Tíminn - 25.01.1980, Síða 11

Tíminn - 25.01.1980, Síða 11
Föstudagur 25. janúar 1980 Lögreglukona Petra Heller I Munchen: 1 starf- inu veitir einkennisbúningurinn mér sjálfstraust en i einkalffi gerir hann mig hjálparvana. Margir sjá rautt þegar þeir sjá lögreglumcrkiö. hafa fengiö sér einum of mikið neðan i þvi. bá gagnar hvorki einkennisbúningur né færni i starfi. Elke kallar á hjálp starfsbræöra sinna i kalltæki. Annemarie Achinger dómari tekur karlmanns vernd sem sjálfsagðan hlut. Hún hefur nú verið dómari i skilnaðarmálum i nokkra mánuði en áöur stundaöi hún málflutningsstörf. — betta er brautryðjandastarf, heldur hún fram,en hún þiggur þakklát ráðleggingar sér reyndari starfsbræðra, enda er hún ekki nema 34 ára að aldri. Starfs- bræðrunum er ekki á móti skapi að vera Annemarie innan hand- ar, þvi að hún er með glæsilegri konum. bað skiptir ekki einu sinni máli, hvort einkennisbún- ingur hennar, svört dómarakápa með satinbryddingum, klæðir hana eða ekki. Dómarinn hefur engar áhyggjur af þvi að eigin lega er kápan hennar aöeins af stutt. — Myndugleiki felst ekki i klæðnaði, segir hún. Meiri virðing borin fyrir konunni í einkennisbúningi — Sömu skoðunar er eftirlits- kona í járnbrautarlestum,Mari- anne Strasser. Hún er 25 ára. begar hún er að leita farmiða- lausra farþega um borð i lestum er hún óeinkennisklædd. bar fær Strætisvagnastjóri Elke Beisswenger i Hamborg: Maöurinn minn dáist aö mér i vinnunni. En þegar ég biö ein- stöku sinnum um aö fá fjöl- skyidubiiinn, nöidrar hann. hún misjafnar móttökur hjá þeim s em s ekir er u, og hún getur ekki gert öllu meira en að segja þeim aö fara á kvörtunarskrif- stofuna. Marianne liður betur, þegar hún annast eftirlitsstörf á járnbrautarstöðvunum, en þá ber hún einkennisklæðnað. — bar draga farþegarnir oft fram miðana sina óumbeðnir. Ingrid Hinterneder póstfreyja getur hins vegar ekki alveg treyst þvi að einkennisbúningur hennar haldi yfir henni hlifi- skildi. — Hann viröist espa hvern einasta hund upp. Hún hefur nú i pússi sinu úðunarefni gegn hundum, sem Pósturinn leggur henni til. bvi beitir hún ef hundur gerir sig liklegan til að ráðast á hana og nú finnst henni hún óhult, þó að i einkennisbún- ingi sé. Ingrid er núna 38 ára, en hefur þegar i 14 ár boriö ein- kennisbúning sinn og hyggst halda áfram þessu starfi, þar til hún kemst á eftirlaun. — begar alltkemur til alls hef ég til þessa borið út min 50-60 klló daglega án þess að gera vitleysu. brjár silfurstjörnur á erm- inni gefa til kynna óvenjulegt starf Wilmu Zamzow I Hamborg, en hún er 42 ára. Hún er lög- regluforingi i Hamborg. bað er ekki svo litill árangur, þegar tekið er. tillit til þess, að þegar Wilma gekk i lögregluna fyrir 20 séra og fljúga. 1. mars 1979 var hin fagra Ursula útskrifuð og hóf störf við herflugvöllinn i Köln- Wahn, hjá hersveit þeirri, sem sér um að fljúga með kanslarann og forsetann til allra áfanga- staða innan lands sem utan. bar hefur hún 700 hermenn á sinni könnu. Hún er eina konan i her- deildinni. Hún er hreykin af þvi og einkennisbúningnum, sér- staklega af silfurvængjunum með staf Eskilópiusar á hægri brjóstvasa. Hún er ein um þá upphefö i vestur-þýska hernum. — Okkar búningur er músa- grár, segir aftur á móti Elke Beisswenger i kvörtunartón. Hún er 28 ára gömul og keyrir strætisvagn i Hamborg. Og höfuðbúnaðurinn, hvort heldur hanner bátur eöa derhúfa er svo óklæðilegur aðhennar áliti að enn sem komið er hefur hún aldrei borið hann. Ökeypis vinnu- fatnaður er sem sagt ekki aðal- aðdráttaraflið við þetta starf. — Min ástriða er að keyra bil, viðurkennir Elke Beisswenger. 1 3 ár hefur henni tekist að aka þessu 17 metra skrimsli klakk- laust I Hamborgarumferðinni. Farþegar sýna henni oft viður- kenningarvott fyrir. begar hún er á næturvakt, sem lýkur kl. 3.30 að morgni er henni oft boðin karlmannsvernd, en yfirleitt eru verndararnir i hópi þeirra, sem Flug læknir Dr. Ursula Herrmann i Köln: A hver jum mánuöi þarf ég aö taka þátt I 10 flugtökum og 10 lending- um. Ég flýg meö allt frá þyrlum til Boeing 707,öllum flugvélateg- undum. árum, varð hún að skara fram úr starfsbræðrum sinum öllum, ef hún átti að gera sér vonir um stöðuhækkun. Hún varð aö gang- ast undir mörg próf og námskeið og þar varð hún að skila lang- bestum árangri. Samt sem áður hefur Wilma ekki lagt sérstakan metnað i það að standa jafnfætis karlmönnunum i stéttinni. — bað verður að viðurkennast að þeir hafa meiri likamsburði en við. Okkar styrkur liggur I þvi sem við segjum. Vegna þessarar skoðunar neitar hún aö bera vopnoghefur aðallega afskipti af börnum.unglingum ogkonum, að visu á „siðspilltustu milu heims- ins”, Reeperbahn. En I St. Pauli nýtur konan i olifulitaða ein- kennisbúningnum og 27 undir- menn hennar-mikillar virðingar. Hamborg er eina þýska borgin sem hefur ráðið konur í allar deildir lögreglunnar. Sá einkennisbúningur, sem lengsta hefð hefur að baki er búningur systur Cöliana sem er 52 ára. bað er nunnuklæðnaður Reglu hinna liknsömu systra. Cölana hefur ekki áhuga á þvl, af breytingar verði gerðar á bún- ingi hennar I nýtiskulegri átt, þvi að tilgangur nunnanna er enn sá sami að hjálpa þeim, sem sjúkir og þurfandi eru, i nafni Krists. Systir Cöliana getur reitt sig á, Lögreglukona Gerda Böhmer i Bonn: Hvaö mig varöar, vinn ég ckki launanna vegna. En ég vil vera sjálfstæö og likar vel aö vinna undir berum himni. aö hvarvetna muni hennar ein- kennisbúningi vera sýnd viröing. Kona getur ekki verið föðurleg, þó að hún sé prestur bað litur ofurlitiö öðru visi út, þegar kona vill predika orö guðs. Um þaö getur Susanne Kahl sóknarprestur i Berlin boriö. — Kona getur ekki verið fööurleg, þó aö hún sé prestur en guð er faöir, er sifellt sagt við hana, þegar hún er „meðal bræðra”. En Susanne Kahl sem er 31 árs, hefur aðra skoðun á málinu. — Vinnubrögð min eru ofurlitið mannúðlegri. bau beinast fyrst og fremst að sálusorgarastarf- inu. Upphaflega hafði hún á tilfinn- ingunni, þegar hún klæddist hempunni að hún væri i grimu- klæðnaði. Hún varö fyrst að til- einka sér þá hugsun að hempan gerir henni auðveldara fyrir i starfinu. bað er sameiginleg reynsla þeirra kvenna sem bera ein- kennisbúning i starfi. bar með gefa þær til kynna aö einkennis- búningurinn hafi áhrif á allt þeirra lif. Er þá að undra, að sérhver karlmaður breytir af- stöðu sinni til konunnar, þegar hún iklæðist einkennisbúningi sinum? Dómari Annemarie Achinger i Munchen: Dómarakápan minnir mig á, aö i hvert sinn sem ég felli dóm, ber ég ábyrgð á örlögum ein- staklings. Penguin Books 1979. 359 bls. Um fá fyrirbrigði i pólitiskri hugmyndafræði samtimans hefur meira verið rætt og ritað að undanförnu en Evrópu- kommúnismann svonefnda. I þessari bók eru birtar nokkrar ritgerðir, þar sem hiíundar reyna að komast að niðurstöðu um það, hvort um sé að ræða virkilega stefnubreytingu hjá kommúnistaflokkum V-Evrópu eða ekki. Af efni bókarinnar má nefna, að ritgeröir eru um f jóra stærstu kommúnistaflokka vesturlanda, þann Italska, franska, spænska og portúgalska. bá má nefna grein um nýjar skoðanir kommúnista á efnahagsmálum, grein er um þá ögrun við sovéska forystu, sem i Evrópukommúnismanum felst, og önnur um viðbrögð Bandarikjamanna við þessari nýju tegund kommúnisma. Loks er að geta greinar um sambúð Evrópukommúnismans og Páfarikisins. Greinarnar eru ritaðar frá mismunandi sjónarhornum og allar af mikilli þekkingu. Niður- staða þeirrar umræðu, sem fram fer á siðum bókarinnar virðistmérverasú, I sem stystu máli, að Evrópukommúnisminn sé engin blekking, heldur hrein- skilnisíeg og einlæg stefnu- breyting kommúnistaforingja á vesturlöndum. Sá dagur muni þó enn alllangt undan að þessi stefnubreyting nái að vinna al- mennt traust og fylgi. Alan Palmer: The Penguin Dictionary of Twentieth Century History. Penguin Books 1979. 403 bls. Fyrir fáum árum kom út upp- flettirit eftir sama höfund, The Penguin Dictionary of Modern History, og núði yfir timabilið 1789-1945. bessi bóker uppfletti- rit i sögu 20. aldarinnar. Upp- flettiorð eru á 3. þúsund og getiö bæði atburða og manna. Flestar eru greinarnar stuttar, en mjög ljósar og skýrar og villur torgætar. Smávegis óná- kvæmni gætr.þó á stöku stað og má vafalitið rekja til litilla heimilda, sem höfundur hefur haft við hendina. Sem dæmi má nefna, að þar sem fjallað er um tsland, bls. 184-85, segir, aö Is- lendingar hafi haft heimastjórn á millistriðsárunum. betta er rangt, eins og flestum Islend- ingum mun vonandi kunnugt. Heimastjórn höfðum við aöeins á timabilinu 1904-1918. Nokkraónákvæmnimá einnig finna i frásögninni af borska- striðunum, bls. 89-90. Höfundur getur ekki um deilurnar vegna útfærslunnar i 12 milur, og óljóst er sagt frá endalokum togveiða Breta við Island. Að öðru leyti virðist mér þetta rit hið gagnlegasta. Uppfletúorð eru skýr og tilvisanir milli þeirra einkar ljósar. Alan Palmer er einn af virtari sagnfræðingum Breta. Sérgrein hans er saga Austur- og Mið- Evrópu á siðari öldum og hefur hannritaðnokkur rit á þvi sviði. Auk þesshefur hann samiö ævi- sögur þeirra Metternichs, Alexanders I Rússakeisara, Bismarcks, Vilhjálms II býska- landskeisara og Georgs IV. Bretakonungs. — Jón b. bór.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.