Tíminn - 29.01.1980, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.01.1980, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 29. janúar 1980 3 Ferðamálaráð, útflutningsaðilar og Flugleiðir: íslandssýning í þrem frönskum borgum og í London AM — „Nú stendur yfir feröa- markaður i Hollandi sem viö erum aðilar að og eftir fáa daga verður ferðamálasýning i Paris. Þá höfum viö ásamt öðrum verið aðilar aö undirbúningi að tslandskynningu i þrem borgum i Frakklandi, Paris, Strassbourg og Lyon” sagði Heimir Hannesson, formaöur Ferðamálaráðs i viðtali við okk- ur i gær. „Við undirbúning alls þessa höfum við haft mjög gott sam- band við Flugleiöir og utan- rikisþjónustuna,” sagði Heimir,” svo og útflutningsmið- stöð iðnaðarins. Ég held að ég megi segja aö einmitt fram- kvæmd þessa i Frakklandi sé skemmtilegt dæmi um það hvernig aðilar sem eiga sömu hagsmuna að gæta geta unnið saman, þannig að það þjóni hagsmunum allra.” Nú er ákveðið að íslands- kynningin i Frakklandi verði endurtekin i London siðast I feb- rúar. Þetta er m.a. ferðamála- kynning og kynning á islensku lambakjöti og útflutnings- vörum. Verulegt samband er haft við fjölmiðla og islensk þátttaka i stórum vöruhúsum i London og haldin kynningarboö fyrir áhrifamenn i sambandi við verslun, viðskipti, ferðamál og markaðsmál. 1 mars er Feröamálaráð aðili að stærstu ferðamálasýningu Evrópu I Berlin og hefur ferða- skrifstofum sem það vilja verið boðin aöild að deild Is lands þar. I april verður svo islensk þátt- taka i ferðamarkaði i Noregi. Að lokum minntist Heimir á þá uppbyggingu sem orðið hefði hérlendis á siðari árum i uppbyggingu hótela og Ferðamálasjóður hefur tekið verulegan þátt i. Mættu menn minnast þess sagði Heimir, þegar syrti I álinn i þjóðarbú- skapnum aö ferðamálin eru ef til vill sú atvinnugrein i heimin- um sem á sér mesta framtið. Gjaldeyristekjurnar eru svipað- ar og nemur öllum útflutnings- iönaði landsmanna og væri það mat Ferðamálaráðs aö að þessum vaxtarbroddi ætti að hlúa og æskilegt að stjórnvöld sýndu þar meiri skilning en þau hafa gert til þessa. Skák: Guðmundur í 13. sæti FRI —Að 11 umferðum loknum i Wijk aan Zee i Hollandi er Guðmundur Sigurjónsson nú i 13. sæti með 3,5 vinninga, eftir að hann hafði tapað leik sinum við Victor Korsnoi i 11. umferð i gær. Efstur I mótinu er nú Seirawan 19 ára gamall með 9 vinninga að loknum 11 um- ferðum. Brown veitir honum haröa keppni meö 8,5 vinninga eftir sigur sinn i gær. Lftil loðnuveiði í gær AM — Litil loðnuveiði ar i gær, en frá fyrra miðnætti höfðu 6 bátar tilkynnt um 3700 tonn kl. 18. Góð veiði var sl. laugardag, en þó voru 20 bátar með 15 þús- und tonn. Á sunnudag voru 10 bátar með 6 þúsund tonn. Sæmilegt veður var á miöun- um um helgina. Kristinn Finnbogason, forstjóri Iscargo, Fish Salmon og Arni Guöjónsson, stjórnarformaður. (Ljósmynd GE). Elektran komin tíl landsins og þotur á skemmri Jafn skjót í förum vegalengdum AM — Kl. 11.30 á sunnudaginn lenti hin nýja Elektra flugvél Is- cargo á Reykjavikurflugvelli eftir 14 klukkustunda flug frá Los Angeles með viðkomu i New York. Blaöið ræddi viö Reidar J. Kolsöe flugstjóra um vélina i gær. Reidar sagöi að vélin flygi meö 600 km, hraða, en hún er búin fjórum Allison hreyflum, sem hver er 4000 hestöfl. Vélin er mjög létt i stjórn og kemst af meö stutta braut, getur t.d. notaö allar þær brautir sem DC-6 vélin gat notað. Mun hún verða i förum til Rotterdam og Bandarikjanna, en einnig i leiguflugi. Á styttri vega- lengdum er hún jafn snör i förum og þotur. Með vélinni kom til landsins Fish Salmon, sem um áratuga skeiö hefur verið tilraunaflug- maöur Lockheed verksmiðjanna og kunnur fluggarpur, var meðal annars fyrstur manna til þess að taka flugvél lárétt til flugs. Hann er islenskum flugmönnum kunnur frá fyrri tlð, þar sem hann kom til Islands árið 1958 með Elektraflugvél, en þá stóð til að kaupa hingað tvær slíkar vélar. Mun Salmon þekkja Elektra vél- ina allra manna best og verður hann islensku flugmönnunum til halds og trausts til að byrja með, en hann er nú 65 ára gamall. Auk hans kom hér með vélinni Dave Bradford, vélamaður, sem kynna mun islensku áhöfninni vélfræði- lega þætti flugvélarinnar. Auk Reidars fljúga vélinni þeir Páll Eyvindsson, Jón Waage og Halldór Arnason, aöstoðarflug- maður. Vélamaður verður Ljótur lngason. Vélin ber 17,3 tonn, en 16,5 tonn, séu notaðar „pallettur”. Þá eru i henni sæti fyrir 50 manns. Ráð- gert er að vélin fljúgi með fisk til South End i Englandi nk. mið- vikudag, en þaðan til Rotterdam. 1 hófi sem stjórn Iscargo efndi til I tilefni af komu vélarinnar sið- degis kom fjölda gesta aö sam- fagna félaginu með þennan merka áfanga, þar á meðal flug- málastjóri, Agnar Kofoed Han- sen, sem fagnaði þessari viðbót við islenska flugflotann og bað honum fararheilla. Reidar Kolsöe, flugstjóri og flug- garpurinn Fish Salmon við komu vélarinnar. (Ljósmynd GE). Elektra vélin er glæsilegur farkostur, búin fjórum 4000 hestafla hreyfl- um af Allison gerð. (Ljósmynd GE). Flugstööin á Keflavíkurflugvelli: Eiga Íslendíngar eða útlend- ingar að hanna og byggja? islenskir verkfræðingar sætta sig illa við, hvernig hagað er undir- búningi að byggingu flugstöðvar á Keflavikurflugvelli. Þykir þeim þar hafa komið fram mikið van- mat á islenskum tæknimönnum og hönnuðum, sem hafa verið sniðgengnir við þetta verk, enda þótt sem næst 30% af hönnun stöðvarinnar sé lokiö. Félag ráögjafaverkfræðinga hefur tekiö þetta mál upp og skorað á i'slensk stjórnvöld aö láta endurskoða hönnunarfors- endurnar og ráða til þess íslenska ráðgjafa, sem þekkja betur is- lenskar aðstæöur heldur en út- lendingar, enda flugstööin mann- virki, sem hanna beri af íslend- ingum og fela Islenskum verktök- um að byggja. Hafnar félagið þvi alfarið, að tilkallaðir verði er- lendir ráðgjafar til þess aö stjórna hönnuninni, enda megi fullyrða, að islénskum hags- munum sé betur fullnægt með þvi en hönnun erlendra ráðgjafa fyrir Stóraukín kynning á ís- landi í Bandaríkjunum vegna breytínga á N-Atiantshafsfluginu AM — „Ákveði Flugleiðir að leggja niður beint flug til Banda- rikjanna, litur út fyrir að for- sendurnar hafi breytst á nýjan leik gagnvart islenskum ferða- málum,” sagði Heimir Hannes- son, þegar við ræddum við hann i gær. Heimir sagði að verði DC-8 þoturnar látnar taka að sér Noröur Atlantshafsflugið, eins og margt benti til nú aö verði, hlytu þær að lenda á lslandi. A grund- velli þeirra nýju viðhorfa hefði Feröamálaráð þvi ákveðið nú að auka mjög verulega land- kynningarstarfsemi sina i Banda- rikjunum, bæöi auglýsingafyrir- tæki og þá sem að landkynningar- málum vinna um að þetta kynningarstarf verði nú um- fangsmeira en nokkru sinni fyrr. I þessu markmiði veröur beitt aukinni auglýsinganotkun, ekki sist I sjónvarpi. Þó sagði Heimir að siður yrði auglýst i stóru sjón- varpsstöðvunum en hinum minni stöðvum I hinum dreifðu byggö- um Bandarikjanna. Þar hefur sannast meðkönnunum að vænta má aö fólk sé að finna, sem hyggur á ferðalög til Evrópu og Islands. Auknar verða sendingar fréttatilkynninga til blaða og timarita og stefnt er að þátttöku i ferðamörkuðum. Þá veröur færð út notkun veggspjalda og kvik- mynda og leitast við að gera al- menna ky nningarstarfsem i markvissari en til þessa Heimir Hannesson alþjóðlegan verktakamarkaö. Þá fer félagið þess á leit, að gleggri grein sé gerö fyrir væntanlegri flugstöð engerthefur veriðhingað til. Meðal annars villl það fá s vör við ýmsum spurning- um, svo sem þeirri, hvort þetta sé islensk framkvæmd og hvernig það megi vera, ef svo er, að 30% hönnunar er lokið, án þess að framlag til sliks finnist á fjárlög- um. Það vill einnig fá að vita, hvort miðieigi flugstööina viðþarfir fá- menns eyrikis eða jafnframt við þarfir skammdrægra flugvéla annarra þjóða, sem hugsanlega þurfa að millilenda á miðju Atlantshafi. Þriöja spurningin er, hvort gert sé ráð fyrir, að fram- kvæmdir verði i' höndum tslend- inga eöa stefnt aö alþjóðlegu út- boði og loks I fjóröa lagi, hvort þeim verði skipt i byggingar- áfanga i samræmi við fjármögn- unargetu rikissjóðs. Forráðamenn félagsins leggja áherslu á þá stefnu að hönnun is- lenskra mannvirkja eigi fyrst og fremst aö vera I höndum Islend- inga, og þó að hönnun stórvirkj- ana hafi á undanförnum árum verði i höndum útlendinga aö hluta, hafi á þvi sviöi orðið stefnubreyting að þvi er best verður sé. „Það er von stjórnar Félags ráögjafaverkfræðinga, að sústund renni fljótlega upp, aö öll stjórnvöld og forráðamenn opin- berra fyrirtækja liti á fslenska ráðgjafaverkfræðinga sem full- gildra fulltrúa þeirrar alþjóðlegu stéttar hér á landi”, segir að lok- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.