Tíminn - 25.01.1980, Page 9

Tíminn - 25.01.1980, Page 9
Föstudagur 25. janúar 1980 iiMiil'Í m 9 Alþýöublaöiö rembist: Framsóknar- stefnan réð úrslitum Vitanlega er þessi málflutn- ingur AlþýðublaBsins aumkunarverð tilraun til að slá Var þetta allt sýndarmennska hjá A-flokkunum? Tímamynd Róbert. Aumlegt hlutskipti og Það er auðsætt hverjum manni að Alþýðuflokkurinn hefur ekki haft f hyggju að ganga til vinstrasamstarfs eftir kosningarnar i desember. I sjálfu sér má sjá i hendi sér skýringar á andstöðu ftokksins gegn öllum hugmyndum um nýja vinstristjórn: Alþýðuflokkurinn var með stöðugar ýfingar innan ri"kis- stjórnar Ólafs Jóhannessonar, og innan flokksins var mjög öflugandstaða gegn þeirri rikis- stjórn allt frá byrjun. Alþýðuflokkurinn sprengdi stjórnarsamstarfið i miðjum kliðum, þegarflest virtist benda til þess að unnt yrði að komast að samkomulagi. Mörgum Alþýöuflokksmönn- um hefur fundist, og þeir hafa ekki þagað yfir þvi, að myndun nýrrar vinstristjórnar nií jafn- gilti af hálfu Alþýðuflokksins viðurkenningu á mistökum og fljótræði flokksins þegar hann sprengdi stjórnina i haust og stóð að þvi að gengið skyldi til nýrra kosninga i desember. Nú gerir Alþýðublaðið mikið veður út af þvi, i gær (fimmtu- dag 24. jan.), aö dræmar undir- tektir Framsóknarmanna við efnahagsmálatillögur Alþýðu- bandalagsins séu einhverjar sönnur á þvi sjónarmiði krata að vinstristjórn ólafs Jóhannes- sonar hafi verið óafhjálpanlega sundruð og máttlaus. Blaðið heldur þvi fram að ummæli Framsóknarmanna um tillögur Alþýðubandalagsins sýni að Framsóknarmenn hafi unnið kosningasigur sinn á „fölskum forsendum”. við hæfi sér upp á annarra kostnað. Astæður þessa eru augljósar: í haust haföi Alþýðubanda- lagið ekki lagt fram neinar slikar sýndartillögur sem lúðvikska langlokan nú er. Þvert á móti höfðu Alþýðu- bandalagsmenn sætt sig við efnahagslögin, og full ástæða var til að ætla að með öflugum þrýstingi hefði verið unnt að knýja þá til ábyrgra aðgerða. 1 kosningabaráttunni lögðu Framsóknarmenn fram skýra og afdráttarlausa stefnu. Fyrir þessari stefnu börðust Fram- sóknarmenn i kosningunum, og árangurinn sýndi undirtektir al- mennings við þessa stefnu. I kosningabaráttunni lá það fyrir deginum ljósara að Sjálf- stæðisflokkurinn var kominn Ut i hafsauga blindrar ihalds- stefnu, og þegar af þeirri ástæðu gat samstarf við hann ekki komið til greina. Framsóknarmenn hafa alltaf óskað eftir vinstrasamstarfi, en „leiftursókn” Sjálfstæðismanna Utilokaði samvinnu við þá með öllu jafnvel þótt kratar eða kommar kynnu að hindra vinstrasamstarf. Loks þegar liðið er hátt á annan mánuð frá kosningum leggur Alþýðubandalagið fram tillögur sinar. Þær reynast þá óframkvæmanlegar, óábyrgar og óljósar. Þar með er ekki sagt . aðekki hafi neitt nýtilegt verið i þeim. Hver ert.d. andvigur þvi að unnið sé af alefli að fram- leiðniaukningu og alhiiða hag- ræðingu i atvinnuvegunum? Hver er andvigur þvi að fjallað sé af alvöru um hugsanlega möguleika á niðurfærslu verð- lags? Það sem hins vegar gat með engu móti gengið var að leggja óraunhæfar hugmyndir um þessi efni til grundvallar alvar- legri efnahagsstefnu, byggja spár um tekjuöflun rikissjóðs á óljósum fyrirheitum og ganga svo nærri t.d. dreifbýlisverslun- inni að jafngildir hreinasta til- ræði við samvinnuhreyfinguna. Reyna að kenna öðrum um Það er vægast sagt undarleg röksemdafærsla Alþýðublaðsins að reyna að halda þvi fram að það sé Framsóknarmönnum að kenna að hvorki Alþýðuflokkur- inn né Alþýðubandalagið vilja ganga til vinstrasamstarfs. Astæður krata hafa þegar verið raktar, en liklegast er varðandi Alþýðubandalagið að það vilji yfirleitt ekki taka á sig neina stjórnarábyrgð við núverandi aðstæður. Hvers vegna forðast Alþýðu- bandalagið alla ábyrgð nú? Hver er ástæðan til þess að þeir leggja fram aðra eins tokleysu og tillögur þeirra eru? Megin- atriðin virðast vera þessi: Alþýðubandalagið varö fyrir áfalli i kosningunum og innan þess er mikið ósamkomulag og óánægja. Fram undan eru almennir kjarasamningar og Alþýðu- bandalagið hefur ekki þrek til að axla byrðarnar á meöan. Almennar kosningar i verka- lýðsfélögunum eru fram undan, og Alþýðubandalagið vill vera „stikk-fri” á meðan. Loks vakir það jafnt fyrir Al- þýðubandalaginu sem Alþýðu- flokknum að koma öfundar- höggi á Framsóknarflokkinn eftir kosningarnar. Þess vegna á að gera allt sem unnt er til að koma i veg fyrir vinstrasam- starf. Og svo leyfa þeir sé að kenna Framsóknarmönnum um. Eigið viljaleysi sitt reyna þeir aö eigna öðrum. Gagnkvæma andúð þeirra, hvors á öðrum, reyna þeir nú að skýra með stýrk Framsóknarflokksins. Það fals og þær blekkingar sem þeir sjálfir ástunda ætla þeir að kenna við aðra. Slikt er aumlegt hlutskipti og við hæfi. Nýja sænska nótaveifii — og togskipiö sem skipasmlðastöbin i Landskrona er aö smiöa úr trefjagleri (GRP) Skuttogari úr trefjagleri (GRP) Sænsk skipasmiöastöö er um þessar mundir að smfða stórt fiskiskip úr trefjagleri eða trefjaplasti GRP, en þetta er 90 feta skuttogari og nótaskip, sem knúiö verður með 1600 hestafla disilvél. Þetta er stærsta skip sinnar tegundar, sem smíðaö hefur verið f heiminum. Timinn hefur áður sagt frá stóru eftirlitsskipi, eða dufla- slæðara, sem smiðaður var úr GRP plasti, og núna er þaö skuttogari. 300 ára reynsla i skipa- smiði Það er skipasmíðastöðin Landskrona er smiðar þetta skip og er þaö eftirtektarvert, þvi fyrirtækið hefur starfað i 300 ár, en það var á sinum ti'ma stofnað til þess að smlða skip fyrir sænska flotann. Þessi skipasmfðastöð hefur mikla reynslu og mjög góöan tæknibúnað til þess að smfða stór skip úr trefjagleri og er um merka tilraun að ræða, vægast sagt. Gert er ráö fyrir að bolur skip sin s verði gerðu r á þessu á ri og að skipið verði afhent i byrj- un næsta árs (1981). Nýi togarinn verður 26 feta breiður og tvær lestar eru fyrir kassafisk (3000 cub/fet) og sjó- kældir tankar fyrir fisk veröa af svipaðri stærð og iestarnar tvær. Sem áður sagði verður aöal- vélin 1600 hestöfl, sem er ekkert smáræði, en auk þess verða þverskrúfur á skut og stafni. Aöalvélin verður af Nohab V 12 gerö. Mjög fullkomnar vindur verða á skipinu og gert er ráö fyrir 12 manna áhöfn. Mikil reynsla i smiði GRP skipa. Þótt Landskrona skipasmiöa- stöðin sé nú 1 þann veginn að smiða togara, þá er þetta ennþá herskipasmíðastöö, Þó hefur verið lögö vinna I aö afla stööinni erlendra viðskipta og hafa verið smiöuð vöruflutn- ingaskip og varðskip til útflutn- ings. Fyrir fimm árum lauk stöðin við 83 feta duflaslæðara með „togaralagi”. Var skipiö smið- aö úr GRP trefjagleri eftír út- reikningum og hönnun sænskra flotaverkfræðinga. Skrokkurinn er mjög vandað- ur og sterkur, en hann er tvö- faldur, eða „samloka”, eins og þetta heitir á skipasmiðamáli. Þaö vita allir að minni skip hafa lengi verið smiðuð úr trefjagleri,en i stærriskip hefur þetta efni ekki verið notað fyrr en nú. Fyrir um þaö bil fimm árum, smiðuðu þeir I Landskrona duflaslæðarann. Hann hefur reynst mjög vel, og þolaö lagn- aðarisinn i Eystrasalti betur en nokkur stálskip af venjulegri gerð. Næsta verkefni GRP deildar- innar varsmiðiá litlu varðskipi, sem gengur 20 hnúta. Þetta skip er 144 feta langt og er það enn i smiöum. Það veröur knúið tveim Hedemora — disilvélum, sem hvor um sig gefa 4500 hest- öfl. Skipið hefur tvær skrúfur af Ka. Me. Wa. CP. gerð. Talsmenn skipasmlða- stöðvarinnar segja að sú aöferð að hafa byrðinginn, eða bolinn tvöfaldan, gefi sldpinu mikinn styrkleika, en jafnframt sé byggingaraðferöin ódýr, þar sem gera má skrokkinn utan á tíltölulega ódýrt mótaefni. Myndin sýnir rýja togarann. J.G.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.