reka hallalaust og við það eru til- lögur Alþýðubandalagsins miöað- ar. Eln ekki er unnt að gera allt i einu. Þegar gera þarf stórátak til að ná niöur verðbólgu er ekki mögulegt á sama tima að gjalda fyrir stórar syndir, sem drýgðar voru fyrir hálfum áratug af þá- verandi hægri stjórn. Við leggjum til, að hátekju- skattur frá sl. ári verði framlengdur, skattur lagður á miklar eignir og sérstaklega verði innheimta söluskatts veru- lega bætt, en þannig ættu að fást a.m.k. 3500 milljónir króna. Þá leggjum við til að 0,5% veltuskattur verði lagður á rekstrarveltu fyrirtækja frá sein- asta ári, þó ekki á sjávarútveg, fiskiðnað, landbúnað, útflutnings- iðnað eða samkeppnisiðnaö, enda er það staöreynd, aö fjöldi fyrir- tækja sleppur við að greiða tekju- skatt til samfélagslegra þarfa. Aætlað er að veltuskatturinn skili 3500 milljónum króna. Loks er lagt til að sérstakur 30% skattur að upphæð 1500 mill- jónir króna verði lagður á tekju- afgang banka og sparisjóöa 1979 og dregið verði úr útgjöldum rikissjóðs, einkum með sparnaði rekstrarútgjalda, að upphæð 2500 milljónir króna, en það er langt innan við 1% af heildarútgjöldum rikisins og ætti slikur sparnaöur ekki að þurfa að draga úr eðli- legri þjónustu hins opinbera. Er vilji fyrir hendi Lesendur verða að meta út frá þessu stutta yfirliti yfir tillögur Alþýðubandalagsins, hvort rétt- mætt er að nefna þær „óskalista” eða segja þær „óraunsæjar”. Þvi miður eru ótrúlega margir sem trúa því, að vandi þjóðfé- lagsins verði best leystur með þvi að lækka launin eða skerða kjör- in. Þessu fólki finnst hreinlega ekki bragð af neinum tillögum, sem ekki fela í sér einhvers konar kjaraskerðingu. Þaðer einmittreginmunurinn á tillögum Alþýðubandalagsins annars vegar og tillögum hinna flokkanna þriggja hins vegar, aö tillögur þeirra miðast allar við það að skerða veröbætur á laun i þvi skyni að launalækkunin brjóti upp vitahring verðbólgunnar, en aðrir þættir efnahagslifsins fylgi siðan i kjölfarið. Þetta er einmitt hin sigilda ihaldsaðferð, sem aldrei hefur borið árangur. Alþýðubandalagið litur svo á, að verðbætur á laun séu afleiðing verðbólgunnar og litlu muni þvi breyta til batnaðar i verðbólgu- málum þótt visitölutrygging launasé afnumin eða takmörkuö. Hins vegar myndi þaö skapa mik- inn ófrið á vinnumarkaðnum, þegar verðlagning vinnunnar heltist aftur úr annarri verðþró- un. Þess vegna beinast tillögur Al- þýðubandalagsins að þvi, eins og sjá má hér að ofan, að skipuleggja herferð gegn verð- bólgu, án þess að skerða almenn launakjör. Það er sannarlega fær leið, ef vilji er fyrir hendi. Styrkið Tímann Fyllið út þennan seðil og sendið til Timans í pósthólf 370, Reykjavik ----------------------—--------------- Ég undirritaður vil styrkja Timann með þvi að greiða i aukaáskrift Q heila Q hálfa á mánUÖÍ Nafn________________________________________ Heimilisf. Sími

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.