Tíminn - 25.01.1980, Page 20

Tíminn - 25.01.1980, Page 20
Gagnkvæmt tryggingafélag Auglýsingadeild lfTímans. 118300 FIDELITY HLJÓMFLUTNINGSTÆKI Pantið myndalista. Sendum í póstkröfu. ^IÓNVAI Vestur?ötu n wWwHWML simi 22600 i Föstudagur 25. janúar 1980 fmmmkmk SBHHHHMBaHBHnH Sambandsfrystihúsin: Birgðir af þorskblokk í algjöru lágraarki Vaxandi eftirspurn frá Iceland Seafood Corporation AM — Morgunblaðið birti i gær frétt þar sem talað er um tregðu i sölu þorskblokkar i Bandarfkjun- um. Er i greininni vitnaö til um- mæla Jóns Sigurðssonar, for- stjóra Þjóðhagsstofnunar og Hjalta Einarssonar, fram- kvæmdastjóra hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Tíðinda- maður Timans sneri sér til Sigurðar Markússonar, fram- kvæmdastjóra Sjávarafurða- deildar SIS og spurði hann, hvað hann vildi um mál þetta segja. Siguröur sagði: „Þess hefur ekki orðið vart, að Iceland Seafood Corporation ætti erfitt með að koma þorskblokkinni I lóg á gild- andi veröi. Eins og þegar hefur komið fram I fréttum varð veru- leg aukning á framleiðslu og markaðshlutdeild fiskréttaverk- smiðju fyrirtækisins á s.l. ári. Þetta kallar á aukið hráefni en uppistaðan i hráefnisnotkun verksmiðjunnar er einmitt þorsk- blokk frá Islandi. Upp á siðkastið má heita að við höfum hreinsað þorskblokkina upp við hverja af- skipun. Þannig voru birgðir i árs- lok aðeins sem svarar einnar og hálfrar viku framleiðslu. Síðasti birgðalisti sem miðast við 12. janúar sýnir mjög svipaða stöðu”. Fyrstu íslensku sérlyfin á skrá JSS— Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt innlendum aðila fra m ie iðslu heim i ld fyr ir f jórum tegundum lyfja. Er þar um aö ræða lyfjagerðina Pharmaco, sem sótti um og fékk heimild fyrir framleiðsluaðferð sinni skv. reglugerð um skráningu innlendra sérlyfja, er tók gildi á siðasta ári. Sótti Pharmaco um skráningu á fjórum lyfjateg- undum og var leyfið veitt frá 1. janúar sl. Er þar um aö ræða fyrstu islensku sérlyfin, sem skráð hafa verið. Að sögn Ingólfs Pedersen deildastjóra i Heilbrigöisráðu- neytinu er ekki um að ræða nýj- ungarilyfjaframleiðslu aö svo komnu máli, heldur þekkt lyf. Samkvæmt norrænu lyfja- skránni frá 1963 var gefinn upp ákveðinn staðall fyrir lyfja- framleiðslu, þ.e. efnisinnihaldi og sannprófunum tiltekinna lyfja. Þetta norræna samstarf féll hins vegar niður, þegar far- ið var að vinna eftir evrópskri lyfjaskrá á vegum Evrópuráðs. Hún er aftur á móti ekki meö framleiðsluforskriftum, þannig aðlyfjaframleiðendur hérlendis verða að afla sér framieiðslu- heimildar skv. eldri forskriftum eða þá forskriftum sem þeir breyta sjálfir. Sagði Ingólfur að þetta þýddi þó ekki að lyfjaframleiðendur gætu breytt forskriftum eftir að framleiðsluheimild fyrir til- teknu lyfi heföi einu sinni verið veitt. Til þess þyrfti að sækja um heimild til ráðuneytisins. Enn fremur þýddi þetta að aðrir aðilar gætu ekki framleitt til- tekna lyfjategund nema þeirra framleiðsluaöferð væri einnig samþykkt þótt hún væri hin sama og þegar heföi veriö gefin heimild fyrir. Aðlögunartiminn væri eitt ár, þannig aö forskrift- in félli úr gildi hálfuári eftir að hún hefði verið skráð. Þeir sem heíðu framleitt eftir þeirri for- skriftmættu svoseljasina fram leiöslu i sex mánuði eftir aö hún væri úr gildi fallin. „Breytingin er þvi i raun og veru sú, að þessi lyf sem áður voru framleidd hér á landi eftir erlendum forskriftum og allir gátu framleitt, ef svo má segja, verða nú felld undir ákveöinn staðai og framleidd að fenginni heimild sem islensk sérlyf. Nú er búið að skrá fjórar tegundir, C-vitamini þrem styrkleikum, codimagnyl, magnyl og diaze- pam-töflur. Þróunin verður að likindum sú að smám saman fjölgar innlendu sérlyfjunum eftir gömlu forskriftunum”. Fer skilvísi manna eftir fasteignamati? — Erum aö tryggja okkur gagnvart „plægjendum okkar” segir stjórnarformaöur Kreditkort h.f. HEI — Eftir blaðamannafund, sem boðað var til af forsvars- mönnum Kreditkort h.f. hafði eitt blaðanna eftir þeim, að þvi miður yrði ekki hægt að játa öllum um- sóknum um kreditkort. „Aðeins þeir sem kunnir væru að skilvisi og áreiðanleik gætu fengið kort- in.” Væntanlegum viðskiptavinum Kreditkort h.f. til upplýsingar, spurði Timinn stjórnarformann Kreditkort h.f. nýlega hvernig sá er sækti um að gerast handhafi kreditkorts fyrir 200 þús. kr. mánaðarúttekt, ætti að færa sönnur á skilvfsi sina eða hvernig félagið aflaði sér upplýsinga um skilvisi viðkomandi. Jú, stjórnarformaðurinn sagð- ist mundu fara fram á að við komandi undirritaði sjálfskuldar- ábyrgðfyrir 600 þús. krónum. En til þess að sú sjálfsskuldarábyrgð væri tekin gild þyrfti viökomandi að eiga fasteign, ellegar að fá fasteignareiganda til að ganga i ábyrgð. T.d. ef um ungt fólk væri að ræða gætu foreldrar gengið i ábyrgð fyrir það. Stjórnarformaðurinn sagði: „Við erum að tryggja okkur gagnvart þessum aðilum sem eru plægjendur okkarog síðan erum við ábyrgu aðilarnir gagnvart verslununum. Við viljum hafa okkar hluti á hreinu gagnvart báðum aðilum, þvi þá fyrst geta viðskipti orðið jákvseð þegar allir skilja hver annan”. I samtalinu gagnrýndi stjórn- arformaðurinn fyrriskrif Tímans isambandi við félagið Kreditkort h.f. Og vegna mikillar áherslu á skilvisi i kreditkortaviðskiptúm barst talið að þvi hvað talist geta vanskil. Blaðamaður taldi aug- lýsingar um nauðungaruppboð JHand- itöku iSakha- írovs mót- jmælt A fundi sinum i dag samþykkti I rikisstjórnin svohljóðandi yfir- ™ lýsingu vegna handtöku og út- | legðar sovéska nóbelsverðlauna- _ hafans Andrei Sakharovs. „A undanförnum vikum og Imánuðum hafa fréttir borist frá Moskvu um handtökur og brott- Iflutning margra þeirra hugrökku karla og kvenna í Sovétrikjunum, Isem leyft hafa sér að gagnrýna þjóðfélagskerfi Sovétrlkjanna og Ivirðingarleysi valdhafanna fyrir almennum mannréttindum. IÞessi herferð gegn frjálsri _______ hugsun hefur nú náð hámarki ungaruppboði, að semja um 8 með aðför sovéskra stjórnvalda skuldir sinar og björguðu oftast merkisbera hennar, Andrei málunum áður en til uppboðs BSakharov, sem hlaut friðarverð- kæmi. Þar með kæmist viðkom- _ laun Nóbels árið 1975 vegna bar- andi ekki á vanskilaskrá og gæti I áttu sinnar fyrir auknum mann- þar með ekki talist vanskilamað- - réttindum i heimalandi sinu. ur. Eðaeins og hann orðaði það: ■ Aðgerðir sovéskra stjórnvalda „Meðan mennhafa hvitt andlit, ef _ varða ekki aðeins borgara Sovét- svo má orða það, þá finnst mér | rikjanna. Þær eru skýlaust brot á ekki hægt að kalla þá vanskila- _ alþjóðlegum skuldbindingum og menn”. | steinn i götu þeirrar viðleitni að Jbæta sambúð rikja i Evrópu og draga úr spennu i heiminum”. t.d. hljóta að benda til, að vanskil hafi átt sér stað, jafnvel mánuð- um og árum saman. Stjórnarfor- maður benti þá á, að oftast reyndu þeir sem hótað væri nauð „Ar trésins 1980” * Ahersla lögð á skógrækt og skógvemd Rauðsokkahreyfingin: Hátíðahöld á morgun ÁRTSÉSINS Prýóum landíó-plöntum tijám! JSS— Sem kunnugt er hefur þetta ár, sem nýlega er gengiö i garð verið tileinkað ræktun trjáa og skóga og er það i tilefni 50 ára af- mælis Skógræktarfélags Islands. Hefur verið stofnuð samstarfs- nefnd um málefnið og eiga i henni sæti fulltrúar frá 18 félagasam- tökum og stofnunum. 1 frétt frá nefndinni segir, að með „Ari trésins”, sé stefnt að þvi að efla áhuga landsmanna á skógrækt ogskógvernd og aðsem allra flestir geti tekið þátt i gróð- ursetningarstarfi á árinu. Eru einstaklingar og félög hvött til þess að fegra umhverfi húsa sinna og opinberir aðilar til að fegra á hliðstæðan hátt svæði i kringum opinberar stofnanir. Mikið starf hefur verið unnið til undirbúnings, m.a. hefur verið komið á fót samstarfsnefndum i öllum kaupstöðum landsins og mörgum sveitafélögum, sem vinna að undirbúningi og skipu- lagningu framkvæmda á árinu. Þá hefur á vegum fram- kvæmdastjórnarinnar verið unn- ið að undirbúningi fræðsluþátta sem dreift verður til skóla og félaga, sem óska eftir sliku. öll- um nemendum sem ljúka grunn- skóla verður afhentur bæklingur- inn „Æskan og skógurinn” og verða náttúrufræðikennarar hvattir til að fjalla um efni hans i skólum landsins. Eins verður skólum og félögum gefinn kostur áaðfá til afnota myndaflokka og glærur, sem nota má til fræðslu og í ráði er að efna til ritgerða- samkeppni i skólum landsins um trjárækt. Loks má nefna að gerðir hafa verið 6 stuttir sjónvarpsþættir um uppeldi gróðursetningu, meðferð og hirðingu trjáplantna. Verða þeir sýndir i sjónvarpinu með stuttu millibili i vor. Einnig eru ráðgerð fræðsluerindi i útvarp og greinarskrif i dagblöð og lands- málablöð til að kynna málefnið og gefa leiðbeiningar. JSS— Hátið Rauðsokkahreyfing- arinnar verður haldin á laugar- daginn 26. janúar n.k. og hefst hún i Tónabæ kl. 10 f.h. og verður fram haldið i Fáksheimilinu frá kl. 21.-03 eftir miðnætti. Dagskrá hátiðarinnar hefst með hópumræðum, þar sem ræddar verða kröfur barnaárs- nefndar ASl um fæðingarorlof, dagvistarheimili, veikindadaga foreldra og vinnutima barna. Umræðuhóparnir eru öllum gest- um hátiðarinnar opnir til þátt- töku. Að umræðum loknum verð- ur hlé. Þá verður flutt ávarp frá hreyfingunni um kröfur barna- ársnefndarinnar, svo og fluttur annáll i tilefni 10 ára afmælis Rauðsokkahreyfingarinnar, en þaðer 1. mai n.k. Ragnheiður Jó- hannsdóttir bóndakona frá Bakka i ölfusi flytur ávarp og flutt verð- ur verðlaunaleikrit Jóns Hjart- arssonar, „Vals.” Þá verðurkynnt bókin „Kvinde kend din krop”, en hún er væntanleg á markaðinn i is- lenskri þýðingu innan tiðar. Loks lesa skáldkonur úr verkum sin- um. Söngurinn skipar stóran sess i dagskránni og koma fram söng- sveitin Kjarabót og söngsveit Rauðsokkahreyfingarinnar. Einnig verður fjöldasöngur, og ýmiss konar sprell verður haft frammi milli atriða. Hátiðinni lýkur með dansleik i Fáksheimilinu og kl. 22 verður þar samfelld söngdagskrá, þar sem fram koma m.a. Hjördis Bergsdóttir, Bubbi og Tolli Mor- lens o.fl. Er þetta önnur hátiðin sem Rauðsokkahreyfingin heldur, og mun vera ætlunin að halda slikar samkomur árlega, Barnagæsla verðir i kjcdlara Tónabæjar allan daginn og sjá fósturnemar um hana. A hátíðinni verður gestum gefinn kostur á að gerast áskrif- endur að blaði hreyfingarinnar „Forvitin rauð”, en fyrirhugað er aðbreyta fyrirkomulagi útgáf- unnar nú og efla hana m.a. með ásk r ift ar s öf nunu m. Miðasala verður við innganginn i Tónabæ og er verð miða 1500 fyrir daginn og 200 fyrir kvöldið. Börn fá ókeypis.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.